Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 12
Fyrir og eftir Frystihúsið hefur breyst mikið við endurbæturnar. Stórir
gluggar sem settir hafa verið á framhlið gjörbreyta ásýnd þess.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sú aðferð Byggðastofnunar að gera
upp gamalt óseljanlegt frystihús á
Breiðdalsvík, skipta því niður í
nokkur rými og leigja undir atvinnu-
starfsemi virðist ætla að verða mikil
vítamínsprauta fyrir staðinn. Þar er
verið að koma upp saltfiskverkun
eftir margra ára hlé, verkstæðum og
stórum veislu- og ráðstefnusal sem
talinn er verða lyftistöng fyrir ferða-
þjónustuna.
Frystihúsið er ein elsta fullnustu-
eign Byggðastofnunar. Það hefur
margoft verið auglýst til sölu og
ýmsir hafa reynt að koma þar upp
fiskverkun en húsið er enn óselt.
„Við lögðum tillögur fyrir Byggða-
stofnun um það hvernig best væri að
koma húsinu í not. Það er dýrt að
láta svona mikið hús standa og
drabbast niður og ekki hægt að
leigja það út. Við lögðum til að
Byggðastofnun myndi taka saman
hvað hún myndi þurfa að leggja í
viðhald á húsinu og rekstur næstu
árin og nota það fé til að endur-
skipuleggja það og gera upp. Þá
myndi það strax á fyrsta ári reka sig
sjálft,“ segir Elís Pétur Elísson, út-
gerðarmaður á Breiðdalsvík. Hann
og Friðrik Árnason hótelstjóri eru
hugmyndafræðingarnir að þessari
lausn mála sem Byggðastofnun sam-
þykkti og er að framkvæma.
Reynt að snúa við blaðinu
„Við fögnum því hvað Byggða-
stofnun hefur komið myndarlega að
málum,“ segir Hákon Hansson, odd-
menn sem ætla að vinna með okk-
ur,“ segir Hákon oddviti. Elís Pétur
telur að endurskipulagning frysti-
hússins og þau fyrirtæki sem þar
verða með starfsemi verði vítamín-
sprauta fyrir samfélagið. Þess sjáist
nú þegar merki. „Það eru mörg
tækifæri í litlum byggðarlögum. Ég
er allavega ekki svartsýnn, er það
raunar ekki að eðlisfari,“ segir hann.
Morgunblaðið/Golli
Löndun Útgerðarmenn smábáta á Breiðdalsvík hafa samið um að leggja til hráefni til nýrrar fiskvinnslu Ísfisks á
Breiðdalsvík. Þeir nýta meðal annars Byggðastofnunarkvótann en leggja eigin kvóta og leigukvóta á móti.
Ljósmynd/Friðrik Árnason
viti Breiðdalshrepps, og vonast til að
hægt verði að nýta þá hluta hússins
sem ekki hefur nú þegar verið ráð-
stafað til góðra verka. Íbúum Breið-
dalshrepps hefur fækkað um meira
en 40% á síðustu þremur áratugum
og eru 187, samkvæmt síðustu opin-
beru tölum. Hákon segir að tals-
verður hugur sé í fólki og vonandi
takist að snúa við blaðinu í byggða-
þróun, áður en það verði orðið of
seint.
Í gamla frystihúsi Hraðfrystihúss
Breiðdælinga verður saltfiskverkun
auk trésmíðaverkstæðis, bátaverk-
stæðis og stórs veislu- og ráðstefnu-
salar. Allt er þetta að komast í gagn-
ið þessar vikurnar. Fleiri hugmyndir
eru í þróun.
Samvinna við Ísfisk
Fiskvinnslufyrirtæki Ísfiskur í
Kópavogi mun reka fiskvinnslu í
frystihúsinu á grundvelli samninga
við þrjú útgerðarfyrirtæki á staðnum
og þjónustufyrirtæki þeirra. Útgerð-
irnar útvega hráefnið. Einn grunnur
þess er 150 tonna sérstakur byggða-
kvóti sem stjórnvöld leggja til í gegn-
um Byggðastofnun sem lið í verkefn-
inu „Efling sjávarbyggða“ en
útgerðirnar leggja einnig til eigin
kvóta og leigukvóta. Elís Pétur segir
við það miðað að landað verði að
minnsta kosti 1.200 tonnum af fiski
hjá Ísfiski en ekki verði allur fisk-
urinn unninn á Breiðdalsvík heldur
verði hluti hráefnisins fluttur á milli
Hugmynd Athafnamennirnir Friðrik Árnason og Elís Pétur Elísson lögðu
fyrir Byggðastofnun tillögur um endurskipulagningu hraðfrystihússins.
eftir því sem best hentar vinnslunni
á hverjum tíma.
Fiskvinnslan tekur til starfa í
næsta mánuði. Reiknað er með að 10
störf verið við saltfiskverkunina og
jafn mörg við þjónustu við bátana.
„Það er mikið fagnaðarefni að það
skuli vera að hefjast aftur fisk-
vinnsla í frystihúsinu, eftir tíu ár.
Þetta er öflugt fyrirtæki og duglegir
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014
Vinavika fer nú fram á Vopnafirði í
fimmta sinn. Æskulýðsfélag Hofs-
prestakalls - Kýros stendur fyrir
vikunni. Á þriðjudag var skrifað
undir vinasamning við Vopnafjarð-
arhrepp, Vopnafjarðarskóla og
leikskólann Brekkubæ. Í samn-
ingnum segir m.a. að aðilar samn-
ingsins taki upp forskeytið „vinur“
fyrir framan nafn sitt og heiti á
meðan Vinavikan stendur yfir.
Eftir undirskriftina var boðið
upp á vinaköku, kaffi og djús. Jafn-
framt höfðu krakkarnir fyrr um
daginn skreytt fyrirtæki og stofn-
anir á Vopnafirði með blöðrum,
hjörtum, borðum og vinalegum
skilaboðum. Í dag eiga íbúar von á
óvæntum glaðningi frá æskulýðs-
félaginu og á morgun verður vina-
skrúðganga og vinakaffi að því
loknu í félagsheimilinu. Nánari
upplýsingar um dagskrána er að
finna á vefnum vinavika.is.
Vinavika á Vopna-
firði í fimmta sinn
Vinavika Frá undirritun samkomulags Vopnafjarðarhrepps, Vopnafjarðarskóla og leikskólans Brekkubæjar í til-
efni af vinavikunni. Þá munu þessir aðilar taka upp forskeytið „Vinur“ fyrir framan heiti sín, t.d. Vina-Brekkubær.
„Leiðsögumaður sem kom að
skoða sagði að salurinn yrði sem
skuttogari fyrir íslenska ferðaþjón-
ustu,“ segir Friðrik Árnason, hót-
elstjóri á Hótel Bláfelli á Breið-
dalsvík, um nýja veislu- og
ráðstefnusalinn í gamla frystihús-
inu sem hann mun taka á leigu og
nýta allan ársins hring.
Salurinn er í flökunarsal gamla
frystihússins, 380 fermetrar að
stærð og getur því tekið á annað
hundrað gesti. Margir hring-
ferðahópar koma við á Breiðdalsvík
og fólkið borðar þar í hádeginu eða
á kvöldin. Friðrik hyggst hafa veit-
ingarnar í nýja salnum sem er beint
á móti hótelinu.
Aðaláskorunin er þó að lengja
ferðamannatímann og skapa verk-
efni að vetrinum. Friðrik segir mik-
ilvægt að lengja tímann enda séu
100 gistiherbergi í Breiðdal og öll
með herbergi. „Þessi salur er hugs-
aður til að nýta þessa fjárfestingu
betur, ekki síst utan hins hefð-
bundna ferðamannatíma,“ segir
hann.
Friðrik vonast til að geta laðað
að árshátíðir og ráðstefnur, auk
þess sem salurinn nýtist fyrir við-
burði heimamanna.
Náttúruskoðun innandyra
Ýmislegt verður gert til að skapa
sérstöðu. Gluggi verður út í fisk-
vinnsluhúsnæði og geta gestir því
fylgst með fiskverkun. Þá verður
innangengt í steinasafn sem fyrir-
hugað er að koma upp. Settir verða
upp stórir skjáir þar sem hægt
verður að fylgjast með lífríkinu
neðan- og ofansjávar, meðal ann-
ars lundabyggðinni í Breiðdals-
eyjum.
„Það tekur tíma að byggja þetta
upp en starfsemin verður vonandi
lyftistöng fyrir samfélagið, alla
sem hér búa, og skapar einhver
störf,“ segir Friðrik.
Skuttogari ferðaþjónustunnar
240 MANNS RÚMAST Í FLÖKUNARSAL
Vítamínsprauta fyrir byggðarlag
Frystihúsinu á Breiðdalsvík skipt upp og það standsett Nokkur fyrirtæki að koma sér fyrir
Fiskverkun hafin á nýjan leik í samvinnu Ísfisks og heimamanna og með stuðningi Byggðastofnunar