Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
Sunna Gunnlaugsdóttir, píanisti og
tónskáld, mun leika með hollenska
bassaklarinettuleikaranum Maarten
Ornstein í Jazzklúbbnum Múlanum,
í Björtuloftum í Hörpu í kvöld. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 21 og eru
fyrstu af þrennum tónleikum sem
tvíeykið leikur hér á landi á næstu
dögum. Auk tónleikanna í kvöld
munu þau Sunna og Ornstein koma
fram í Bergi í Reykjanesbæ klukk-
an 19.30 á morgun og í Tónbergi á
Akranesi klukkan 20 á föstudag.
„Við munum spila okkar eigið
efni en svo erum við líka með verk
eftir aðra,“ segir Sunna, en hún og
Ornstein hafa spilað saman tvisvar
áður, í Amsterdam í maí sl. og á
Jazzhátíð í Reykjavík í fyrra.
Sunna hefur gefið út fjölmarga
hljómdiska, komið fram víða um
heim og margoft verið tilnefnd til
Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Kynntust á Twitter
Aðspurð hvernig komið hafi til
samstarfsins segir Sunna þau Orn-
stein hafa kynnst á Twitter. „Við
vorum búin að vera að tísta hvort á
annað og svo fór ég á ráðstefnu í
Þýskalandi sem heitir Jazzhead og
þar hitti ég umboðsmanninn hans.
Við ákváðum í kjölfarið að Maarten
myndi koma hingað til lands og
spila með mér.“
Í kjölfarið kom Ornstein hingað
til lands og spilaði með Sunnu á
Jazzhátíð í Reykjavík á síðasta ári.
Samstarfið hefur gengið vel og
hyggst tvíeykið gefa út sitt eigið
efni á næstunni. „Við ætlum að
taka þessa þrenna tónleika núna og
svo ætlum við að hljóðrita efnið
okkar um helgina. Við munum svo
gefa það út og það verður þá nokk-
urs konar framhald af þessu verk-
efni,“ segir hún. „Svo munum við
eflaust spila eitthvað meira saman.“
Einstakur hljómur
Sunna segir flygilinn og bassakl-
arínettuna gefa einstakan hljóm,
sem þyki heldur óhefðbundinn í
djasstónlist. „Það er mjög gaman
að þessu því bassaklarinettan er
hljóðfæri sem er sjaldan notað í
djasstónlist. Það er ekki mjög áber-
andi en passar mjög vel við flyg-
ilinn. Það er gott jafnvægi á milli
þessara hljóðfæra,“ segir hún. Orn-
stein er þó einnig saxófónleikari, en
heldur sig við bassaklarinettuna er
hann leikur með Sunnu. Viðbrögðin
hafa ekki látið á sér standa og
fengu þau Sunna og Ornstein fjög-
urra stjörnu gagnrýni í Amsterdam
eftir tónleikana þar í maí.
Tónleikarnir í Hörpu í kvöld eru
þeir stærstu sem tvíeykið leikur
hér á landi að þessu sinni. Tónleik-
arnir í Reykjanesbæ og á Akranesi
verða heldur styttri, en þeir verða
haldnir í framhaldi af vinnubúðum
sem Ornstein heldur fyrir nem-
endur í tónlistarskólunum í bæj-
arfélögunum tveimur. Þeir eru þó
einnig opnir almenningi. „Þetta
verður svolítill samtíningur af efni.
Við höfum til dæmis spilað verk
eftir John Lennon, Bill Frisell og
Thelonious Monk. Í Amsterdam
spiluðum við einnig nokkur lög úr
kvikmyndum,“ segir Sunna.
Lék fyrir fullu húsi
Sunna er nýkomin heim frá Berl-
ín þar sem hún lék dúó-tónleika
með þýska píanistanum Julia Hüls-
mann fyrir fullu húsi. „Við vorum
tvær konur og tveir flyglar. Það
var svolítið sérstakt en mjög
skemmtilegt. Allt gekk rosalega vel
og tónleikarnir voru vel sóttir,“
segir hún, og bætir við að tónleik-
arnir hafi verið partur af Plain
Nordic-hátíð sem stóð yfir í allt
sumar.
Framundan segir Sunna vera að
leggja áherslu á tríó sitt með þeim
Þorgrími Jónssyni og Scott McLe-
more, en þau hyggjast taka upp
nýja plötu í vetur. Tríóið, sem hefur
verið iðið við að koma fram erlend-
is, hefur fengið frábærar móttökur
víða um heim fyrir djasstónlist sem
sögð er lýrísk og aðgengileg og tal-
in sameina eldmóð hins bandaríska
og þokka evrópsks djass. „Við er-
um farin að bóka okkur fram í nóv-
ember 2015 svo það er mikið að
gera,“ segir Sunna að lokum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hæfileikarík Sunna Gunnlaugsdóttir hefur margoft verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
Óhefðbundin djasstónlist
hollensk-íslensks tvíeykis
Sunna Gunnlaugsdóttir og Maarten Ornstein leika í Jazz-
klúbbnum Múlanum í Björtuloftum í Hörpu í kvöld
Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl.
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 11/10 kl. 13:00 13.k. Sun 26/10 kl. 13:00 19.k. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k.
Sun 12/10 kl. 13:00 14.k. Sun 26/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k.
Sun 12/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k.
Lau 18/10 kl. 13:00 15.k. Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k.
Lau 18/10 kl. 16:30 Aukas. Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 27.k.
Sun 19/10 kl. 13:00 16.k. Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 7/12 kl. 13:00 28.k.
Sun 19/10 kl. 16:30 Aukas. Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k.
Lau 25/10 kl. 13:00 17.k. Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k.
Lau 25/10 kl. 16:30 18.k. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas.
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Bláskjár (Litla sviðið)
Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Sun 9/11 kl. 20:30 8.k.
Sun 19/10 kl. 20:00 7.k. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k.
Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar!
Gullna hliðið (Stóra sviðið)
Fim 9/10 kl. 20:00 6.k. Fim 16/10 kl. 20:00 8.k. Fös 24/10 kl. 20:00 10.k.
Fös 10/10 kl. 20:00 7.k. Fös 17/10 kl. 20:00 9.k.
Vinsæl verðlaunasýning frá Leikfélagi Akureyrar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Mið 8/10 kl. 20:00 8.k. Sun 26/10 kl. 20:00 14.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k.
Fim 9/10 kl. 20:00 9.k. Mið 29/10 kl. 20:00 Aukas. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k.
Fös 10/10 kl. 20:00 10.k. Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k.
Mið 22/10 kl. 20:00 aukas. Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k.
Fim 23/10 kl. 20:00 11.k. Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Fös 21/11 kl. 20:00
Fös 24/10 kl. 20:00 12.k. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Lau 22/11 kl. 20:00
Lau 25/10 kl. 20:00 13.k. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Lau 29/11 kl. 20:00
Sýningar í Hofi Akureyri 17. október kl. 19 22
Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið)
Lau 11/10 kl. 20:00 2.k.
Epískir tónleikar með leikhúsívafi. Aðeins þessar sýningar!
Gaukar (Nýja sviðið)
Fös 10/10 kl. 20:00 5.k. Fim 23/10 kl. 20:00 9.k. Fim 6/11 kl. 20:00
Sun 12/10 kl. 20:00 6.k. Sun 26/10 kl. 20:00 10.k. Sun 9/11 kl. 20:00 13.k.
Fös 17/10 kl. 20:00 7.k. Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k.
Lau 18/10 kl. 20:00 8.k. Lau 1/11 kl. 20:00 12.k.
Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur
Hollar vörur
úr náttúrunni
í hæsta gæðaflokki
H-Berg efh | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is
★★★★ – SGV, MblHamlet –
Róðarí (Aðalsalur)
Sun 12/10 kl. 20:00 Fös 17/10 kl. 20:00 Lau 25/10 kl. 20:00
Eldklerkurinn (Aðalsalur)
Fim 9/10 kl. 20:00 Sun 19/10 kl. 20:00
Trúðleikur (Aðalsalur)
Sun 12/10 kl. 14:00
Lífið (Aðalsalur)
Lau 18/10 kl. 14:00 Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00
Sun 26/10 kl. 13:00 Sun 2/11 kl. 15:00 Sun 9/11 kl. 15:00
Sun 26/10 kl. 15:00 Lau 8/11 kl. 14:00
Strengir (8 ólík rými Tjarnarbíós)
Fim 23/10 kl. 19:00 Fös 31/10 kl. 19:00
Fös 24/10 kl. 19:00 Lau 1/11 kl. 19:00
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is