Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ég féll stax fyrir fitkidþegar ég kynntist því.Mér finnst þetta rosalegaheillandi íþrótt og hefði sjálf viljað æfa hana þegar ég var lít- il,“ segir Dagný Dís Magnúsdóttir, fitkid-þjálfari og alþjóðlegur dómari í íþróttinni. Um næstu helgi verður haldið Evrópumót í fitkid hér á landi í Vodafonehöllinni. Mótið verður það stærsta sem haldið hefur verið til þessa og er það tólfta í röðinni. Þetta er í annað skipti sem mótið er haldið hér á landi, í fyrra skiptið var það ár- ið 2008. Hvað er fitkid? „Þetta er íþrótt fyrir börn á aldrinum 6-16 ára og er blanda af fimleikum, þolfimi, dansi og styrktaræfingum. Mottóið er að allir geta æft íþróttina og þurfa ekki að vera með grunn í neinu til að taka þátt. Við leggjum mikið upp úr heil- brigðum lífsstíl án allra öfga,“ segir Dagný Dís og bendir á að taktföst tónlistin skemmi ekki fyrir hressandi upplifun. Alþjóðlegt kerfi sem er upprunnið í Ungverjalandi Fitkid er alþjóðlegt kerfi IFD (International Fitkid Division). Frá árinu 1997 hafa verið haldin árleg Evrópu- og heimsmeistaramót í greininni. Árið 2007 sendu Íslend- ingar fulltrúa sína í keppnirnar í fyrsta sinn með góðum árangri. Fjölþjóðlegar sumarbúðir standa iðkendum fitkid til boða, sem miða að því að kynna börn frá mis- munandi löndum, vinna að sameig- inlegum markmiðum fitkid- hreyfingarinnar og einingu landanna. Fitkid á rætur sínar að rekja til Ungverjalands, þar er íþróttin vin- sæl. Margir stunda hana á Spáni og Bretlandi. Í kringum 10 þúsund krakkar um alla Evrópu iðka hana. Hefði sjálf viljað æfa fitkid í æsku Evrópumót í fitkid verður haldið í Vodafonehöllinni um helgina. Mótið er það tólfta í röðinni og það stærsta sem haldið hefur verið í Evrópu. Í tengslum við mótið verða haldnir fjölskyldu- og heilsudagar. Fitkid er íþrótt fyrir börn á aldrinum 6-16 ára og er blanda af fimleikum, þolfimi, dansi og styrktaræfingum og hefur verið iðkað hér frá 2007. Fitkid er upprunnið frá Ungverjalandi og er vinsælt í Evrópu. Fimi Þær eru ansi hreint liprar stúlkurnar sem æfa af kappi fyrir mótið. Styrkur Það er ekki amalegt að vera fílhraustur í heilbrigðum líkama. Síðan knittinghelp.com kemur að góðum notum þegar verið er að feta sig áfram í heimi prjónaskaparins. Þar er að finna gagnlegar leiðbein- ingar um hvernig eigi að prjóna, fitja upp lykkjur, lesa prjónamynstur, prjóna marglita flík og þar fram eftir götunum. Í raun og veru eru svör við býsna mörgum spurningum sem koma upp þegar prjónarnir eru mundaðir. Flest allt efnið sem er á síðunni er gjaldfrjálst eins og leiðbeiningar- myndbönd og uppskriftir. Þeir sem eru komnir lengra í prjónaskapnum geta einnig fundið flóknari uppskriftir sem koma að góðum notum. Vefurinn er einfaldur í notkun og viðmótið er ákaflega þægi- legt þar sem tiltölulega auðvelt er að fletta og skoða. Á spjallborði vefjarins er hægt að þiggja og gefa góð ráð. Vefsíðan www.knittinghelp.com Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Prjónaskapur Hægt er að horfa á myndbönd um hvernig skal prjóna. Gagnleg ráð við prjónaskapinn Friðarsúlan í Viðey verður tendr- uð með fallegri athöfn á fæðingardegi Johns Lennons á morgun, 9. október, klukkan 20. Athöfnin hefst kl. 19 og stendur til kl. 20.30. Óskatré Yoko Ono verða sett niður í Viðeyjarnausti og Viðeyjar- kirkju og er fólk hvatt til að dvelja við, skrifa óskir sínar og hengja á trén. Í kringum friðarsúluna eru grafnar óskir hálfrar miljónar ein- staklinga víðsvegar úr heiminum sem Yoko Ono hefur safnað sam- an á síðustu áratugum. Tónlistar- maðurinn Snorri Helgason mun syngja hugljúfa tóna í Viðeyjar- nausti. Aðgangur ókeypis. Endilega … … skoðið friðarsúluna í Viðey Morgunblaðið/RAX Viðey Friðarsúlan tendruð á morgun. Kínverskir vísindamenn urðu vitni að þeim einstaka atburði að api tók á móti afkvæmi apynju af tegund sem nefnist white headed langur. Einu sinni áður hafa vísindamenn orðið varir við að api hafi gegnt hlutverki ljósmóður. Hingað til hefur verið tal- ið að manneskjan væri sú eina sem fengi hjálp frá annarri manneskju við að taka á móti afkvæmi sínu. Apynjan sem gegndi hlutverki ljósmóður var 14 ára gömul; og hafði áður eignast fimm afkvæmi, þar af eitt um morguninn. Ljósmóðirin fylgdist gaumgæfilega með apynjunni sem er fimm ára gömul eignast sitt fyrsta afkvæmi. Þegar höfuð og axlir komu út greip ljósmóðirin í afkvæmið og togaði það út, sleikti í framan og rétti móð- urinni um leið og hún teygði hend- urnar í átt til þess. Ljósmóðirin fylgdist með móður og afkvæmi í nokkra stund á eftir. Vísindamenn höfðu áður séð apynju í þessum hóp eignast af- kvæmi og þá gerði hún það ein og óstudd og án hjálpar frá öðrum. Þetta kemur fram í tímaritinu Ani- mal og BBC greindi einnig frá. Manneskjan ekki sú eina sem þarf ljósmóður Api gegndi hlutverki ljósmóður og tók á móti afkvæmi apynju Ljósmóðir Eldri og lífsreyndari api tók á móti afkvæmi annars apa en slíkt þekkist nánast ekki í dýraríkinu. Vísindamenn eru forviða yfir háttalaginu. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.