Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Miðvikudagstilboð – á öryggisskóm og fleiri öryggisvörum Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Verslun RV er opin virka daga kl. 8 – 18 og laugardaga kl. 10 – 16 Komdu í verslun RVog nýttu þérflott tilboð áöryggisvörum ! Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er einhver ólga innra með þér sem þarfnast útrásar. Gættu þess að taka frá tíma fyrir eitthvert létt sprell í dag. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú átt auðvelt með að vekja hrifn- ingu annarra í dag. Haltu fólki í þeirri fjar- lægð sem þú vilt því engan varðar um þína einkahagi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur mjög ákveðnar skoð- anir á viðkvæmu vandamáli. Fylgdu innsæi þínu. Eins og er situr þú uppi með of mörg verk óleyst. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Rómantík gæti komið inn í líf þitt með miklum látum í dag. En ef þú neyðist til þess að fara yfir strikið skaltu flýta þér aftur til baka. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú segir nokkuð í dag. Ef þú heldur áfram að njóta litlu hlutanna færðu senn forsmekk- inn af meiri velgengni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að nota daginn til að sinna verkum sem krefjast þolinmæði og skipulagningar. Láttu reyna á þessa kenn- ingu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú átt góða stund með nýrri manneskju með bröndurum og góðu sam- tali, láttu hana þá ekki sleppa úr greipum þér. En mundu að sígandi lukka er best. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér er alveg óhætt að taka minniháttar áhættu til að setja svolítið líf í tuskurnar. Byrjaðu strax því annars get- urðu misst af strætisvagninum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gáfuleg vinna á móti mikilli vinnu er leikurinn, og þú getur giskað á hver vinnur. Ef ósamkvæmar upplýsingar eru bornar á borð fyrir þig áttu að treysta skilningarvitunum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú færð hugsanlega óvæntar fréttir frá einhverjum í öðru landi eða mikilli fjarlægð. Samtöl koma upp um fólk. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vertu ekki hræddur við nýj- ungar bara af því að þær hafa breytingar í för með sér. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú lánar öðrum peninga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er fullt af hlutum í kringum þig sem þú hefur ekki hugmynd um. Mundu að það er ekki nóg að þörfum þín- um sé fullnægt. Hraðar er ekki betra og hægar er ekki verra. Það er gömul íþrótt að leika sérað því að botna vísur. Helstu skemmtilegheitin eru kannski í því fólgin hversu ólíkar hugmyndir koma fram um lausn þrautarinnar. Guðný Jakobsdóttir kastaði fram fyrriparti á Boðnarmiði: Hugsa sér hefði ég orðið heimakær piparsveinn! Ragnar Ingi Aðalsteinsson botnar: Hjá stúlkunum barið í borðið og búið svo sæll og einn. Helgi Ingólfsson: Hefði ég eigi hjá sofið og s … sannlega byggi ég einn. Sigurjóna Björgvinsdóttir: Þá sæti ég sæll við borðið og svæfi stöðugt einn. Hallmundur Guðmundsson: Af gnægtum þá bogið borðið, barasta fyrir einn. Þegar ég var í MA voru verðlaun í boði fyrir besta botninn á einhverri kvöldskemmtun nemenda: Augum renna ungir menn upp á kvennavistir. 1. bekkingar botnuðu Kapphlaupið mun byrja senn hverjir verða fyrstir? Og fengu að sjálfsögðu sérstaka viðurkenningu og aukaverðlaun enda er botninn klassískur og enn í fersku minni þó hinir, sem rétt kveðnir voru séu löngu gleymdir! Þegar við Ari Jósefsson gengum upp kirkjutröppurnar spreyttum við okkur iðulega á þessum fyrriparti: Finn ég hérna fyrripart fyrir þig að botna. Enginn botnanna festist í minni okkar! Magnús Halldórsson segir frá því á Boðnarmiði að hann þurfti eitt- hvert sinn að staldra við í ritgleði og hugleiða hvort Y væri í tilteknu orði – „markið mitt er hinsvegar sýlt bæði og biti aftan vinstra“ bætir hann við: Stíft eða stýft? Vona að mér verði hlíft og votta það með sanni. Það er betra að standi stíft, en stýft sé undan manni. Svo enn sé sopið af Boðnarmiði. Ragna Guðvarðardóttir yrkir „Lof- söng til rigningarinnar“. Ég fagna þér rigning sem fellur á grund og fossar um götur og stræti. Þú breiðir þinn faðm yfir laufvana lund og lækirnir hoppa af kæti. Þú syngur við gluggann minn dag eftir dag mig dreymir um nætur þitt uppáhaldslag. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Að botna vísu og stíft eða stýft Í klípu „ÞÚ MUNT FÁ MYNDARLEGAN STARFSLOKASAMNING, OG, Í LJÓSI ÞINNA VAFASÖMU VIÐSKIPTAHÁTTA, MUNUM VIÐ KOMA ÞÉR FYRIR Í VITNAVERND FYRIR FYRIRTÆKIÐ OKKAR“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „AUÐVITAÐ TÝNIR ÞÚ ALDREI KÚLUNNI ÞINNI... ÞÚ SLÆRÐ HANA ALDREI LENGRA EN NOKKRA METRA“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...innblásturinn þinn. MÁNUDAGUR... HANN ER A.M.K. FYRIRSJÁANLEGUR. GEFIÐ MÉR ÖLL VERÐMÆTI YKKAR, EÐA ÉG EYÐILEGG KASTALANN! ÞÚ ERT OF SEINN, ANNAR VÍKINGUR TÓK ALLT Í SÍÐUSTU VIKU! ÞEGAR ÞIÐ FYLLIÐ Á LAGERINN, GETIÐ ÞIÐ LÁTIÐ MIG VITA? Óvænt meðmæli með almennings-samgöngum komu fram í viðtali við Snorra Hergil Kristjánsson í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Snorri býr í London og er í fullri vinnu sem kennari, en hefur fundið tíma til að sinna ritstörfum og um þessar mundir kemur út lokabindið í þriggja bóka flokki epískra fanta- síuskáldsagna um víkinga. Jafn- framt er Snorri með kvikmynda- handrit í vinnslu og hefur skrifað fyrstu bók í unglingaseríu. Tímann til skrifta finnur Snorri á lestinni á leiðinni í og úr vinnu. Þetta eru sem sagt skilaboðin til þeirra, sem ganga með rithöfund í maganum: Taka strætó og byrja að skrifa. x x x Ef kenningin um að baktal valdihiksta er rétt eiga dómarar ekki sjö dagana sæla. Í raun er með ólík- indum hvað hægt er að tuða út af dómurum og verður Víkverji að við- urkenna að hann getur ekki alltaf haldið aftur af sér. x x x Frammistaða dómaranna í úrslita-leik Íslandsmótsins milli FH og Stjörnunnar um helgina hefur jafn- vel verið meira rædd en frammi- staða leikmanna. Það var því hress- andi að lesa ummæli Ólafs Karls Finsens, sem skoraði bæði mörkin í sigri Stjörnunnar, í Morgunblaðinu í gær. „Mig grunaði að ég væri rang- stæður þegar ég skoraði fyrsta markið. Það fyrsta sem ég gerði var að horfa á línuvörðinn. Flaggið fór ekki upp og ég gat fagnað markinu. Það er oft talað um að dómar jafnist út og ég man vel eftir ólöglegu marki sem FH skoraði á móti okkur í fyrri leiknum. Svona er bara boltinn.“ x x x Ólafur Karl er vitaskuld ekki hlut-laus, en þó er engu við þetta að bæta. Mistök dómara á heilu keppn- istímabili eru legíó rétt eins og mis- tök leikmanna (ef Víkverji gerði jafn mörg mistök í vinnunni og knatt- spyrnumaður gerir að meðaltali í leik væri hann sennilega búinn að missa vinnuna) og það er ekkert við því að segja. Nema þá að leggja íþróttina af, sem væri heldur langt gengið. víkverji@mbl.is Víkverji Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefur Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann. (Sálmarnir 103:13)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.