Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.2014, Blaðsíða 14
VI TINN 2014 VITINN Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Vinnsla á lamba- og ærkjöti hófst í nýju sláturhúsi í Seglbúðum í Land- broti á mánudaginn. Var 45 gripum þá slátrað. „Allt gekk vel,“ sagði Þórunn Lárusdóttir húsfreyja í samtali við Morgunblaðið. „Þetta var fé frá nágranna okkar, en afurð- irnar eru lagðar inn hjá okkur og við munum sjá um markaðs- setninguna.“ Þórunn stendur fyrir rekstr- inum í félagi við eiginmann sinn Er- lend Björnsson. Nokkrir menn úr sveitinni verða þeim til aðstoðar við slátrun og úrbeiningu. Sláturhúsið er því atvinnuskapandi. Handverkshús Nýja sláturhúsið markar ákveðin tímamót á svæðinu. Um áratugur er síðan slátrun var hætt á Kirkjubæjarklaustri og starfsem- in flutt til Selfoss. Gamla slátur- húsið var af hefðbundinni gerð, en hið nýja er það sem þau hjónin kalla handverks- sláturhús. Að baki ligg- ur sú hugsun að sauðfé þurfi ekki ferðast um langan veg til slátrunar og neytendur geti keypt vöru sem er ræktuð og unnin á sjálfbæran hátt. Fram að þessu hefur aðeins verið boðið upp á að slátra sauðfé í stórum sláturhúsum. Færri og stærri Þróunin á undanförnum árum hefur öll verið í þá átt að slátur- húsin verði færri, stærri og tækni- legri. Gegn þeirri þróun er snúist með handverkssláturhúsinu. Segir Þórunn að eftirspurn sé eftir slíkri starfsemi. Þau hafa átt náið sam- starf um þetta við Matís og segir Þórunn þau standa í þakkarskuld við starfsmennina Óla Þór Hilmars- son og Guðjón Þorkelsson sem hafi leiðbeint þeim og eigi stóran hlut að því að verkefnið komst á leiðarenda. Allt regluverk í slátrun sé sniðið að stærri húsum. Þá hafi verkefnið fengið styrki bæði frá Sam- tökum sunnlenskra sveitarfélaga og Bænda- samtökum Íslands. Enn- fremur lagði Eignarhaldsfélag Suð- urlands hlutafé í reksturinn. Hágæða vara Áherslan mun að sögn Þór- unnar fyrst og fremst vera lögð á að framleiða hágæða vöru með sjálf- bærni náttúrunnar og velferð dýr- anna að leiðarljósi. Stefnt er að því að bæði verði hægt að kaupa vöru Sjálfbær sauðfjár- rækt í Skaftárhreppi  Nýtt sláturhús leggur áherslu á gæði frekar en magn Sauðfé Myndarlegum hópi sauðfjár frá Seglbúðum ekið í nýja sláturhúsið á staðnum. Ekki er langt að fara. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2014 Selfosssundlaugin tilbúin í vor  Góður gangur er í framkvæmdum við Sundhöll Selfoss. Verið er að reisa 1.350 fermetra viðbyggingu þar sem verður búningsaðstaða, líkamsrækt- arstöð og lítil innilaug. Áformað er byggingin verði tilbúin næsta vor, en nú eru sökklar komnir og verið er að slá upp fyrir veggjum og steypa. Kostnaður Sveitarfélagsins Árborgar við verkefnið er áætlaður um 450 milljónir króna. Sundhöll Selfoss nýtur vinsælda og lengi hefur verið þrýst á um endurbætur þar. Núverandi búningsklefar eru litlir og þar er þröngt á álagstoppum en gestir á ári hverju eru um 200 þúsund. Sundlaugarframkvæmdirnar eru samstarf Sveitarfélagsins Árborgar og Já- verks. Fyrirtækið mun eiga og leigja út efri hæð nýbyggingarinnar þar sem að- staða líkamsræktarstöðvar verður. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framkvæmdir Sökklarnir eru klárir og nú er verið er að steypa veggina. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þykkvabæjarbændur eru þokkalega sáttir með kartöfluuppskeru sum- arsins. Rigningar í júní og júlí settu strik í reikninginn því áburði skolaði út í görðum, einkum þeim sendnu. Í sumum görðum lágu bollar yfir og allt fór á flot. „Auðvitað eru rigning og hlýindi allra bestu skilyrðin fyrir sprettu, en öllu má ofgera. Þetta var leiðinlegt fram eftir sumri en í ágúst rættist úr þannig að við getum kall- að þetta miðlungssumar,“ segir Sig- urbjartur Pálsson bóndi í Skarði. Heildaruppskeran í Þykkvabæ eftir þetta sumar er á bilinu 3.000 til 4.000 tonn, en um 70% allra kart- aflna á borðum Íslendinga koma þaðan úr sveit. Bændur þar eru í dag tíu talsins en voru nærri 60 þegar best lét í kringum 1980. Aðstæður á markaði og afkoma hafa leitt af sér breytingar og eins veðráttan. Í júlí 2009 féllu öll kartöflugrös í snörpu næturfrosti. Uppskeran brást og tveir bændur hættu í kjölfarið. Sá þriðji hætti árið 2012 og enginn kom í hans stað. Með öðrum orðum sagt, þá er engin endurnýjun eða nýliðun og af því hafa Þykkbæingar áhygg- ur. „Við sem þraukum áfram höf- um verið að stækka okkar bú eins og svigrúmið leyfir sem þó er ekki mik- ið. Veruleg aukning þýðir að bæta þyrfti við mannskap, vélakosti og fleira og fleira. Afkoman leyfir slíkt ekki. Fyrir vikið höldum við þessu bara sem fjölskyldubúskap,“ segir Sigurbjartur. Stór hluti af uppskerunni í Þykkvabænum er unninn í kart- öfluverksmiðjunni þar, þaðan sem koma franskar, saltöt, snakk, for- soðnar og fleira slíkt. Sigurbjartur sem er einn eigenda verksmiðjunnar segir þar unnið úr um 3.000 tonnum af kartöflum á ári. Taki verksmiðjan við öllu því hráefni af svæðinu sem býðst. „Þegar það er uppurið er sótt til bænda í lágsveitum Flóans, í Afurðaverðið þarf að hækka  Þokkaleg uppskera í Þykkvabæ  Engin nýliðun meðal bænda  4.000 tonn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Uppskera Sigurbjartur Pálsson bóndi í Skarði við kartöflusekkinn. Hann er einn Þykkvabæjarbænda sem hefur fækkað mikið undanfarna áratugi.  Hvolsvöllur er heimabær hins ís- lenska skyndiréttar. Verksmiðja SS er á staðnum og meðal afurða þar eru pylsurnar sem allir þekkja – og unnar úr alveg ágætu hráefni. Í Kaup- mannahöfn fá Íslendingar sér gjarn- an pylsu í vögnunum sem standa við Ráðhústorgið og á Strikinu og þegar útlendingar eru hér á landi fá þeir – rétt eins og landinn – sér eina með öllu. Bæjarins bestu við Tryggvagöt- una í Reykjavík njóta vinsælda og eins söluskálarnir sem eru hringinn í kringum landið. Og hvar er meira viðeigandi en að fá sér pylsu, með tómat, sinnepi og steiktum lauk, en einmitt á Hvols- velli? Þar eru tvær sjoppur og þegar Morgunblaðið var á ferðinni eystra voru einmitt margir í söluskála N1 að fá sér hressingu, þar með talið pylsur og kók, fólk sem fékk magafylli og gekk svo út í haustloftið – bæði hraust og hresst. sbs@mbl.is N1-pylsan fæst og er með öllu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Pylsudísir Theódóra Guðnadóttir og Guðrún María Óskardóttir á vaktinni. SUÐURLAND2014Á FERÐ UMÍSLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.