Málfríður - 15.03.2011, Side 5

Málfríður - 15.03.2011, Side 5
Þessi grein er byggð á erindi sem var flutt á ráðstefnu Félags dönskukennara í mars 2010. Í erindinu fjallaði ég um mikilvægi þess að þróa fjölbreytta kennsluhætti í dönsku og taka meira mið af einstaklingnum og áhuga hans og leiðir til þess. Einnig drap ég á hvað það væri sem helst væri talið hvetja eða letja kennara og nemend- ur til að reyna nýjar leiðir. Í þessari grein verður nánar gerð grein fyrir þessum hugmyndum. Þótt hér sé gengið út frá kennslu í dönsku sem erlendu máli eiga þessar hugmyndir alveg eins við tungumálakennslu almennt. Áhugahvöt Áhugi er ein sterkasta driffjöðurin í hvers kyns námi, en ekki síst tungumálanámi. Viðamiklar rannsóknir hafa farið fram á áhugahvöt í tungumálanámi (sjá t.d. Oddný Sverrisdóttir, 2007; Dörnyei, 2001) sem allar staðfesta mikilvægi áhuga- hvatar til að ná góðum árangri. Ekki er hægt að taka sem sjálfsögðum hlut að brennandi áhugi kvikni hjá börnum eða unglingum á að læra tungumál sem er hvergi að finna í málumhverfi þeirra og daglegu lífi og hæpið að ætla að „mótivera“ börn með framtíðinni. Brýning kennara sem beinist að framtíðarhlutverkum nemenda höfðar illa til þeirra. Hér má nefna setningar eins og: „Það er svo nauðsynlegt að kunna dönsku þegar þú verður orðin fín kona/maður í stjórnarráðinu og þarft að taka þátt í löngum fundum á skandinavísku og lesa enn lengri skýrslur á Norðurlandamálunum.” Eða „ef þú ferð í framhaldsnám til útlanda eru meira en 50% líkur á að þú farir til Norðurlandanna.” Í huga unglingsins er þetta framtíðarmúsík sem kemur þeim harla lítið við á þessari stundu. Börn og unglingar lifa í núinu og námið þarf að vera áhugahvetjandi og merkingarbært fyrir þau þar sem þau eru stödd í tilverunni. Þar af leiðir að við- gangsefnin þurfa að miðast við þroska og áhugasvið þeirra hverju sinni. Kennarar þurfa því stöðugt að leita eftir hugmyndum og áhugasviðum nemenda. Ég velti því fyrir mér hversu dugleg við erum að spyrja nem- endur hvað þeim finnist gaman að fást við. Staðlaðar kennslubækur duga skammt í nútíma tungumála- kennslu en Internetið hefur gerbreytt aðstöðu okkar til að ná í fjölbreytt efni, bæði ritað og talað. Hluti af fagmennsku kennarans er að leita sem víðast fanga og nálgast nemendur á forsendum þeirra og leyfa þeim líka að taka þátt í leitinni. Nemendasjálfstæði Nemendasjálfstæði, sem nú er mikið rætt um í tungu- málanámi, beinist ekki síst að því að auka áhuga nem- enda á náminu og það er m.a. gert með því að auka ábyrgð þeirra, þ.e. gera þá meðábyrga (Ushioda, 1996). Það getum við m.a. gert með því að gera þau með- vituð um markmiðin með náminu almennt og mark- miðunum í stökum kennslustundum. Einfalt atriði eins og að setja námsmarkmið tímans fram í upphafi hans er árangursrík leið til að hjálpa nemendum til að þess skilja hvað þeir eiga að læra/þjálfa í tímanum og hvers vegna þeir eru að vinna einmitt þetta eða hitt verkefnið og um leið hjálpar það þeim til að ígrunda og meta eigið nám. Þetta er allt önnur hugsun en sú að skrifa á töflu í upphafi tíma hvað á að fara yfir eins og við kennarar gerum oft. Önnur leið og ekki síður áhrifarík er að vinna námsmarkmiðin í samvinnu við nemendur. Einn þáttur nemendasjálfstæðis er að vinna markvisst með námsvitund nemenda (metacognitive awareness). Það getum við gert með ýmsum ráðum, t.d. með því að láta þá skoða markmið tímans aftur í lok hans og láta nemendur meta hvern fyrir sig hvort þeir hafi nú ekki örugglega lært það sem til var ætlast eða hvað vanti upp á sem bæta þarf úr. Önnur áhrifarík leið til að láta nemendur meta eigið nám er að biðja þá að skrifa niður í lok tímans tvennt eða þrennt sem þeir hafa lært nýtt eða betur. Þetta tekur ekki langan tíma og er einfaldara í framkvæmd en log-bókarskrifin sem einnig eru gott tæki. Ef nemandinn þarf að velta fyrir sér hvað hann hefur lært gerir hann sér betur grein fyrir hvað hann er að fást við – með öðrum orðum: það eykur námsvitund hans. Kennarinn getur nýtt þessi skrif til að greina nám nemandans. Þetta eru leiðir sem hafa gefist vel í öllum aldursflokkum. Sjálf notaði ég þetta í framhaldsskóla og nota það nú í háskólakennslu með góðum árangri, þ.e. ég fæ innsýn í hvað og hvernig nemendur mínir telja sig vera að læra. MÁLFRÍÐUR 5 Hafdís Ingvarsdóttir. Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands Úr viðjum vanans 01 Uppgötvið Þýskaland www.goethe.de/germany Uppgötvið Þýskaland Árangursríkar kennsluaðferðir, kennsla á öllum námstigum og undirbúningur fyrir öll próf í 13 athyglisverðum borgum í Þýskalandi. Hagnist á viðbótartilboði okkar: • einstaklingsbundin námsráðgjöf • tungumála- og sjálfsnámsmiðstöðvar • menningar- og frístundadagskrá • húsnæðisþjónusta Frekari upplýsingar fást hjá: Netfang: Goethe-Institut Dänemark, Tel. +45 33 366 453 E-Mail: deutsch@goethe.de 673-Malfridur_A4:093_Malfridur_A4 08.03.2011 17:00 Uhr Seite 1

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.