Málfríður - 15.03.2011, Side 22

Málfríður - 15.03.2011, Side 22
Nemendum í grunnskólum Akureyrar sem hafa tengsl við Noreg eða Svíþjóð hefur um alllangt skeið verið boðið upp á kennslu í norsku eða sænsku í stað dönsku. Þeir nemendur sem býðst að stunda nám í norsku eða sænsku á þessum forsendum þurfa þó að hafa undir- stöðu í tungumálinu. Þeir þurfa að skilja allvel talaða norsku/sænsku, geta lesið einfalda texta og geta gert sig skiljanlega á tungumálinu. Undirrituð hefur undanfarin tíu ár kennt þeim nem- endum á Akureyri sem rétt eiga á norsku. Fyrstu árin voru nemendahóparnir frekar fámennir en undanfarin fjögur árin hafa nemendur verið um 12 á hverju ári. Bakgrunnur þeirra er mjög misjafn, allt frá því að hafa aldrei búið í Noregi til þess að hafa búið stærstan hluta ævi sinnar þar í landi. Þó að reglurnar segi að nemendur eigi að uppfylla viss skilyrði til að vera í norsku er erfitt að neita nem- anda sem ekki uppfyllir þau að fullu ef hann á t.a.m. föður- eða móðurfjölskyldu sína í Noregi. Reynslan hefur einnig yfirleitt verið sú að þeir nemendur sem ekki hafa mjög góðan bakgrunn í málinu en hafa eftir sem áður skýr tengsl við landið eru oftast tilbúnir til að leggja mikið á sig. Þeir læra einnig mikið af þeim nemendum sem betur kunna tungumálið og þekkja til samfélagsins, reglna þess og siða. Á Akureyri eru sjö grunnskólar og einnig hafa nem- endur úr Eyjafjarðarsveit haft aðgang að kennslunni. Kennslan hefur frá upphafi farið fram í Brekkuskóla en það er sá skóli sem er mest miðsvæðis. Nemendur hitta kennara sinn einu sinni í viku í tvær kennslustundir í senn utan venjulegs skólatíma. Þetta eru færri kennslu- stundir en kenndar eru í dönsku en þar sem nemendur koma utan venjulegs skólatíma og oft um langan veg hefur þessi háttur verið hafður á. Reynt er að nýta kennslustundirnar vel og heimavinna er þó nokkur til að vega upp á móti takmörkuðum fjölda tíma. Sú hefð hefur skapast að kenna 7. og 8. bekk saman annars vegar og svo 9. og 10. bekk hins vegar. Yngri nemend- urnir hafa þá komið fyrst og þeir eldri einni kennslu- stund síðar en allir nemendur eru þá saman í um eina kennslustund. Þannig er hægt að vera með innlögn í t.d. málfræði og fara yfir heimavinnu og annað með hvorum hóp fyrir sig. Tíminn sem allir eru saman er yfirleitt mjög skemmtilegur og fjölbreyttur. Námsefnið í norsku samanstendur ekki af lesbók og vinnubók eins og oft er í tungumálum. Hver nemandi er með málfræðibók við hæfi og síðan er námsefnið tekið héðan og þaðan; úr bókum, af netinu og víðar. Ég nýti netið mikið og við reynum alltaf að spjalla um það sem er að gerast í Noregi þá stundina. Einnig legg ég áherslu á að nemendur segi frá og fjalli um það sem þeir hafa áhuga á hvort sem það er uppáhalds hljóm- sveitin þeirra eða eitthvað sem þau kynntust í Noregi og finnst áhugavert. Nokkrum sinnum hafa allir nem- endur unnið saman að einhverju verkefni og þá höfum við oftast tekið fyrir norska „ævintýramenn“ eins og Fridtjof Nansen, Thor Heyerdahl og Roald Amundsen sem voru sannkallaðar hetjur. Tvö síðastliðin ár höfum við svo fylgst með tveimur ævintýramönnum sem eru sprelllifandi og eru að gera ótrúlegustu hluti, en það eru þeir Børge Ousland og Lars Monsen. Einnig hafa nemendahópar unnið saman að verkefnum um konungsfjölskylduna, persónurnar sem ratað hafa á norska peningaseðla, gert ferðabæklinga um mismun- andi staði í Noregi og skipulagt ýmsar draumaferðir um Noreg. Á bókasöfnum hér fyrir norðan er ekki mikið um efni á norsku til útláns. Þar kemur netið til hjálpar og einnig veitir Tungumálaverið í Laugalækjarskóla okkur norsku- og sænskukennurum á landsbyggðinni frábæra þjónustu. Þar getum við fengið lánaðar ýmsar bækur − bæði námsbækur, skáldsögur, fræðibækur og orðabækur − og myndbönd af ýmsum toga, og ekki má gleyma stuðningnum sem maður fær þar því það er ekki alltaf auðvelt að vera eini kennarinn í faginu á stóru svæði. Reynt er að bjóða upp á námskeið fyrir norsku- og sænskukennara einu sinni á ári og hafa þau námskeið verið fjölbreytt og skemmtileg. Ég hef einnig nýtt mér þann möguleika á að fara á námskeið sem tengjast norrænum tungumálum erlendis og það hefur verið frábær upplifun. Fljótlega eftir að ég byrjaði að kenna norsku sá ég hve mikill galli það var að ef nemandi mætti ekki í 22 MÁLFRÍÐUR Bryndís Indíana Stefánsdóttir . Norskukennsla í grunnskólum Akureyrar Bryndís Indíana Stefánsdóttir, kennari í íslensku fyrir útlendinga

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.