Málfríður - 15.03.2011, Side 23

Málfríður - 15.03.2011, Side 23
Það er mjög skemmtilegt að kenna norsku og þar sem nemendur hafa ákveðinn bakgrunn eru verkefnin sem hægt er að vinna mun fjölbreyttari en t.d. með nemendum sem eru að byrja að læra dönsku. Kennslan fer að langmestu leyti fram á norsku og allir tala á sinni mállýsku. Þar sem ég kenni einnig dönsku í 7. og 8. bekk fæ ég stundum hugmyndir þar sem ég nýti mér í norskukennslunni og öfugt. Einnig hef ég kennt útlendingum íslensku og sótt mjög skemmtileg nám- skeið á vegum Ísbrúar í þeim efnum. Það er mjög góð tilfinning fyrir kennara þegar gott verkefni hefur verið undirbúið og hægt er að nýta það með fleiri en einum nemendahópi. Þó að tungumálið sé mismunandi snýst tungumálakennsla alltaf um það að miðla á fjölbreytt- an og skemmtilegan hátt. Ég er eindreginn stuðnings- maður þess að norræn tungumál séu kennd í grunn- skólum en finnst þó að kennslan eigi fyrst og fremst að snúast um það að skapa jákvætt viðhorf gagnvart tungumálum Norðurlanda og að miðla því sem nor- rænt er, sama frá hvaða landi það kemur. tíma þá hafði hann enga möguleika á að hitta mig í skólanum daginn eftir og fá t.d. heimavinnuna sína. Ég hef að vísu alltaf verið í góðu sambandi við for- eldra í gegnum tölvupóst en ég vildi að nemendur og foreldrar hefðu betra aðgengi að mér og kennslunni. Fyrir sex árum fékk ég aðstoð við að búa til heima- síðu fyrir norskunemendur á Akureyri og lifir sú síða góðu lífi enn í dag (http://akmennt.is/norska/ ). Þar er alltaf hægt að sjá hvenær á að mæta og nálgast alla heimavinnu. Þar eru einnig ýmsir nytsamlegir tenglar og skemmtiefni. Ég setti auk þess inn efni þar fyrir kennara en fyrir rúmu ári var opnuð frábær síða fyrir norsku- og sænskukennara og fór ég þá að setja efni þar inn (http://kennarar.ning.com/ ). Þar liggur mikið af efni fyrir kennara og þó að það sé á norsku eða sænsku ættu allir tungumálakennarar að geta nýtt sér hugmyndirnar sem þar eru. Nýlega var einnig opn- aður vefurinn http://tungumalatorg.is/ og er það von mín að þessar flottu vefsíður verði til þess að tungu- málakennarar deili góðum verkefnum og hugmyndum og nálgist þannig meira hver annan. Nordplus styrkir samstarf leik-, grunn- og framhaldsskóla á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum Umsóknarfrestur v/undirbúningsheimsókna rennur út 15. október nk. Nánari upplýsingar á: www.nordplus.is Landskrifstofa Nordplus Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins Háskólatorgi, 101 Reykjavík Sími 525 4311 Nordplus Junior (Norðurlöndin og Eystrarsaltslöndin) - Ferðir nemenda og kennara (mobility) - Styrkir til samstarfsneta (networks) - Styrkir til samstarfsverkefna (projects) - Undirbúningsheimsóknir styrktar •• MÁLFRÍÐUR 23

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.