Málfríður - 15.03.2011, Blaðsíða 28

Málfríður - 15.03.2011, Blaðsíða 28
Tungumálatorgið – tungumalatorg.is – er vettvang ur á neti fyrir kennara, nemendur og foreldra sem tengjast öllum skólastigum og gerðum fræðslustofn- ana. Torgið hefur verið byggt upp með þátttöku Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Menntasviðs Reykjavíkur, stofnana, sjóða og einstaklinga, en það var formlega opnað 16. nóvember árið 2010. Allt efni er varðar við- komandi málaflokk er þar að finna á einum stað án til- lits til aldurs nemenda, búsetu, skólastiga, tungumála eða gerða fræðslustofnana. Með Tungumálatorgi er gerð tilraun til að skapa langtímaminni í skólastarfi og þróunarverkefnum með því að birta á einum stað dæmi um verkefni sem vel hafa tekist og kennsluhætti sem skila árangri. Tungumálatorg auðveldar tengslamyndun kennara þeirra í millum og við sérfræðinga og er vettvangur hagsmunahópa kennara og nemenda um tiltekin tungumál, efni og þróunarverkefni. Tungumálatorgið er félagsnet um tungumálanám og kennslu. Tungumálatorgið er hýst af mennta- og menningarmálaráðuneyti og hefur verið unnið í skjóli Menntasmiðju Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Skipt hefur sköpum fyrir þróun þess hve margir ein- staklingar, opinberar stofnanir og þróunarsjóðir hafa stutt verkefnið með faglegum stuðningi og beinum og óbeinum fjárframlögum. Netsamfélög torgsins eru öllum aðgengileg þeim að kostnaðarlausu. Lögð er áhersla á að efni sem birt er á Tungumálatorginu sé merkt og notað samkvæmt ákvæðum Creative Commons um hugverkasameign. Tungumálatorgið er hugsað sem samstarfsvett- vangur tungumálakennara, foreldra barna sem tala fleiri en eitt tungumál og skóla fjölmenningar. Tilgangur Tungumálatorgsins er að stuðla að málefna- legri umræðu og auknum tengslum kennara í skólum landsins þvert á skólastig og staðsetningu skóla, þar sem grundvöllur umræðunnar er þekking og áhugi á mikilvægi tungumálakennslu og þróun hennar í nútíma- samfélagi. Tungumálakennarar eru sérfræðingar hver á sínu sviði og þeir koma jafnt úr símenntunarstofnunum, leik- , grunn-, framhalds- og háskólum. Þeir eru íslensk- ir og erlendir og hafa hlotið menntun sína í íslenskum háskólum sem erlendum, hver með sína þekkingu, reynslu og áherslur sem mikilvægar eru umræðunni. Tungumálatorgið er vettvangur einstaklinga og hópa þar sem tekin eru fyrir viðfangsefni sem varða starf þeirra og áhugasvið, stofnað er til sameiginlegra verkefna og umræðna og skipst á upplýsingum. Hægt er að hugsa sér hópa um efni eins og kennslu barna í leikskólum og yngstu aldurshópum grunnskólans, aðferðir við að efla nemendasjálfstæði, ritun á ýmsum færniþrepum, greinabundið tungumálanám o.fl. Mikilvægt er að á torginu fari fram umræða fagfólks og uppbygging efnisbanka sem forðabúr er geymir reynslu þátttakenda, sögur úr kennslustofunni, fjöl- breytt viðfangsefni, aðferðir og verkfæri sem gagnast við margvíslegar aðstæður og úrlausnarefni. Vefirnir Vettvangurinn er tvískiptur: Annars vegar efnisvefur með gagnlegum upplýsingum um skólastarf, ætlaður hópum með margháttaðar þarfir og hins vegar sam- félagsvefur þar sem kennarar og/eða foreldrar geta skipst á skoðunum og leitað ráða hver hjá öðrum. Allir vefirnir eru ritaðir á viðkomandi tungumáli til að halda á lofti orðræðu sem viðeigandi er á hverju máli. Upplýsingum um nám og kennslu tungumála og íslensku sem annars máls hafa til þessa verið vistaðar á vefjum hingað og þangað og eru lítt aðgengilegar nema þeim sem vel til þekkja. Á Tungumálatorgi hefur þeim verið safnað saman undir einn hatt. Margir vefir torgsins tengjast kennslu íslensku sem annars máls, íslensku sem erlends máls og íslensku sem móðurmáls á erlendri grundu. Vefurinn Íslenska sem annað mál og tengdir undirvefir eru vettvangur kennara og kennsluráðgjafa um land allt sem tengjast viðfangsefninu í leik-, grunn,- framhalds- og háskól- um. Vefurinn Íslenska fyrir útlendinga tengist íslensku- kennslu fullorðinna og tengdir námsefnisvefir eru sjónvarpsefnið Viltu læra íslensku og námsefnið Íslenska fyrir alla. Íslenska erlendis er samstarfsvefur íslenskra Fig 1 28 MÁLFRÍÐUR Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir. Tungumálatorg – Vettvangur tungumálanáms og kennslu10 Eymundsson.is Þú færð orðabækurnar í Eymundsson

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.