Málfríður - 15.03.2011, Side 31

Málfríður - 15.03.2011, Side 31
við á meðan á náminu stendur. Dæmi úr kennslustof- unni sem birt eru á torginu gagnast háskólakennurum til að undirbúa nemendur sína fyrir vettvangsnám. Nemendur geta jafnframt sent inn efni sem þeir hafa unnið undir leiðsögn háskólakennara og leiðsagnar- kennara. Tungumálatorgið býður upp á varanlegan vettvang fyrir afrakstur af vinnu kennaranema, sem jafnframt getur nýst reyndum kennurum. Samantekt Tungumálatorgið er einstakt fyrirbæri að því leyti að það er umgjörð fyrir starfssamfélag kennara, nemendur og foreldra sem tengjast öllum skólastigum og gerðum fræðslustofnana, með þátttöku Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálamála- ráðuneytis, Menntasviðs Reykjavíkur og fjölmargra aðila í skólakerfinu. Allt efni er varðar málaflokkinn er á einum stað án tillits til aldurs nemenda, búsetu, skólastiga, tungumála eða gerða fræðslustofnana. Tungumálatorgið getur orðið brú milli kennslu, kennsluhátta og kennsluáherslna í grunn- og fram- haldsskólum; leikskólum og grunnskólum; skólakerfis- ins og símenntunarstofnana og ýtt þar með undir meiri samlegð fagþekkingar og reynslu. Á Tungumálatorgi er kominn vísir að vettvangi þar sem fram fara gagnkvæm samskipti fagaðila, hug- mynda og reynslu. Tungumálatorgið er í dag fyrir- mynd að möguleikum á framsetningu efnis og sam- starfs, möguleikum á hvernig hægt er að draga fram í dagsljósið hið ósýnilega í starfi góðra kennara og bjóða gestum inn í skapandi kennslustofur. Það sýnir jafn- framt, hvernig hægt er að styðja innflytjendur til sjálf- stæðrar þátttöku í íslensku samfélagi, hvernig kenn- arar geta styrkt eigin starfsþróun með frjóum, opnum umræðum og stuttum námskeiðum á vettvanginum, hvernig hægt er að nýta það fé sem til umráða er þannig að afrakstur af þróunar- og samstarfsverkefnum verði sýnilegur og aðgengilegur öllum skólum á landinu þeim að kostnaðarlausu. Með Tungumálatorgi er settur fram vettvangur til að skapa langtímaminni í skólastarfi og þróunar- verkefnum með því að birta á einum stað dæmi um verkefni sem vel hafa tekist og kennsluhætti sem skila árangri. Kennsluhættir sem hafa gefið góða raun eru gerðir sýnilegir með myndum, myndbandsupptökum og sýnileiki kennarastarfsins verður meiri. Reynslan hefur sýnt að vettvangur á borð við Tungumálatorg auðveldar tengslamyndun kennara, hópa kennara og við sérfræðinga og getur orðið vettvangur hagsmuna- hópa kennara og nemenda um tiltekin tungumál, efni og þróunarverkefni. Tungumálatorgið stuðlar að hringrás þekkingar um kennsluhætti, efni og áherslur fyrir nemendur með fjöl- breyttan bakgrunn, þekkingu og þarfir, en til þess þurfa tungumálakennarar að láta til sín taka, birta efni, skiptast á skoðunum og veita hver öðrum uppörvun og ráð. Í beinum samskiptum kennara Á Tungumálatorgi býðst vettvangur fyrir starfsþróun kennara. Þar samþættast fræði og framkvæmd með ráðgjafarstuðningi. Ráðgjöfin fer fram í netsamfélag- inu þar sem kennarar eiga að geta sótt í reynslubrunn annarra kennara með þátttöku í umræðum og með fyrirspurnum. Kennarar geta sett upp leshringi og örnámskeið í lokuðum eða opnum hópum. Efni af lengri námskeiðum má fylgja eftir með kennslu og ráðstefnum á neti. Reynslan og þekkingin verður ekki bundin við þá sem viðburðinn sóttu heldur verður hún til í víxlverkun við sams konar reynslu annarra. Torgið getur einnig veitt kennurum beinan aðgang að leiðsögn í máli og málnotkun í ræðu og riti gegnum samskipta- síður ef þörf krefur. Spuni2011 er fyrsta netnámskeiðið sem haldið er á torginu. Á námskeiðinu er fjallað um netverkfæri til náms og kennslu. Viðfangsefnið miðast við þarfir á vettvangi og viðbrögð og umræður þátt- takenda hafa mótandi áhrif á inntak námskeiðsins. Vel má hugsa sér frekari námskeið í þessa veru. Í ráðgjöf Íslenskum kennurum stendur til boða ráðgjöf danskra farkennara, ráðgjöf í kennslu íslensku sem annars máls og ráðgjöf í norsku og sænsku. Ráðgjöf danskra far- kennara er tímabundin og bundin takmörkuðu svæði á landinu í hvert sinn. Ráðgjafar og danskir farkennarar stoppa stutt við á hverjum stað. Undanfarið ár hefur verið unnið að því í samvinnu við starfandi farkennara að setja á „Rejselærerens hjørne“ áhugaverð viðfangs- efni úr kennslustofum og upplýsingar um aðföng sem geta nýst öðrum kennurum. Starf farkennaranns fær því meiri slagkraft en ella og einskorðast ekki við skóla og sveitarfélög þar sem kennarinn er hverju sinni. Sama gildir um ráðgjöf og efni tengt margreyndum leiðum í kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Það verður aðgengilegra og áhrif víðtækari. Það sem áður var miðlað á póstlistum og milli fámennra hópa verður sett upp á vefsíður og í umræður á gagn- virkum samfélagsvefjum. Tungumálatorgið auðveldar flæði í efnismiðlun og eflir tengsl við vettvang. Ráðgjöf og fræðsla á Tungumálatorgi nýtist þvert á fræðslustig sem og á landsvísu. Í tengslum kennaramenntunar og vettvangs Lög um grunnmenntun kennara frá 12. júní 2008 kveða á um fimm ára menntun kennara sem lýkur með meistaragráðu. Kennaramenntunin hefur vafalítið hagsmuni af því að tengjast vettvangi skólastarfs fyrir tilstilli Tungumálatorgs. Á torginu fá nemar og nýút- skrifaðir kennarar aðgengi að fjölbreyttari leiðsögn frá kennurum á vettvangi á örráðstefnum og með áhugaverðum dæmum úr kennslustofunni. Þannig fá kennara nemar breiðari hóp kennara að ráðfæra sig MÁLFRÍÐUR 31

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.