Málfríður - 15.10.2014, Qupperneq 3
Efnisyfirlit
Ritstjórnarpistill . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3
Mér hefur alltaf fundist danska svo fallegt tungumál 5
STÍL og alþjóðasamstarfið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9
Úr kennslustofunni til Evrópu og til baka . . . . . . . . . . 11
Munnleg færni og Evrópuramminn . . . . . . . . . . . . . . . 13
Þori ég, vil ég, get ég? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17
Sól rís, sól sest, sól rís … . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20
Bókmenntakennsla og þróun tölvumiðla . . . . . . . . . . . 22
Et si on parlait un peu français? . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25
Menntaáætlun Evrópusambandsins . . . . . . . . . . . . . . . 27
Tónlist og dans í spænskustofunni . . . . . . . . . . . . . . . . 28
Breytingar á dönskukennslu í Menntaskólanum á
Akureyri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30
Ritstjórn Málfríðar
Í ritstjórn Málfríðar eiga sæti fjórir fulltrúar aðildarfélaga
auk fulltrúa stjórnar.
Ásmundur Guðmundsson
frá Félagi þýskukennara
asmgud@gmail.com
Eva Leplat Sigurðsson
Borgarholtsskóla
frá Félagi frönskukennara
eva@bhs.is
Guðný Ester Aðalsteinsdóttir
Árbæjarskóla
frá Félagi enskukennara
gudnyester@gmail.com
Pétur Rasmussen
Menntaskólanum við Sund
frá Félagi dönskukennara
prasm@internet.is
Svanlaug Pálsdóttir
Verzlunarskóla Íslands
Frá stjórn og Félagi spænskukennara
svanlaug@verslo.is
Þeir sem vilja birta grein í Málfríði eru beðnir að hafa
samband við einn fulltrúanna í ritstjórn.
Þema þessa tölublaðs var samkvæmt áætlun munnleg
færni. Þegar til kom var ekki mikið fjallað um munnlega
færni í greinunum sem bárust en þeim mun meira um
mörg og skemmtileg sumarnámskeið. Þema blaðsins er
sem sé Sumarnámskeið. Í samræmi við ritstjórnarstefnu
STÍL fjalla greinar um sumarnámskeið aðeins um fagleg
viðfangsefni á sumarnámskeiðum þannig að greinar
ættu að höfða til allra félaga STÍL. Greinarnar eru fimm.
Áður en kemur að sumarnámskeiðunum langar stjórn
STÍL að kynna fyrir félögunum Evrópusamstarfið um
tungumálakennslu og -nám. Eins og kunnugt er fer
fram öflug þróunarvinna til að styrkja færni Evrópubúa
í tungumálum og auka skilning þeirra á mikilvægi þess
að læra og þekkja mörg tungumál því að Evrópa á ekki
að verða einsleit alþjóðavædd eining heldur samfélag
margra þjóða.
Loks er annars vegar grein um tónlist í spænsk-
unámi og hins vegar grein þar sem við fáum í fyrsta
skipti að kynnast spennandi nýjung í dönskukennslu
í Menntaskólanum á Akureyri en þar byrjar dönsku-
kennsla á þriðja ári á bóknámsbrautum en ekki á fyrsta
ári.
Málfríður heldur áfram að heiðra frumkvöðla STÍL. Í
þetta sinn er langt viðtal við Hafdísi Ingvarsdóttur sem
hefur kennt mörgum okkar kennslufræði tungumála,
annaðhvort í réttindanámi eða á námskeiðum. Hafdís
lætur nú af störfum sem kennari við Menntavísindasvið
Háskóla Íslands en heldur áfram að stunda rannsóknir.
Hún sendir okkur góðan en jafnframt ákveðinn tón.
Njótið vel.
Ritstjórn Málfríðar telur við hæfi að auglýsa þema
næsta vorblaðs. Það væri gaman að fá greinar frá mörg-
um skólum um hvernig menn hugsa sér nýja námsskrá
í tungumálum í framhaldsskólum. Mjög margir framhalds-
skólakennarar eru að semja áfangalýsingar. Koma nýj-
ungar við sögu? Látið í ykkur heyra!
Málfríður
Tímarit Samtaka tungumálakennara
1. tbl. 30. árgangur. – Haust 2014.
Forsíðumynd:
Fyrsti formaður STÍL, Hafdís Ingvarsdóttir prófess-
or emeritus á vinnustað sínum í Háskóla Íslands.
Útgefandi:
Samtök tungumálakennara á Íslandi, STÍL
Ábyrgðarmaður:
Brynhildur Anna Ragnarsdóttir
Málfríður á Netinu:
http://malfridur.ismennt.is
Prentun:
Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja 141 776
UM
HV
ERFISMERKI
PRENTGRIPUR
Póstfang:
STÍL v/tímaritið Málfríður,
Laufásvegi 81, 101 Reykjavík
Ritstjórnarpistill