Málfríður - 15.10.2014, Síða 8

Málfríður - 15.10.2014, Síða 8
Pétur: En er þessi gífurlega breidd í forsendum nem- enda í framhaldsskólum hér okkur ekki líka Þrándur í Götu? Hafdís: Vissulega. En breiddin vinnur ekki gegn því að nemendur taki frumkvæði. Tökum dæmi af nem- endum sem hafa ekki staðist grunnskólapróf. Er þá viturlegt að endurtaka staglið úr grunnskóla sem þeir gáfust upp fyrir? Til þess að þeir fari að læra verður að nota allt öðruvísi aðferðir og kenna námsaðferðir. Til að vinna með svona breiðan hóp þarf miklu meiri kennslufræðilega þekkingu, og þess vegna verður að efla kennslufræðiþekkingu framhaldsskólakennara. Það er mjög brýnt. Að lokum Pétur: Þú segir að það hafi verið mikil gróska þegar STÍL byrjaði. Hvernig finnst þér hlutirnir hafi þróast síðan? Hafdís: Nú hef ég ekki komið nálægt starfi STÍL í mörg ár, en hitt veit ég að það hefur farið mikil orka í það undanfarin ár að halda kennslustundum tungumál- anna inni. Þriðja málið hefur verið í miklum mótbyr. Og merkilegt er að það skuli bara þurfa þrjá til fjóra áfanga í ensku. Það var framfaraskref að enska varð fyrsta tungu- málið, en ég vil helst líka að danska fari alfarið upp í framhaldsskóla vegna þess að sú danska sem við komum til með að nota er í framhaldsnáminu, í stjórn- sýslunni, á ráðstefnum og málþingum, og það er ekki orðaforði sem við kennum 14 ára börnum. Það að börn eiga svo miklu betur með að læra tungumál er mjög umdeilt, og það á fyrst og fremst við um framburðinn. Það gagnast manni ekki við að lesa þykka stjórnsýslu- skýrslu á dönsku, norsku eða sænsku að vera fær um að panta sér pylsu í pylsuvagni. Pétur: Lokaorð? Hafdís: Ég hef verið gæfusöm að hafa fengið að vinna með öllu þessu unga fólki sem hefur gefið mér svo mikið og ég hef lært svo mikið af. glíma við, hvernig hægt sé að láta nemendur vinna með tungumálið utan kennslustunda. Án þess verður enginn nógu góður í tungumáli — og þeir eru ekki nógu öruggir, ekki heldur í ensku, því að það sem þeir heyra utan kennslustunda er ekki í samræmi við það sem þeir þurfa að gera þegar þeir koma í háskóla. Pétur: En er það ekki staðreynd að skólinn tekur æ minna rými í huga nemenda? Hafdís: Jú, en greinar líða mismikið fyrir þetta. Tungumál og stærðfræði eru greinar sem verður að vinna með stöðugt og yfir tíma, það sem ég kalla færni- greinar. Það er ekki hægt að ná stærðfræði ef þú ætlar bara að reikna í tíma. Í meistaranáminu átti ég m.a. að kenna íslensku og skrifa um reynslu mína og „nemendur mínir“ reynslu sína af kennslunni. Einn nemandi var langbestur og var jafnvel farinn að tala pínulítið. Hvert var leyndar- málið að baki því? Hann sagði: „Ég var alltaf að æfa mig.“ Bauð mér alltaf góðan daginn á íslensku og sett- ist alltaf hjá mér í hádeginu og spurði sífellt: „Hvað heitir þetta?“ Að ná taki á tungumáli er æfing, og aftur æfing. En til þess þarf frumkvæði nemandans. Það er það sem mig langar að sjá. Meira frumkvæði nemanda, að þeir hafi meira um námið að segja. Það held ég sé leiðin til að fá þá til að vinna meira, að þeir ráði meira um það hvað þeir fást við, það sem er kallað learner autonomy. En hitt á óskalistanum er að við vinnum meira með námsaðferðir, tölum við nemendur um hvernig þeir ætla að læra hlutina, kennum aðferðirnar við að læra. Ég vona að þetta sé það sem við erum að þróast í að gera meira. —Partur af því er námsmatið vegna þess að ef nemendur fá að ráða námsmatinu meira og hvernig þeir undirbúa sig undir það, þá segja fræðin að það auki námshvatann og námsgleðina og fái þá til að vinna meira. Ég held að lykillinn að framförum sé að veita og krefjast meira frumkvæðis af nemendum. Samkvæmt rannsóknum mínum þá bíða nemendur nú bara eftir því að verða mataðir, og þeir vilja láta mata sig. 8 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.