Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 31

Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 31
og hafa tækifæri til að bæta verkefnið áður en því er skilað endanlega. Viðhorf til breytinganna Í þessu ferli höfum við lagt mikla áherslu á að hlusta á hvað nemendur hafa að segja um þessar breytingar. Í því skyni hafa allir nemendur skilað mati á áfang- anum í lok hverrar annar en að auki hafa líka verið lagðar fyrir nafnlausar kannanir, bæði af hálfu kennara og matsnefndar skólans. Eins og gefur að skilja hafa nemendur afar skiptar skoðanir. Sumir vilja frekar hafa hefðbundna kennslu og telja þessa breytingu ekki skila sér neinu, aðrir hrósa áfanganum fyrir að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og vera með fjölbreytt námsmat. Margir nefna að það sé erfitt að hafa svona mikið val, en misjafnt er hvort nemendum finnst það vera jákvætt. Við höfum einnig spurt nemendur hvort viðhorf þeirra til dönskunámsins hafi breyst eitthvað. Stór hluti segir svo ekki vera en af þeim sem hafa breytt viðhorf eru ívið fleiri sem telja sig vera jákvæðari í garð dönskunnar en við lok grunnskóla. Sumir nefna líka að þeir sjái frekar en áður fyrir sér að fara í nám til Norðurlanda. Frá sjónarhóli okkar kennaranna má nefna að eftir flutning dönskunnar erum við með nemendur sem eru skólavanari á allan hátt. Þeir geta unnið sjálfstætt, kunna ýmislegt í tæknimálum og geta skilað verk- efnum á fjölbreyttan hátt. Margir eru farnir að hugsa um hvað þeir ætla að gera eftir að stúdentsprófi lýkur og sjá jafnvel fyrir sér að danskan nýtist þeim í fram- haldinu. Hins vegar eru nemendurnir ekki eins sam- viskusamir og mæta verr en þeir yngri. Þeir hafa líka gleymt miklu og draga ekki úr vægi þess, sérstaklega í byrjun. Breytingar á kennsluháttum hafa skilað ýmsu líka. Nemendur okkar kvarta síður yfir kennsluefni, vinna jafnar yfir önnina og það hefur dregið úr falli með auknu símati. Gallarnir eru aftur á móti að við höfum ekki lengur yfirsýn yfir hvað nemendurnir eiga að kunna, það er óljósara hvað lærist nákvæmlega. Hins vegar byggist hæfni augljóslega ekki á fyrirfram ákveðnum orðaforða og málfræðikunnáttu og nem- endur okkar hafa aðra, en ekki endilega síðri getu en þeir höfðu áður. Það krefst líka nýrrar nálgunar að stíga út úr sínu gamla hlutverki við töfluna og okkur finnst báðum skemmtilegra að vera þannig í meira návígi við nem- endur. Tíminn utan skólastofunnar fer að litlu leyti í undirbúning en meira í ýmiss konar yfirferð og að mæta mismunandi þörfum nemenda. Það er ekki síður tímafrekt, ekki síst með stækkandi hópum sem er lík- lega stærsti óvinurinn í þessum breytingum. Þegar á heildina er litið erum við jákvæðar í garð breytinganna. Okkur finnst að margt af því sem lagt var upp með í byrjun hafi tekist. Það er hins vegar erfitt að bera nákvæmlega saman gamla fyrirkomu- lagið við það nýja, til þess eru of margar breytur og ekki gott að benda á hvað veldur því sem öðruvísi er. Ef einungis er horft á flutningana er ljóst að það er auðveldara að vinna með nemendum sem eru orðnir sjóaðri námsmenn og hægt að leggja ýmislegt fyrir þá sem ekki myndi ganga með nýnema. Viðhorfin virðast sömuleiðis frekar hafa breyst til hins betra. Hvort þetta tvennt nær að vega upp á móti því sem gleymst hefur frá því í grunnskóla verður aldrei auðvelt að meta. MÁLFRÍÐUR 31 Menntaskólinn á Akureyri.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.