Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 10
Á þessu LACS tímabili verður ekki einungis rýnt í inntak verkefnanna heldur einnig leitað leiða til að finna þeim farveg á vettvangi og opna fleiri kennurum á öllum stigum aðgengi að verkefnum og fræðslu- efni sem þróað hefur verið á vegum Nýmálasetursins. Undir formerkjum LACS/ECML er að finna fjölbreytt- an vettvang til beinna samskipta og upplýsingaöfl- unar: Vinnustofur, Facebook, Twitter, nýja heimasíðu FIPLV með virku bloggi. Það veitir fulltrúum félag- anna tækifæri til samskipta, bæði augliti til auglitis og á rafrænum vettvangi. Ætlunin er að styrkja fagfélögin í að veita kennurum aukið aðgengi að starfsþróun sem eflir þá til dáða. Verið er að safna dæmisögum (case studies) sem sýna hvernig verkefni frá Nýmálasetrinu eru notuð í ýmsum löndum og hafa áhrif á nám og kennslu tungu- mála. Út frá þeim og fleiri upplýsingum verða unnar leiðbeiningar um miðlun og aðlögun verkefna að mis- munandi aðstæðum. Þessar upplýsingar verða síðan gerðar aðgengilegar á heimasíðu LACS. Einnig er unnið að skrá yfir evrópsk samtök, bæði samtök tungumálakennara og annarra sem tengjast tungumálum, meðal annars til að auðvelda sam- vinnu landa í milli. Hægt verður að leita í henni eftir löndum, tegund samtaka og starfsemi. Skráin er unnin í Nýmálasetrinu og leggur það bæði til fjármagn og starfsmann. Upplýsingarnar koma frá aðildarfélögum FIPLV. Hægt er að skoða það sem komið er á heima- síðu LACS. Heimasíða LACS Útgáfur: Handbók um starfsemi samtaka tungumálakennara: http://lacs.ecml. at/Folder/DraftPublicationfordiscussion/tabid/3111/language/ en-GB/Default.aspx Skrá yfir evrópsk samtök tungumálakennara og annarra sem tengjast tungumálum: http://lacs.ecml.at/Directory/tabid/3553/language/ en-GB/Default.aspx Kynningar 2008-2011: LACS Survey: Influencing policy: the role of language teacher asso- ciations in language policy development. A presentation by Terry Lamb, president of FIPLV: http://lacs.ecml.at/LinkClick.aspx?file- ticket=Usb4lSOVW4A%3d&tabid=2128&language=en-GB Dreifing og miðlun: Daniel Xerri on the role of collaboration + Rosa Antonakaki on the LACS workshop 2009. http://lacs.ecml.at/ Resources/Dissemination/tabid/2131/language/en-GB/Default. aspx Spurningalistar 2008-2011: sem aðildarfélög geta notað sem fyrirmynd við endurskoðun innra starfs og stefnumótunar. (Sjá Resources). Áherslur og framkvæmd Eins og áður segir er LACS verkefnið á sínu öðru tíma- bili, en þessi tvö tímabil hafa ólíkar áherslur. LACS 2008-2011 Megináhersla var lögð á að stuðla að aukinni sam- vinnu samtaka tungumálakennara og stuðningi þeirra hvert við annað. Staðan var tekin og upplýsingum safnað um skipu- lag aðildarfélaganna á svæðis- og landsvísu og hvern- ig þau styrkja eigin net með hagnýtum viðburðum: vinnustofum, útgáfum, fréttabréfum, vefsíðum og vef- ráðstefnum. Einnig voru könnuð tækifæri félaganna til áhrifa á stefnumótun og umbætur sem miða að lifandi námsumhverfi án aðgreiningar þar sem fjöltyngi fær að blómstra innan stofnunar, á sveitarstjórnarstigi og á landsvísu. Niðurstöður má finna í LACS-handbókinni sem aðildarfélögin unnu að sameiginlega. LACS 2012-2015 Áhersla er á miðlun, upptöku og aðlögun verkefna Nýmálasetursins sem eru bæði mörg og fjölbreytt. Öll hafa þau verið unnin í samstarfi fulltrúa margra þjóða Evrópu á námstefnum og vinnustofum, prófuð á vett- vangi og kynnt á ráðstefnum víða um lönd. Áskoranir sem samtök tungumálakennara í heim- inum standa frammi fyrir eru margar þær sömu: sam- þætting tækni og tungumálanáms; kröfur stjórnvalda um tiltekna hæfni í tungumálum til að öðlast ríkisborg- ararétt; atvinnuleysi unglinga tengt kröfum um færni á ýmsum sviðum, þar með talið í tungumálum; brott- fall nemenda; skólakerfin og staða aðfluttra nemenda; minni ásókn nemenda í nám í þriðja tungumáli; skort- ur á starfsþróunartilboðum fyrir tungumálakennara og fækkun kennaranema sem leggja áherslu á tungumál sem kennslugrein. Allt tengist þetta breytingum í samfélaginu, fólks- flutningum, kröfum um tungumál í vinnu og utan hennar. Ljóst er að þetta gerir nýjar kröfur til skóla og starfs kennarans og hefur áhrif á gengi nemenda í skóla. Þess vegna skiptir máli að við nýtum aðgengi- legar aðferðir við kennslu erlendra tungumála sem góð reynsla er af, fjöltyngis- og fjölmenningarlega kennsluhætti, og aðlögum matsþætti kennsluháttum og -áherslum og hvernig þær eru nýttar. 10 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.