Málfríður - 15.10.2014, Page 17

Málfríður - 15.10.2014, Page 17
goethe.de/deutschlernen DEUTSCH. SOWIESO! Sprache. Kultur. Deutschland. Sextán framhaldsskólakennarar víðs vegar af landinu drifu sig í víking til Bretlands, 6. ágúst sl. Ekki var för- inni heitið til að vega mann og annan heldur til að taka þátt í sumarnámskeiði í Norwich sem var skipulagt af Félagi enskukennara á Íslandi (FEKÍ) fyrir enskukenn- ara í samstarfi við háskólann í Norwich (University of East Anglia). Námskeiðið stóð í sjö daga og á þeim tíma fengu kennarar að kafa dýpra í leikverk Shakespeares, spreyta sig í leikrænni tjáningu og setja sig í spor nem- enda sem hafa ekki lesið heima. Aðferð sem virkar en fæstir þora að nota Leikræn tjáning hefur mikil notagildi í kennslu tungu- mála (Whiteson, 1996), en samt sem áður er það oft sú aðferð sem kennarar eru hvað ragastir við að beita í kennslustundum. Þegar lagt var af stað með skipu- lagningu á sumarnámskeiði þessa árs vildum við leggja okkar af mörkum og bjóða upp á námskeið sem gæti nýst kennurum sem langaði til að prófa að nota leikræna tjáningu í kennslu en treystu sér ekki í það af einhverjum ástæðum. Í þessu samhengi mætti nefna að af þeim sextán sem tóku þátt í námskeiðinu voru einungis þrír sem sögðust hafa notað leiklist í sinni kennslu. Markmið námskeiðsins voru m.a. að sýna fram á notagildi þess að nota leikræna tjáningu í kennslu, efla þekkingu á hagnýtum leiðum til að inn- leiða hana í eigin kennslu og að öðlast reynslu í að beita þessum kennsluaðferðum. Yfirheiti námskeiðsins var Bringing Literature Alive: The Wild Woods of England og allt var þetta gert til gæða kennsluna lífi, gera hana skemmtilega og um leið árangursríka. Ólesnir kennarar komnir upp á svið Eitt er að tala um hluti en annað að framkvæma og það fengum við svo sannarlega að upplifa á sumar- námskeiðinu í Norwich. Að lesa sér til og ræða saman um mismunandi kennsluaðferðir og árangur þeirra er gott, en að prófa á eigin skinni er ennþá betra, alveg eins hjá kennurum eins og nemendum þeirra almennt. Námskeiðinu var skipt í tvennt. Fyrir hádegi voru bók- legir tímar þar sem ræddar voru ýmsar kenningar og rýnt í leikverk og eftir hádegi voru verklegir tímar þar sem okkur gafst tækifæri til að spreyta okkur í drama- tíkinni. Á fyrsta degi var farið með þátttakendur nám- skeiðsins í leikhús háskólans þar sem við urðum svo daglegir gestir og „leikarar.“ Kennarar á námskeiðinu, Jenny Richards, Tony Fullwood og Tony Frost, voru öll vanir leikarar og leiklistar- og/eða bókmenntakennarar og ég er ekki frá því að það vottaði fyrir örlítilli hræðslu hjá okkur þátttakendum að eiga að fara að „leika“ fyrir framan þessa reynslubolta. Við vissum ekki hvað biði okkar í þessum aðstæðum. Þarna stóðum við kennar- arnir saman á nýjum vettvangi sem nýnemar í leiklist. Ekki var nóg með að við værum komin í nemenda- hlutverkin heldur vorum við líka komin í aðstæður MÁLFRÍÐUR 17 The Globe í London. Umræður í stofu. Sumarnámskeið: Þori ég, vil ég, get ég? Drama var málið á sumarnámskeiði FEKÍ Kristen Mary Swenson er for- maður FEKÍ og enskukennari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.