Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 20
Það voru kátar samstarfskonur úr Verzlunarskóla Íslands sem gengu út í sólina í ágústmánuði síðast- liðnum eftir daglanga setu á feikilega góðu sumar- námskeiði Ísbrúar í samstarfi við SÍSL-verkefnið. Námskeiðið fjallaði um 6 + 1 vídd ritunar og frá fyrstu stundu fundum við stöllur, önnur móðurmálskenn- ari og hin kennari erlends tungumáls, að þessa hug- myndafræði gætum við nýtt til að örva og bæta ritun nemenda okkar. Markmið námskeiðsins var að þátttakendur kynnt- ust aðferð og orðaforða 6 + 1 víddar ritunar, gætu metið ýmsar tegundir ritunarverkefna út frá þeim og undirbúið kennslustundir þar sem víddirnar eru kenndar og þjálfaðar. Auk þess fengum við vandaða handbók og þótt dæmin í henni séu flest úr grunnskóla þá á hún eftir að nýtast vel við undirbúning ritunar- kennslu í anda 6 + 1 víddar í skólanum okkar. Sex plús einn Margir kennarar þekkja nú þegar til þessarar aðferðar, en 6 + 1 vídd ritunar er sérstök nálgun sem notuð er til að kenna ritun á skapandi hátt ásamt því að meta árangur nemenda. Sérstaða 6 + 1 víddar felst í að skoða ritunarferlið í ljósi sjö vídda, sem samkvæmt rannsóknum þykja einkenna góð ritverk. Þær eru: hug- myndir, skipulag, rödd, orðaval, setningaflæði, rithefðir og framsetning. Kennarar og nemendur tileinka sér þannig sameiginlegan orðaforða um ritun þar sem þeir hafa sama skilning á því hvað einkennir góða ritun af hvaða toga sem er. Þessi aðferð hefur reynst vel í ritunar- kennslu og er notuð í fjölmörgum löndum og m.a. í nánast öllum fylkjum Bandaríkjanna. Þessar víddir, allt frá hugmyndafræði til frágangs, kynntu kennarar námskeiðsins, þær Borghildur Sigurðardóttir, Anna Sjöfn Sigurðardóttir og Hulda Karen Daníelsdóttir, bæði markvisst og vel. Þær unnu eftir þeirri kennslufræði sem þær boðuðu, leiðbeindu þátt- takendum og létu þá vinna jafnóðum með víddirnar sjö. Hverri vídd fylgdi síðan matsrammi sem var lýs- andi fyrir eiginleika góðrar ritunar. Við vorum látin lesa margs konar texta og meta út frá einni vídd í senn, skrifa eigin ritverk og meta í samvinnu við sessunauta. Við vorum hvött til þess að ræða saman um hugmynd- ir okkar og leiðbeina hvert öðru. Þannig unnum við saman allan daginn og æfðum okkur í að meta styrk- leika og veikleika í margs konar ritunarverkefnum og flétta saman mati og leiðbeiningum til höfunda rit- smíðanna. Við vorum minnt á að skoða verk annarra út frá fleiri hliðum en t.d. byggingu, málfræði og stafsetn- ingu og að gagnlegar leiðbeiningar skipta meira máli en einkunnir. Í framsögu kennara kom einnig fram að vænlegt væri að nota annað hvort mjög góð dæmi um ritun eða mjög slæm þegar dæmi eru valin fyrir nem- endur. Í ljósi áherslna nýrrar aðalnámskrár um sköpun og virkni nemenda er sýnt að þessi ritunaraðferð er vænleg til að örva sköpunargleði nemenda og löngun þeirra til þess að miðla. Þá stuðlar aðferðin einnig að sjálfstæði og virkni nemenda því að í ritunarferlinu eru þeir hvattir til að meta ritverk sín og samnemenda út frá víddunum sjö. Þótt hugmyndin með aðferðinni sé ekki einkunnamiðuð er að okkar mati auðvelt að koma því svo við þar sem það hentar, t.d. í framhaldsskólum þar sem hefð er fyrir að nemendur fái mat í tölum. Nemandinn í brennidepli Námskeiðið vakti okkur til umhugsunar um tilgang ritunarkennslu, hvað betur megi fara í kennslu okkar og hvernig gera megi kennsluna árangursríkari og skemmtilegri. Við litum í eigin barm og sáum að oft og tíðum er umsögn okkar ekki nógu örvandi og uppbyggileg fyrir nemendur. Þegar maður sér ekki til sólar fyrir ritgerðabunkum þá er oft auðveldara að leiðbeina þeim um byggingu, efnistök og málfar, en minna fer fyrir leiðbeiningum um orðaval, hugmyndaúrvinnslu eða um persónulega rödd í ritgerðum nemenda. En 20 MÁLFRÍÐUR Ingibjörg S. HelgadóttirSoffía Magnúsdóttir Sumarnámskeið: Sól rís, sól sest, sól rís … Soffía Magnúsdóttir, íslenskukennari við Verzlunar- skóla Íslands og Ingibjörg S. Helgadóttir, dönskukenn- ari við Verzlunarskóla Íslands.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.