Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 6
Mér fannst danska skemmtileg, en ég varð fyrir von-
brigðum í skóla því ég heyrði sjaldan dönsku, og það
litla sem ég heyrði fannst mér ekki vera danska. Ekki
fyrr en ég fékk Bodil Sahn á öðru ári í menntaskóla.
Þá heyrði ég alvöru dönsku. Mér hefur alltaf fundist
danska svo fallegt tungumál. En rannsóknir mínar
hafa ekki snúist mikið um dönsku. Ég vildi ekki rann-
saka dönsku því hún stóð mér svo nærri.
Ég tók stúdentspróf og var síðan eitt ár í kennaraskóla
eins og reglan var þá, bara af því að ég var óákveðin.
En strax á fyrsta æfingakennslutímabilinu ákvað ég að
ég ætlaði að verða kennari. Mér fannst svo gaman að
börnunum. Svo fór ég að kenna — og kenndi eins og
mér hafði verið kennt, kunni ekki annað. En til þess að
verða tungumálakennari varð ég að fara í háskólann,
valdi dönsku og tók BA-próf en kenndi jafnframt. Svo
fannst mér að ég þyrfti að kunna dönsku betur og búa
í Danmörku til að kynnast menningu daglegs lífs. Ég
var úti í tvö ár og lærði að tala dönsku, en mér leiddist
óskaplega þessi fræði sem þeir kenndu í háskólanum.
Ég hafði aðeins áhuga á dönsku sem lifandi tungumáli.
Ég kom heim 1971 og fór að kenna dönsku í Hagaskóla.
Ég var orðin betri í að tala dönsku við nemendur en
kennsluaðferðirnar höfðu lítið breyst. Ég reyndi að fá
nemendur til að tala en ég kunni ekki aðferðirnar til
þess. Þrjátíu fjórtán ára gamlir unglingar í bekk, hvern-
ig gat ég þjálfað þá í að tala dönsku?
Kennslufræði tungumála
Hafdís: Svo gerist það að ég fæ tilboð frá Jaqueline
Friðriksdóttur um að fara á þriggja vikna námskeið
í Bretlandi, ekki fyrir enskukennara, heldur fyrir alla
tungumálakennara, frá klukkan níu á morgnana til
klukkan sex á kvöldin. Þetta var algjör heilaþvottur!
Þetta var svo vel heppnað að við báðum um fram-
hald og fengum aftur þrjár vikur árið eftir. Við þetta
opnaðist mér nýr heimur. Stutt námskeið ná því ekki
að maður fari að hugsa upp á nýtt.
Ég fór að forvitnast betur um fræðin á bak við þetta.
Og þegar heim var komið vildi ég strax breyta heil-
miklu í kennslunni en lærði fljótlega að maður breytir
ekki neinu í einu vetfangi. Það verður að gerast í sam-
vinnu við nemendur. Til þess verður að útskýra af
hverju, en það vissi ég ekki nógu vel. Af hverju skiptir
það máli að kennari tali sem mest á markmálinu? …
að nemendur séu virkari en kennarinn? Svo fór ég til
Bretlands í meistaranám í kennslufræði.
Þegar ég kom heim aftur 1983 byrjaði ég á að halda
sameiginlegt námskeið fyrir tungumálakennara,
fullan sal. Hingað til hafði það alltaf verið hólfað eftir
tungumálum. Árið eftir kom einn kennara minna frá
Bretlandi og hélt námskeið. Þá fóru menn að tala meira
um samvinnu. Að öðrum ólöstuðum voru tveir prímus
mótorar, Auður Torfadóttir og Auður Hauksdóttir sem
eru guðmæður STÍL. Þá mótaðist sú hugmynd að gefa
út málgagnið Málfríður, vinna meira saman, styrkja
er skipulagt. Vonbrigði mín á starfsferlinum, sem hefur
annars verið mjög ánægjulegur, er að ekki skyldi koma
meiri kennslufræði þegar námið var lengt. Það er t.d.
undirstaða allrar skólaþróunar að kennarar kunni mikið
í námsmati og hafi fjölbreytilegt námsmat. Þetta eru
mjög flókin fræði sem einhver í hverjum skóla þarf að
hafa djúpstæða þekkingu á til að geta leiðbeint öðrum.
Ef maður skoðar námsmat í framhaldsskólum þá er
matið mjög einhæft og heldur skólaþróuninni í gísl-
ingu. Ég sé þetta m.a. í rannsóknum nemenda minna.
Það þarf að auka þekkingu framhaldsskólakennara
allra — og ekki síst tungumálakennara — á fjölbreyttu
námsmati. Og þá fylgja kennsluhættir á eftir.
Sjálfsmynd og starfsferill
Pétur: En segðu nú frá fortíð þinni. Þú hefur töluvert
fjölbreytilega fortíð. Þegar ég kynntist þér fyrst hafðir
þú allt öðruvísi áhugamál.
Hafdís: Já, ég hef tekið svolitlar beygjur í gegnum tíðina.
Tungumál voru mitt uppáhald í skóla, mjög snemma.
Ég hafði óskaplega gaman af tungumálum. En mér
leiddist í tungumálatímum. Tungumálanám mitt var
að hluta sjálfsnám. Manni var aldrei kennt að tala, en
ég æfði mig heima. Ég fékk áhuga á að verða kenn-
ari, tungumálakennari, og kenna öðruvísi en mér hafði
verið kennt. Og svo fór ég að kenna dönsku.
6 MÁLFRÍÐUR
Forsíða fyrsta tölublaðs Málfríðar.