Málfríður - 15.10.2014, Qupperneq 12

Málfríður - 15.10.2014, Qupperneq 12
og sjálfsöryggi. Ég hef haldið fyrirlestra og námskeið um CLIL í þó nokkrum Evrópulöndum sem og á sviði símenntunar, CPD, Continuing Professional Development, í Austurríki. Og vinna á vettvangi Evrópu gerir kenn- ara og kennara verðandi kennara færa um að standa að skipulagningu og samræmingu á námskeiðum innan Evrópu o.s.frv. Ég hef komið að námsferðum háttsettra embættismanna á sviði menntamála um efni sem ná allt frá stjórnun til starfsnáms og skipulagt námsferðir á vegum British Council um Gifted & Talented, Inclusion, CPD & Leadership, Autonomous Learning“and Interfaces in Education og lagt mitt af mörkum í sambandi við COMENIUS-GRUNDTVIG námstefnuviku, http:// support-edu.org/webfm_send/702. Slíkar alþjóðlegar námstefnur bjóða upp á gagnkvæm tækifæri til náms sem allir þátttakendur njóta góðs af í daglegu starfi þegar heim er komið. Ferlið er óendanlegt! Ég er nú um stundir þátttakandi í tveimur Evrópuverkefnum: Workin’ Europe http:// www.worknowledge.eu/ og eSchool14S http://escho- ol4s.eu/ og hef nýlega uppgötvað umfang verkefna á vegum Evrópuráðsins og snertifleti milli verkefna Evrópuráðsins og verkefna á vegum ESB. Þátttaka í vinnustofu sem haldin var af Plurimobil samskiptanetinu http://plurimobil.ecml.at/ hefur leitt til þróunar á alþjóðaáfanganum okkar í Kennarahá- skól ann í Týról. Nú sem stendur erum við að skipu- leggja námskeið sem byggir á Plurimobil hugmynd- inni þar sem kennarar framtíðarinnar verða færari um að fella inn í kennsluna það sem þeir hafa reynslu af með eigin þjálfun. Eins og einn af fyrstu nemendunum sem tók þátt í alþjóðlega áfanganum orðaði það: „Ég mun aldrei gleyma þessu! Þetta er reynsla sem aldrei er fyllilega hægt að útskýra og þeir sem hafa ekki reynt það á eigin skinni geta ekki skilið þessa trú okkar á mætti og mikilvægi samvinnunnar.“ http://ccll-eu. eu/cms02/index.php?id=14 Og við vorum þess heiðurs aðnjótandi að taka á móti dásamlegu ungu fólki og leiðbeina því í kennslu með því að aðstoða það við að skrásetja og ígrunda upp- lifun sína til að tryggja hámarksáhrif heimsóknarinnar á starf þess í framtíðinni. Nemendur þessa unga fólks í framtíðinni munu njóta góðs af víðsýni kennara sinna, sem þeir öðluðust í námi sínu. Það hefur svo margt gerst á síðastliðnum fimmtán árum að það væri ómögulegt að telja upp öll verkefnin hér. Samt sem áður virðist það vera nauðsynlegt að velta fyrir sér þeim fjölbreyttu möguleikum sem í boði eru. Annars vegar, eins og kom fram hér að ofan, bjóða evrópsk verkefni upp á þann möguleika að vinna í nánu samstarfi við sérfræðinga að þróun einhvers sem brennur á einstaklingnum og skila af sér raunverulegri afurð. Hins vegar getur þátttaka leitt til þess að fólki verði boðið að taka þátt í samskiptanetum og kynnast betur bakgrunni menntastefnu á eigin sérfræðisviði. Eitt slíkt dæmi í mínu tilviki var TNP samskiptanetið á sviði tungumála http://web.fu-berlin.de/tnp3/, sem ýtti úr vör uppbyggilegri, víðtækri og samfelldri samræðu milli æðri menntastofnana og annarra hagsmunaaðila um breytingar og framtíðarþarfir evrópsks vinnumark- aðar hvað varðar tungumálakunnáttu og menningar- læsi starfsfólks. Annað dæmi var LANQUA, Language Network for Quality Assurance, sem lagði áherslu á gæðamál í tungumálakennslu á háskólastigi, þar sem unnið er út frá fræðilegum grunni til vettvangsrann- sókna og uppbyggingar gæðastjórnunarmódels: www. lanqua.eu Þessu var fylgt eftir með SPEAQ, Sharing Quality to Assure & Enhance Quality in tertiary education. https://www.llas.ac.uk/speaq Gildi Evrópusamstarfs fyrir kennara Með því að taka þátt í Evrópusamstarfi öðlast kenn- arar og kennarar verðandi kennara þekkingu, hæfni 12 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.