Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 28

Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 28
Tónlist er stór partur af daglegu lífi okkar flestra. Hana notum við til að koma okkur í gírinn, hressa okkur við og til að slaka á. Og náttúrulega til að læra tungumál. Það er stórt skref fyrir tungumálanemandann að geta slegið um sig með frösum. Textar dægurlaga eru fullir af nytsömum setningum og orðatiltækjum sem nýtast vel. Tengo la camisa negra. No hay que llorar, la vida es un carnaval Dale dale, ven a bailar. Tónlistin á svo sannarlega vel við þegar spænska er kennd enda nýta spænskukennarar sér hana í miklu mæli. Ýmsar síður eru á netinu þar sem tónlist og textar spila aðalhlutverkið og langar mig að minnast á vefsíð- una lyrictraining.com þar sem unnið er með hlustun og texta á nokkrum tungumálum. Á Internetinu má finna ótal lög og texta. Spænskukennurum hefur reynst vel að nota pinterest til að halda utan um og deila sín á milli verkefnum sem tengjast tónlist. Þessa önnina kenni ég í annað sinn áfanga um dans og tónlist í Suður-Ameríku. Auk þess að vera fræðandi um menningu landa spænskumælandi Ameríku og spænska tungu gefst tækifæri í þeim áfanga að tengja spænskunámið samfélagi spænskumælandi fólks hér á Íslandi, veita innsýn í þá menningarlegu atburði sem eru á döfinni í Reykjavík hverju sinni og tengjast tón- list og dansi frá hinum spænskumælandi heimi. Í þeim áfanga hef ég hvatt nemendur til að nota sína eigin list- sköpun í verkefnum. Þar hafa verið gerð verkefni þar sem söngtextar, tónlist, stuttmyndir, söngur og dans eru frumsamin í lokaverkefnunum undir áhrifum frá Suður-Ameríku. Tónlistin er og verður partur af því sem fram fer í spænskutímunum, a.m.k. hjá mér. Hér vil ég hins vegar beina sjónum að tónlist sem útgangspunkti í kennslu en ekki aðeins sem upplyftingu eða kryddi í hinni hefðbundnu kennslu. Tónlist er samfléttuð sögu, menningu og tungumáli og er því tilvalin áhersla í kennslu, þemavinnu eða jafnvel í heilu áföngunum. Efniviðurinn er mikill og nálgunin að spænskunámi í gegnum tóna og texta getur verið margvísleg. Málnotkun og endurtekning gegnum texta og tóna Allt frá því í fyrsta tímanum er tónlist tilvalin til að æfa framburð og auka orðaforða. Þegar lengra er komið geta dægurlagatextarnir dregið upp gagnleg dæmi um viðtengingarhátt og skildagatíð, ég myndi gera hvað sem er ef þú bara værir hér. Tónlist og dans tengjast einnig með órjúfanlegum hætti hljóðfærum og klæðnaði. Hið sjónræna, myndbönd og dans eru tilvalinn vettvang- ur til umfjöllunar í umræðum þar sem orðaforði því tengdur er notaður og hentar á öllum stigum tungu- málanáms. Endurtekning er mikilvæg í tungumálanámi hvort sem er í hlustun, ritun, lestri eða í munnlegum fram- burði. Í tónlist kemur oft fyrir áreynslulaus og eðlileg endurtekning á viðlagi, á orðum eða frösum. Auk þess mælir margt með því að hlusta oft á sama lagið, og hef ég góða reynslu af því að hafa sérstakt lag fyrir áfang- ann sem fylgir hópnum út önnina. Undirtektirnar í samsöng hópsins eru mun betri þegar liðið er á önnina en í upphafi. Ljós á sögu og samfélag Eitt af hlutverkum tungumálakennara, samkvæmt Aðalnámskrá, er kynning á menningu þeirra þjóða sem tungumálið tala. Þegar kafað er í uppruna tón- listar í Suður-Ameríku sést að hún endurspeglar sam- setningu og einkenni þjóðanna þar. Við skýrum menn- ingareinkenni, sögu og samfélagslega samsetningu með því að hlusta á og stúdera tónlist sem ber afrísk einkenni úr Karíbahafinu eða þar sem zampona flautur Inkanna í Andesfjöllunum hljóma. Í tónlistinni á Spáni endurspeglast líka þjóðareinkenni, saga og menning. Í mörgum tilfellum varpa textar líka ljósi á stétt- skiptingu, gagnrýna valdhafa og beina orðum að mis- skiptingu og óréttlæti í samfélaginu. Það eru umfjöll- unarefni sem vel eiga heima í umræðum nemenda og við sem kennarar ættum sem oftast að beina umræðum að í skólastofunni. Fjölmargir söngvar fjalla einnig um búferlaflutninga, leitina að betra lífi, að komast yfir 28 MÁLFRÍÐUR Ásdís Þórólfsdóttir, spænsku- kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. Tónlist og dans í spænskustofunni

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.