Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 7

Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 7
Að breyta kennsluháttum Hafdís: Ég hef ekki rannsakað hegðun nemenda beint, en sé auðvitað hvað kennarar hafa mikil áhrif á hvernig nemendur haga sér. Það hefur orðið gífurleg breyting frá því þegar ég byrjaði að kenna 1965 en samt. Skólar eru íhaldssamar stofnanir, en nú er ég farin að verða óþolinmóð. Það er maraþonverkefni að breyta kennsluháttum, en mig langar að sjá hrað- ari breytingar. Mig langar að sjá breytt námsmat. Vissulega er það fjölbreyttara en áður, en ég vil sjá meira sjálfsmat, meira jafningjamat, meira símat — ekki símat sem er próf einu sinni í mánuði heldur mat á alls konar vinnu. Mér finnst próf vera ennþá allt of áberandi. Ég veit að kennarar segja að nemendur lesi ekki nema þeir fái próf. En tungumál er færni- grein og ef nemendur vinna aðeins í þrjár kennslu- stundir á viku í greininni þá gerist ekki neitt og þá koma þeir ekki út með það sjálfstraust sem þeir þurfa að hafa. Það verður að breyta menningunni einhvern veginn þannig að nemendur vinni með málið utan kennslustunda. Þetta er ekki eitthvað sem einn kenn- ari gerir, þetta er skólamenningin sem slík. Það á ekki að vera hægt að ná áfanga í tungumálum með því að lesa fyrir próf vegna þess að hér á að vera að mæla færni sem næst aðeins yfir ákveðinn tíma. Þetta finnst mér vera helsta vandamálið sem tungumálakennarar tungumálakennarana. STÍL verður til og ég fæ þann heiður að vera fyrsti formaður. Þetta var 1985, held ég. Síðan hafa tungumálakennarar unnið saman. Ég fór að færa mig hægt frá Hagaskóla yfir í Verzló. Ég byrjaði að kenna þar dönsku sem valgrein. Í mörg ár var ég á báðum stöðum. Ég gat ekki yfirgefið ung- lingana. Þeir eru svo dásamlegir og þroskast svo ört. En ég fór svo alfarið í Verzló. Þar var svo gott að vera af því að þar voru kennarar sem voru tilbúnir að vinna með mér. Skólaþróun er ekki eins manns verk. Þar var Kirsten Friðriksdóttir, og síðan líka Guðbjörg Tómasdóttir, og við höfðum yfirmenn sem voru tilbúnir að leyfa okkur að gera allt sem okkur datt í hug. Við urðum að semja námsefni. Danskar bækur dugðu ekki því þær voru móðurmálsbækur. Þar með kom Dansk uden problemer, en nafnið kom til af því að það pirraði mig svo rosalega að heyra illa talað um dönsku, að hún væri leiðinleg. Ég varð aldrei vör við að nemendum þætti hún leiðinleg. Þar tókum við upp rauntexta, og þetta var mikil breyting. Við prófuðum okkur áfram og vorum til dæmis mikið með prójektvinnu og tókum upp hlustunarpróf og létum nemendur vera tvo og tvo saman í munnlegum prófum. Í Háskóla Íslands Hafdís: Háskóli Íslands hafði samband við mig. Menn vildu breyta náminu í kennslufræði. Það væri of almennt og það vantaði kennslufræði faggreina. Ég vissi lítið um háskólakennslu en sló til og kenndi lítið eitt í háskólanum á móti kennslunni í Verzló. Nú er 50% af starfi háskólakennara er að rannsaka og mér fannst ég ekki kunna nóg í aðferðafræði til þess að rannsaka, og eftir mjög mikla umhugsun og mikið sálarstríð ákvað ég að fara í doktorsnám haustið 1999 og lauk því vorið 2003. Viðfangsefnið var: Af hverju kenna kennarar eins og þeir kenna? Ég valdi enskukennara en hafði eðlis- og efnafræðikennara til hliðsjónar. Þeir áttu margt sameiginlegt eins og þessi tengsl við nemendur sem skipta svo miklu máli. En það var margt ólíkt: aðkoma þeirra að kennarastarfinu, viðfangsefnin. Skemmtilegt var að enskukennarar voru alltaf að tala um að nemendur ofmeti kunnáttu sína en hinir voru í vandræðum því nemendur vanmátu stöðu sína. Raungreinakennarar þurftu alltaf að hvetja og stappa í þá stálinu, en enskukennarar þurftu að fá nemendur til að vanda sig og ítreka að það sé ekki nóg að skilja bíómyndir, að það þurfi að fara dýpra, kunna meiri orðaforða. Á þessu lærði ég mikið um þróun kennslu- hátta. Pétur: Þú hefur þá allan tímann rannsakað sama við- fangsefnið? Hafdís: Já, svipað nema þegar Birna Aðalbjarnardóttir lokkaði mig með sér til að fara að kortleggja ensku- kunnáttu. Þetta er náskylt efni, en nálgunin er mál- vísindalegri. MÁLFRÍÐUR 7 Ritstjórnarsíða fyrsta tölublaðs Málfríðar.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.