Málfríður - 15.10.2012, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.10.2012, Blaðsíða 6
Kennsluhættir Í 2 . gr . laga um grunnskóla er lögð áhersla á það meg- inhlutverk grunnskóla að stuðla að alhliða þroska allra nemenda . Í því felst að nám sé á forsendum hvers og eins nemanda og fari fram í hvetjandi námsumhverfi þar sem hann finnur til öryggis og fær notið hæfileika sinna . Þetta er réttur nemenda, óháð atgervi hans, aðstæðum og bakgrunni . Í allri kennslu þurfa grunnþættirnir sex og lykil- hæfnin að fléttast með sem eðlilegustum hætti inn í námið . Á það bæði við um inntak og starfshætti . Einna ljósast verður það í skipulagi kennslunnar, s .s . ein- staklingsnámi, samvinnunámi, paravinnu, hópvinnu, félagakennslu, ferilnámi, hringekju, söguaðferðinni, útikennslu og stöðvavinnu . Í skólastofunni á að vera rými fyrir alla nemendur til að taka út faglegan og félagslegan þroska og þjálfast í lýðræðislegum vinnu- brögðum í samvinnu við skólasystkini og kennara í notalegu umhverfi þar sem nemendur finna til öryggis . Hæfniviðmiðin á hverju stigi eiga að bera í sér leið- beiningar um áherslur í kennslu . Þannig er á 1 . stigi lögð höfuðáhersla á talað mál og hlustun með undir- stöðuorðaforða, á 2 . stigi er áherslan á málnotkun, munnlegri og ritaðri, í ýmsum aðstæðum daglegs lífs unglingsins og á 3 . stigi eykst lestur og hlustun á fjöl- breyttu efni sem tengist umheiminum, þjóðmálum, vísindum og listum og úrvinnslu úr því efni bæði í rituðu og töluðu máli . Nemendur þurfa þegar fram í sækir að læra að gera greinarmun á einföldu máli til daglegs brúks og orðaforða sem gagnast í námi og starfi . Mikilvægt er að nemendur skilji að það tungu- mál sem þeir læra í skólanum í dag verður seinna meir tæki til þekkingaröflunar og samskipta þegar út í lífið kemur . Málnotkun er ávallt samþætt eins og sjá má á eftir- farandi mynd . Óvirk færni; að skilja, hlusta og lesa helst í hendur við virka færni; að segja frá og tala saman, eftir aðstæðum og tilefni . Þessi tengsl þurfa að endurspeglast í viðfangsefnum náms og námsmati . Hæfni- og matsviðmiðin eiga að vera leiðbeinandi um hvaða færniþættir eru undirliggjandi og hvernig sam- þættingu þeirra er háttað . Hlustun Samræður – frásögn Lestur Ritun Fjarskiptatæknin auðveldar aðgengi að fréttum og ýmsu gæðaefni sem nýta má í þessum tilgangi . Þannig kynnast nemendur eðlilegum framburði, áherslum, hrynjandi, orðaforða og málnotkun í merkingarbæru samhengi líðandi stundar . Á þann hátt er hægt að veita breytt og lagt sé heildstætt mat á hæfni til málnotk- unar í aðstæðum sem hæfa hverju sinni . Mikilvægt er að námsmatið nái jafnt til allra færniþátta en þess jafn- framt gætt að þeir samþættist eftir því sem kostur er, t .d . að málnotkun sé metin í tengslum við talað mál og ritun . Það skiptir miklu að nemendur venjist því að eigið heiðarlegt sjálfsmat og leiðbeinandi mat jafn- ingja sem sett er fram af sanngirni sé ekki síður mikil- vægt en leiðbeinandi mat kennara . Skrifleg próf segja ekkert til um hæfni nemenda til samskipta og munn- legrar tjáningar . Krossa- og staðreyndaspurningar úr texta gefa takmarkaðar upplýsingar um dýpri skilning nemenda á efninu, og ritun sem hvorki hefur tilgang né merkingu fyrir nemandann segir lítið til um hæfni hans til að tjá eigin skoðanir á málefnum líðandi stund- ar eða sýna getu hans til sköpunar . Hlutverk námsmats á að bera í sér umsögn um hæfni nemenda, tillögur að umbótum og hvatningu til að gera betur . Námsmat á ekki að fela í sér dóm heldur þarf endurgjöf að vera uppbyggileg . Námsmatið getur að auki nýst í ýmsu samhengi: Það má nota til að móta og bæta heildarskipulag kennslunnar, kennsluáætl- anir og samskipti við nemendur og forráðamenn . Með markvissu námsmati, athugunum og ígrundun öðl- ast kennarinn skilning á námsferli nemenda og eigin starfskenningu . Þannig er hægt að auka gæði náms . Matsviðmið Matsviðmið við lok 10 .bekkjar eru sett fram samkvæmt ákvæðum í almennum hluta aðalnámskrár . Notaður er kvarðinn A, B, C . D . • „B“ viðmið eru byggð á hæfniviðmiðum fyrir 10 . bekk og framsetning þeirra með þeim hætti að gera má ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem þar er tilgreind . • „A“ fá þeir sem sýna framúrskarandi hæfni • „C“ fá þeir sem ekki standast fyllilega þær kröfur sem gerðar eru í „B“ viðmiðum . • „D“ gera má ráð fyrir að sá vitnisburður sé not- aður þegar nemandi uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru í „C“ . Dæmi um matsviðmið B á 3 . stigi í samskiptum: Nemandi getur sýnt fram á að hann er nokkuð vel samræðuhæfur um efni sem hann þekkir vel; beitir máli, framburði, áherslum og hrynjandi af nokkru öryggi, skilur og notar algeng dag- leg orðasambönd, viðeigandi kurteisisvenjur og aðferðir til að gera sig skiljanlegan . Eins og áður er getið er skólum skylt að nota þennan kvarða við lok 10 . bekkjar . Að öðru leyti er skólum í sjálfsvald sett hvaða matskvarða þeir nota . �� �� � � � � � � � � 6 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.