Málfríður - 15.10.2012, Síða 25

Málfríður - 15.10.2012, Síða 25
MÁLFRÍÐUR 25 Sem aldrei fyrr í fjölþjóðlegu umhverfi nútímans er tungumálanám gott vegarnesti . Kunnátta í tungumál- um Evrópubúa og innsýn í menningu og menningararf Evrópu er meginforsenda þess að eiga farsæl samskipti við þær þjóðir sem standa okkur næst . Í frönsku, þýsku og spænsku er megininntak námsins þjálfun í hlustun, tali, lestri og ritun . Eftir því sem lengra er haldið í náminu er unnið meira með þyngri texta og umfjöllun um menningu þjóðanna og menningarstrauma þaðan auk þess sem nemendur fá tækifæri til þess að nota það sem grunnáfangarnir hafa fært þeim . Í Menntaskólanum í Kópavogi hefur löngum verið boðið upp á fjölbreytt og lifandi nám í erlendum tungu- málum . Áfangarnir franska-, þýska- og spænska-503, hafa verið samkenndir í þrjá vetur með góðum árangri . Upphaf tilraunarinnar má rekja til hrunsins góða þegar öll segl skyldu dregin saman og við sáum ekki fram á að fá þriðju tungumálin kennd nokkurn tímann aftur á þessu stigi þar sem nemendafjöldi í þessum efri hópum 3ju mála náði ekki alltaf lágmarksfjölda til þess að vera kennsluhæfur . Til þess að reyna að bjarga því sem bjargað yrði og reyna að halda lífi í þessum mikilvægu áföngum var ákveðið að ráðast í sam- kennslu þar sem einn hópur yrði búinn til úr öllum þremur tungumálahópunum . Vegna þess að áfanginn er kenndur „skertur“ sem kallað er, þ .e .a .s . aðeins eru tvær kennslustundir á viku í stað fjögurra venjulega, er nauðsynlegt að nemendur séu duglegir og samvisku- samir að undirbúa sig og vinna verkefni heima . Þrír kennarar koma að kennslunni, einn úr hverju tungu- máli, en þó fær hver kennari úthlutað sinni eigin kennslustofu . Áfanginn hefur gengið vel þrátt fyrir eðlilega hnökra og byrjunarvandræði og nemendur virðast upp til hópa ánægðir . Við kennum að miklu leyti öllum hópum í sömu stofu þar sem þau vinna öll sömu verkefnin og fá þ .a .l . sömu leiðbeiningar . Hver hópur vinnur verkefnin hins vegar á sínu markmáli en þegar þau halda kynningar fyrir hina málahópana útskýra þau mál sitt á íslensku þó að glærur og annað skriflegt efni frá þeim sé á frönsku, spænsku eða þýsku . Á meðal verkefna sem unnin hafa verið í áfanganum til þessa er kynningarbæklingur þar sem nemendur útbúa kynningarefni fyrir sitt markmál í þeim tilgangi að sýna fram á gagnsemi þess að læra tiltekið tungu- mál . Við höfum haft það fyrir sið að fara saman í leik- hús og þá höfum við reynt að velja leikverk sem tengj- ast á einn eða annan hátt einu þeirra landa sem tengjast áfanganum, en verkefnin úr leikhúsferðinni hafa verið ýmiss konar . Meðal annars hafa nemendur skrifað kvikmyndagagnrýni, stuttar ritgerðir um mikilvægar frönsku-, spænsku-, eða þýskumælandi kvenpersónur frá þeim tíma sem viðkomandi leikrit fjallaði um, svo eitthvað sé nefnt . Nemendur hafa búið til kennsluefni og kennt hver öðrum orðaforða úr sínu markmáli þar sem markmiðið er að opna örlítið heim tungumálanna fyrir hinum málahópunum auk þess sem nemendur fá sjálfir að velta fyrir sér hvers vegna gagnlegt er að kunna það mál sem þau eru að læra . Við höfum horft saman á kvikmyndir á hverju máli fyrir sig og nem- endur hafa svo útbúið stutt vídeó þar sem þau leika valið atriði úr myndinni fyrir hina en þá hafa þau sett íslenskan texta undir myndböndin svo að allir skilji hvað er að gerast . Alter Ego er skemmtilegt verkefni sem við höfum látið þau gera en þar þau búa til týp- ískar fjölskyldur frá viðkomandi tungumálasvæðum sem þau svo kynna fyrir hópnum í heild, og þar með fá nemendur góða innsýn í menningu og siði landanna sem fjölskyldurnar eru frá . Í lok hverrar annar höfum við haft fyrir sið að fara saman út að borða, enda eru bókakaup engin í áfang- anum . Þessi vettvangsferð hefur komið í staðinn fyrir hefðbundið munnlegt próf á skólatíma og býr til raunverulegra umhverfi fyrir nemandann . Nemendur undirbúa sig í kennslustund fyrir vettvangsferðina með því að kynna sér matseðil þess staðar sem við förum á og þau æfa sig í því að panta og halda uppi einföldum samræðum á sínu markmáli . Á veitingastaðnum þykj- umst við vera erlendis, þ .e . þýskunemendurnir eru staddir í ákveðinni borg í Þýskalandi, frönskunemarnir í Frakklandi og spænskunemarnir á Spáni og enginn á staðnum skilur annað tungumál en markmálið sem þau eru að læra . Við höfum verið svo heppin að fá Samkennsla þriðju mála í Menntaskólanum í Kópavogi Helena Björk Magnúsdóttir, þýskukennari við MK og María Hjálmtýsdóttir, spænsku- kennari við MK

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.