Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 26. mars 1998 Róleg helgi í dagbók lögreglu voru í síðustu viku skráðar 159 færslur og er það nokkru minna en í vikunni þar á undan. Lögreglumenn töldu á- standið um sl. helgi nokkuð gott. miðað við að margt var af fólki að skemmta sér. Það er reynsla lögreglu að ekki sé meira að gera þó svo að fjöldi sé að skemmta sér. Skallaði andstæðinginn Ein líkamsárás var kærð unr helgina. Ósætti varð rnilli tveggja manna neðarlega á Heiðarvegi og endaði með því að annar skallaði hinn í andlitið og nefbraut hann. Arásarmaðurinn vai' handtekinn og fékk að gista í fangageymslu þar til náðist í vitni en var sleppt seinna um nóttina. Aurabauknum stolið Fjórir þjófnaðir voru kærðir til lögreglu í síðustu viku. Þar af var þrisvar stolið reiðhjólum. En í fjórða tilvikinu varfarið inn í íbúð þar senr samkvæmi var í gangi og þaðan stolið peningabauk með urn 40 þúsund krónum. Viðurkenndi ákeyrslu Alls komu 11 umferðarlagabrot til kasta lögreglu í vikunni. Fjögur þeirra voru vegna hraðaksturs og er greinilegt að vor er í lofti og menn því orðnir léttari á pinnanum. Þá eru vissir ökunrenn enn við sarna heygarðshornið vegna tjóna sem þeir valda á ökutækjum annarra. Tvær tilkynningar fékk lögregla þm' sem tjónvaldar höfðu stungið af. Fyrra atvikið átti sér stað við Bessastíg á miðvikudag f síðustu viku en hið síðara við fþróttamiðstöðina á föstudag. Það mál upplýstist þar sem sá ökumaður gaf sig fram og viðurkenndi brot sitt. Er slíkt til fyrirmyndar og eftirbreytni fyrir þá skussa sem ekki sjá ástæðu til að tilkynna og viðurkenna það tjón senr þeir valda. Slálfsfkviknun í Bergey Á föstudag kom upp eldur í togaranum Bergey VE þar sem skipið var í slipp í Skipalyftunni. Tjón vai'ð minna en efni stóðu til en eldurinn kviknaði í vélan'úmi skipsins sem nýbúið var að nrála. Talið er að eldsupptök séu vegna sjálfsíkviknunar; kviknað hafi í tuskum sem voru blautar af eldfimum vökva. Utiötióní huellínum í suðvestan hvellinum sem gekk hér yfir á mánudag bárust lögreglu tjórar tilkynningar um tjón. I öllum tilfellum var unr að ræða tjón á bifreiðum eftir að lausir hlutir höfðu fokið á þær. Gildran komln aftur Mánabar skíptír um eigendur Veitingastaðurinn Mánabar hefur skipt um eigendur. Jón Ólafur Daníelsson sem stofnaði Mánabar og hefur rekið undanfarin ár hefur selt Sigursveini Þórðarsyni staðinn. Sigursveinn tók við rekstrinum unr síðustu helgi en sagðist aðspurður mundi vinna einhverjar endurbætur á staðnum nú á næstunni þó engar byltingar væru fyrirhugaðar. Meðal endurbóta sem hann nefndi að væru fyrirhugaðar er að koma upp sjónvörpum til að geta sýnt frá leikjum. Nokkuð sem boltafíklar munu taka fagnandi. En Jón Óli hefur sem sagt hrist sinn síðasta kokkteil á Mánabar í bili en hann mun hafa nóg að gera sem þjálfari og hefur af þeim sökum verið mikið tjarverandi. Gildran, sú fræga stuðhljómsveit og Vestmannaeyingum að góðu kunn, lék fyrir dansi á Höfðanum, tvö kvöld um síðustu helgi. Hljómsveitin er að koma saman á ný eftir fimm ára fjarveru frá ballmarkaðinum. Meðlimir hljómsveitarinnar sögðu að það væri góð stemmning fyrir afturkomu hljómsveitarinnar og þeir myndu halda áífam að spila á meðan þeir og gestir hefðu gaman að því. Á myndinni má sjá hljómsveitina í banastuði á Höfðanum þar sem fjölmenni skemmti sér og öðrum um helgina. Fréttatilkynning frá Landakirkju: lassmessa í Landahirkju Næstkomandi sunnudag kl. 20:30 verður haldin jassmessa í Landakirkju. Þar mun hinn ástsæii söngvari. Þorvaldur Halldórsson koma fram ásamt miklum úrvals jössurum; Gunnari Gunnarssyni. Sigurði Flosasyni, Matthíasi M D Hemstoek og Gunnari Hrafnssyni. Þessir tónlistarmenn hafa um skeið þjónað við jassmessur í Laugar- neskirkju við góðan orðstír og er þetta í annað sinn sem söfnuði Landakirkju stendur til boða að njóta krafta þeirra. Hvetjum við alla unnendur Guðs friðar og góðrar tónlistar til að fjölmenna til kirkju á sunnudagskvöldið. Prestar Landakirkju Jazz Næstkomandi laugardagskvöld verður efnt til jazztónleika í Akóges í minningu þess að þá hefði Guðni Hennansen oroið sjötugur. Kvartett Olafs Stolz- enwald leikur og hefjast tón- leikamir klukkan í 1.00. Aðgangseyrir verður kr. 1.000 og léttar veitingar verða. Hjálmfríður Sveinsdóttir formaður bæjarmálafélags Vestmannaeyjalistans listlnn mun weröa lagður fram á laugardaginn Vestamannaeyjalistinn hélt fund á laugardaginn var, þar sem áfram var unnin málefnavinna og unnið að skipan framboðslista fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. Hjálm- fríður Sveinsdóttir, formaður bæjar- málafélags Vestmannaeyjalistans, segir að fundurinn hafi verið ágætur. en ekki hafi fengist margir á listann. „Það er ekki kominn endanlegur listi enn þá, en það er ljóst að hann mun verða lagður fram næstkomandi laugardag, ef allt fer sem horfir. Að öðru leyti er ekki hægt að segja neitt um listann. Það er verið að slípa og pússa þetta saman.“ Hjálmfríður segir að þessar fæð- ingarhríðir séu ekki vegna þess að unr málefnaágreining sé að ræða, heldur sé bara erfitt að fá fólk til starfa. „Fólk hefur svo sem góðar og gildar skoðanir á málefnum bæjarins, en þegar kemur að því að vinna þeim brautargengi á vettvangi bæjarstjómai'. þá kemur eitthvert bakslag í fólk. Það eru ekki allir tilbúnir að fara í þetta, enda oft mikil vinna, sem getur tekið tíma frá atvinnu viðkomandi og heimili.“ segir Hjálmfríður. Heimili og skóli ályhtar Stjóm Landssamtakanna Heimilis og skóla lýsir ánægju með vinnuferli við gerð aðalnámskráa grunn- og framhaldssskóla og viðleitni mennta- málaráðuneytis til að skapa unrræður um skólastefnuna. Fagnað er liugmyndum um að koma til móts við mismunandi þarfir einstaklinga t.d. með lesbiindu- greiningu, valmöguleikum á unglingastigi og endurskoðun á sam- ræmdum prófum. Hins vegar er óásættanlegt að tímamagn skuli óbreytt í verk- og listgreinum þrátt fyrir að almennt sé viðurkennd nauðsyn þess að mæta sköpunarþöif nemenda og hetja verkmenntir tii vegs og virðingar. Stjóm Heimilis og skóla skorar á foreldra að kynna sér skólastefnuna, taka hana til umræðu í foreldraráðum og foreldrafélögum og koma sjón- armiðum sínum á framfæri við menntamálayfirvöld. Foreldrar eru einnig hvattir til að leita svara hjá sveitarstjómarmönnum varðandi framkvæmd stefnunnar í einstökum sveitarfélögum. Fréttatilkynning. Engínn styrkur tll handboltamóts í bæjarráði lá fyrir styrkumsókn frá Iþróttasambandi lögreglumanna að upphæð 50.000 kr vegna Norðurlandamóts lögreglumanna í hnadknattleik. Erindinu var hafnað. Lóðsinn kominn með haffæmiskírteini Á bæjarraðsfundi s.l. þriðjudag bái'ust Ragnari Óskarssyni svör við fyrirspurn sinni um hvað liði Lóðsinum nýja. Samkvæmt svörum sem lágu fýrir frá Ólafi M. Kristinssyni var það staðfest að Lóðsinn er kominn með haffæmiskírteini og það sem eftir væri að gera væru smávægileg atriði. Enginn ágreiningur væri vegna uppgjörs svo að menn gætu andað rólega. Ragnar kvaðst ágætlega sáttur við svörin. Heimllismönnum á Hraunbúðum ekkí fjölgað Á fundi félagsmálaráðs 18. mars s.l. var samþykkt að ekki yrði um fjölgun heimilismanna á Hraun- búðum að ræða umfram það sem nú er. Hraunbúðir hefur starfsleyfi fyrir 44 heimiiismenn sem skiptast í 23 hjúkrunarrými og 21 þjón- usturými. Samhliða aukinni þörf fyrir hjúkrunarrými hefur þörfin fyrir þjónusturými ntinnkað, enda sé það vilji fólks að búa sem lengst á eigin vegum með heimaþjónustu í stað stofnanaþjónustu. Sam- kvæmt þróun og reynslu undan- farinna ára er ljóst að hjúkr- unarrýmum þarf að fjölga á Hraunbúðum samhliða tjölgun einbýla og fækkun tvíbýla og þjónusturýmis. Taize-helgistund í landakirklu í kvöld kl 20:30 verður haldin Taize-helgistund í Landakirkju undir stjóm séra Önundar Bjömssonar héraðsprests. Önundur hefur farið vítt og breitt um Kjalarnessprófastsdæmi og kynnt Taize-helgistundir og Taize- söngva. Hér er um að ræða nokkra nýjung íhelgihaldi þjóðkirkjunnar, sem er að ýmsu ieyti frábrugðin hefðbundnu helgihaldi hennar. Önundur segir að söngvamir séu einfaldir bæði hvað lag og ljóð snertir. „Eftir að hafa heyrt laglínuna einu sinni geta aílir sungið með, hver með sínu nefi. semoger ætlast til." Hann segir þetta fallega og hrífandi tónlist sem nái til allra og hvetur hann Vestmannaeyinga til þess að fjölmenna í kirkjuna. njóta nærveru drottins og endumærast á sái og líkama. Að sögn Önundar mun helgistundin taka um hálftíma. í FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. Iþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.