Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Fimmtudagur 26.mars 1998
NYFfEDDIR VESTIifiNNfiEYINQfiR
eymabólgu í Vestmannaeyjum. Fyrri
rannsókn sýndi að sterk tengsl eru á
milli mikillar sýklalyfjanotkunar og
aukinnar útbreiðslu á ónæmum
baktenum sem geta valdið eymabólgu
hjá bömum.
Vilhjálmur Ari Arason læknir er
einn þeirra sem standa að þessari nýju
könnum og segir að stundum þurfi að
meðhöndla sýkt böm með sýkla-
lytjum í æð þar sem engin lyf í
mixtúruformi dugi. „Þetta hefur
valdið læknurn miklum áhyggjum út
um allan lieim og hafa margir læknar
erlendis horft til íslands í þessu
sambandi og þá sérstaklega hvort
hægt sé að snúa þessari þróunn
ónæmis við með breyttri og minni
sýklalyfjanokun. Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið gaf út fyrir
ári lytjaleiðbeiningar í samvinnu við
heimilislækna, smitsjúkdómalækna og
bamalækna þar sem mælt er með því
að forðast að meðhöndla vægar
eyrnabólgur hjá bömum eins árs og
eldri með sýklalyfjum þar sem þær
lagast flestar af sjálfu sér, fyrst og
fremst til að hindra ónæmisþróunina.
Þetta á að rannsaka nánar. sjá hvað
hefur breyst á síðastliðnum ámm og
kanna betur tengslin við eymabólgur."
Viljhálmur Ari segir að leitað verði
eftir samþykki foreldra bama 1-6 ára
sem eiga lögheimili í Vestmanna-
eyjum með undirskrift og foreldri
beðið um að fylla út stuttan
spurningalista um sýklalytjanotkun
barnsins sl. 12 mán, auk viðhorfs-
spurningalista um sýklalytjanotkun
almennt. „Læknir (sem m. a. kemur á
leikskólana) tekur síðan eitt stroksýni
með mjóum bómullarpinna til
ræktunar á bakteríum úr nefi h\ers
bams ef samþykki fyrir þátttöku í
rannsókninni liggurfyriren sýnatakan
er baminu algjörlega að skaðlausu og
án teljandi óþæginda."
Upplýsingar um hvaða böm lenda f
úrtakshópnum er hægt að fá á
leikskólunum, en þar munu bömin fá
sent heim með sér spurningablað og
blað með kynningu á rannsókninni og
beiðni um samþykki forráðamanns.
Böm sem ekki eru í leikskóla þurfa að
fá tíma á Heilsugæslustöðinni þar sem
upplýsingar verða gefnar um hvort
bamið sé í úrtakshópnum.
Viljálmur segir að auk ofangreindra
upplýsinga verði aflað upplýsinga um
sýklalyfjanotkun bamanna sem taka
þátt í rannsókninni úr sjúkraskrá og
fengnar upplýsingar um heildarsölu
sýklalyfja eftir aldurshópum frá
apótekinu.
Ræktanir á stroksýnum verða
framkvæmdar á sýklafræðideild
Landsspítalans og foreldrar og
heimilislæknir látin vita um niður-
stöðuna ef ástæða þykir til.
Rannsóknin nú er unnin í samvinnu
við Heilsugæsluna í Vestmanna-
eyjum, leikskólana. og apótekið.
Rannsóknaraðilar eru Vilhjálmur Ari
Arason, heimilislæknir. Heilsugæslu-
stöðinni Sólvangi, Hafnarfirði,
prófessor Jóhann Agúst Sigurðsson,
heimilislæknisfræði. Læknadeild Há-
skóla íslands, Karl G. Kristinsson,
sýklafræðingur, Sigurður Guðmunds-
son, smitsjúkdómalæknir. Helga
Erlendsdóttir, meinatæknir, Lands-
spítala og Aðalsteinn Gunnlaugsson,
læknanemi.
Tölvunefnd ríkisins hefur gefið út
samþykki fyrir rannsókninni enda
verður fyllsta trúnaðar gætt samvæmt
tölvulögum.
Vonast er eftir góðri þátttöku
bæjarbúa eins og fyrir 5 árum.
- Innanhúsmeistaramót Islands i sundi
eða The lcelandic Indoor swimming
championship var haldið á bandarísku
yfirráðasvæði um helgina, sem sagtá
vellinum. Munu flestir furða sig á
þessari ráðstöfun, en ástæðan mun
vera sú að hvergi á landinu er til boðleg
keppnislaug nema í Eyjum og þangað
ersvo langtfrá Reykjvavik. Undanfarin
ár hefur mótið verið haldið í Eyjum og
þótt vel að því staðið. Hins vegar vill
sundsambandið þrýsta á yíirvöld að fá
innilaug til að keppa í á Reykja-
víkursvæðinu, því það fer ónotakennd
um þá ef þeir fara upp fyrir Elliða-
árbrekkuna. Því var mótið haldið „on
the Base“. Enhverju mun líka hafa
ráðið að það er langt til Eyja, en ekki
nærri eins langt til Keflavíkur, þ.e.a.s.
frá Reykjavík.
- Haft er fyrir satt að Bjarni Jónasson
hafi farið til háls, nef og eyrnalæknis og
kvartað undan eymslum í koki, þorsta
o.fl. og fékk hann við þessu augn-
dropa. Bjarn i var nú ekki par hrifinn af
þessari meðferð, enda lagaðist hann
ekki neitt. Fór hann aftur og fékk þá lyf
sem er gefið m.a. við sveppum í
leggöngum. Þá varð Sigga Gúmm að
orði: „Varstu kannski með rúllur í þér
Bjarni minn?“.
- Haft er fyrir satt að framboðslisti V-
listans liggi fyrir og verði kynntur um
helgina. Hann skipi Þorgerður Jó-
hannsdóttir í fyrsta sæti, Björn Elíasson
í annað og Lára Skæringsdóttir í það
þriðja. Ekki höfum við heyrt neinn
orðaðan við fjórða sætið ennþá.
- Eyverjar munu langt.komnir með að
innrétta kjallarann í Asgarði, en þar
mun fyrirhugað að koma upp
tómstundaaðstöðu fyrir ungt fólk.
Tölvuver, billjard og borðtennis mun
vera meðal þess sem boðið verður upp
á, en fyrirhupað er að opna fljótlega,
enda styttist í kosningar.
Dagana 30. mars - 2 apríl 1998
verður framkvæmd í Vestmanna-
eyjum umfangsmikil rannsókn á
tengslum sýklalyfjanotkunar og
þróunar ónæmis algengustu sýk-
ingarvalda í loftvegum barna. Um
er að ræða framhaldsrannsókn en
fyrir 5 árum var gerð sams konar
rannsókn meðal leikskólabarna.
Nú er ætlunin að rannsóknin nái til
um 60% allra barna á aldrinum 1-6
ára.
FRÉTTIR greindu frá fyrri
rannsókninni í nóvember sl. í grein
sem birtist í tengslum við háa tíðni
Kjúklingaréttur:
1 stk. kjúklingur, skorinn í bita
(einnig er hægt að fá 9 kjúklingabita
saman í bakka)
1 sprautuflaska E. Finnsson ham-
borgarasósa
1/2 pk. lauksúpa
1 krukka aprikósumarmelaði
(Mömmu)
Hitið ofninn í 200°. Setjið kjúk-
iingabitana í eldfast fat. Blandið
hamborgarasósu, lauksúpu og
marmelaði saman og setjið yfir
kjúklinginn. Setjið fatið í ofninn í 50-
60 mínútur.
Með þessu er gott að hafa soðin
hrísgrjón og hvítlauksbrauð.
Ég ætla að skora á Margo hans
Runa frænda að vera næsti sælkeri
vikunnar.
Umfangsmikil vísindarannsókn í Vesimannaeyjum 30. mars til 2. apríl á tengslum sýklalyfjanotkunar og sýkinga íloftvegum barna:
Áhyggjur lækna vegna
ónæmis baktería
Ema Jóhannes-
dóttir, sem var sæl-
keri síðustu viku,
skoraði á ntág sinn
Kristin Egilsson, að
taka við.
„Þegar Ema
mágkona skoraði á
mig sem sælkera vikunnar í Fréttum
samþykkti ég það með glöðu geði.
En mér finnst Erna allt of hógvær
þegar hún gerir lítið úr sinni
eidamennsku, annað hef ég reynt í
matarboðum hjá henni.
Nú, hvað með það, héma er ég með
kjúklingarétt sem er mjög auðveldur í
matreiðslu og bragðgóður.
Kristinn Egilsson sækeri vikunnar
Stúlka
Þann 11. mars eignuðust Hulda Sæland Ámadóttir og Óðinn
Kristjánsson stúlku. Hún vó 15 1/2 mörk og var 54 sm að
lengd. Það em bræður hennar sem em með henni á
myndinni, talið f.v. Sveinbjöm og Ámi.
SKYRHRÆRINGUR
ER G0ÐUR
Dagur tónlistarínnar var haldinn í
Vestmannaeyjum á iaugardag en
þetta er í þriðja sinn sem efnt er
tit hans. Þarna komu saman til
tónleikahalds í Safnaðarheimilinu
Lúðrasveit Vestmannaeyja,
Samkór Vestmannaeyja, Kór
Landakirkju og Harmoniku-
féiagið. Að þessu sinni tóku
einnig gestir þátt í tónleikunum, Samkór
Trésmiðafélags Reykjavíkur. Dagur
tónlistarinnar er orðinn fastur liður í
menningarlífi Eyja og gott framlag þess
listafólks sem að horium stendur, á
þeim tíma þegar jafndægri eru og
minnir okkur á vorkomuna. Formaður
Kórs Landakirkju er Höskuldur Kárason
og hann er Eyjamaður vikunnar.
Fullt nafn? Höskuldur Rafn Kárason.
Fæðingardagur og ár? 12. maí 1950.
Fæðingarstaður? Siglufjörður.
Fjölskylduhagir? Kvæntur Sigurleif
Guðfinnsdóttur og börnin eru þrjú.
Menntun og starf? Lærður sjúkraliði
og rennismíðameistari. Vinn sem
tæknifulltrúi hjá Vinnueftirliti ríkisins.
Laun? Eins og hjá opinberum
starfsmönnum, frekar döpur.
Helsti galli? Það skulu aðrir dæma
um.
Helsti kostur? Ég veit það ekki heldur.
Uppáhaldsmatur?
Skyrhræringur með súru slátri.
Verstimatur? Skata.
Uppáhaldsdrykkur? Blávatn, ég er
svo hógvær (það er kannski kostur).
Uppáhaldstónlist? Alæta á tónlist, þar
á meðal bæði þungarokk og rapp.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú
gerir? Að syngja í góðum hópi.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
gerir? Að syngja í vondum hópi.
Hvað myndirðu gera ef þú ynnir
milljón í happdrætti? Bjóða henni
Leifu minni til útlanda og hafa það
virkilega gott.
Uppáhaldsstjórnmálamaður? Lúðvík
Bergvinsson.
Uppáhaldsíþróttamaður? Vala Flosa-
dóttir.
Ertu meðlimur í einhverjum félags-
skap? Kirkjukórnum.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Nýjasta
tækni og vísindi og fréttir.
Uppáhaldsbók? Engin sérstök.
Hver eru helstu áhugamál þín?
Ættfræði.
Hvað metur þú mest í fari annarra?
Hreinskilni.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari
annarra? Óheiðarleiki.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Borgarfjörður eystri.
-Er Dagur tónlistarinnar kominn til
að vera? Já, ég hef trú á því.
-Er þetta gaman? Virkilega gaman.
-Eru einhver stórvirki framundan í
tónleikahaldi hjá Kirkjukórnum? Nei,
við erum á lygnum sjó eins og er en
erum að búa okkur undir næstu átök.
Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir
þessi orð?
-Kirkjukórinn? Guómundurkantor.
-Dagur tónlistarinnar? Mikil vinna.
-Guðmundur Hafliði Guðjónsson?
Góður stjórnandi.
Eitthvað að lokum? Ég hlakka til
næsta tónlistardags.
Kjúklingur að hættí Kristíns