Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur26. mars 1998 Fréttir 11 Jakob Erlingsson fuglaáhugamaður með meiru: lesMindan opnaði augu mín fyrir undrum náttúrunnar Jakob Erlingsson heitir ungur maður í Uestmannaeyjum sem hefur mikinn áhuga á fuglum og öllu sem heim við kemur. Hann hefur haft hennan áhuga síðanhannvarpeyiogfer áhuginn vaxandi ef eitthvað er. Hann erísambandivíð fuglaáhugamenn og söhi út umallanheimoghefur útvegað heim lifandi unga og fullorðna fugla. Jakobhefur náð fimmtán afbrigðum af ýmsum fuglategundum síðan 1982. Ádögunumbarst lögreglu tílkynning um að ungur maður væri að skjóta úr haglabyssu á blettinum hjá sér. Eneinsogoftervarðein fjöður að gaggandi hænsnahúsi. Réttbóttiað kanna málið nánar og athuga hvort menn væru að leika sér með skotvopn inni í miðju íbúðahverfi. Fuglatíst í stofunni Það berst fuglatíst innan úr stofunni þegar ég kem inn í forstofuna og upp um veggi eru uppstoppaðir fuglar og myndir af fuglum, bæði sem hann hefur málað og ljósmyndir. Ég velti því fyrir mér hvort maðurinn sé svo hugfanginn af fuglum að hann spili fuglahljóð af snældum sér til hugarhægðar. Hverf svo frá þeirri hugdettu þegar ég sé snjótittling í búri sem flögrar um og syngur fagurlega. Jakob segir að fuglinn sé litaafbrigði sem hann hafi náð nýlega úti í garði hjá sér. en hann hafi mikinn áhuga á alls kyns afbrigðum fugla. Jakob segir að áhugi sinn á fuglum hafi kviknað strax í bamaskóla. Hann segist hafa verið latur við að mæta í leikfimi og hafi heldur farið inn í Spröngu eða fékk sér göngutúra í ljörunum. „Þá fór ég að horfa til fugl- anna og fann iðulega fugla sem voru eitthvað veikir, eða höfðu étið yfir sig. Þá fór ég að fá áhuga á fuglunum __■______tL______________x________ Lundapysjan sem Jakob hefur fóstrað síðaníhaust Suartfuglslítaafbrígöiö sem Jakob skaut í Geldungi sjálfum. Einu sinni á þessum árum fann ég reyrþvara sem er vatnafugl (vaðfugl) og lét Figga heitinn á Fiska- og náttúrugripasafninu fá hann. Eftir það fékk ég alltaf frítt inn á safnið og það ýtti undir alls konar h'til atriði sem hafa gert það að verkum að áhugi minn jókst.“ Er míkíll ueíðímaður Hann segist vera mikill veiðimaður í sér, eins og Eyjapeyjar eru innst inni og því fylgi eðlilega áhugi á skotvopnum og veiðimennsku. Hann réttir mér nafnspjaldið sitt, hvar lesa má Jakob Erlingsson - málari - lundaveiðimaður - sjómaður. „Ég veiði gæs og rjúpu, lunda og svartfugl og dreg fisk úr sjó,“ segir hann. „Ég fer í rjúpu til Egilsstaða og flýg upp á Bakka í gæs. Pabbi á bát sem við förum á í svartfugl og lunda. Ég er Helliseyjarmaður. en er þó viðloðandi aðrar eyjar líka. Ég fór til dæmis út í Súlnasker í fyrra og fékk þá leyfi til að skjóta þetta litaafbrigði af svartfugli í Geldungi sem er þama“ og hann bendir á uppstoppaðan fugl í einu homi stofunnar. Fékktíu ílíffræði Hvemig var annars í skólanum að öðm leyti? „Ég fékk alltaf tíu í líffræði og gekk vel í henni. Hins vegar var ég talinn hálfgerður villingur í skóla, en það má rekja til þess að ég er með Iesblindu. Ég var sendur til sálfræðinga. því það var haldið að ég ætti við einhverja sálræna örðugleika að stríða. Þegar það uppgötvaðist hins vegar að ég væri með svona mikla lesblindu, var orðið of seint að gera nokkuð í því. Ég var búinn að missa allan áhuga á lærdómi nema líffræði, smíði, reikningi og teikningu. Ég skrópaði bara í skólanum og fór eitthvað annað og þá oftast niður á bryggju, því þar var mesta ijörið." Jakob segir að lesblindan hái honum ekki mikið í daglegu lífi. þó hafi hann ekki getað tekið bflpróf ennþá vegna lestrarins sem fylgi þvf. „Lesblinda virkar þannig að maður getur slegið orðum saman, sem kentur þannig út eins og maður kunni ekki stafina, þá fer maður að búa þá til, eða skálda í eyðurnar. Ef kennarinn bað mig um að lesa upphátt, þá var gert mikið grín að mér. Þá braust það út í því að ég fór að berja frá mér og þá var maður orðinn villingur í augum annarra." En háir lesblindan þér ekkert þegar þú ert að teikna? „Nei, nei. Mamma lét mig alltaf fá blað og blýant, ef henni fannst ég eitthvað verkefnalaus. Út frá því fór ég að teikna. I fyrstu var það bara eitt og annað sem mér datt í hug, en svo fór ég að teikna fuglamyndir, þvf þeir voru mér efst í huga. Ég hef aldrei farið á nein námskeið eða lært að teikna, nema það sem ég lærði í bamaskólanum. Þetta er bara einhver þörf sem leitar út.“ Eins og áður sagði hefur Jakob verið kærður fyrir óvarlega meðferð skotvopna. Hvemig vildi það til að þú mundaðh riffilinn heima hjá þér? „Það var hópur af snjótittlingum í garðinum og ég tók eftir einum albinóa í hópnum. Ég hringdi því í Inga upp-stoppara, því ég vissi að hann ætti sandskot. Hann lét mig fá sandskot fyrir 22 calibera riffil sem mágur minn lánaði mér. Þetta er veikasta skot sem hægt er að fá. Svona skot nær rétt að lama fuglinn eða í mesta lagi vængbrjóta hann eða blinda." Hann segir að í sandskoti sé engin kúla, heldur sé hylkið fýllt með sandi. Sandurinn dreifist aðeins þegar hann fer út úr hlaupinu, en dreifingin sé ekki orðin mikil fyrr en á tuttugu metrum og þó að köttur hefði gengið fyrir skotið hefði hann varla orðið þess var. „Ég beindi því rifflinum út um gluggann, þannig að tíu sentimetrar af hlaupinu stóð út um hann. Þetta hefur verið svona tólf metra færi. Ég hleypti af og náði þeim fugli sem ég miðaði á. Þetta var um þrjúleytið að degi til sem þetta var. Hins vegar kom lögreglan ekki íyrr en klukkan tíu um kvöldið og spurði hvort ég hefði verið að skjóta af haglabyssu út í garði, vegna þess að kvörtun hefði komið frá nágranna mínum. Mér þótti undarlega langur tími líða frá því ég skaut og þar til nágranninn hringdi í lögguna um kvöldið, eða sjö tímar. Það má spjalla mikið á sjö tímum. Þegar lögreglan kom sagði ég eins og var og hvemig í málinu lægi og sýndi þeim fuglinn. Löggan tók ekkert illa á málinu. enda ekkert til að æsa sig út af. Svo gengur þetta líklega sína eðlilegu leið í ‘ kerfinu." Vonasttilaðsleppameð áminningu Jakob segir að hann hafi farið og talað við sýslumanninn vegna málsins og vonaði að hann fengi aðeins áminn- ingu, en allar líkur bendi til þess að hann verði sektaður. Hann segist þó skilja afstöðu nágranna síns sem kærði. „Það hefur þó bara verið hljóðið sem hann heyrði. en ekki séð mann með skotvopn úti í garði, þvf þangað fór ég aldrei með byssuna. Hávaðanum af þessu má líkja við að þú slítir í sundur tvær hurðarsprengur í einu, en trúlega magnast hljóðið F.u. 22 cal. shortskot og sandskot elns og Jakob notaði til að ná albinðanum eitthvað á milli húsa. En ég hugsa að allir sem hafa áhuga á þessu hefðu ekki hikað við að munda hólkinn í þessu tilfelli. Þetta var eina tækifærið sem ég hafði til þess að ná þessum fugli og tók það og verð bara að taka afleiðingunum af því.“ Jakob segir að áhugi hans á fuglum Út um bessa rifu setti Jakob hlaupið oghleyptiaf sé alltaf að aukast, en hann sjái eftir að hafa selt nokkra þeirra fugla sem hann átti uppstoppaða. ,£g hef selt nokkra uppstoppaða fugla til eins aðila upp á landi, en sá maður seldi þá til Boiungarvíkur þar sem þeir eru á safni. Þetta em aðallega ýmis afbrigði af lundum, sem mig er farið að langa til þess að fá aftur. Kannski er möguleiki í gegnum sambönd mín úti að bjóða þeim útlenda fugla í skiptum. sem safnið á Bolungarvík hefði hugsanlega áhuga á.“ Albinóinn uppstoppaður og situr á grein inni f stofu hiá Jakobi Flækingsfuglar Er mikill áhugi á flækingsfuglum og ýmiss konar afbrigðum hér á landi? „Já margir lundakarlar hafa auga fyrir þessu og ef þeir fá eitthvert afbrigði, þá láta þeir stoppa það upp, eins láta þeir stoppa upp kolapilt sem er tveggja ára lundi, sem hefur ekki náð fullum lit og þroska. En það er ótrúlega fjölbreytt afbrigði af lund- anum. Til dæntis prinsar, albinóar, allar útgáfur af vansköpuðum gogg- um. Hins vegar er sjaldgæft að þeir komist fyrir manna sjónir. Pabbi hefur veitt lunda í fjölda ára og hann hefur aldrei fengið albinóa. Þessir elstu kallar hafa kannski náð tveimur eða þremur afbrigðum alla sína lundaveiðitíð. En þessi afbrigði virðast sækja á mig, eða þá að athygli mín er eitthvað skarpari. Það getur verið mjög erfitt að eygja þau í stórum fuglahópi en ég virðist hafa eitthvert innsæi til að koma auga á þetta. Ég hef náð þremur albinóum urn ævina, einni pysju. einum ntúkka og einum snjótittlingi, sem ég skaut út unt gluggann hjá mér um daginn með fyrrgreindum afleiðingum.“ Lundapysja f fóstri Núna er Jakob með eina lundapysju heima hjá sér. Hann er búinn að fóstra hana síðan í haust. Hann segir að kona sín hafi fundið hana og hafi þá verið mjög af pysjunni dregið. „Hún braggaðist hjá okkur og einhvern veginn kunnum við ekki við að sleppa henni svo hún er orðin hluti af fjölskyldunni ef svo má segja.“ Nú hafa menn kvartað undan lélegri lundaveiði í sumar. Hefur þú einhverjar skýringar á því? ,Já ég náði ekki 2000 fuglum í fyrra, en næ yfirleitt um 5000 fuglunt yfir veiðitímann. Það eru kannski þrjár ástæður fyrir þessari lélegu veiði síðasta sumar. í fyrsta lagi hefur hann ekki haft nóg æti og fyrir lundatímann kom bræla, sem varði í viku. þegar fuglinn átti að koma inn á landið. Það hefur dreift honum og seinkað um heila viku. Og í þriðja iagi hefur kannski komið upp einhver veiki. Hugsanlega hefur þetta allt spilað saman að einhverju leyti. Pysjan í holunum var mjög seint á ferð. Það hægðieinhvem veginnáöllu. Þaðvar svona vika sem fugiinn var eitthvað uppi að ráði. Eftir það var mjög góð tíð og heitt í veðri, svo að fuglinn náði sér aldrei almennilega upp. Það var mest byggðafugl sem kom upp, en það er fugl sem er með unga, en fuglinn sem við veiðum er tveggja til fjögurra ára fugl. Annars hafa allir lundaveiðimenn sínar skýringar á þessu. Fuglarnír bíða ekki Jakob segir að fuglamir bíði ekki eftir veiðimanninum, sama hver tilgangur hans er. „Þeir eru flognir áður en ntaður veit af. Og ef maður hefur brennandi áhuga á viðfangsefninu þá er að hrökkva eða stökkva og ég stökk í þessu tilfelli með snjótittlinginn og sé ekki eftir þvf. Ég fylgdi öllum þeim varúðarráðstöfunum sem hægt var, en flaskaði á því að ég mátti ekki skjóta í garðinum mínum," segir Jakob og er ánægður með albinóann sinn sem hann ætlar ekki að láta frá sér. Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.