Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. mars 1998
Fréttir
7
2 íbúðir að Eyjahrauni 7 og 10 eru lausartil umsóknar.
Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 481
1092. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Ráðhússins,
kjallara. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
Umsóknum skal skila í afgreiðslu Ráðhússins kjallara
fyrir 1. apríl nk.
Símatímar Félags- og skólaskrifstofu
Skiptiborð er opið:
Mánudaga - föstudaga frá kl. 9.00 -12.00 og
12.30- 16.00 í síma481 1092
Félagsmálastjóri
Mánudaga og föstudaga kl. 13.00 -14.00 og
miðvikudaga kl. 11.00 -12.00
Sálfræðingur:
Þriðjudaga og föstudaga kl. 11.00 -12.00 og
fimmtudaga kl. 13.00 -14.00
Félagsráðgjafi:
Mánudaga og fimmtudaga kl. 11.00 -12.00 og
þriðjudaga kl. 13.00 -14.00
Deildarstjóri málefna fatlaðra:
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11.00 -12.00 og
miðvikudaga kl. 13.00 -14.00
Leikskólafulltrúi:
Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá
kl. 10.00-11.00.
NóttíFéló
Við verðum með Nótt í Féló fyrir 8. 9. og 10. bekk,
föstudaginn 27. mars nk. (á morgun). Húsið opnað
klukkan 21 og er lokað klukkan 23.30. Aðgangseyrir er
aðeins 300 krónur. Innifalið í verði er grilluð samloka og
heitt kakó eða kaldur svaladrykkur.
Þeir sem ætla að taka þátt í trallinu þurfa ða skrá sig í
lúgunni í Féló, í dag. Það verða fjölbreytt skemmtiatriði,
leikir og fjör.
Það mæta auðvitað allir í náttfötum.
Árshátíð Féló
Árshátið Féló verður haldin 3. apríl nk. og verður hún
fyrir þá sem eru í 7. 8. 9. og 10. bekk. Margt verður gert
til skemmtunar. Kosið verður í nýtt unglingaráð svo og
verða ungfrú og herra Féló valin. Söngvakeppn Féló
(Karokee) er orðin fastur liður á árshátíð Féló og fer
skráning í keppnina fram í lúgunni í Féló. Þeir sem
áhuga hafa á að skemmta á hátíðinni eru beðnir um að
láta okkur í Féló vita sem fyrst.
Skránining í nýtt Unglingaráð
Þeir sem gefa kost á sér í nýtt unglingaráð, eiga að skrá
sig í lúgunni í Féló í seinasta lagi 2. apríl nk.
í unglingaráð verða kosnir 3 unglingar úr 7. 8. og 9.
bekk, eða samtals 9 unglingar.
Tómstunda og íþróttafulltrúi
MIL»STOL»IM
Strandvegi 65
Sími 481 1475
HITACHI
OA
OAfimdir eni holdnir i tuniberberjji
Lnndnkirkju (gengib inn um
nhldyr) mdnudqga kl. 20:00.
Frá Frá
Vestmannaeyjuni Þorlákshöfn
Miðvikudagur 8. apríl 08.15 12.00
og einnig 15.30 19.00
Fimmtud. 9. apnl, skírdagur 08.15 12.00
10 apríl, föstudagurinn langi Engin ferð
Laugardagur 11. apríl 08.15 12.00
Sunnud. 12. aprfl, páskadagur Engin ferð
Mánud. 13. aprfl 2. páskadagur 14.00 18.00
Að öðru leyti gildir vetmráœtlun Herjólfs
Básaskersbryggju - Box 320 902 Vestmannaeyjum - ’S 481 2800 - Fax 481 2991
Kynningardagur skjalasafna um allt land ó laugardaginn:
Safnið er ekki lokuð stofnun
Næstkomandi laugardag verður
haldinn kynningardagur skjala-
safna á öllu landinu. Héraðs-
skjalasafn Vestmannaeyja mun
kynna starfsemi sína, en hún
verður í Safnahúsinu frá kl 13:00 til
17:00.
Jóna Björg Guðmundsdóttir héraðs-
skjalavörður segir meginmarkmiðið
með deginum sé að vekja athygli á
fjölbreyttri starfsemi héraðsskjala-
safnanna og benda á þá fjölmörgu
möguleika sem almenningur hefur
aðgang að á slíkum söfnum. Jóna
Björg segir að meðal þess sem safnið
á séu kirkjubækur Vestmannaeyja.
Ámessýslu, Rangaárvallasýslu og
Vestur-Skaftafellssýslu á örfilmum,
auk ljósrita af kirkjubókum Vest-
mannaeyja og hluta af kirkjubókum
Rangárvallasýslu. ,.Á safninu eru
einnig til örfdmur af teikningum húsa
frá því fyrir gos. Við getum einnig
fengið lánuð gögn á milli safna, auk
þess sem við tökum til varðveislu
gögn frá einstaklingum . stofnunum.
embættum og fyrirtækjum."
Skjalagögn geta verið margs konar,
segir Jóna Björg. „Þau eru ekki
aðeins pappír, heldur getur verið um
að ræða: t.d. filmur. geisladiska.
ljósmyndir, segulbönd eða tölvudiska
og eftir því sem tækninni fleygir fram
fjölgar þeim formum gagna sem þarf
að varðveita. Á kynningardeginum
verður ýmislegt gert gestum til
fróðleiks og ánægju. Sérstök áhersla
verður lögð á að kynna lesvél safnsins
og míkrófilmumar, leiðbeina um
notkun lesvélarinnar, jafnframt því
sem sett verður upp sýning á
skjalagögnum seni safnið varðveitir
og sem sýna nauðsyn þess að halda
sögulegum heimildum um Vest-
mannaeyjartil haga. Gestum ereinnig
boðið aðkoma með fyrirspumir um
hvaðeina sem þeim liggur á hjarta og
varðar málefni skjalasafna."
Jóna Björg segist vilja vekja athygli
á því að Héraðsskjalasafnið sé ekki
Iokuð stofnun. „Safnið er opið mánu-
daga kl. 13.00 - 19.00 og miðviku-
daga kl. 13.00-17.00. Á sumrin er
opið mánudaga og miðvikudaga kl.
13.00 - 17.00. Jafnframt er hægt að ná
í héraðsskjalavörð í síma 481 -1194 á
opnunartíma safnsins og virka daga
kl. 08.00 - 12.00. Bréfsími er 481-
1174 og netfang er jonab@eyjar.is.
Það skal áréttað að Héraðsskjalasafnið
er til fyrir okkur og vil ég bjóða alla
velkomna á kynningardag skjalasafna
laugardaginn 28. mars.“
Jóna Björy hugar ad skjölum í
safninu
Ungnngar í a & og 10 bekk taklö efUr
Næstkomandi sunnudag 29. mars fáum við Helga Gíslason æskulýðsfulltrúa á íslandi í
heimsókn. Að því tilefni munum við gera margt óvænt, s.s. farið í bæjarferð, varðeldur,
keppnir og ýmislegt fleira ef veður leyfir. annars verður líf og fjör uppi í Safnaðarheimili
og byijað stundvíslega klukkan 20.
Mætum sem flest og eigum góða stund saman.
Leiðtogar KFUM & K.
Slóð ‘55 módelsins
í frétt um hinn. að eigin sögn, frábæra
árgang '55 var rangt farið með slóð
þeirra á netinu. eða réttara sagt þá
vantaði aftan á hana. Slóðin er sem
sagt http//www.eyjar.is/model55. Að
gefnu tilefni vill Halldór húsvörðurá
HIV koma því á framfæri að ekki er
hægt að sækja um inngöngu í
félagsskapinn. Þetta er sem sagt
lokaður félagsskapur að hætti Frimúr-
ara, Oddfellowa og Akógesa.
En nú er slóðin sem sagt á hreinu.