Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 26. mars 1998
F i n n m i
g o s p e 1 ít
- segir Iris Guðmundsdóttir söngkona
íris syngur af innlifun á tónleikunum á briðjudaginn í síðustu viku
íris Guðmundsdóttir söngkona hélt
tónleika í sal Hvítasunnusafnaðar-
ins á þriðjudagskvöld í síðustu
viku. Tónleikana hélt hún í tilefni
af þrítugsafmæli sínu. í kringum
tvöhundruð manns komu á
tónleikana þar sem efnisskráin stóð
aðallega saman af gospellögum.
„Eg var jafnvel farin að hafa
áhyggjur af því að það kæmust ekki
allir fyrir,“ segir Iris. Hún segir að
hún hafi verið mjög ánægð með
móttökur tónleikagesta og þær
komi til með að hvetja hana til
frekari dáða á söngsviðinu.
Alltaf verið míkil tónlíst í
kringummig
íris er fædd á Selfossi en flutti
snemma til Vestmannaeyja og ólst þar
upp. Hún segist hafa sungið síðan hún
man eftir sér, en tróð fyrst upp átta ára
gömul. Fjölskylda hennar hefur alla
tíð haft mikinn áhuga á tónlist svo að
hún á ekki langt að sækja
tónlistargáfuna. „Öll fjölskyldan er
syngjandi og spilandi og synir ntínir
tveir hafa ekki heldur farið varhluta af
því og spila báðir á trommur og
gítara."
Áttu eitthvert tónlistamám að baki?
„Minn tónlistarlegi bakgrunnur er
að miklum hluta í Hvítasunnu-
söfnuðinum. Svo lærði ég á hljóðfæri
sem krakki, bæði píanó og ýmis
blásturshljóðfæri. í Söngskólanum í
Reykjavík var ég svo veturinn 1986.
Þá tók ég mér hlé meðal annars vegna
barneigna, en fór í Tónlistarskóla FÍH
1990 - 1993 í fullt nám í jassdeildinni
og var svo með annan fótinn þar til
1995.“
Frekar ódugieg að koma mér á
framfæri
Iris segir að hún hafi verið frekar
ódugleg við að koma sér á framfæri
með tónleikahaldi, en að hún hafi
byrjað að kynna sig sem jasssöngkonu
árið 1993. „Það ár hélt ég sjálfstæða
tónleika í Reykjavík og söng á Ara í
Ögri áriðl 995. Til að mynda söng ég
á tónlistardagskrá Magnúsar
Eiríkssonar, Braggablús á Hótel
íslandi og hálfan vetur í
Skíðaskálanum í Hveradölunt. Hins
vegar fann ég mig aldrei í þessum
dansiballabransa. Hann heillaði mig
bara ekki. Ég hef aldrei verið sú týpa
sem er úti á lífinu og þekki það ekki.
Hins vegar hef ég sönginn sem
atvinnu ásamt því að vinna sern
gangavörður í Bamaskólanum. Ég
syng til dæmis rnikið við kirkjulegar
athafnir eins og brúðkaup og fleira og
á ýmsum einkasamkomum.“
íris segir að hún hafi mestan áhuga
fyrir jass- og gospelsöng og að
gospeltónlistin hafi alltaf verið hennar
aðalsmerki. „Mig langar mest til að
syngja gospel og finn mig best í þeirri
tónlist og þessir tónleikar sem ég hélt
á þriðjudaginn eru fyrstu tónleikamir
sem ég held fyrir Vestmannaeyinga og
syng rnína tónlist."
Hvemig er að standa á sviðinu fyrir
framan fullan sal áheyrenda?
Líður uel á svióí
„Mér líður mjög vel á sviðinu og
það er heilmikil útrás. Það gefur mér
mikið og ef salurinn er góður, eins og
á þriðjudaginn, þá gef ég mikið af
ntér. Það er alltaf samspil milli
áheyrenda og flytjanda sem á sér stað
á tónleikum og ég á miklu auðveldara
með að fá útrás fyrir tilfmnignar mínar
í söng, heldur en kannski að tala. Á
tónleikunum fannst mér fólkið vera
móttækilegt og ég gaf mig alla í
sönginn að sama skapi.“
Nú hefur verið frekar hljótt unt þig
á söngsviðinu undanfarið. Hvemig
stendur á því?
„Þetta hefur alltaf gengið í
tímabilum. Ég dreg mig stundum í hlé
vegna þess að mér finnst ég þurfa að
hlaða mig upp sjálf og stundum
hvarflar að mér að ég sé ekki á réttri
braut. Þetta er ekki allt sjálfsagt. Svo
er gospeltónlist svo nálæg andlegum
og huglægum málum og þannig er ég
kannski sjálf. Ef ég hef ekkert að gefa
nema fallega rödd þá er það ekki nóg.
Ég vil líka fá fólk til að hugsa og þá
kemur trúin sterk inn í þá tjáningu. Ég
er mjög trúuð og ég fer á samkomur til
þess að eiga samveru með guði og
öðrum trúuðum. Ég tek sönginn ekki
sem sjálfsagðan og endurskoða sífellt
afstöðu mína.“
íris segir að sér hafi þótt tímabært
að koma fram núna og ekki síst að
vera á heimavelli. „Þó ég sé fædd á
Selfossi, þá kalla ég mig alltaf
Vestmannaeying og ég var djúpt
snortin af þeim frábæru móttökum
sem ég fékk á tónleikunum. Þessi
tónlist á ekki mjög stóran
aðdáendahóp hér á landi, þannig að
þetta kom mér líka dálítið á óvart."
Langaraðgefaútdisk
Hefurðu ekkert íltugað að gefa út
sólóplötu?
,Jú það hef ég gert og það er
draumurinn sem ég stefni að leynt og
ljóst, en eins og ég segi þá er
markaðurinn ekki rnjög stór hér á
landi. Mig langar heldur ekki til
útlanda. Þar er hins vegar markaður,
en það er ekki auðvelt að brjóta sér
leið inn á hann. Þetta er hægt hér en
það þarf að skapa eftirspumina og
markaðinn. Ég vil ekki fara út í
eitthvað sem ég get ekki staðið við.
eða standa uppi gjaldþrota eftir
eitthvert mislukkað útgáfuævintýri.
Það hins vegar styttist í að ég geft út
plötu og ég veit að hún kemur út en
þegar hún kemur þá verður það þegar
aðstæður verða réttar.“
fris hefur sungið inn á plötur meðal
annars, í skjóli nætur með Stefáni
Stefánssyni og Jól í Eyjum sem var
samstarfsverkefnýnokkurra tónlistar-
manna. En á íris sér einhverjar
fyrirmyndir og uppáhalds söngkonur?
,Já ég held mikið upp á sænsku
söngkonuna Evie Tomquist, Sandy
Patti og Yolanda Adants. Þær eru
báðar bandarískar. Sandy Patti
stúderaði ég mest. Hún hefur veika
rödd og mjóa tóna. en getur látið þá
lifa mjög lengi. Yolanda Adams er
líka stórkostleg söngkona og syngur
næst þvt sem mig langar til. Hún
improviserar mikið. eða tekur lögin og
breytir þeim í miklum tilfinningahita
og nær ótrúlegu flugi."
íris segir að þegar hana bresti visku.
leiti hún til guðs og bætir við að hann
hafi hjálpað henni ef hún hefur átt
erfitt. „Mér finnst gaman að lifa og er
mjög sátt við lífið. Ég er hætt að horfa
á það sem ég hef ekki. heldur horfi á
það sem ég hef og er ánægð og
þakklát fyrir það. Ég hef kannski
verið dálítið fiðrildi á stundum í
tónlistinni. Ég hef byrjað á mörgu og
hætt í mörgu, en söngurinn hefur
staðið allt af sér.“ segir Iris að lokunt.
-beg-
Tónleikagestír klappa frísi lof í lófa
Sigurgeir Jónsson
skrifar
ttidcqi
Af örnefnum
Líkast til eru hvergi á byggðu bóli jafn mörg
örnefni samanþjöppuð í takmörkuðu umhverfi og
í Vestmannaeyjum. Nú er víða á landinu margt
örnefna en skrifari hefur um það gmn að við í
Eyjum eigum metið, a.m.k. miðað við landrýmið.
Vart er til sú þúfa í Vestmannaeyjum sem ekki á
sitt sérstaka nafn og oftar en ekki er einhver saga
sem tengist nafninu.
Fyrir margt löngu kom út bókin Ömefni í
Vestmannaeyjum eftir dr. Þorkel Jóhannesson og
er hún hin merkasta heimild. Sú bók er þó ekki
tæmandi auk þess sem síðan hafa mörg ný
ömefni bæst við, ekki síst með nýju landi. Því er
það ánægjulegt að áhugasamur Vestmanna-
eyingur, Olafur Týr Guðjónsson, vinnur nú að
enn frekari heimildasöfnun um ömefni í Eyjum.
M.a. stendur hann fyrir námskeiðahaldi um þetta
efni um þessar mundir og mun áhugi mikill fyrir
þvf og færri sem að komast en vilja.
Flestir Vestmannaeyingar munu sáttir við sfn
gömlu ömefni. Þau munu og líka flést hvereiga
uppruna sinn í Eyjum, þ.e. það vom Vest-
mannaeyingar sjálfir sem gáfu þessum stöðum
nöfn. En með aukinni miðstýringu frá höfuð-
borgarsvæðinu, eins og hefur farið vaxandi á svo
mörgum sviðum á síðustu ámm. hefur þetta
sjálfsagða forræði landsbyggðarmanna, að mega
sjálfir ráða nafngiftum á hólum og klettum, verið
fært suður á Faxaflóasvæðið, rétt eins og þar sé
nafli alheimsins. Hingað til hefur verið látið
nægja að svokölluð ömefnanefnd sæi um þessa
lilið mála en nú hefur skrifari eftir nokkuð
áreiðanlegum heimildum að fyrir þingi liggi
fmmvarp um að koma á fót sérstakri ömefna-
stofnun (að sjálfsögðu með aðsetur í Reykjavík)
með launuðum starfskröftum er hafi það einkum
á sínu starfssviði að sjá til þess að landsmenn fari
sér ekki að voða í nafngiftum á liólum. klettum
og skerjum, svo og í nýjum bæjanöfnum. Til
þessarar stofnunar er áætlað að renni af tjárlögum
hvers árs tíu milljónir króna.
Hin síðari ár hefur öllu meira borið á því í
Vestmannaeyjum en öðmm stöðum á landinu að
finna þurfi ný örnefni. Breytingar á landslagi
hafa nefnilega verið meiri hér af völdum
náttúmafla en annars staðar á landinu og það
kallar á ný ömefni. Og heimamenn hafa litlu
fengið að ráða um nýjar nafngiftir, forsjár-
hyggjan að sunnan liefur séð fyrir því. Allt
byrjaði þetta með Surtseyjargosinu. Heima-
menn vildu kalla nýju eyjuna Vesturey en fengu
engu ráðið í því og urðu af hatramar deilur.
Nafngiftin að sunnan varð ofan á og eyjan heitir í
dag Surtsey sem er í sjálfu sér ágætt nafn.
En svo gaus aftur. Nýtt fjall birtist og vantaði
nafn. Heimamenn höfðu ákveðnar hugmyndir,
svo sem Kirkjubæjarfell, til að minna á hvað
undir tjallinu er. En sunnanmenn fóm með
ferðina og ákváðu hið stórkostlega nafn Eldfell
sem lýsir einstakri hugmyndaauðgi nefndar-
ntanna. Og þetta létu menn sér lynda. Nýja
hraunið mun eftir því heita Eldfellshraun og fáir
sem bera sér það nafn í munn. flestir kalla það
einfaldlega Nýja hraun. Þar á er þó einn galli þar
sem hafsvæði suður og austur af Eyjum ber
einnig það nafn.
En forræðishyggjan að sunnan hefur þó ekki
alfarið ráðið um ný ömefni eða þá hún hefur lagt
blessun sína yfir þau. t.a.m. Flakkarann,
Viðlagavík og Prestavík. Þó heyrði skrifari á
dögunum að örnefnanefnd hefði ákveðið nafn á
tanganum sem skagar út úr hraunkantinum á
móts við Ystaklett. Þar hefur talsvert af ritu
numið land og því ekki óeðlilegt að liann nefndist
Ritutangi. En ónei, tanginn skal heita
Skeglutangi, samkvæmt boðum að sunnan. Ritan
er nefnilega kölluð skegla sums staðar á landinu.
t.d. fyrir norðan og líkast til á einhver orðhagur
Norðlendingur sæti í nefndinni.
Nú þegar búið verður að leysa ömefnanefnd af
hólmi með sérstöku ríkisapparati og tjárveitingu.
má búast við að taki að færast tjör f leikinn.
Svoleiðis apparat þarf nefnilega að hafa eitthvað
fyrir stafni annað en að naga blýanta. Því má
búast við að yfir okkur fari að rigna nýjum
ömefnum á staði sem slíkt vantar, t.d.
Kofustallur, þar sem lundapysjum er sleppt á
Eiðinu. Og gömul og úr sér gengin örnefni. á
borð við Mikitakstó og Svitúnspall. verða
væntanlega endumýjuð og fá glæsinöfn á borð
við Grænató og Suðurpallur. Og best af öllu væri
náttúrlega fyrir apparat á borð við
Ömefnastofnun að almættið kæmi af stað eins og
einu stykki af nýju eldgosi við Vestmannaeyjar.
Þá gæti starfsliðið farið að vinna í yfirvinnu.
Sigurg.