Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 1
( (H> >Paskaaœtlun Herjolfs 25. árgangur • Vestmannaeyjum 26. mars 1998 • 12. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Síðastliðinn laugardag var haldinn hátíðlegur tónlistardagur Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Þeir sem komu fram voru Samkórinn, Kór Landakirkju Lúðrasveit Vestmannaeyja, Harmonikkufélagið ásamt Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur. Þótti dagurinn takast hið besta og skemmtu allir sér frábærlega jafnt kórfólk sem og áheyrendur sem troðfylltu safnaðarheimilið. Á myndinni má sjá stjórnendur kóra og hljómsveitar þakka fyrir sig ásamt hluta kórfólks í baksýn. F.v. Guðmudur H. Guðjónsson, stjórnandi kórs Landakirkju, Bára Grímsdóttir, stjórnandi Samkórs Vestmannaeyja, Jóhanna V. Þórhallsdóttir Samkór Trésmiðafélagsins og Stefán Sigurjónsson, stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Lög á sjómenn með samþykki Sjómannasambandsins. Sjómenn náðu fram breyflngum semþeirgátufelltsigvið Ríkisstjómin ákvað á fundi sínum á þriðjudagsmorgun að lögfesta miðlun- artillögu rikissáttasemjara í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Fulltrúar sjómanna brugðust illa við og fund- uðu stíft á þriðjudag, unt viðbrögð við hugsanlegri lagasetningu. Einn þeirra möguleika sem sjó- menn íliuguðu í gær (miðvikudag) var að aflýsa verkfalli ef ske kynni að það mætti afstýra lagasetningu ríkis- stjómarinnar. Fulltrúar sjómanna gengu á fund Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra kl 10:00 í gær og aftur um hádegið. Þá náðist niðurstaða um breytingu á lögunum sem aðilar Sjómannasambandsins gátu fellt sig við. Elías Björnsson formaður Sjó- mannafélagsins Jötuns í Vest- mannaeyjum segir að lögin verði lögð fram með samþykki Sjómanna- sambandsins. „Samningamir verða lögfestir á Alþingi að öllu óbreyttu og gilda sem kjarasamningur milli sjómanna og útvegsmanna til 15. febrúar árið 2000. Fallist var á breytingartillögu frá okkur sem tekur til fækkunar í áhöfn, en það er gjörbreytt afstaða frá því sem fyrra frumvarpið fól í sér. Verkfall mun hins vegar verða áfram, eða þar til lögin hafatekið gildi." Magnús Kristinsson formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja var fáorður um þessar breytingar á frumvarpinu. Hann sagði það með ólíkindum hvað Þorsteinn Pálsson hefði látið snúa sér í þessu ferli öllu saman. Ef það væri þetta sem koma skyldi, þá litist honum ekki á blikuna. Magnús sagði málið nú í höndum ríkisstjómarinnar og ef menn vildu ▼▼▼ ...er á blaðsíðu 7 Ucrioltur brúarbilið Sími 4812800 Fax 4812991 það fremur en að semja í frjálsum samningum þá yrði svo að vera. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 481 Enn fjölgar Tflotanum 30 tonna batur dl Eyja María Pétursdóttir VE 14, 29tonna eikarbátur, hefur verið keyptur til Vestmannaeyja. Pétur Sveinsson, skipstjóri og hinn nýi eigandi bátsins, segir að báturinn sé keyptur frá Vogum, en hann haft verið smíðaður áAkureyri 1975. Pétur hyggst gera út á snurvoð og vera á leigumarkaði. „Það er enginn kvóti á bátnum þannig að við ætlum að veiða kola og aðrar flatfisktegundir. Þorskurinn er svo dýr að það þýðir ekkert að hugsa um hann. En eins og ég segi, þá ætlum við að leigja okkur heimildir og lítum björtum augum á það." Pétur var skipstjóri á Andvara í fjögur ár og veiddi á Flæmska hattinum. Hann segist hafa verið búinn að fá nóg af þeim útilegum. Hann segir að báturinn hafi kostað 21 milljón. „Það á að vera ágætis grundvöllur fyrir þessu, sagði Pétur að lokum Skoðanakönnun Gallup fyrir Fréttir vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor Tæp 80% uilja Guðjðn sem bæjarsflðra áfram Samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir FTIETTIR dagana 15. - 19. mars kemur í ljós að fylgi Sjálfstæðisflokks eykst miðað við niðurstöður kosninganna 1994. Vestmannaeyjalistinn og Listi óháðra eiga því við fylgistap að glíma sé mið tekið af niðurstöðum könnunarinnar og þær bomar sarnan við kosn- ingamar 1994. Tveggja spurninga var spurt og var úrtakið 600 manns og hlutfall þeirra sem svömðu var 72,8%. Úrtakið var tilviljunarúrtak 18-75 ára Vestmannaeyinga úr þjóðskrá. I. Spurt var: Ef kosið vœrí til sveitarstjóniarkosninga í dag, hvaða flokk eða lista myndirþú kjósa? Eftirfarandi niðurstöður fengust við þessari spurningu: D - listi 45,8% V - listi 36,0% H-listi 1,3% Myndi ekki kjósa 7,6% Myndi skila auðu 6.4% Annað 2,9% Af þeim sem afstöðu taka fengi: D-listi 55,1% V - listi 43,5% H-listi 1.4% Ef þessar niðurstöður eru bomar saman við úrslit sveitarstjórnar- kosninganna 1994 sem hlutfall af greiddum atkvæðum þá fékk D - listi 52,3% með 1579 atkv. á bak við sig V - listi 31.5% með 953 atkv. á bak við sig. H - listi 16,2% með 491 atkv. á bak við sig 2. Einnig var spurt. Hvem viltþú sjá sem nœsta bœjarstjóra? Ekki var geftnn neinn valkostur unt menn í þessari spumingu. Svörin voru eftirfarandi. Guðjón Hjörleifsson 79,8% Ragnar Oskarsson 7,1 % Páll Zóphóníasson 3,3% Arinað 9,8% í annað voru nöfn sem nefnd voru einu sinni, eða þeir sem svöruðu t.d. einhvem vinstri mann, einhvem nýj- an o.s.frv. Þegar þessi spurning er brotin niður eftir því hvaða lista rnenn ætla að kjósa kemur í ljós að af þeim sem ætla að kjósa D - lista vilja 81.5% Guðjón sem næsta bæjar- stjóra en 9,4% þeirra sem ætla að kjósa V - listann vilja Guðjón sem bæjarstjóra. Af þeim sem ætla að kjósa D-listann em 18,5% sem ekki vilja Guðjón sem bæjarstjóra. eða svara ég veit ekki. Hins vegar vilja 76,4% þeirra sem ætla að kjósa V-listann einhvem annan eða segja veit ekki. Af þeim sem ætla að kjósa V-listann vilja 8,2% Ragnar Óskarsson og 4,7% Pál Zóphóníasson.Nánar mun verða fjallað um könnunina í næsta blaði. Ilk.Bókabúðin ln \.*4nN. Heiðarvegi 9 - Sími 481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.