Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. mars 1998 Fréttir 9 þegar ég fór frá Vestmannaeyjum, án þess að ég sé að hreykja mér af því. að fyrir mín orð hefðu 32 nemendur farið til framhaldsnáms í menntaskóla. Það eru kannski ekki margir á níu árum. Það var hins vegar hæpið að þessi kjami af æsku bæjarins sem fór til framhaldsnáms til Reykjavíkur kæmi nokkru sinni aftur til Eyja til starfa. Viðhorfið til menntunar var hins vegar í þessum dúr og ég kynnist því betur þegar ég fer að ferðast um landið sem íþróttafulltrúi. Fátæktin var mikil og nám var eitthvað sem menn létu sig í hæsta lagi dreyma um.“ Setnafnamínumtuenn skilyrði Þorsteinn segir að þeir nafnar hafi unnið unnið að uppbyggingu skólans saman og að samkomulag þeirra hafi verið mjög gott alla tíð og þeir hafi stutt hvorn annan. Hann segir þó að nafni hans hafi lesið vel yfir honum, en hann hafi lagt mikið upp úr aga og að kennarar héldu sig vel að kennslunni og væru vel undirbúnir fyrir tíma. „Eftir fyrsta veturinn kom nafni rninn hins vegar að máli við mig og spyr mig hvort ég vilji vera áfram. Eg játa þvf, en með tveimur skilyrðum og þau voru að hann hætti afskiptum af pólitík og hætti að ganga á eftir unglingum til þess að fá þá til þess að vera í skólanum. Það þótti mér ekki gott því maður fékk það á sig að þau væru eiginlega í skólanum fyrir skólastjórann. Þetta var mjög neikvætt að mínu mati. Þorsteinn gekk að þessu, en þegar ég var farinn þá gekk hann í Framsóknarflokkinn. Ég spurði hann að því hvað lægi að baki þessari ákvörðun. Hann sagði þá að hann hefði þurft að fá byggt yftr skólann nýtt hús og ekki fengið það í gegn nema fara aftur í pólitíkina. Þá var Framsóknarflokkurinn með öll tögl og hagldir í menntamálum. Hann byggði svo nýjan skóla, en það er nú önnur saga.“ Afreksmenn í Eyjum Þorsteinn verður formaður í íþróttaráði Vestmannaeyja og segir Vestmannaeyinga alla tíð hafa verið mjög duglega í íþróttum. ,Þ>eir taka tii dæmis þátt í fyrsta knattspymumóti Islands árið 1912. Þeir höfðu einnig alltaf glímt og áttu afreksmanninn Georg Gíslason í þeirri íþrótt. Hann keppti meðal annars í Islandsglímu 1921. Friðrik Jesson var methafi í stangarstökki og toppmaður í fjölda annarra íþrótta. 1931 er haldið M eistaramót íslands í Vestmanna- eyjum. Þá fara íþróttafélögin f Reykjavík ÍR. KR og Ármann tii Eyja til að keppa á Þjóðhátíðinni á meistaramótinu. Þegar upp er staðið eftir mótið hafa Reykjavíkurliðin aðeins einum meistaratitli i fleira en heimamenn. í kringlukasti, sem ég taldi mig vissan að vinna, keppti sjómaður, Júlíus Snorrason á Hlíðarenda. Hann hafði ekki haft mikinn tíma til æfinga, en hann sigraði mig á þessu móti. Hástökkskeppnina vann ég hins vegar með naumindum og átti í harðri keppni við þrjá Vestmannaeyinga. Á Olympíuleikana í Berlín 1936 fóru þrír frjálsíþrótta- menn. Tveir þeirra voru Vestmanna- eyingar. Þetta er bara lítið dæmi um það hversu íþróttalíf í Eyjum var mikið og virkt á þessurn árum, hvort sem um er að ræða handbolta, knattspymu, fijálsar íþróttir. glímu eða sund.“ Jákuæðurmetingur Hvemig er sambandið milli Þórs og Týs á þessum árum. Er mikill metingur og kapp á milli félaganna? „Já það var svo, en umfram allt þá var það jákvæður metingur. sem efldi hvom tveggja félögin. Mér finnst hafa átt sér stað hræðileg áhrif fávísra manna að sameina félögin, þó að það sé ekki neitt nýtt ef út í það er farið. I Vestmannaeyjum var til KV, Knattspymufélag Vestmannaeyja, stofnað 1912 vegna Knattspymuráðs Islands, en 1931 sameiningarfélag allra greina. Þór er stofnað 1913 og Týr 1921. Þessi félög kepptu svo sameiginlega undir nafni KV á mótum og nú er nýlega búið að sameina öll sérfélögin undir ÍBV, sem er íþróttabandalag. Mér finnst þetta röng þróun og mikil fásinna. Ég tel að deilur milli félaga séu bara af hinu góða. Það er keppni og um hana er ekkert nema gott að segja. Ég kenndi til dæmis glímu hjá báðum félögunum og það voru engin vandræði samfara því.“ ÍDrónafulltrúi ríkisins Þorsteinn segir að það hafi mikið borið á Vestmannaeyingum í íþróttum. Þeir vom duglegir í knattspymu og frjálsum íþróttum og það átti sér stað töluverð uppbygging á aðstöðu þegar hann var í Éyjum. ,Þ>egar íþróttalögin eru sett 1940 var auglýst eftir íþróttafulltrúa og um starfið sóttu nokkrir ágætir menn,“ segir Þorsteinn. „Ég fékk starfið og Hermann Jónasson skipaði mig í það 1941. í framhaldi af því flyt ég frá Eyjum, vegna þess að starfið krafðist mikilla ferðalaga um landið. Ég þurfti að taka út íþróttaaðstöðu í öllum sveitarfélögum, hvað væri til og hvernig aðstaðan væri. Hvaða félög væru til og kanna hug fólksins til íþrótta og hvaða óskir og væntingar íbúamir hefðu varðandi íþróttir. Þá var mikilvægt ekki síður en nú að veita félögunum aðstoð við að skipuleggja svæði til íþróttaiðkana. Reynsla mín frá Eyjum nýttist mér vel í þessu starfi. þar sem byggð hafði verið aðstaða til íþróttaiðakana, bæði fótboltavöllur, hlaupabraut og sundlaug en hún er komin í Eyjum 1936.“ Blautir uellír mikill óuinur „Einn mesti óvinur vallaraðstöðu um landið var hins vegar votlendi og aur, jafnt á vorin og ef sumur voru vætusöm. Menn voru að leika á malarvöllum og höfðu einhvem ótta gagnvart grasvöllum, en það bráði nú af mönnum í því efni, þegar við fengum með okkur Magnús Jóhannsson sem var sérfræðingur í jarðvegi og gróðurfari. Hann hjálpaði okkur meðal annars að gera KR völlinn. sem er fyrsti grasvöllurinn á landinu, sem gerður er af mannavöldum.“ Til marks um vilja og áhuga Vestmannaeyinga um íþróttir og heilbrigða ástundun þeirra segir Þorsteinn að árið 1925 hafi bæjarstjórn Vestmannaeyinga borið upp tillögu í bæjarstjórn Vestmannaeyja að fá þingmanninn Jóhann Þ Jósefsson til þess að leggja fram fumvarp á Alþingi um sundskyldu á Islandi. Lögin, sem urðu samþykkt sem heimildarlög, kváðu á um það að byggðarlög með heita laug megi skylda unglinga að ljúka ákveðnu sundprófi áður en fullnaðarprófið væri tekið. „Þetta er samþykkt á þinginu 1925. Það voru þó ekki nema þrjú byggðarlög, sem notfærðu sér þetta. Þau voru Reykjavfk árið 1930, Svarfdæla- hreppur og Austur-Eyjafjallahreppur. Vestmannaeyingar höfðu enga heita laug, en höfðu kennt sund í söltum sjó í Litlu Löngu sem var í hominu þar sem Eiðið snertir Neðri Kleifar. Þar byggði ungmennafélagið sundskála. Vestmannaeyingar höfðu hins vegar kennt sund frá því 1891. Sá sem þá var í broddi fylkingar var víkingurinn Sigurður Sigurfinnsson faðir Einars Sigurðssonar hins ríka. Sundlaug er svoreist 1936.“ Húskuldi og hrollur Hvar heldurðu að áhuginn fyrir íþróttaiðkun í Eyjum Iiggi fyrst og fremst? „Það liggur mikið til í áhrifum frá þeim tjölda manna sem koma til Eyja á vertíðum hvaðanæva af landinu. Á landlegudögum var alltaf verið í íþróttum. Það hefur löngum loðað við íslendinga húskuldi og hrollur, sem menn hafa þurft að berjast við. Það gerðu menn með leikjum ýmiss konar og glímu. Merkileg glímumót milli landmanna og Eyjaskeggja fram inn undir Klifi og sigurvegarinn var svo borinn á gullstól í bæinn. í annan stað er þó einnig sérstakt fyrir Vestmannaeyjar og það tengist þessu harða hrjúfa lífi, roki og rigningu, lélegunt húsakosti og vosbúð sem er eitt einkenni eyjabyggða.“ ÞátturkafteinsKohls „I þriðja lagi vil ég nefna þann danska kaftein Kohl sem kont til Eyja sem sýslumaður. Hann var yfirmaður úr danska hernum og þá voru Danir búnir að koma á fót embætti íþróttafulltrúa sem kom meðal annars íþróttakennslu inn í danska bamaskóla og herinn. Kafteinn Kohl kentur úr þessu umhverfi og ntiðlar þeirri hugsun að menn þurfi að hugsa um eigin líkama. Hann fær ntenn og ekki aðeins fyrirmenn í Eyjum á sitt band, heldur allan almenning. Hann kemur á fót herfylkingu, þar sent unnið er eftir ákveðnu skipulagi og hann æfir ntenn um hverja helgi. Hann fær einnig leyfi, til þess að setja þessa menn undir vopn og menn æfa meðferð þeirra.“ Þorsteinn segir að Kohl hafi sett upp mót þar sem menn kepptu í hástökki og einnig hafi fylkingin marserað um bæinn undir fána og merki. „Magnús Austmann, ungur og efnilegur Vestmannaeyingur var kjörinn til þess að mæta á Þjóðfundinn 1844. Þessi ungi maður var hægri hönd kafteins Kohl og hátt settur í herfylkingunni og það er til þess tekið að er Magnús deyr í Norðurgarði þá lætur Kohl stilla liðinu upp undir fána og merki vegna útfarar Magnúsar. Herfylkingin er ekki úr sögunni fyrr en 1874 þó kafteinn Kohl deyi 1864 og ég er ekki f nokkrum vafa að þessi fylking hefur haft mikið að segja fyrir síðari tíma íþróttaáhuga Vestmanna- eyinga." Samuinna grunnur árangurs lirátt fyrir skiptar skoðanir Varð Vestmannaeyjabær þá að einhverju leyti danskur bær? „Það sem gerir Vestmannaeyjar fyrst og fremst að sérstæðu íslensku byggðarlagi er samvinnan. Karl- maðurinn var einn af áhöfn báts og hlaut að hlýða forntanni bátsins. Enginn gat sótt f björg eða úteyjar, fugl eða egg nema vera ráðinn hjá köllunarmanni sem réði yfir bjargfesti. Slíkunt fyrirliðum varð að hlýða. Menn urðu að vera samtaka. Það voru 16 jarðir í Eyjum sent skiptust hver f þrjá velli, sem gera 48 velli, eða 48 bændur og þeir eiga allir einhver ítök í hlunnindum eyjarinnar og úteyjum. Það er aldrei einn bóndi. heldur fjórir og upp f átta saman Það er þessi samvinna sem ég er að benda á sent var svo mikilvæg. Þeir koma á fót fyrsta lýsissamlagi í landinu, fyrsta olíusamlagi, stofna bátaábyrgðafélag, þeir mynda fyrsta símafélagið og fyrsta björgunarskip íslendinga er í Vestmannaeyjum. Það eru engir Danir í þessu og þó að það sé hér herfylking, þá er hún ekki undir dönskum fána. Ut úr þessu fæðist einnig fyrsta kaupfélag á íslandi sent Gísli Stefánsson kemur á fót. Það er mikill misskilningur að það hafi verið einsdæmi samvinnuhreyfingin í Þingeyjarsýslu." Eyjalíf og fuglalíf Þorsteinn segist hafa hrifist af eyjalífinu um leið og hann kont þangað og áhugi hans á fuglunt er sprottinn þaðan, en fuglaskoðun hefur hann stundað sem dægrastyttingu og skrifað bók um fugla. „Vestmanna- eyjar voru þekktar um allan heint fyrir fuglalífið þar og sem kennari í Eyjum komst ég í bréfasantband við aðra fuglaáhugamenn. En Vestmannaeyjar og sérstaklega æskan urðu mér mikill orkugjafi og studdu ntig til lífsstíls og starfa sem aldrei hafði hvarflað að mér, að tileinka mér. Kennslan átti aldrei að verða mitt starf, en það litla sem ntaður kenndi var svo rnikils virði hjá þessum krökkum. Oft gátu nemendur verið miskunnarlausir og kennarar orðið undir f viðskiptum sínum við nemendur, en iðulega var það vegna misskilnings og hræðslu. Málið var að taka hverjum og einum eins og hann var og taka á móti honum sem jafningja sínum. í því lá galdurinn og ég held að ntér hafi tekist það bærilega." Benedikt Gestsson Þessi mynd er tekin af húsinu Breiöabliki fyrir fímmtíu árum, Dar sem Gagnfræðaskólinn var til húsa.. Á trönnunum má hekkja nokkra kennara skölans. F.v. Séra Halldór Kolbeins, Sigurður Fínnsson, Einar H. Eiríksson og Þorsteinn Víglundsson ásamt hluta nemendanna. Þegar þessi mynd ertekín er Þorsteinn Einarsson löngu farínnfrá Eyjum. Ljósmynd, Ljösmyndasafn vestmannaeyja Frumuarp um sundskyldu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-4061
Tungumál:
Árgangar:
50
Fjöldi tölublaða/hefta:
2604
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1974-í dag
Myndað til:
21.12.2023
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Héraðsfréttablað Vestmannaeyja.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 12. tölublað (26.03.1998)
https://timarit.is/issue/375319

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

12. tölublað (26.03.1998)

Aðgerðir: