Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 26. mars 1998 Framtíðin æska Þorsteinn Einarsson íiiróttafulltrúi bjó í Vestmannaeyjum í níu ár og segir í uiðtalí frá miklum íþróttaáhuga Eyjamanna og beirri baráttu sem uar á milli náms og uinnu á beim tíma, begar kreppan setti mark sitt á tíðarandann. Þorsteinn Einarsson fyrrverandi íþróttafulltrúi ríkisins flutti til Vestmannaeyja árið 1933, þá tuttugu og tveggja ára, en hóf kennslu í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja um haustið 1934. Hann segist reyndar aldrei hafa ætlað að verða kennari, né verða jafn lengi í Eyjum og raun bar vitni en ýmis atvik höguðu því þannig að hann hóf kennslu við skólann. Þorsteinn er hafsjór af fróðleik um sögu og menningu Vestmannaeyja og ætlar að ausa aðeins úr þekkingarbrunninum fyrir okkur. Byggingavinna og torfrista Þorsteinn varð að hætta námi vegna veikinda og læknar ráðlögðu honum að taka lífinu með ró. „Eg hafði unnið í heilt ár eins og berserkur í byggingarvinnu og á kvöldin var ég við annan mann að rista torf og selja það í garða. til þess að afla mér fjár til námsdvalar í Kanada. Eg var búinn að fá fyrirheit um styrk sent kallaður var Snorrastyrkur, en það var styrkur sem Vestur-Islendingar stofnuðu til árið 1930 og ég átti að verða fyrsti maður til að njóta hans. Ég var orðinn illa haldinn af næringarskorti og varð að snúa frá nárni og kont að utan eins og illa gerður hlutur. Ég hafði þá kynnst væntanlegu konuefni mínu í Menntaskólanum í Reykjavík, Ásdísi Jesdóttur frá Hóli í Vestmannaeyjum og til hennar leitaði ég og bjuggum á Hóli þartil ég kvæntist henni 1934. Rætin pólítlk í Eyjum Hann segir að þá hafi Þorsteinn Víglundsson verið skólastjóri Gagnfræðaskólans. Þorsteinn segir að nafni sinn haft verið mikill þátttakandi í pólitík og heitur Alþýðuflokksmaður. Þorsteinn segir að pólitíkin hafi verið afskaplega rætin í Vestmannaeyjum á þessum árum og mikið um ljótt umtal. Jafnvel náði þetta svo langt að skólinn leið fyrir þetta. Þorsteinn gekk jafnvel ntilli húsa til þess að fá foreldra til þess að hleypa bömum þeirra í skólann. „Þegar hann kemur við sögu og sækir um að verða skólastjóri voru Sjálfstæðismenn búnir að hugsa sér annan mann í stöðuna. Hins vegar var það sóknarpresturinn séra Sigurjón Árnason sem gaf Þorsteini sitt atkvæði. JónasJónssonfráHriflusem þá var kennslumálaráðherra setti Þorstein svo sem skólastjóra. Þorsteinn var mikill baráttumaður og trúr sínum málefnum og hugsjónum og var mjög fylginn sér. Iðnaðarmannafélagið var þá nýlega búið að kaupa Breiðablik og Þorsteinn gengur í það að fá það fyrir skólahús, því að skólastofum í Bamaskólanum var honum sagt upp en þegar hann ætlar setja skólann hafa allir kennararnir sagt upp. Ég hafði talað við Þorstein áður en þessi ósköp dundu yftr og hann búinn að lofa mér nokkmm tímum í kennslu. Þorsteinn kemur því til mín og segir ntér frá ósköpunum og að við verðum að taka að okkur alla þá kennslu sem við getum. Ég var til í þetta þótt ég hefði enga kennslureynslu.“ Skósmiðurferundaní flæmingi Þorsteinn segir að það hafi verið pólitík sem olli þvf að húsnæðismálin voru notuð til þess að losna við Þorstein sem skólastjóra. enda haft ekki sést fyrir endann á málinu þó að Breiðablik hafi verið tryggt undir skólann. „Þess vegna er ekki allt á hreinu með húsnæðið þegar kennsla á að hefjast í Breiðabliki. Þegar við komum að er allt lokað og læst í hinu væntanlega skólahúsi. Gjaldkeri Iðnaðarmannafélagsins var þá Oddur skósmiður. Við strunsum því til skósmiðsins og berum upp okkar mál. Hann fer undan í flæmingi og við fáum enga skýringu á málinu. Það lá hins vegar fyrir fullgildur samningur um húsnæðið sem ekki var hægt að breyta, jafnvel þótt beitt væri pólitískum þrýstingi. Eftir nokkra rekistefnu eru dyrnar opnaðar og Þorsteinn hefurfullan sigur í málinu." Júf erturnar freistuðu Þorsteinn segir að Breiðablik hafi verið ágætlega fallið til kennslu og í kringunt húsið hafi verið stór afgirtur garður og í einu homi hans haft verið malbikaður tennisvöllur. „Þar voru líka háir staurar, heilmiklar júfertur með þvertré sem róla hafði hangið í. Það var Gfsli Johnsen sem hafði komið upp þessum leikvelli fyrir heimili sitt, þannig að^ við höfðunt mikla og góða lóð. Á þessari lóð komunt við á fót mikilli íþróttastarfsemi í frfminútum. Á malbiksvellinum gátum við kastað kúlu allan veturinn jafnvel þótt rigndi og blési. Júferturnar komu sér líka vel, því það var keppikefli allra strákanna að geta kastað kúlu yfir þvertréð. Á þennan hátt komst ég upp að hlið þessarar æsku með því að efla áhuga bamanna á íþróttum, námi, náttúrunni og umhverfinu. Friðrik Jesson, mágur minn, hafði verið íþróttakennari við Barnaskólann og Gagnfræðaskólann. Hann veiktist af berklum um þetta leyti. svo að það vantaði íþróttakennara við skólann. Ég tók þess vegna að mér íþróttakennsluna við Gagnfræða- skólann, bæði hjá stúlkum og piltum. Ég kenndi svo hvoru tveggja kynjunum, þar til Erla ísleifsdóttir, sem varð ein af bestu sundkonum landsins, tók við kennslu stúlknanna eftir að hafa lokið íþróttakennaraprófi. Pólítískur Rrýstingur á kennara Þorsteinn kenndi ntörg fög við skólann vegna kennaraskorts í fyrstu, en þegar nemendum fjölgaði komu fleiri kennarar til sögunnar. Hann nefnir meðal annars Helga Þorláksson og Bjarna Guðjónsson. Bjami var merkur útskurðarmeistari og kenndi teikningu og smíðar. Axel Bjamasen, sem var mikill málamaður var einnig kennari við skólann á þessum tíma. Enginn þessara manna var hins vegar kennaramenntaður. nema Helgi. „En því nefni ég þetta vegna þess að skólinn var rekinn af sveitarfélaginu og mér flýgur þetta í hug vegna þess að í dag er grunnskólinn kominn aftur undir sveitarfélögin. En það kom í Ijós þama, að ef að skólastjórinn eða kennaramir vom á öndverðunt meiði við meirihluta bæjastjómar. þá svelti bæjarstjómin skólann. Launin voru til að mynda ekki greidd í peningum. heldur fengum við ávísanir á vömúttektir í verslunum sent þá voru ekki margar, en oftast voru þessar úttektir í Tanganunt eða í Vömhúsinu." Kvölduökur „Skólinn fékk heldur enga peninga til kaupa á kennslugögnum. Til dæmis teiknaði ég öll landakort sjálfur og krakkamir teiknuðu þau svo í vinnubækur Einnig var skortur á orðabókum, svo að við höfðum opna lesstofu frá klukkan fjögur á daginn til klukkan sjö, þar sem orðabækur og landabréf lágu frammi. Þetta var líka á kreppuámnum og fólk hafði litla eða enga peninga milli handa. Við reyndum þess vegna að halda uppi eins öflugu starfi í skólanum og framast var unnt þrátt fyrir lítil auraráð. I því skyni héldum við kvöldvökur þar sem komu fram ágætir skemmtikraftar nemenda, eins og Helgi Sæmúndsson. Hann þótti sér- kennilegur vegna þess hversu grannur hann var og röddin einkennileg. Það var eins og krækt væri saman títuprjónum. Hann vann hins vegar mjög fljótt virðingu krakkanna. Hann var hagmæltur og gat lesið upp kvæði og sögur með miklum tilþrifum. Annar ungur maður spilaði á harmonikku og ég man að stúlkurnar mynduðu kór. Þannig komu krakkamir sjálfir fram með ýmiss konar dagskrárliði á þessum kvöldvökum. Tilgangurinn var sá að fræða um leið og að skemmta, vegna þess að blessaðar Eyjamar okkar voru ofurseldar miklunt mannfjölda á hverri vertíð. Þetta vara misjafnt fólk eins og gengur. Blessuð bömin og unglingamir þvældust svo innan um. Það hafði verið siður í Eyjum að bömin voru í kvöldskóla fram að jólum en svo voru þau tekin úr skóla og sett í slorið. Auðvitað veitti heimilunum ekki af vinnukrafti þeirra á þessum krepputímum.“ Erfítt að sjá á eftir efnilegum nemendum Gat það ekki verið erfitt fyrir þessa krakka að hætta í skólanunt á miðjum vetri? „Þetta var ntanni geysilega mikið angur oft á tíðum að hugsa til þess, að alltaf í byrjun vertíðar sæi maður á eftir nokkrum nemendum úr skólanum, sem voru efnilegir og þurftu að læra. Ég get sagt þér til dæmis af honunt Agli Skúla Ingibergssyni. sem síðar varð borgarstjóri í Reykjavík. Ég man eftir því að faðir Egils kom til mín til þess að ræða við ntig hvort það væri nokkurt vit í því að Iáta Skúla læra. Foreldrar hans þurftu auðvitað líka að fá hann í vinnu til þess að hjálpa til við heimilið. Móðir hans kom hins vegar lfka til mín og spurði þess sama. En þau höfðu ekki haft samráð um að ræða við mig. Maður skynjar umhyggju þessa fólks og áhyggjur þess að þurfa að taka börnin sín úr skóla til þess að senda þau í þessa vertíðarvinnu á sjó eða landi. Þetta var allt svo gott námsfólk. námfúst og tók virkan þátt í námi og leik." Þrjátíu oy tveir nemendur á níu árum Þorsteinn segir að sér hafi þótt einkennandi fyrir krakkana í Eyjum hversu listfengir og drátthagir þeir vom og nefnir Svein Bjömsson og Dalla í Ásbyrgi. „Og það var sagt Þorsteinn Einarsson að heímíli sínu Laugarásvegi 47 í Reykjavík.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.