Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 1
Moldartekju frestað Mikil umræða varð um mold- artekju suður á Eyju á síöasta fundi bæjarstjórnar. Þráttuðu menn lengi á fundinum um hvernig bregðast skyldi við moldarþörf bæjarbúa. Töldu sumir að umgengni og frá- gangur við moldartekjustaði væri ekki í það góðu lagi að forsvaranlegt væri að hleypa moldartekjumönnum um alla eyju að grafa sár í landið lítt til augnayndis þeim er framhjá færu. Hafist hafði verið handa við mold- arbrottfluttning án þess að samþykkt hefði verið af bæjarstjórn, en vilyrði gefið í umhverfisnefnd með fyrir- vörum um að moldartekjumenn gengju frá vandlega eftir moldar- brottnámið. Málinu var frestað og moldartekja stöðvuð í framhaldi af því. Hagsmunamenn ásjónu fegurð- arinnar höfðu því betur með fulltingi meirihlutans sem varpaði fram frestunartillögunni og teljast því ekki minni unnendur fegurðarinnar fyrir vikið. Tcgarfim Jón flmmd seldurUI NamlMu ísfisktogarinn Jón V. hefur verið seldur til Naniibíu fyrir rúmlega 70 milljónir króna og niun verða afhentur nýjum eigendum um næstu mánaðamót. Afhendingin mun fara fram í Vestmannaeyjum. Afla- heimildir skipsins hafa verið fluttar yfir á Jón Vídalín, sem hefur verið að veiðum samkvæmt þeim síðan í haust. Stefán Friðriksson hjá Vinnslustöðinni segir að það sé alltaf eftirsjá að skipum. „Hins vegar koma peningar sér alltaf vel hvort sent vel gengur eða illa. Skipið hefur gengið eins og klukka og reynst í alla staði mjög vel það sem af er árinu." Jón V. mun stunda veiðar fyrir Seaflower Whitefish Corporation, en það er að hluta til í eigu Isöldu sem er dótturfyrirtæki íslenskra sjávarafurða. Arlegur hreinsunardagur Vestmannaeyja var á laugardaginn. Félög og einstaklingar tóku þátt í hreins- uninni sem tókst mjög vel. Veður var mjög gott sem varð til að bæta á ánægjuna og dugnaðinn. Þorsteinn Finnbogason var í hópi Kiwanismanna sem hreinsuðu austurhliðar Helgafells og svæðið þar í kring. Frambjóðendur hafa í mörg horn að líta þessa dagana og þá er eins gott að þrekið sá í góðu lagi. Þetta vita þær Lára Skæringsdóttir, Drífa Kristjánsdóttir og Þorgerður Jóhannsdóttir sem hér eru með Jóhönnu Jóhannsdóttur líkamsræktarkennara á Hressó. Sjávarútvegsráðuneytið segir nei við Sæbjargarmenn: Sjávarútvegsráðherra styður ekkí frumvarp Árna Sjávarútvegsráðuneytið hefur svar- að bréfí sem Sveinn Andri Sveinsson sendi ráðuneytinu og varðar aflaheimildir Sæbjargar VE 56. I bréfinu áréttar ráðuneytið þá skoðun sína að útgerð Sæbjargar VE 56 hafi aldrei átt rétt til veiðileyfis og aflahlutdeildar vegna skipsins sem strandaði í desember 1984. Jafnframt áréttar ráðuneytið þá afstöðu sína að hafi slíkur réttur einhvern tíma verið fyrir hendi sé hann löngu fallinn niður sakir tómlætis. Sjávarútvegsráðherra segist ekki munu styðja tillögu Arna Johnsen á Alþingi um að Sæbjörg fái aflaheimiklir þær sem eigendur telja sig eiga rétt á. Sveinn Andri, sem er einn eigenda Sæbjargar ehf. og fer með málið á hendur ráðuneytinu, segir að málinu sé hvergi nærri lokið. „Ráðuneytið svarar f engu meintum mistökum starfsmanns Siglingastofnunar vegna afskráningar skipsins áramótin 1984/1985. Útgerð skipsins fékk ekki úthlutað veiðileyfi vegna ársins 1986 en fékk að klára kvóta frá 1985 sem Sæbjörg átti eftir óveiddan frá árinu 1984. Þetta veiðileyfi fékkst framselt á Gullberg VE sem í byrjun árs 1985 veiddi loðnu samkvæmt þessari út- hlutun. Annað álitamál, sem ráðu- neytið svarar ekki. er; hefði Sæbjörg fengið úthlutað aflaheimildum árið 1986 ef skipið hefði ekki verið afskráð? Þetta er spuming sem ráðherra verður að svara því óumdeilt er að afskráning er tilkomin vegna mistaka hjá Siglingamálastofnun." sagði Sveinn Andri. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að hann muni ekki styðja fmmvarp Áma Johnsen sem hann iagði fram á Alþingi í vor og er nú til meðferðar í sjávarútvegsnefnd. „Málið var lagt fyrir þingið á sínum tíma og náði ekki fram vegna laga- legrar skoðunar sem gekk út á það að veiðirétturinn hefði fallið niður. Það eru heldur ekki rök að taka rétt af öðrum skipum. Þetta yrði enginn viðbótarkvóti. heldur yrði að taka veiðiréttinn frá öðmm skipunt í Vest- mannaeyjum." Aðspurður um breyttar forsendur vegna meintra mistaka af hálfu starfs- manns Sigiingastofnunar við afskrán- ingu Sæbjargar á sínum tíma segir Þorsteinn að hann treysti sér ekki til þess að kveða úr með það. „Hins vegar má vera að það mál skapaði bótarétt en að réttur til aflaheimilda sé til staðar fæ ég ekki séð.“ Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉUINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ, Græðisbraut 1 - sími 4813 (nH/) Sumaráœtlun Herjólfs — Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alla daga nema sun.. Kl. 08:15 Kl. 12:00 sunnudaga Kl: 14.00 Kl: 18.00 aukaferö föstudaga Kl. 15.30 Kl. 19.00 'Uerióltur .BRUAR BILIÐ rtzriviyur símj4812800 Fax481 299i Bókabúðin Heióarvegi 9 - Sími 481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.