Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 14. maí 1998 Fréttir 19 Gulagið, Hólmavík eða á geðveikrahæli? ar benti á að þetta væri hluti af sjálfs- bjargarviðleitni Eyjamanna og að menn fæm iðulega stystu leið. Á meðan ekki væri bent á einhvem annan stað til moldartekju var farið á þennan og nú væm vorverk að hefjast hjá Vestmannaeyingum og þau biðu ekki. Menn þyiftu sína mold. Menn gengnu síðan til atkvæða þar sem allir vom sammála um að fresta afgreiðslu moldartekjumálsins, en samþykktu fundargerðina að öðm leyti og bókun Ragnars stóð þó áfram. Skólastefnaíeinnisæng Til samþykktar bæjarstjómar komu fundargerðir skólamálaráðs frá 29. apríl og 4. maí ásamt tillögu að skólastefnu Vestmannaeyjabæjar. Amar útlistaði í stuttu máli skóla- stefnuna og taldi hana gott og mikið framfaramál. Hann sagði stefnuna nú þegar komna til framkvæmda á flestum sviðum og byrjað væri að vinna eftir þeim skipuritum sem lögð væm til gmndvallar framkvæmdinni að undanskildum Listaskólanum. Ragnar sagði það gott mál að mótuð hefði verið stefna í skólamálum. Hann benti hins vegar á og lagði fram bókun þar sem bent er á að skólastefna verði að vera í sífeldri endurskoðun, og að taka yrði mið af SÁÁ-Álfurinn seldur um helgina Þá er komið að Álfasölunni. Þetta er níunda skipti sem við stöndum að þessari mikilvægu tekjuötlun fyrir SÁÁ. Álfasalan verður helgina 15. til 17. maí nk. Eins og svo oft áður reiðum við okkur á stuðningsmenn SÁÁ til að Álfasalan beri tilætlaðan árangur. Kjörorð Álfasölunnar em „Fyrir unga fólkið“ og með þeim er verið að leggja áherslu á að tekjumar af Álfasölunni fara til að sinna for- vamarstarfi og meðferðarstarfí fyrir ungt fólk. Mikil nauðsyn er á hvom tveggja. Hassnotkun hefur til dæmis verið að aukast verulega hjá ungu fólki undanfarin misseri. Fáfræði unga fólksins um skað- semi hassins er útbreidd. Þess vegna þarf fræðslu og forvamir. I Vestmannaeyjum eru það félagar úr Fimleikafélaginu Rán sem selja Álfinn og er það von okkar að þið, ágætu bæjarbúar, takið vel á móti sölufólkinu. Fréttatilkynning. hvemig mál þróuðust í framtíðinni. Hann benti á að þó að lög væm allra góðra gjalda verð, væri fram- kvæmdinni ekki alltaf fylgt eftir. Sagan segði það að ýmis góð mál næðu ekki fram að ganga samanber gmnnskólalög sem samþykkt voru á sínum tíma, en markmið þeirra aldrei komist endanlega til framkvæmda. Guðjón þakkaði góð störf þeirra sem að málinu komu og lýsti yfír ánægju sinni með þetta framfaramál. Guðmundur Þ.B. lýsti og ánægju sinni með tillögu að skólastefnu og tók undir með Ragnari. Hann afsakaði hins vegar að hann skyldi ekki hafa komist á kynningarfundinn sem haldinn var í Rannsóknasetrinu vegna anna við annað og minntist sá sem þetta skrifar þá orða hans um tímaleysi sýslumanns að komast á fund í landnytjanefnd eins og hann gagnrýndi í umræðu fyrr á fundinum. Svo er nú það. Málum allan heiminn Svo þráttuðu menn um málningu áður en ársskýrslan var tekin til umræðu. Málningarumræðan var til komin vegna bókunar sem Ragnar Oskarsson lét gera í bæjarráði þar sem hann segir að hann telji nauðsynlegt að gefa unglingum í unglingavinnunni kost á að vinna við árlega götumálun í stað þess að kaupa þá vinnu af fyrirtæki ofanaflandi. Gengu minnihlutamenn hart fram í því að tekið yrði tillit til þessarar ábendingar svo skapa mætti ungmennum í Vestmanneyjum at- vinnu yfir sumarið. Bæjarsjóðurímínus Að svo mæltu var ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 1997 tekinn til fyrri umræðu. Hún var flutt á hefðbundinn hátt og þótti minni- hlutanum dráttarbragð af henni. Guðmundur Þ.B. og Ragnar Osk- arsson lögðu fram harða bókun vegna seinagangs við útkomu reikningsins og lélega stöðu bæjarsjóðs, eða eins og segir í bókun þeirra. „Reikningur ársins 1997 sem hér eru lagðir fram til fýrri umræðu í bæjarstjóm, bera með sér, svo ekki verður um villst, að ljármálastjóm meirihlutans hefur brugðist í veigamiklum atriðum. Þrátt fyrir að sjálfstæðismenn hafí aukið álögur á bæjarbúa í stjómartíð sinni um hundruðir milljóna króna, hafa skuldir bæjarins stóraukist í stjómartíð þeirra." Umræðunni um ársreikninginn var svo vísað til seinni umræðu, en í millitíðinni verða þeir yfirfamir af pólitískt kjömum fulltrúum meiri- og minnihluta. Guðjón sagði að núver- andi bæjarstjóm sæti til 15. júní hvemig svo sem kosningar fæm. Ekki ætla ég að eltast við orð- hengilshátt Guðmundar Þ.B. Ólafs- sonar í síðasta blaði vegna tiltölulega hógværrar greinar minnar í þar síðasta blaði Frétta. Strax í fyrirsögn Guðmundar, Æðiskast ritstjórans, kemur fram að hann efast um andlegt jafnvægi mitt og í lokin kemur fram illa dulbúin hótun um að nú megi ég fara að passa mig. Eg stend við hvert einasta orð sem kemur fram í grein minni. Þar beini ég m.a. þeirri spumingu til Guð- mundar og Ragnars Öskarssonar, sem báðir em í bæjarstjórn sem fulltrúar Vestmannaeyjalistans og skipa sæti á framboðslista hans fyrir komandi kosningar, um það hvers ég og annað starfsfólk Frétta eigi að gjalda. Tilefnið er að í þau ár sem ég hef starfað á Fréttum hef ég mátt sætta mig við að störf okkar hafi verið rökkuð niður af þeim félögum. Guðmundur er við sama heygarðs- homið í grein sinni og enn grípur hann til sömu meðala og nasistar og kommúnistar, þ.e. lyginnar og tvíræðna spuminga. Hann gengur líka lengra en áður en fyrirmyndin er engu að síður sótt í starfsaðferðir sömu aðila sem iðulega úrskurðuðu Ég er móðir tveggja ungra barna og hef því reynt að fylgjast með leikskólamál- um og látið mig þau varða. Það geri ég vegna þess að mér er ekki sama hvers konar leikskólauppeldi bömin mín fá. Auk þess er ég yngri bama kennari og geri þá, sem ekki voru þeim sammála, geðveika. Við Guðmund vil ég segja þetta: Eins og síðasta tölublað ber glögg- lega með sér, þá em Fréttir ekki málgagn Sjálfstæðisflokksins. Á Fréttum vinnur fagfólk sem leggur Guðmundur er við sama heygarðshomið í grein sinni og enn grípur hann til sömu meðala og nasistar og kommúnistar, þ.e. lyginnar og tvíræðna spuminga. Hann gengur líka lengra en áður en fyrirmyndin er engu að síður sótt í starfsaðferðir sömu aðila sem iðulega úrskurð- uðu þá, sem ekki voru þeim sammála, geðveika. sig allt fram um að skila sem beslu starfí og reynir af fremsta mætti að láta atvinnuróg ykkar félaganna sem mér fulla grein fyrir mikilvægi fyrsta skólastigs bamsins, leikskólans. Grunnskólinn hefur oft átt undir högg að sækja í umræðunni og sýnist þar sitt hverjum, en mörgum yfírsést að grunnurinn skiptir höfuðmáli. Margir halda að hver sem er geti unnið á leikskóla og það er oft svo að litið er á leikskólana sem geymslu- stofnanir, sem þeir eru sannarlega ekki. vind um eyru þjóta. Á hann ekkert skylt við eðlilega gagnrýni sem hver fjölmiðill verður að þola. Hvað varðar andlegt heilbrigði mitt, þá er ég í þokkalega góðu jafnvægi. Ekki veit ég fyrir hvaða spumingar Sjálfstæðisflokkurinn borgaði fyrir í margumræddri skoð- anakönnun Gallup um fylgi fram- boðanna í Vestmannaeyjum en ég veit hvaða spurningar Éréttir borg- uðu. Það sem mér fannst vanta í grein Guðmundar var svar við því hvort fyrirtæki í bænum, sem ekki em þeim félögum þóknanleg, megi eiga von á viðlíka óhróðri og Fréttir hafa mátt þola. Eins finnst mér vanta skýringu á því hvað Guðmundur á við með illa dulinni hótun í minn garð í lok greinar sinnar, þar sem hann segir að mér muni ekki veita af heillaóskum. Hvort verð ég úrskurðaður í Gulagið, Hólmavík eða á geðveikrahæli komist þeir félagar til valda 23. maí nk.? Er vissara að fara panta gámana strax? Ómar Garðarsson, ritstjóri Frétta. I bærilega andlegu jafnvægi. Enda þótt ráðamönnum bæjarins sé tíðrætt um horfna biðlista á kjörtímabilinu, fínnst mér ýmsu vera ábótavant. Umræða um innra starf leikskólanna fer oft halloka fyrir umræðunni um pláss og peninga. GERA ÞARF GANGSKÖR í ÞVÍ AÐ RÁÐA UPPELDISMENNTAÐ FÓLK TIL STARFA Höfimdur er t\’eggjci bania móðir í Vestmannaeyjum. LESENDABREF - Rósa Baldursdóttir Eru leikskólamál í Eyjum i góðum farvegi? X-Bæjarstjórnarkosningarnar - Þorgerður Jóhannsdóttir á Vestmannaeyjalistanum s.krifar: Styrkja þart alla skólana Leikskólinn í Vestmannaeyj- um eru reknir fjórir leikskólar við mjög mis- jafnar aðstæður. Vestmannaeyja- listinn leggur á- herslu á að allt kapp verði lagt á að fjölga fagmenntuðum starfsmönnum á leikskólunum. Innra starf leikskólanna verði eflt, boðið verði upp á sveigjanlegan vistunartíma og að sjálfsögðu verði sumarlokun hætt. Sumarlokun í núverandi mynd er tímaskekkja, ég átti þátt í því ásamt þáverandi félagsmálastjóra að koma sumarlokunum á árið 1980. Þá þótti ekki eins sjálfsagt eins og í dag að böm fengju sumarfrí, flest bömin vom á stofnunum allan ársins hring. Vestmannaeyjalistinn ætlar ekki að láta bömin vera allan ársins hring á stofnunum heldur eiga foreldrar að geta valið um orlofstíma á sumar- orlofstímabilinu fýrir bam sitt. Strax að kosningum loknum og „ef ‘ Vestmannaeyjalistinn nær meiri- hluta ætlum við að gera áætlun til þriggja eða fjögurra ára um markvisst viðhald húsnæðis og lóða leikskól- anna sem lengi vel hafa setið á hakanum. Þannig getum við kinnroða- laust horft framan í böm, foreldra og gefendur Rauðagerðis og Kirkjugerð- is, ennfremur verði hugað að því hvemig best er að nýta leikskólann Sóla miðað við það húsnæði sem hann er í. Grunnskóli Vestmannaeyjalistinn leggur áherslu á öflugt starf í gmnnskólunum okkar. Við viljum styðja þann öfluga metnað sem nú einkennir starf grunnskólanna í dag og veita þeim þau tæki sem til þarf svo skólamir okkar verði ávallt þeir bestu á landinu. Til þess þarf vel menntaða kennara, gott húsnæði og nútíma tækjakost. Ekki er nóg að ráða hingað menntaða kennara einnig þarf að hlúa að þeim og styðja svo þeir festi hér rætur. Við munum hvetja og styrkja kennara á öllum skólastigum til að sækja sér endur- og símenntun bæði innanlands og utan, til að auka víðsýni kennara og fýlgjast með því sem vel er gert annars staðar. Ein af meginstoðum grunnskól- anna er öflugt foreldrasamstarf, við viljum styðja við það og meta þann þátt í kennarastarfinu að verðleikum. Efla þarf kennslu í svokallaðri lífsleikni til að styrkja sjálfsmynd bama- og unglinga til að þeir ánetjist ekki þeim vímuefnum sem alltaf em í boði. Við megum ekkert ungmenni missa í þau. Einnig þarf að styrkja for- eldra í uppeldi bama sinna og aðstoða og leiðbeina foreldmm í uppeldis- vanda. Heilsdagsskóli Vestmannaeyjalistinn leggur áherslu á að hraðað verði uppbyggingu gmnn- skólanna og að skóladagurinn verði lengdur. Boðið verði upp á gæslu og skapandi starf innan veggja gmnnskólanna í framhaldi af kennslu, þannig að útivinnandi foreldrar geti verið ömggir um börnin sín og þau séu að vinna að þroskandi viðfangs- efnum. Heimaey er yndisleg, en þar leynast hættur og við þurfum að kenna bömunum okkar að varast þær. Framhaldsskólinn Vestmannaeyjalistinn leggur áherslu á að framhaldsnám verði aukið og styrkt þannig að ungmenni geti stund- að gmnnnám á sem flestum sviðum í heimabyggðinni. Sérstök áhersla verði lögð á endurreisn iðnnáms og nám tengt sjávarútvegi og vinnslu. Vestmannaeyjalistinn styður heils hugar þá nýbreytni og þróunarstarf sem farið hefur fram í Framhalds- skólanum svo sem samstarfsverkefnið um vatnið, Hugvísi samkeppnina og stærðfræðikeppnir fyrir grunnskóla- nemendur. Megi bjartar vonir vakna þann 23. maí n.k. setjum X við V. Höfimdur skipar 1. sœti á Vest-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.