Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 14. maí 1998
Fréttir
23
FRETTIR kynna meistaraflokk karla IBV sumarið 1998:
Byrjunarlið ÍBV í meistarakeppninni: Efri röð f.v. ívar Ingimarsson, Kristinn Hafliðason, Zoran Mijlkovic, Sindri Grétars-
son, Jóhann S. Sveinsson, Kjartan Antonsson. Fremri röð f.v. Steingrímur Jóhannesson, Hjalti Jóhannesson, Gunnar
Sigurðsson, Sigurvin Ólafsson, Steinar Þ. Guðgeirsson.
Mynd:Hilmar Bragi, Víkurfréttir.
Bjarni þjálfari ákveð-
inn í að verja titilinn
Bjarni Jóhannsson er að þjálfa lið
IBV annað árið í röð og hans bíður
erfitt og krefjandi verkefni; að
halda íslandsmeistaratitlinum
áfram í Vestmannaeyjum.
Hvernig leggst sumarið íþig?
„Sumarið leggst ágætlega í mig. að
vísu höfum við ekki verið að spila
nægilega vel í undanfömum leikjum
en þar kemur margt til. Það sem er
fyrir mestu. er að við náum að stilla
saman strengi okkar fyrir fyrsta leik
og halda því út mótið.“
Nú er hópurinn injög breyttur. Ertu
sáttur við hann eins og Itann er?
„Já. ég er mjög sáttur við þennan
hóp. Það er mikil breyting á honum
en við megum ekki gleyma því að
hópurinn var líka mikið breyttur í
fyrra. Þetta er þróun sem við verðum
að sætta okkur við. Við misstum
marga í atvinnumennsku eftir síðasta
tímabil og einhvem veginn verður að
fylla í þau göt. sem þessir menn skilja
eftirsig. Það er náttúrlega mjögerfitt
að starfa við þannig aðstæður að þurfa
að móta nánast alveg nýtt lið á hverju
ári, en svona er gangurinn í þessu.”
Tveir bikararfamir, ertu ekkertfarínn
að örvænta?
„Nei, alls ekki. Þó að það sé alltaf
gott að vinna mót, þá verðum við að
gera okkur grein fyrir því að þetta eru
æfingamót og liður að undirbúningi
fyrir sumarið. Þessir leikir em spilaðir
við alls konar aðstæður. þannig að
mínu áliti er ekki að marka þetta. fyrr
en kemur að Islandsmótinu sjálfu.”
Var undirbúningur liðsins góðurfyrir
þetta tímabil?
„Já, ég tel það. Ég var mjög
ánægður með æfingaferðimar til
Kýpur og Portúgals. Sérstaklega vaj
góð stígandi í liðinu í Portúgal. Á
hinn veginn er ég ósáttur hve margir
leikmenn liðsins em meiddir og hef ég
ekki getað spilað á mínu sterkasta liði
í undanfömum leikjum.”
Hvemig verður undirbúningi liðsins
háttaðfyrirfyrsta leik sumarsins?
„Þar sem þetta hefur verið svolítið
tætingslegt að undanfömu, hópurinn
tvískiptur og síðan voru 3 úr hópnum
að koma til landsins í síöustu viku, þá
höfum við ákveðið að fara á
laugardaginn á Hvolsvöll. Þar ætlum
við að taka æfingu á laugardag og
sunnudag og virkilega þjappa okkur
saman fyrir átök sumarsins. Við gerð-
um þetta einnig í fyrra og heppnaðist
sú ferð alveg frábærlega.”
Eitthvað að lokum?
„Núna emm við í þeirri aðstöðu að
verja titil, ólíkt því sem var í fyrra og
reyndar undanfarin ár. Við verðum að
vera meðvitaðir af því og sýna mikinn
aga og þolinmæði. Allirþurfaaðtaka
þátt í þessu með okkur, bæði stjóm og
stuðningsmenn liðsins. Ef allur þessi
pakki nær að vinna saman, sem ein
heild, þá er ég bjartsýnn á góðan
árangur í sumar. Við verðum að vera
varkárir í sumar, því allir vilja vinna
meistarana.”
Leikmenn ÍBV 1998 Aldur: Leikir Mörk:
Gunnar Sigurðsson 23 21 -
Friðrik Friðriksson 34 179 -
Bjarni G. Viðarsson 19 - -
Hjalti Jóhannesson 24 17 -
Hjalti Jónsson 19 1 -
Hlynur Stefánsson 34 124 21
ívar Bjarklind 24 58 5
Zoran Miljkovic 33 55 -
Kjartan Antonsson 22 23 0
Jóhann S. Sveinsson 20 - -
Jón H. Gíslason 18 - -
Páll Almarsson 19 - -
Kristján Georgsson 23 13 -
Rútur Snorrason 24 66 9
Leifur G. Hafsteinsson 28 101 34
Steinar Guðgeirsson 27 123 8
Ivar Ingimarsson 21 45 5
Sigurvin Ólafsson 22 15 5
Kristinn Hafliðason 23 66 5
Ingi Sigurðsson 30 118 16
Kristinn Lárusson 25 83 9
Sindri Grétarsson 28 42 5
Steingrímur Jóhanness. 25 97 25
Jens Paeslack 24 - -
Magnús Elíasson 18 Þjálfari: Bjarni Jóhannsson Aðstoðarþjálfari: Kristinn R. Jónsson Sjúkraþjálfari: Elías J. Friðriksson
Heimaleikir IBV í
Landssímadeildinni 1998
Laugardagur 23. maí kl. 14:00
Þriðjudagur 9. júní kl. 20:00
Miðvikudagur 24. júní kl.20:00
Fimmtudagur 9. júlí kl.20:00
Laugardagur 18. júlí kl. 14:00
Laugardagur 8. ágúst kl. 14:00
Sunnudagur 16. ágúst kl. 16:00
Þriðjudagur 1. sept. kl. 18:00
Sunnudagur20. sept. kl.14:00
IBV-IA
ÍBV - Valur
ÍBV - Grindavík
ÍBV - KR
Þróttur
Keflavík
ÍR
Fram
Leiftur
IBV
ÍBV
ÍBV
ÍBV
ÍBV
Hvað segja gömlu kemp-
urnar um sumarið 1998?
Kári Þorleifsson,
fyrrverandi leik-
maður IBV:
„Mér líst bara
vel á sumarið og ég
er bjartsýnn á gott
gengi. Ég tel að
við eigum eftir að
verða sterkir þegar
allir eru orðnir
heilir. Við erum án efa með einn
stærsta og sterkasta hópinn nú í ár og
Hlynur Stefánsson, fyrirliði IBV:
Ætlum okkur að vera í toppbaráttunni
Nú styttist óðum í fyrsta leik ís-
landsmótsins í knattspyrnu og
munu Eyjamenn hefja titilvörn
sína gegn nýliðunum, Þrótti
Reykjavík, næstkomandi mánu-
dag. Að því tilefni var fyrirliði
ÍBV, Hlynur Stefánsson, tekinn tali
og beðinn að spá í spilin fyrir
sumarið.
Hverjir koma til með að vera í
toppbaráttunni í swnar?
„Ég tel að það verði fimm lið, sem
koma til með að vera í einum hnapp á
toppnum. Það er að segja Skaginn,
ÍBV, KR. Leiftur og jafnvel Fram.
Mín skoðun er sú að þessi lið eigi
meiri möguleika á að vera við
toppinn, helduren hin fimm. En þess
ber að geta að þar sem mikið af ís-
lenskum knattspymumönnum hefur
farið erlendis í atvinnumennsku, þá
má segja að rjóminn af íslenskri
knattspyrnu sé farinn. Þannig að í
sumar tel ég að það verði mikið af
ungum leikmönnum, sem eiga eftir
að láta mikið að sér kveða. Ég held
að ekkert lið eigi eftir að skara fram
úr, liðin eiga eftir að reyta stig hvert
af öðru og heimavöllurinn mun verða
liðunum dýnnætur."
Eilu sáttur við undirbúninginn í
vetur?
, Auðvitað hefði maður viljað æfa á
yfirbyggðum velli í vetur, en miðað
við þær aðstæður sem við búum við,
þá get ég ekki annað en verið sáttur
við undirbúninginn sem slíkan. En
við sem erum að æfa hér í Eyjum.
fórum á nokkrar æfingar í Reið-
höllinni í Reykjavík og var það algjör
bylting. Þess vegna trúi ég ekki öðru
en að stefnt verði á það hér í Eyjum
að fá yfirbyggðan völl sem allra fyrst.
Ef það er metnaður bæjarfélagsins að
eiga knattspyrnulið í fremstu röð, þá
verður þetta að gerast."
Nú hefur liðið verið að hiksta að
undanförnu, er einhver sérstök
ástæða fyrirþví?
„Persónulega kemur þetta mér
ekkert á óvart. Við verðum að átta
okkur á þvf að við höfum misst
marga góða leikmenn síðan í fyrra, en
á móti fengið nokkra nýja. Einnig
hafa þrír til fjórir 2. flokksstrákar
verið að bera hitann og þungann í leik
liðsins undanfarið. Og ofan á allt
saman höfum við verið með nokkra
sterka leikmenn í meiðslum. Af
þessum sökum höfum við ekki getað
stillt upp sama bytjunarliði tvo leiki í
röð, allt undirbúningstímabilið. Það
tekur tíma að slípa saman liðið og
finna taktinn á ný. Ég tel að við
komum ekki til með að vera eins
mikið yfirburðalið og síðasta sumar
en engu að síður er ég sannfærður um
að við verðum með topplið.”
Ætlar gamli guttinn í brúnni að styra
sfnum inönnum til sigurs ísumar?
„ Eitt veit ég, og það er að getan er til
staðar. Hvað mig varðar þá er það
eina sem kemst að hjá mér núna er
leikurinn gegn Þrótti næstkomandi
mánudag, ekkert annað."
Eittlivað að lokum?
„Við vonum að þetta verði á-
nægjulegt og skemmtilegt knatt-
spyrnusumar. Við munum gera
okkar besta inn á vellinum og okkar
frábæru stuðningsmenn munu gera
sitt besta utan vallar.”
það á eftir að skila okkur einu af
þremur efstu sætunum í sumar.”
Þórður Hall-
grímsson, fyrr-
verandi leikmað-
ur og fyrirliði
ÍBV:
„Ég hef lítið I
fylgst með liðinu í
haust og í vor.
þannig að ég er
ekki alveg dómbær l
á getu þess. Hitt er svo annað mál að
mér líst ekki alveg eins vel á þetta og
í fyrra, þar sem við erum búnir að
missa marga góða leikmenn og að
mfnu áliti komnir með allt of mikið af
aðkomumönnum. En maður mætir á
leikina eins og fyrri daginn og vonar
eins og allir Eyjamenn að liðinu muni
ganga vel f sumar.”
Páll Pálmason,
fyrrverandi
markvörður
ÍBV:
„Ég er bara
mjög bjartsýnn á
sumarið og sé
ekkert því til
fyrirstöðu að þetta
eigi að geta gengið.
Liðið er alls ekki
lélegra en í fyrra, spurningin er bara
sú hvemig nýju mennimir falla inn f
hópinn og hvemig hópurinn stillir
saman strengi sína. Ef við náum upp
sama karakter og var í liðinu í fyrra.
þá er ég hvergi smeykur.”