Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 14. apnl 1998 Fréttir 13 Gaui er frábær tónlistarmaður Sigurður Guðmundsson frá Háeyri spilaði mörg ár með Guðjóni Pálssyni. Hann segir að Guðjón sé frábær tónlistarmaður. hvort sem um undirleik eða annan leik sé að ræða. „Hann er ekki síður góður vinur vina sinna og við höfum haldið sambandi alla tíð. þótt hann hafi flutt snemma frá Eyjum. Hann átti tvö lög á topp tíu listanum frá 1958 - 1960, en sá listi var valinn af hlustendum þáltar í útvarpinu sem hét Lög unga fólksins. Þetta voru erlendu lögin „Vertu sæt við mig“ og „Ungur enn“ við texta Guðjóns. Við spiluðum fyrst saman á Sigluftrði árið 1952. Guðjón var á píanó, Guðmundur Nordal sem söng og lék á klarinett og ég var svo á trommunum. Við vorum ráðnir íyrir fast kaup út ágúst, en svo brást síldin svo við fórum fyrr en til stóð.“ Sigurður segir að sú tónlist sem þeir haft aðallega spilað saman haft verið jass. „Annars er Guðjón jafnvígur á alla tónlist, og það er söknuður að því að ekki skuli veraneinn jasspíanisti í Vestmannaeyjum núna. Það hafa reyndar búið hér góðir jasspíanistar um tíma og komið sem gestir, en það yrði mikil lyftistöng fyrir jass í Eyjum ef hér byggi góður píanisti," segir Sigurður að lokum. hafa verið inni á verkstæði hjá honum og mér fannst vinna hans ósköp sjálf- sagður hlutur. Hann var indæll aft og ég spjallaði mikið við hann. En hvemig þetta endurspeglar mannlíftð veit ég ekki. Einu sinni var læknir sem hér sem hét Páll Kolka. Sagan hermir að eftir nokkra fjarveru hafi Páll komið til Vestmannaeyja og heimsækir meðal annars vin sinn líkkistusmiðinn á Oddstöðum og segir: „Jæja Guðjón minn hvemig hefur þú það?“ „Ooo minnstu ekki á það þetta er bölvaður ræfill síðan þú fórst,“ sagði gamli maðurinn. Tónlíst og slállsögun Guðjón segir að það haft ekki verið neinum erfiðleikum háð að koma til Reykjavíkur. Fyrir honum haft þetta verið mjög eðlilegt. Hann bjó í Foss- voginum hjá föðurbræðmm sínum og ömmu og segir að það haft verið mikið úr alfaraleið. „Eg var korter að ganga í strætó sem gekk milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Þetta varð líka til þess að ég fór ekki óþarfa ferðir sem svo aftur hélt mér mikið heimavið og við námið. Tónlistar- námið byggist svo mikið á því sem maður gerir sjálfur. Maður fær til- sögnina, en svo verður maður að útfæra það. Það þarf mikla sjálfsögun ýtónlistamámi ef að árangur á að nást. Eg segi stundum við nemendur mína að það geti kannski einhveijir reiknað heimadæmin fyrir þá, en píanóæfing- amar verði þeir að gera sjálftr. En þessi Reykjavíkurár vom mjög lærdómsrík. Eg spilaði bæði á Borg- inni og í Tjamarkaffi með mörgum mætum mönnum. Þá var spilað í hádeginu, þrjúkafftnu og á kvöldin. Það var hægt að hafa ágætlega ofan af fyrir sér með spilamennskunni, en þetta var líka mikil vinna.“ flldrei í kirkju nema fágreittfyrirþað Guðjón segir að margir merkir tónlistarmenn haft verið með honum í Tónlistarskólanum á þessum ámm og nefnir þar Jón Asgeirsson tónskáld og gagnrýnanda, Hauk Guðlaugsson söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Jón Nordal var einnig í skólanum, Sigur- sveinn D. Kristinsson og Ami Isleifs- son sem á ættir að rekja til Vest- mannaeyja. „Hins vegar vom það Jón Asgeirsson og Guðni Guðnason sem vom mér hvað nánastir. Eg spilaði lengi vel með þeim í hljómsveit. Hins vegar var skólinn byggður upp á annan hátt en nú. Þá var ekki þetta stigakerfi. Ég var hins vegar í skól- anum í fimm ár og svo tvö ár í orgelnáminu. I framhaldi af því kem ég svo til Eyja og spila þá jafnt danstónlist _ og verð organisti í kirkjunni. Ég man ekki eftir því að það hafi neitt mglast saman, að ég hafi spilað sálma í Samkomuhúsinu eða öfugt í kirkjunni. Hins vegar má kannski segja að ég hafi aldrei komið í kirkjuna nema fá borgað fyrir það.“ Unaðsstundir Guðjón segir að komið hafi til greina að fara í framhaldsnám til útlanda og segir að kennari hans hafi mjög hvatt hann til þess. Hann segist hins vegar alltaf hafa verið frekar tregur til brottfarar af landinu til langdvalar. Mér var einu sinni boðið starf á farþegaskipi, en þáði það ekki. „Þegar ég kem aftur til Éyja til þess að kenna eftir námið 1953 stofna ég hljómsveit héma. I þessari hljómsveit sem er við lýði frá 1953 - 1960 em góðir og gegnir Eyjapeyjar með mér, eins og Guðni Hermansen, Gísli Bryngeirs- son, Sigurður Guðmundsson á Háeyn. Aðalsteinn Brynjúlfsson og Erling Á- gústsson, sem var þekktur dægurlagasöngvari á þeim tíma, en þá var jass og danstónlist mjög samtvinnuð. Við settum líka upp kabarettsýningar í Samkomuhúsinu seinni hluta þessa tímabils þar sem við buðum fólki að reyna sig við að syngja. Þetta var óhemju skemmtilegt eða unaðsstundir eins og ég vil kalla það. Og ég vil gjama koma því að hér að hvetja menn sem hefðu áræði í að endurvekja svona skemmtanir, að drífa í því. Mér er kunnugt um það að í leiklistinni er margt efnilegt fólk sem gæti staðið fyrir svona uppákomu." Bransinn hænulegur Hverjir komu fram á þessum sýningum? „Það var til að mynda Sigurgeir Scheving sem söng með okkur. Sveinn Tómasson hjá ÁTVR í Eyjum tróð líka upp með okkur. Þetta voru eingöngu söngvarar sem komu fram og það em til upptökur frá þessum uppákomum. Þær upptökur er hægt að þakka Erlingi Ágústssyni sem rak leynilega útvarpsstöð hér í Eyjum á þessum árum. En margt fólk sem söng með okkur þá er enn þá að syngja í kirkjukómum." Guðjón segir að þessi bransi hafi kannski ekki breyst svo mikið. Ég var að vinna þegar aðrir áttu frí og þessu fylgdu ýmsar hættur, þó eiturlyf hafi ekki verið þekkt í bransanum þá. Hljóðfæraleikarar voru þó í talsverðri hættu og ég dreg enga dul á það að maður lenti kannski í því að drekka meira brennivín en góðu hófi gegndi. Ég vil ltka setja það svolítið saman, drykkju og óstabíliheit í kvenna- málum að því leyti að konur gefast upp á mönnum sem eru mikið í þessu. Ekki það að þetta séu ótrúir menn heldur gefst fólk upp á sambúð. Það þýðir ekki að líta á þetta bara frá minni hlið, heldur verður að skoða þetta líka frá sjónarhóli kvennanna sjálfra. Það vill gleymast að setja sig í spor annarra. Hins vegar hef ég losað mig við tóbak. Það kom hins vegar ekki úl af góðu vegna þess að ég var greindur með krabbamein í hálsi fyrir 15 árum og fór í geislameðferð gegn því. Einnig var fjarlægt æxli úr hálsinum. Þá hætti ég að reykja og finnst að ég hafi öðlast visst frelsi við það. Ég hef hins vegar komist yfir þetta krabba- mein og ekki strítt við það síðan.“ Hvemig brástu við þessum krabbameinsúrskurði? , Jvlér fannst að mér kæmi þetta ekki við. Þetta hafði engin áhrif á mig. Það hefur enginn trúað mér þegar ég segi þetta, en mér fannst þetta ekki vera mitt mál.“ Heldri borgarar í Eyjum Þú varst áðan að tala um það að setja sig í spor annarra, endurspeglar þetta viðhorf þitt til eldriborgara í Vest- mannaeyjum? „Ég er hluti af þessu fólki. Ég er búinn að ganga götuna með því og mér fundist að ferð hingað án þess að koma við hjá heldri borgurum eins og ég vil kalla þá, væri brot á ákveðnu prinsippi sem ég hef. Mér finnst ég kannski ekki hafa neinar skyldur við þetta fólk. Þetta er eitthvað sem ég verð að gera fyrir mig. Ég er eigin- gjam maður og mér finnst ég vera að gera eitthvað fyrir sjálfan mig með þessu.“ Eígingírní í tónlístínní Er það góður eiginleiki að vera eigingjam í tónlistinni? „Maður verður að vera eigingjam þar. Auðvitað hlustar maður á annað fólk, en maður verður að fara svolítið eigin götur. Vera ekki að stæla aðra. Ég er hins vegar ekki nískur. Mér finnst að þegar ég kem á Hraunbúðir, að þá sá ég ekki síður að gera þetta fyrir mig en fólkið sem þar býr, sem mér þykir hins vegar ákaflega vænt um. Ég hef aldrei komist í sambæri- legt samband við neitt bæjarfélag eða íbúa þess, eins og hér, og hef ég þó komið víða við á landinu. Ég bjó meðal annars í Borgamesi í níu ár og var að kenna þar. Á Siglufirði var ég í fjögur ár, Hvammstanga var ég í sjö ár sem skólastjóri og svo íTónlistarskóla Eyjaljarðar og kenni þar enn þá í hálfu starfi. En á síðasta ári flutti ég starfsemi mína að mestu út í Hrísey. Mig langaði að verða Eyjapeyi aftur,“ segir Guðjón og hlær. „Ástæða þess hins vegar að ég fer út á land er sú að það sat í mér að geta ekki fengið tónlistarkennslu héma í Eyjum og mér fannst og finnst raunar enn að ungu fólki eigi að standa tónlistarkennsla til boða.“ Ekkiáhugiáséníum Þegar Guðjón kemur í Hrísey em þar 33 nemendur í Gmnnskólanum, þar af em 16 nemendur í hljóðfæranámi í Tónlistarskólanum. Þrír neðstu bekkir Gmnnskólans em í forskólanámi í tónlistarskólanum og svo er dálítið kórstarf. „Mér finnst persónulega að allt samfélagið fari svo mikið á mis við tónlistina. Mér finnst þetta vera svo mikill hluti af tilvemnni. lífinu og náminu. Ég er sama sinnis og Fom Grikkir. Þeir vildu ekki séní. Þó að ég fái nemanda sem ég góður, þá sé ég hann ekki fyrir mér uppi á hljóm- sveitarpalli í framtíðinni að slá í gegn, heldur að tónlistin geti orðið hluti af auknum frístundum fólks. Við lifum í svo miklu mötunarsamfélagi nú. Við fáum ekki að hugsa sjálfstætt og þetta bitnar ekki síst á tónlistamámi, þar sem er nauðsynlegt að hver og einn leggi sjálfan sig fram. Ég tel mig vera fjölhæfan tónlistarmann og kannski ljölhæfari en margur annar. Ég get bmgðið fyrir mig allri tegund tónlistar. En hluti af mér er líka jassleikari. Mér lætur hins vegar vel að flytja alla góða tónlist Þetta er að sjálfsögðu mitt mat. Hins vegar ef ég á að tala um einhveijar fyrirmyndir í spilamennsk- unni þá myndi ég nefna Alfreð Wahsington Þórðarson. Hann var stórkostlegur tónlistarmaður. Hann hvatti mig einnig til þess að fara í framhaldsnám til útlanda á sínum tíma sem ekki varð þó af.“ Eyjalögin og sérstaða Vestmannaeyinga Nú er oft talað um Eyjalög sem ein- hverja sérstaka grein tónsmíða og að hér í Eyjum sé í raun tónlistarhefð sem ekki á sér sinn líka á íslandi, en á sér upphaf sitt með þeirri kynslóð sem þú ert af og kynslóðinni á undan. „Ég þekki ekkert samfélag sem á slíkar perlur og Eyjalögin em. Ekki síst em það þessi Eyjalög sem veita Vest- mannaeyjum þá sérstöðu sem þær hafa. Ef ég elska eitthvað þá er það þessi Eyjamúsík. Sjálfur hef ég ekki samið Eyjalög og það er vegna þess að ég er of mikill flytjandi úl þess. Þegar maður er meiri tónlistarflytjandi og túlkandi tónlistar sem aðrir hafa samið, þá veit maður aldrei hvenær maður er að finna eitthvað nýtt innra með sér eða herma eftir öðrum. Þess vegna hef ég látið það eiga sig. Ég hef hins vegar samið lög, en þau hafa ekki birst opinberlega að neinu ráði. Ég vil kalla Eyjalögin gullnámu Eyjanna. Þama vom stórir snillingar sem ég kynntist, eins og Oddgeir, Ási í Bæ, Ámi úr Eyjum og Loftur Guð- mundsson, sem kenndi mér í bamaskóla. Þetta er líka hluti af þeirri tilfinningu að vera Eyjamaður og þessir menn gerðu þetta samfélag að því sem það er með tónlist sinni. Fyrir þessum mönnum er ég mjög að taka ofan í dag. Annar maður sem ég vil líka nefna er Sigurður Guðmundsson frá Háeyri, bróðir Árna úr Eyjum. Hann er einn albesti drengur sem ég hef átt samskipti við. Hann er ljúfur, ósvikull og góður músíkant. I einu orði sagt: Hann er góður drengur." Raggi Biarna tók viö Nú á tónlistin og ekki síst Eyjalögin langa og mikla hefð á þjóðhátíðinni. Hvemig var spilamennskan í kringum þjóðhátíðina ef við miðum við daginn í dag? „Ég var ekki bara að spila á þjóð- hátíð heldur var ég líka þátttakandi í henni sem einn heimamanna. En mér er líka minnisstæð ein þjóðhátíð vegna þess að við fómm í ferðalag til Kaupmannahafnar á miðri hátíðinni og Raggi Bjama tók við með sína hljómsveit. Ég man það líka að næsta kynslóð á undan mér, að þegar fólk tók tjaldið sitt niður byrjaði fólk að láta sig hlakka til næstu Þjóðhátíðar að ári. Kannski er þetta svona enn í dag, ég þekki það ekki svo vel. Hins vegar var ekki þetta peningaplokk, eins og mér finnst vera á þjóðhátíð nú. Áður var þetta gleðihátíð. Og yfirleitt var ekki fengin hljómsveit ofan af Islandi til þess að leika á þjóðhátíð, eins og nú tíðkast svo mjög. Éinnig var ekki eins mikið um aðkomufólk á þjóðhátíð eins og nú er. Ég heyrði sagt að Þjóðhátíð hafi verið svo mikil gleðihátíð að það þurfti ekki að endurreisa stúkufólk þó að það dytti í það á þjóðhátíð. Svo var alltaf samið sérstakt þjóðhátíðarlag sem enn er gert.“ Síbyljanhænuleg Guðjón segir að sú tónlist sem hann hlusti á ef hann vill hvfla sig frá hinu daglega tónlistarlífi, þá sé það Mozart og Beethoven. Hann segist hafa mikið antipat á síbyljutónlist þeirri sem glymji um allt nú til dags. „Hún þreytir mig, en góða jasstónlist hlusta ég á og legg hana að jöfnu við þá höfðingja sem ég nefndi áðan. Síbyljan er hins vegar vond fyrir tóneyra fólks almennt. Ekki kannski tónlistin sem slík, heldur hversu hátt og eintóna hún hljómar. Þetta er ekkert annað en umhverfismengun að mínu mati. Þetta er kannski ekki allt illa gert, en hvernig tónlistinni er skilað veldur því að mér fer að líða illa. Við verðum að bera það mikla virðingu fyrir tónlistinni og ættum ekki að afglepja hana.“ Kennarioguinur Hverjir voru helstu kennarar þínir? „Fyrsti kennarinn minn var Ámi Bjömsson, sem var mikill indælis- maður og svo kynnist ég dönskum manni, Vilhelm Lanski Otto. Hann er raunverulega sá maður sem mér finnst vera að kenna í gegnum mig. Ekki þó á neinn yfimáttúrulegan hátt heldur þannig að hann kenndi mér að kenna. Ég trúi ekki á slíka hluti. Hann sagði ekki þú átt að gera þetta svona. Hann sagði hins vegar af hverju ég ætti að gera hlutina á ákveðinn hátt. Hann setti forsendumar fyrir ákveðinni aðferð eða tækni frekar en túlkun og færði rök fyrir því. Hann tók sér góðan tíma til þess lfka og þetta nota ég líka sjálfur í minni kennslu. Þessi ágæti maður var ekki bara konsertpíanóleikari heldur lék hann líka á waldhorn. Hann var líka vinur ekki síður en kennari, sem verður seint of metið. Þetta hef ég líka reynt að vera mínum nemendum, þótt ekki hafi það tekist alltaf. Hins vegar held ég að mér takist það oftar en ekki. Ef enginn hefði kennt mér ekki neitt eins og stundum er sagt, þá gæti ég ekki heldur veri að kenna. Ég reyni að nota hugarfar þessara manna sem ég tel að hafi kennt mér hvað mest.“ Tilfinningamaður Guðjón segir að það hafi aldrei verið nein barátta á milli kennarans og flytjandans og að þeim hafi lynt vel í gegnum tíðina. Þó sé alltaf einhver stigsmunur á. „Ég er líkast til mikill tilfinningamaður. Ef ég væri það ekki þá gæti ég ekki verið tónlistarmaður. Sá sem ætlar að flytja eitthvað, þó ekki væri nema að lesa upp fyrir áheyr- endur, er viðkomandi alltaf að gefa eitthvað af sér. Maður stendur oft á tíðum berskjaldaður sem flytjandi og er að tjá sjálfan sig. Ég tel mig vera það heppinn að vera tilfinningaríkur, en ég er ekki þar með sagt dapur maður heldur þvert á móti. Ég trúi yfirleitt á það besta í hverri manneskju og leita að því og mín trú er að fólk sé gott. Hvaðan þetta góða kemur hef ég ekki hugmynd um og ég nenni ekki velta því fyrir mér. Hins vegar vil ég segja það að lokum að ef maður er heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og því sem maður er að gera, og heiðarlegur gagnvart náunganum, þá er maður ríkur. Einu fátækramörkin sem eru úl, eru heiðarleiki." Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.