Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 14. maí 1998
Fréttir
17
X-Bæjarstjórnarkosningarnar -Grímur Gíslason skrifar:>
Erla Vídó og lýðræðið
Hvað ferð þú að gera ef sjálf-
stæðismenn missa meirihlutann í
kosningunum þann 23. maí?
„Það er ljóst að þá þarf ég að fara
að leita mér að nýju starfi. Það er
áhættustarf að vera bæjarstjóri og ég
stend því frammi fyrir þeirri
spurningu; fáum við áframhaldandi
umboð eða ekki. En það er ljóst að ég
mun ekki sækja um bæjarstjórann ef
V-listinn sigrar í kosningunum, enda
búið að ráðstafa því þó svo að sagt sé
að það eigi að auglýsa það."
Hvernig finnst þér að vera búinn að
fá Sigurð Einarsson aftur í slaginn?
„Það er mikill fengur fyrir Vest-
mannaeyjar að Sigurður skuli hafa
fengist til að koma aftur að bæjar-
málunum. Þar fer mjög traustur og
skipulagður maður. Okkar samstarf á
árunum 1990 til 1994 var mjög
farsælt og hann verður ekki sakaður
um að draga taum Isfélagsins þegar
bærinn er annars vegar. Sem dæmi
um þetta get ég nefnt að þegar við
tókum við árið 1990 kom Sigurður
auga á að bærinn hafði ekki innheimt
gatnagerðagjöld vegna breytinga og
stækkana á húsnæði. Við skoðun kom
í Ijós að alls voru þetta 6,2 milljónir
og var hlutur Isfélagsins 3,2 milljónir.
Hörður Oskarsson, fjármálastjóri
Isfélagsins átti næst stærstu
upphæðina og Grímur Gíslason,
varabæjarfulltrúi þá þriðju. Þama var
því einungis verið að hugsa hagsmuni
bæjarfélagsins en ekki hverjir áttu í
hlut.“
Hvað um sumarlokanir lcikskóla?
V-listinn ætlar ekki að hafa þær ef
hann kemst til valda.
„I skoðanakönnun meðal foreldra
hefur komið fram að mikill meirihluti
þeirra velur orlofsmánuð fyrir bam
sitt frá seinnihluta júlí og eða í ágúst.
Þetta er lfka sá tími sem flestir
starfsmenn vilja taka sér orlof.
Til að mæta þörfum foreldra var
opin ein deild á Sóla og nýttu
foreldrar sex bama af Kirkjugerði og
Sóla sér það úrræði. Starfsmenn af
Kirkjugerði og Sóla sáu um
starfsemina þennan tíma. Svipað
fyrirkomulag verður haft nú í sumar
gerist þess þörf.
Þess má geta að rekstur
leikskólanna Rauðagerðis, Kirkju-
gerðis og Sóla kostaði á síðasta ári
nímar tæpar 72 milljónir en greiðslur
foreldra vom á sama tíma tæpar 26
milljónir. Það er alltaf spuming hve
langt á að ganga í að auka þjónustu án
þess að auka um leið kostnað for-
eldranna.“
Hvað á að gera við miðbæinn?
Við Sjálfstæðismenn teljum núna
vera kominn tíma til að byggja
miðbæinn upp. Búið er að malbika,
verið er að ljúka hellulögnum í
miðbænum og endumýja gangstéttir
og búið er að tengja miðbæinn alveg
niður að höfn. I stefnuskrá okkar
Sjálfstæðismanna kemur fram að við
viljum vekja miðbæinn meira til
lífsins og að hann verði endurskipu-
lagður með framtíðarsýn í huga. Við
emm að ræða um Fjölskyldugarð á
Stakkó, þar sem m.a. verði komið
fyrir leiktækjum. bekkjum og borð-
um.
Við leggjum áherslu á að íbúum
verði gefinn kostur á að marka með
okkur stefnuna og að sátt ríki við
hagsmunaaðila um endurskipulagn-
inguna.“
Hvernig fara kosningarnar?
„Kjósendur hafa aldrei fengið eins
skýra valkosti eins og nú. I fyrsta
skipti em aðeins tvö framboð og það
framboð sem fær einu atkvæði meira
vinnur kosningamar: Kosningamar
snúast um það hvomm framboðs-
listanum kjósandinn treystir betur til
þess að fara með stjóm bæjarins
næstu fjögur árin og því segi ég.
Kosningamar snúast um traust
með stóm T-i og ég tel framboðslista
Sjálfstæðisflokksins vera mjög traust-
an og ferskan og þar er úrvals fólk
með stórt „Eyjahjarta," sagði Guðjón
Hjörleifsson bæjarstjóri að lokum.
Vinkona mín og
flokkssystir, Erla
Eiríksdóttir, Vídó,
reit grein í síðustu
Fréttir þar sem
hún lét gamminn
geisa um fram-
boðsmál Sjálf-
stæðisflokksins, varpaði fram spum-
ingum og lýsti yfir óánægju með
hvemig staðið var að vali á lista
Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórn-
arkosningamar. Erla dró nafn mitt inn
í þessa ritsmíð sína og það varð síðan
tilefni til skrifa í V-listablaðið. Ekki
átti ég von á því að mitt nafn drægist
inn í kosningabaráttuna að þessu sinni
þar sem ég skipa ekki sæti á
framboðslista, en reyndin er þó orðin
önnur og það er tilefni þess að ég sting
nú niður penna og legg orð í belg.
Hvers vegna er Erla óánægð nú?
Eftir lestur skrifa vinkonu minnar Erlu
komu mér í hug orð skáldsins, sem
vitnað var í fyrir skömmu í mikilli
blaðagrein, að tilvera okkar sé undar-
legt ferðalag og ljóst er að á því ferða-
lagi vilja veður stundum skipast skjótt
í lofti. Húsfreyjan á Boðaslóðinni, sem
fyrir síðustu bæjarstjómarkosningar
stóð í framvarðasveit Sjálfstæðisfólks,
með kosningahattinn á höfðinu, ætlar
nú að sitja heima og hennar fjölskylda
ætlar ekki að kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn, að hennar sögn. Erla segist
mjög ósátt með vinnubrögðin við upp-
stillingu á lista Sjálfstæðisflokksins og
varpar síðan fram spumingum um af
hverju haft ekki verið haft prófkjör.
Erla veit fullvel að það var
ákvörðun fulltrúaráðs Sjálfstæðisfé-
laganna, sem í eiga sæti 73 fulltrúar,
að efna ekki til prófkjörs heldur
tilnefna uppstillingamefnd sem myndi
gera tillögur til fulltrúaráðsins um lista
flokksins fyrir kosningamar. Þetta var
samþykkt í fulltrúaráðinu, með
einungis einu mótatkvæði, á fundi
þess 8. mars sl.
Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingar var sama aðferð viðhöfð við
uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokks-
ins og nú. Ekki var viðhaft prófkjör
heldur skipuð uppstillingamefnd sem
lagði tillögur sínar íyrir fulltrúaráðið.
Það vill nú oft verða þannig þegar stillt
er upp á lista að þá em margir til
kallaðir en fáir útvaldir. Þannig var nú
og þannig var það líka fyrir fjómm
ámm. Þá hlaut sitjandi bæjarfulltrúi,
Georg Þór Kristjánsson, ekki náð fyrir
augum uppstillinganefndar, varð
ósáttur og fór í sérframboð í framhaldi
af því. Þá hlaut Olafur Lámsson,
tengdasonur Erlu, náð fyrir augum
nefndarinnar og sat í 3. sæti listans.
Ekki minnist ég þess að hafa heyrt
Erlu vinkonu nn'na tala þá um að hún
væri ósátt við vinnubrögðin við
uppstillinguna og ekki man ég betur
en að hún haft haft ýmis orð um þá
ákvörðun Georgs Þórs að segja skilið
við Sjálfstæðisflokkinn. Var það ef tii
vill vegna þess að þá var Olafur
Lámsson inni en nú er hún ósátt við
samskonar vinnubrögð, af því að
Ólafur er ekki inni. Dæmi hver fyrir
sig.
Hvers vegna var Erla ánægð fyrir
fjórum árum?
Eg ætla ekki að draga fjöður yfir það
að ég var allt annað en ánægður með
að mér skyldi ekki boðið eitt af ljómm
efstu sætunum nú og ég var heldur
ekkert ánægður með það sæti sem ég
fékk í uppstillingu fyrir fjórum ámm.
Ekki man ég eftir því að Erla gerði
neinar athugasemdir við minn hlut þá.
Af hverju ekki? Kannski vegna þess
að einhverjir sem stóðu henni nær
fengu sínum metnaði fullnægt þá.
Það er nú einu sinni þannig í stjóm-
málum, eins og flestu öðm í mann-
lífinu, að það skiptast á skin og skúrir.
Auðvitað verða ekki alltaf allir sáttir
þegar raðað er upp á lista en að mínu
mati er fulltrúaráð Sjálfstæðisfé-
laganna sá vettvangur sem nota á til að
takast á um uppstillingu á Iista og þar
verða allir að beygja sig undir það að
lúta valdi meirihiutans. Það er nú bara
það fyrirkomulag sem sjálfstæðisfólk
hefur orðið ásátt um og það lýðræði
sem við viljum hafa er að meirihlutinn
ráði. Auðvitað getur fólk orðið ósátt
en þá á að takast á um hlutina á réttum
vettvangi.
Erla, sem sæti á í fulltrúaráðinu,
eins og ég, átti að mínu mati að gera
sín mál þar upp en ekki á síðum Frétta.
Þar gat hún fengið svör við öllum
sínum spurningum. Eg hef líka velt
því íyrir mér, úr því að Erla og hennar
fólk er svona ósátt með niðurstöðuna,
hvers vegna Ólafur Lámsson lét ekki
óánægju sína í ljós þegar hann stóð
upp á fulltrúaráðsfundinum, þegar
listinn var samþykktur, heldur sagðist
hann þá kveðja sáttur og óskaði
verðandi fulltrúum farsældar í starfi.
Eigin hagsmunir og metnaður
verða að víkja fyrir hagsmunum
Vestmannaeyja
Eg gerði mín mál upp á fulltrúa-
ráðsfundinum, þegar listinn var á-
kveðinn. Þar sagði ég mtna skoðun og
fór á engan hátt dult með óánægju
mína, enda var það vettvangurinn. Þar
var ákvörðun um listann tekinn.
Fólkið sem sat þann fund, fulltrúamir
í Fulltrúaráðinu, tók ákvörðunina um
listann.
Erla talar um í grein sinni að það
eigi að tala við alla er málið varðar og
ná sáttum. Aður en stillt var upp á
listann var talað við alla sem sátu á
síðasta framboðslista og þeir gáfu
samþykki sitt fyrir því að þeir mundu
una niðurstöðu uppstillingar, hver sem
hún yrði. Ég veit líka að eftir að
gengið var frá listanum hefur verið
rætt við það fólk sem óánægt var, þar
á meðal Erlu og fjölskyldu. Þaðernú
svo þegar tveir deila að ef sættir eiga
að nást þá gerist það ekki nema með
því að báðir aðilar leggi sig fram um
það. Þar þarf tvo til.
Þó svo að ég haft ekki verið mjög
ánægður með minn hlut þegar stillt
var upp á lista Sjálfstæðisflokksins þá
hef ég komist að því nú, eins og
reyndar stundum áður, að mínir
hagsmunir eða metn-aður geta þurft
að víkja, þó svo að mér finnist það ef
til vill helvíti fúlt. Það sem nefnilega
mestu máli skiptir er að þessu
bæjarfélagi sé vel stjómað og við
stjómvölinn sé sá hópur fólks sem best
er treystandi til að stjóma fyrirtækinu
Vestmannaeyjabæ. Ég er mikill
Eyjamaður og vil Vestmannaeyjum
ekkert nema það besta og eftir að hafa
fylgst náið með bæjarmálum undan-
farin 20 ár er ég ekki í vafa um hveija
ég vil hafa hér við stjómvölinn.
Ég er ekki búinn að gleyma kjör-
tímabilinu 1986 til 1990 þegar vinstri
menn stjórnuðu hér og þeirri óstjóm
og óráðsíu sem þá var hjá Vest-
mannaeyjabæ. Minn metnaður eða
hagsmunir skipta því litlu máli miðað
við hagsmuni Vestmannaeyja. Þess
vegna mun ég, þrátt fyrir áðurnefnda
óánægju mína, leggja mitt af mörkum
til að Sjálfstæðisflokkurinn haldi
meirihluta sínum í bæjarstjóm að
afloknum kosningum. Ég veit
nefnilega að það skiptir máli fyrir
bæjarfélagið að Sjálfstæðisflokkurinn
vinni kosningamar.
Allt í einu orðinn „góður” að mati
vinstri manna
Ekki neita ég því að stundum hefur
það komið fyrir að ég hef hrokkið
aðeins við þegar ég hef lesið í gegnum
greinar þar sem fjallað hefur verið um
mig og mín störf. Þegar maður er í
pólitík þá venst þetta og rennur oftast
hjá án þess að skilja eftir djúp för. Ég
neita því þó ekki að ég hrökk verulega
við þegar ég las síðasta V-listablað,
þar sem farið var um mig þeim orðum
að ég, sem væri „góður og gildur”,
hefði verið látinn fjúka við uppstill-
ingu á lista Sjálfstæðisflokksins. Þegar
þeir vinstri menn fjalla um það í
málgagni sínu, skömmu fyrir kosn-
ingar, að ég sé „góður" þá hlýt ég að
hrökkva við. Ég er ekki vanur því að
heyra það úr þeirri átt. Mér varð
reyndar hugsað til þess að þetta væri
kannski eins og stundum er sagt að
allir verði góðir eftir að þeir em
dauðir. Þegar lengra var lesið kom
reyndar í Ijós að það var ekki af
einhverri samúð með mér sem þeir V-
listamenn fjölluðu um minn hlut hjá
Sjálfstæðisflokknum. Heldur fylgdi á
eftir söguskýring um það hvers vegna
ég væri ekki á listanum.
Þeim söguburði læt ég ekki ósvarað
og þegar umfjöllun um að troðið sé á
lýðræði kemur úr þessari átt þá fyllist
mælir þeirra sem til þekkja.
Lýðræðið er mjög virkt í bæjar-
stjórnarhópi Sjálfstæðismanna
I bæjarstjómarhópi Sjálfstæðis-
flokksins hefur verið afar virkt
lýðræði. Trúlega meira lýðræði en þeir
V-listamenn þekkja. Aðal- og vara-
bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
hafa skipað þennan hóp, sem hist
hefur a.m.k. einu sinni í viku allt
kjörtímabilið. A þeim fundum hafa
allar ákvarðanir meirihlutans verið
teknar og hafa skoðanir varamanna
vegið jafn þungt og aðalmanna í þeim
hópi. Þá hefur allur framboðslistinn
hittst fýrir hvem bæjarstjórnarfund allt
kjörtímabilið. Það hafa því allir, sem
sátu á framboðslistanum, haft tækifæri
til að koma sínum skoðunum og
athuga-semdum á framfæri og flytja
tillögur um mál. Þetta er það sem við
köllum lýðræði.
Þeir sem þekkja mig og hafa starfað
með mér vita að það treður enginn á
mínum skoðunum en ég virði
leikreglur lýðræðisins þar sem meiri-
hlutinn fær að ráða. Það að setja
eitthvert samasemmerki milli þess að
ég sat ekki einhvern fund hjá
Bæjarveitum og þess að ég er ekki á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins er
alveg út í hött. Á kjörtímabilinu hafa
verið margir fundir hjá stjóm
Bæjarveitna sem ég hef ekki setið og
varamaður hefur komið í minn stað.
Það treður enginn á mínum
skoðunum
Eg sem kjörinn fulltrúi í nefndum og
sem varabæjarfulltrúi hef á liðnum
kjörtímabilum farið þær leiðir sem ég
hef talið réttar og enginn hefur einu
sinni reynt að troða á mér hvað það
varðar, enda vita þeir sem starfað hafa
með mér í meirihlutanum að ég myndi
aldrei gera hluti sem ég væri ekki
sáttur við sjálfur. Heilindi í starfi og
heilbrigð skynsemi er það sem ég hef
haft að leiðarljósi og mun gera áfram.
Á því hafa ákvarðanir mínar byggst í
þeim málum sem ég hef unnið að og
ég get fullvissað V-listamenn um að
enginn hefur troðið á mínum
skoðunum. Aflur á móti skil ég vel að
þetta sé sú niðurstaða sem fæst á þeim
bæ þegar þeir velta málum fyrir sér
því þar þekkist ekki það fjöldalýðræði
sem viðhaft hefur verið í bæjar-
málahópi Sjálfstæðismanna undan-
farin kjörtímabil, þar sem valddreifing
og skoðanaskipti og tillit til skoðana
samstarfsfólks og bæjarbúa hefur
verið haft að leiðarljósi.
Grjótkast úr glerhúsi V-listans
Allir þeir sem sæti áttu á síðasta
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
sátu a.m.k. einn bæjarstjórnarfund á
liðnu kjörtímabili en einungis ljórir af
fjórtán fulltrúum V-listans sátu fund.
Ég þori líka að fullyrða að hjá V-
listanum hefur ekki jafn stór hópur
unnið að bæjarmálunum og haft áhrif
eins og hjá Sjálfstæðisflokknum. Það
vita V-listamenn og gremst það þar
sem þeir reyna að telja bæjarbúum trú
um að þeir séu hinir einu sönnu
boðberar lýðræðis og valddreifingar.
Verkin tala í þessum efnum eins og
öðrum og það get ég fullyrt að
Sjálfstæðisflokkurinn er skör ofan við
V-listann hvað þessi mál varðar.
Hættið því þessu bulli um
stjómunarhætti íhaldsins því þið kastið
grjóti úr glerhúsi þegar þið látið
gamminn geisa á því sviði.
Höfundur skipar ekki sœti á
framboðslista.
Saumaklúbburinn Sex í saumó
tók þátt í átta liða úrslitum
spurningakeppni saumaklúbba
sem haldinn var í beinni út-
sendingu hjá Útvarpi Suður-
lands sl. fimmtudagskvöld.
Þátttöku Sex í saumó var út-
varpað frá veitingastaðnum Cafe
Maria. Þær kepptu við sauma-
klúbbinn Kátar konur undan
Eyjafjöllum og urðu að lúta í lægra
haldi fyrir þeim.
Það var Þórarinn Ólafsson sem
sá um að allt færi fram með
löglegum hætti og gætti hann
þess af sóma og með stakri prýði
eins og hans ervandi.
Giiúrún
Kristín
Síyurgeirs-
ilóttir, Rut
Har-
alilsilóttír oy
Beryliora
Þórlialls-
ilottir.