Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 16
16
Fréttir
Fimmtudagur 14. maí 1998
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri í yfirheyrslu:
Kosningamar
snúast um traust
-segir hann og telur framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins vera mjög traustan og ferskan og þar
sé úrvals fólk með stórt „Eyjahjarta"
Guðjón með fjölskyldu sinni. Fremmst Sara Dögg. Guðjón og Sindri Freyr. Fyrir
aftan Silja Rós, Sæbór Orri og Rósa Elísabet Guðjónsdóttir, kona Guðjóns.
Guðjón Hjörleifsson hefur
gegnt stöðu bæjarstjóra í
Vestmannaeyjum í tvö kjör-
tímabil. Fyrra kjörtímabilið
var hann utan bæjarstjómar
en í síðustu kosningum tók
hann 4. sætið, baráttusætið, á
lista sjálfstæðismanna og
komst inn. Guðjón er í
yfírheyrslu Frétta.
Sama dag og viðtalið er tekið birtast
niðurstöður könnunar í DV sem
segja að sjö af hverjum tíu Reykvík-
ingum vilji sjá Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur sem borgarstjóra í
Reykjavík en ekki nema 30% Arna
Sigfússon, borgarstjóraefni sjálf-
stæðismanna. Telur þú að þetta
geti haft áhrif á kosningarnar úti á
landi ?
„Sérstaða Eyjanna er það mikil að
ég tel að þetta hafi engin áhrif á úrslil
kosninga hér í Vestmannaeyjum."
A þessu kjörtímabili stundaðir þú
nám í skipa- og fasteignasölu. Til
eru þeir sem halda því fram að á
meðan hafi bæjarstjórastarfið setið
á hakanum: Er þetta rétt?
„Þú ert greinilega að vitna til þeirra
heimatilbúnu sögusagna þeirra V-
listamanna um þetta mál sem Jón
Hauksson fasteignasali er aðal-
höfundur að. Jú, það er rétt að ég fór í
þetta nám og er nú löggiltur skipa- og
fasteignasali.
Eg get fullyrt það hér að það bitn-
aði ekki á starfi mínu sem bæjarstjóri,
og ef svo hefði verið af hverju kom
það þá ekki upp á sínum tíma?,“ segir
Guðjón og bendir á að kennt hafi verið
á þriðjudögum og laugardögum. „Eg
varð að láta mér nægja að mæta á
laugardögum þegar ég gat. Miðað við
mætingu má segja að ég hafi lært
utanskóla. Það sem hjálpaði mér, var
að með mér í námi var gott fólk sem
ég þekkti frá fyrri tíð. Inga skólasystir
mín, dóttir Þórðar rakara, glósaði fyrir
mig og tók tímana upp á band. Þetta
varð ég svo að notast við og svo voru
það þrír félagar mínir sem höfðu
samúð með ntér, þeir unnu ýmisleg
verkefni fyrir mig og sendu mér. “
Guðjón segir að lögfræðin hafi
vegið þungt en þar hafi hann notið
aðstoðar Georgs Kr. Lárussonar,
Sigurðar Einarssonar, Helga Braga-
sonar og Martins Eyjólfssonar. „Allt
löglærðir menn og góðir félagar sem
aðstoðuðu mig. Dæmi um lélega
mætingu hjá mér var þegar ég mætti í
skólann eftir nokkurra vikna skróp
vegna anna en þá var mér sagt að það
hefði einhver sagt að ég væri hættur.
Þetta sýnir að ég lét starf bæjarstjóra
alltaf sitja fyrir og sem dæmi um það
get ég nefnt að tvisvar sleppti ég prófí
vegna anna hjá bænum, og fór beint í
upptökupróf. Eg tók mér frí fyrir próf
og var það frí tekið af orlofsdögum
mínum og allur kostnaður við námið
var að sjálfsögðu greiddur af mér
sjálfum."
Guðjón segir að námið hafi verið
tímafrekt en þeim tíma hafi hann
stolið frá fjölskyldu sinni. „Eg var
með aðstöðu hjá foreldrum mínum.
Þar var næði og ég var oft að læra
fram á nótt. Námið sjálft er mjög íjöl-
breytt og nær til ýmissa þátta þjóð-
lífsins. Hefur það nýst mér ágætlega í
starfi mínu sem bæjarstjóri.“
Hvað segir þú um þá gagnrýni að
þú sért hinn dæmigerði Já-maður
sem klári engin mál?
„Þegar ég settist í stól bæjarstjóra
hafði ég starfað í 16 ár í Sparisjóðnum
þar sem þjónusta við viðskiptavinina
er númer eitt, tvö og þrjú. í Spari-
sjóðnum var hver viðskiptavinur
einstakur en hjá bænum verður að taka
tillit til heildarinnar og þeima reglna
sem í gildi em. Ég tel það skyldu mína
að reyna að leysa mál allra sem til mín
leita án tillits til pólitískra skoðana eða
stöðu þeirra í þjóðfélaginu og hef oft
verið gagnrýndur fyrir það að vera
með fleiri mál á minni könnu en heyra
beint undir bæjarstjórastarfið, en ég er
nú þannig gerður að ég reyni að leysa
hlutina hverju sinni og þar sitja allir
við sama borð, þó V-listinn reyni að
halda öðm fram. Ég hef reynt að vera
jákvæður og líta á björtu hliðamar þó
að málin gangi ef til vill ekki alltaf
upp."
Guðjón segir að líta verði á að
bæjarstjórinn er framkvæmdastjóri
bæjarins og því eðlilegt að hann sæti
gagnrýni, sama hvort hann eigi það
skilið eða ekki. „Það er mikið af
málum sem koma inn á borð hjá mér,
og sum þeirra fá efnislega afgreiðslu
en önnur læt ég í hendur annarra
embættismanna. Ef þau mál fá ekki
afgreiðslu eins og óskað er eftir eða
þeir einhverra hluta vegna ná ekki að
klára málin, er mér kennt um. Gott
dænti um þetta er blaðagrein undir
fyrirsögninni, „Skammastu þín
Guðjórí'. Það var allt satt og rétt sem
þar kom fram og bæði ég og hús-
næðisfulltrúi héldum að búið væri að
kippa málunum í liðinn. Staðreyndin
var aftur á móti sú að sá starfsmaður
bæjarins sem átti að ljúka málinu hafði
ekki gert það þrátt fyrir að hafa verið
beðinn um það og var því eðlilegt að
ég yrði skammaður.“
Það er staðreynd að minnihlutinn á
yfirstandandi kjörtímabili hefur
verið atkvæðalítill. Er það rétt, sem
margir halda fram, að þú hafir
dregið tennurnar úr minnihlut-
anum með því að kippa Guðmundi
Þ.B. Olafssyni, íþrótta- og tóm-
stundafulltrúa, upp í til þín, t.d. í
íþróttamálunum?
„Það er staðreynd að minnihlutinn
hefur verið tiltölulega rólegur sem er
ekkert hollt fyrir starfandi meirihluta
og hafa þessi rólegheit verið látlaust í
47 mánuði, en allt í einu er allt
ómögulegt. Ef til vill hafa þessi ró-
legheit stafað af því að það hefur verið
vel stjómað hjá okkur og þeir hafa lítið
getað fundið að okkar störfum. Ég
held að það sé því ekki traustvekjandi
hjá minnihlutanum að verða allt í einu
óánægðir mánuði íyrir kosningar. Mér
finnst það ekki sannfærandi og held að
kjósendur hljóti að vera mér sammála
um það.
Hvort Guðmundi hafi verið kippt
upp í til mín, veit ég ekki en ég hef
heyrt þessu fleygt. Hvort það er rétt
veit ég ekki en það er kannski frekar
hans að svara því hvort hann skreið
upp í til mín.
Guðjón bendir líka á breyttar
áherslur í pólitísku starfi, t.d. hafi á
síðasta bæjarstjómarfundi 48 mál
verið tekin iyrir og 47 þeirra afgreidd
samhljóða. „Það er þó talsverður
áherslumunur milli flokka um forgang
og einnig em það smámálin sem geta
orðið stór í untræðunni en em lítil í
afgreiðslu.“
I reikningum bæjarins fyrir árið
1997, sem lagðir voru fram í síðustu
viku, kemur frant mikil skulda-
aukning. Er það ekki áfcllisdómur
um fjármálastjórn sjálfstæðis-
manna?
„Ef við byrjum á að líta á reikninga
bæjarsjóðs kemur í ljós að stað-
greiðsluvillan er öll færð á ársreikn-
inginn á síðasta ári sem lyftir skuldum
upp um 100 milljónir króna þó svo að
greiðsla hennar fari fram næstu 4 árin
vaxtalaust. Önnur skuldaaukning er
rúmar 40 milljónir. Þar af em 25 millj-
ónir vegna kjarasamninga kennara og
18 milljónir vegna framkvæmda við
Listaskólann þar sem meira var
framkvæmt á síðasta ári en áætlað var.
Vaxtakostnaður er innan við 5 % af
útgjöldum bæjarsjóðs, sem er mjög
lágt."
Guðjón segir að almennt séð sé
rekstur bæjarins í góðu jafnvægi. I því
sambandi bendir hann á að af 18
málaflokkum em tólf innan áætlunar á
seinasta ári. „I skólamálum fómm við
frant úr af ástæðum sem ég rakti hér
áðan. Ahaldahús og útisvæði fóru
fram úr, m.a. vegna aðkomu okkar að
sumarvinnu unglinga og ráðningar
fólks af atvinnuleysisskrá.
Stóra vandamálið er félagslega hús-
næðiskerfið en þar tókum við við mis-
tökum vinstri manna frá kjörtíma-
bilinu 1986 til 1990. Á þessum ámm
vom gerð afdrifarík mistök þar sem
byggðar vom fbúðir án þess að hugsa
um það hvemig ætti að greiða lánin
vegna þeirra.Þarna var ekki verið að
horfa til framtíðar heldur var þama um
dæmigerðar kosningaframkvæmdir að
ræða.“
Aðspurður um skóla- og félagsmál
bendir Guðjón á þær gífurlegu
breytingar sem orðið hafa hjá
bænum á þessu kjörtímabili.
„Við höfum verið að byggja upp á
þessu sviði allt þetta kjörtímabil og nú
eru Vestmannaeyjar í fremstu röð
bæjarfélaga hvað varðar þjónustu í
skóla- og félagsmálum. Árið 1990 var
einn félagsráðgjafi og einn sálfræð-
ingur starfandi hjá bænum. Nú hefur
bærinn tekið yfir gmnnskólana og
málefni fatlaðra og nú starfa í þessum
málaflokkum félagsmálastjóri. félags-
ráðgjafi, sálfræðingur, deildarstjóri um
málefni fatlaðra, skólamálafulltrúi,
kennsluráðgjafi, námsráðgjafi og
starfsmaður sem sinnir símavörslu
fyrir þetta fólk, sem allt er með
aðstöðu á neðstu hæð Ráðhússins. Þá
varð það líka bylting þegar starf ræst-
ingafólksins var útvíkkað. Nú starfar
það sem skólaverðir í gmnnskólunum
sem er mikil framför í þjónustu við
nemendur. Þá má ekki gleyma fram-
kvæmdum við bæði Hamarsskóla og
Bamaskólann undir stjóm Sjálfstæðis-
flokksins. Þar erum við að búa okkur
undir einsetinn skóla og miðast
áætlanir okkar við að framkvæmdum
verði lokið áður en lög þar að lútandi
taka gildi.“
Umhverfismál hafa á síðustu
árum skipað æ stærri hlut í hugum
fólks. Sjálfstæðismenn hafa verið
gagnrýndir fyrir að sofa á verðinunt
í umhverfismálum og að hafa kast-
að umhverfissjónarmiðum fyrir
róða þegar þeini þykir henta.
Nýjasta dæmið er moldartekjan
syðst á Hamrinum.
„Þeir sem halda því fram að ekkert
hafi verið gert í umhverfismálum á
kjörtímabilinu hafa ekki mikið fylgst
með eða farið um Eyjuna. Margt hefur
áunnist, það sjá allir, sem á annað borð
vilja sjá.”
Varðandi moldartökuna segir
Guðjón að úr vöndu hafi verið að ráða.
„Það var ekki hægt að halda áfram þar
sem við tókum mold áður. Staðurinn á
Hamrinum var valinn með tilliti til
lítillar sjónmengunar. Þetta svæði er
heldur ekki það fallegasta á Eyjunni
og það þarf að græða upp hvort sem
er. Svæðum á Heimaey fer fækkandi
þar sem hægt er að taka mold en
einhvers staðar verður að ná í mold og
þeir sem hafa gagnrýnt þennan stað
hafa ekki bent á neinn annan eða betri
stað til moldartekju.“
Ekki verður sagt að Helgafells-
gryfjan sé sérstakt augnayndi.
Hvenær verður henni endanlega
lokað?
„Það er verið að ljúka við að fylla
hana með því efni sem nú er keyrt í
hana. Ætti því að ljúka í sumar.“
Er rétt að ekki sé búið fá leyfi fyrir
Búastaðagryfjunni?
„Það er rétt en það mál er í eðli-
legum farvegi. Við þurfum leyfi
Hollustuvemdar og umhverfisyfir-
valda áður en farið verður að nota
Búastaðagryfjuna til urðunar. Við
höfum ákveðnar reglur sem við emm
að vinna eftir og nú bíðum við bara
eftir því að hingað korni menn og taki
gryfjuna út. Það getur verið að
einhverju þurli að breyta og þá verður
það gert."
Guðjón segir að reynt hafi verið að
gera þá ákvörðun, að taka Búastaða-
gryfjuna undir urðun, tortryggilega.
M.a. hafi verið bent á að undir henni
sé að finna merkilegar minjar sem
farið hafi undir hraun í gosinu 1973.
„Sigurgeir Scheving er búinn að
sannfæra V-listann um þetta, en Guð-
mundur Þ.B. og Ragnar vom í bæjar-
stjóm þegar gryfjan var notuð til
urðunar á jámamsli.
Undir gryfjunni em heldur engar
byggingar, heldur túnið norðan Odd-
staða og norðaustast í gryfjunni var
talið að hraun hafi farið yfir og það er
eini staðurinn sem hús gætu verið
undir. Þá vil ég vekja athygli á því að
með nýjum verklagsreglum verða
ekki urðuð nema 25% af því sem nú er
urðað þegar gryfjan verður tekin í
notkun.
Ef ekki fást tilskilin leyfi þá mun-
um við urða annars staðar, en við
teljum mikilvægt að það fari ekkert til
urðunar nema það fari í gegnum
eftirlit starfsmanna Sorpeyðingar-
stöðvar."
I grein í síðustu Fréttuni gagnrýndi
Valmundur Valmundsson, vara-
formaður Sjómannafélagsins Jöt-
uns, Sjálfstæðisflokkinn fyrir að
eigna sér Utgerðarfélag Vest-
mannaeyja eins og gert var í Fylki
fyrir skömmu. Á þessi gagnrýni rétt
á sér?
„Það er ekki rétt að við séum að
eigna okkur Utgerðarfélag Vest-
mannaeyja. Ég kom að undirbúningi
að stofnun félagsins og er þar í stjóm.
það er staðreynd. Þetta gerði ég vegna
þess að ég var sannfærður urn að ef
einhvers staðar væri hægt að ná
samstöðu um stofnun svona félags,
væri það í Vestmannaeyjum. Við
höfum náð frábæmm árangri, ÚV er
búið að kaupa þrjú skip, selja eitt og
gerir út tvö sem em með þokkalegar
aflaheimildir. Það var virkilega á-
nægjulegt að vinna að þessu verkefni
og nýttist mér vel námið í skipa- og
fasteignasölunni þegar gengið var frá
þessum þremur kaupsamningum.
1 Fylki vomm við einnig að vekja
athygli á að bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins fluttu tillögu í
bæjarstjóm árið 1995 um að hér yrði
stofnað almenningshlutafélag í sjávar-
útvegrí'