Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 22
22 Fréttir Fimmtudaguii4. maí 1998 Landa- KIRKJA Sunnudagur 17. maí Kl. 10:00 Almenn guðsþjónusta að Hraunbúðunt. Kl. 11:00 Almenn guðsþjónusta í Landakirkju. - Barnasamvera meðan á prédikun stendur. - Messukaffi Kl. 20:30 KFUM & K Landa- kirkju - unglingafundur. Miðvikudagur 20. maí Kl. 20:00 KFUM & K húsið opið unglingum Uppstigningardagur 21. maí Kl. 14:00 Alntenn guðsþjónusta á degi aldraðra - Félag eldri- borgara fjölmennir og söngflokkur aldraðra tekur lagið. Kvenfélag Landakirkju býður til kaffidrykkju að messu lokinni. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20:30 Biblíulestur um „að vera með lýð Guðs“. Föstudagur Kl. 20:30 Unglingasamkoma Laugardagur Kl. 20:30 Brotning brauðsins Sunnudagur K1 11:00 Vakningarsamkoma með þáttöku trúboðshópsins. Samskot verða tekin til Petrusjóðs. Allir hjartanlega velkomnir! Fjölbreyttur söngur og lifandi orð. Aðventkirkjan Laugardagur 16. maí Kl. 10:00 Biblíurannsókn. Halldór Ólafsson. Kl. 11:00 Guðsþjónusta. Theódór Guðjónsson. Allir velkomnir. BaháíSAM- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Biblían talar Sími 481- 1585 Ýmsar sagnlesar upplýsinsar um Knattspyrnu- sumarið 1998 Nú fer knattspyrnusumarið í hönd og þá verður heldur betur nóg að snúast í fótboltanum. Ymsar fyrirspurnir eru farnir að berast tii skrifstofu ÍBV- íþróttafélags og knattspyrnudeildar um ýmislegt sem viðkemur fótboltanum í sumar og starfseminni sem framundan er. Til að upplýsa fólk um starfsemi sumarsins og skipulagið (og til að minnka álagið á starfsfólki ÍBV) verður tíundað það helsta í starfsemi knattspyrnu- deildar IBV og ÍBV-íþróttafélags í sumar. Vonandi svarar þetta einhverjum spurningum almennings, foreldra og áhugafólks um knattspyrnu og auðveldar þeim skilning á skipulaginu. Vinsamlegast haldið þessari grein til haga. YNGRIFLOKKAR - UNGLINGARÁD Unglingaráð ÍBV heldur nú utan urn starfsemi yngri flokka (3.-7. fl. drengja og 3.-6. fl. stúlkna) í samráði við framkvæmdastjóra knattspyrnu- deildar. Unglingaráð styður þjálfara deildarinnar, skipuleggur starfsárið, fjáraflanir og heldur utan unt þær í samráði við foreldraráð. Foreldrar og foreldraráð viðkontandi yngri flokka sem hafa spurningamar varðandi starfsemi sumarsins í yngri flokkununt hvað varðar ÍSLANDS- MÓT, geta snúið sér til Jóns Óskars Þórhallssonar eða Friðriks Friðriks- sonar í unglingaráðinu. Yngri flokkar munu fara á gras unt næstu mánaðamót. FORELDRARÁÐ l kringum alla yngri flokka eiga að vera starfandi foreldraráð. Foreldraráð sjá um fjáraflanir í samráði við ungl- ingaráð, greiða æftngaferðir, auka- kostnað á ferðalögum og þátt- tökugjöld í önnur mót en íslandsmót og æfingagalla eða annan fatnað (fyrir utan keppnisbúninga). Foreldraráð sér um að vera með eitt foreldri sem liðs- stjóra á öllum leikjum sumarsins, heima- og útileikjum. Til að fá upplýsingar um foreldraráð viðkomandi flokka er hægt að ræða við unglingaráð eða þjálfara við- komandi flokka. ÍBV BÚNINGAR OG ÆFINGAGALLAR Foreldrar og stuðningsmenn geta nálgast ÍBV búninga, stuttbuxur. tifkot og ýmislegt fleira í kjallaranunt í Týsheimilinu frá kl. 13-17 alla virka daga. ÍÞRÓTTA- OG LEIKJASKÚLIÍBV Leikjanámskeið fyrir stráka og stelpur 4-8 ára verður starfrækt í júní og júlí frá kl. 9.30 - I2.00. Alls verða"þrjú námskeið í sumar. Iþróttaskóli fyrir stráka og stelpur á aldrinum 4-l l ára verður starfræktur í júní og júlí frá kl. 13.15-15.15. Alls verða þrjú námskeið í sumar. Skráning í íþrótta- og leikjaskóla fer fram föstudaginn 29. maí nk. milli kl. 10-12 íÞórsheimiIi (sími 481-2060). Verð fyrir hvert námskeið er kr. 3.000. Ef bam er þátttakandi á öllum nántskeiðum greiðir jtað 2.000 kr. fyrir annað og kr. 1.000 fyrir þriðja. Systkinaafsláttur. Nánar auglýst síðar. PEPSÍMÚTID Pæjumót IBV og Pepsí verður haldið 11.-14. júní. Alntennar upplýsingar urn mótið veitir Hlynur í síma 481-2060. Nánari upplýsingar veita Magnús Bragason og Drífa Kristjánsdóttir. SHELLMÓTID Pollamót ÍBV og Skeljungs verður haldið 24. til 28.júnínk. Alntennar upplýsingar um mótið veitir Hlynur í síma 481-2060. Nánari upplýsingar veita Einar Friðþjófsson og Bjöm Elíasson. ÍSLANDSMÓT Áhugasamir foreldrar og stuðnings- menn geta séð leikjaröð Islandsmóts- ins á netinu. Slóðin er www.toto.is. Síðar í suntar breytist slóðin í www.ksi.is (smellið á keppni og úrslit). Upplýsingar um knattspyrnudeild ÍBV. meistaraflokka, stuðnings- mannafélag ÍBV í Reykjavík og fleira tengt starfseminni, veitir Þorsteinn Gunnarsson í síma 481 -2060. STUDNINGSMANNAKLÚBBUR ÍBV Stuðningsmannaklúbbur ÍBV, sent hleypt var af stokkunum í fyrravor, verður að sjálfsögðu starfræktur áfram í surnar og nú með enn nteiri krafti en áður. Smávægilegar breytingar verða gerðar á fyrirkomu lagi hans en að öðru leyti verður hann starfræktur á svipuðum nótum. Því miður datt starfið nokkuð niður í vetur fyrir utan tippmorgnana á laugardögum, sem liggur kannski í hlutarins eðli, en nú er ætlunin að hafa hann starfandi allt árið um kring og taka þar mál fastari tökum. Markmiðið með klúbbnum er sent fyrr að ná upp betri samskiptum á milli leikmanna og stuðningsmanna liðsins. Nýja stjóm stuðningsmannafélags- ins skipa: Heimir Hallgrímsson for- maður. Ivar Atlason gjaldkeri og Gísli Hjartarson ritari. Tengiliður á milli knattspyrnudeildar og stuðnings- ntannafélags er Þorsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri. Sú breyting verður að aðeins verður eitt kort í gangi, GULLKORT, en silfur- og bronskort lögð niður enda voru aðeins örfá slík í gangi í fyrra. Lágmarks mánaðargjald til að gerast gullkorthafi verður 1.250 kr. pr. ntánuð. Athugið! ELDRI KORT ERU FALLIN ÚR GILDl. Nýtt gullkort tekur gildi 15. maí nk. Athugið að stuðningsmannaklúbbur stendur fyrir fundi og léttum uppá- komum á Lundanunt annað kvöld þar sem þjálfari ÍBV. Bjami Jóhannsson mætir og spáir í spilin. Fjörið byrjar kl. 21.00. ÁRSMIDARNIR Eins og kunnugt er hafa leikmenn ÍBV selt ársmiða fyrir keppnis- tímabilið. Þeir munu gera það áfrarn en í aðeins breyttri rnynd. Stuðningsmenn geta að sjálfsögðu keypt ársntiða áfram en í leiðinni verða þeir meðlimir í Stuðnings- mannaklúbbi ÍBV, en ársntiði verður innifalinn. Arsenalað- dáendur! Við ætlum að fagna saman tvö- földum titli á laugardaginn. Fyrir leik ARSENAL og Newcastle verður farið á Hertogann, snæddur góur matur og dmkknir rauðir drykkir. Að snæðingi loknum skundum við saman til að horfa á langbesta lið Englands kenna Kenny Dalglish og félögum undir- stöðuatriðin í boltanum. Mæting á Hertoganum er um kl. 11.00. Áhugasamir hafi samband við Tryggva Má í sírna 896-4748 eða Sigfús Gunnar í síma 481-1429 á matartíma. (Fréttatilkynning) Góð frammistaóa unglinganna Á laugardag var Fostermótið á dagskrá hjá GV. Alls mættu 34 til leiks í blíðskaparveðri. Keppt var í flokki unglinga og fullorðinna. í flokki unglinga urðu þessir efstir, með forgjöf: 1. Andri Ólafsson 51 högg 2. Friðrik Guðmundsson 57 högg 3. Brynjar S Unnarsson 58 högg í unglingaflokki urðu þessir efstir án forgjafar: 1. Karl Haraldsson 79 högg 2. Viktor P Jónsson 92 högg 3. Hlynur Stefáns. 96 högg í eldri flokki urðu þessir efstir með forgjöf: 1. Páll Pálntason 68 högg 2. Sveinn Halld. 68 högg 3. Guðm. Guðlaugs.68 högg Og þessir urðu efstir í eldri flokki án forgjafar: 1. Júlíus Hallgrims. 75 högg 2. Ragnar Guðm. 76 högg 3. Ásbjöm Garðars. 77 högg Á laugardaginn kentur. kl. 11.00, verður Firmakeppnin leikin. Sú keppni er einnig undanrásir fyrir Holukeppni GV og Olfs. Til að ná fullri þátttöku í Firmakeppninni þarf 50 kylfmga og eru því félagar hvattir til að mæta vel til leiks. Lélegt gegn Keflavík Eyjantenn mættu Keflavík í meist- arakeppninni um síðustu helgi. Leikið var í Keflavík og voru heintamenn ntun sterkari aðilinn í leiknum. Keflavík komst í 2-0 í fyrri hálfleik og bætti þriðja ntark- inu við snemma í þeim síðari, en Sigurvin Ólafsson skoraði eina ntark ÍBV. nteð góðurn skalla undir lok leiksins. Lokatölur leiksins því 3-1. Eyjalögreglan fór á kostum Landsmót lögreglumanna „old boys” í innanhússknattspymu, fór fram hér í Eyjurn unt síðustu helgi. Samba-lið Vestmannaeyjalögregl- unnar hirti alla titla, sem í boði voru og fór hreint á kostum. Þeir vörðu alla sína titla síðan f fyrra og er það ekki síður glæsilegur árangur. Eyjalögreglan vann mótið og áttimarkahæsta lið keppninnar. Markakóngur mótsins varð Jón Bragi „Ronaldo" Amarson og hann var jafnframt kosinn ntaður mótsins. Heyrst hefur á lögreglu- stöðinni að vonandi verði þetta ekki einu titlamir, sem koma til Eyja í surnar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.