Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 14. maí 1998 -segir Guðjón Pálsson tónlistarmaður, sem í viðtali við Fréttir lýsir samskiptum sínum við tónlistargyðjuna Guðjón Pálsson tónlistarmaður hefur alla tíð talið sig Vestmannaeying, eða eins og hann segir sjálfur: „Einu sinni Vestmannaeyingur alltaf Vestmannaeyingur.“ Guðjón kom til Eyja um síðustu helgi með tvo kirkjukóra af Norðurlandi í farteskinu, ef svo má að orði komast. Þetta var kór Hríseyjarkirkju og Stærri Arskógskirkju sem komu með Guðjóni en hann hefur verið skólastjóri og kennari tónlistarskólans í Hrísey, en er búsettur á Akureyri. Þegar óskað var eftir viðtali við Guðjón tók hann því ljúfmannlega ef hægt yrði að koma því við í þéttriðinni dagskrá kóranna. En eins og sagt hefur verið finna öll góð mál sér farveg og svo var og að þessu sinni. Tónlistarferill Guðjóns spannar orðið meira en fímmtíu ár og hann hefur frá mörgu að segja jafnt sem tónlistarflytjandi og -kennai'i. Við ákveðum að einbeita okkur að tónlistinni og lífínu í kringum hana. Það er píanóið sem er aðalhljóðfæri Guðjóns, þó að önnur hljóðfæri liggi einnig vel fyrir honum. Fór aldrei til sjós „Ég er fæddur í Vestmannaeyjum 1929. en húsið er undir hrauni núna. Ég fékk ósköp svipað uppeldi og aðrir peyjar í Eyjum og lífið snerist um fisk og fugl og þann sérstaka brag sem var hér á mannlífinu. Hins vegar fór ég aldrei til sjós. Eg segi alltaf að ég hefði aldrei orðið nýtilegur starfs- kraftur. Ég get hins vegar ekki svarað því til fulls hvernig stendur á því. Þetta fór bara svona. Einhver staðar hefur þó tónlistamáttúran blundað.“ Guðjón segir að hann hafi gengið hefðbundna leið í námi, en að loknum gagnfræðaskóla hafi hann ákveðið að fara í Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann lærir á píanó í skólanum, en fer svo í orgelnám í Söngskóla Þjóðkirkj- unnar. „Astæðan er kannski fyrst og fremst sú að það var hvergi hægt að fá kennslu í hljóðfæraleik hér í Eyjum. Ég gekk til fólks sem ég vissi að hafði fengist við þetta, en enginn var tilbúinn til þess að kenna mér. Ahuginn á tónlistinni byijar þó líklega þegar ég er ellefu ára gamall. Þá er sett píanó til geymslu á heimilið. Ég fer að fikta í þvf og síðan hef ég verið að fikta við þetta. Ég var hins vegar farinn að spila dálítið í hljómsveitum hér. Ég var til að mynda í Tunnu- bandinu og gat unnið mér inn nokkum pening með spilamennsku og ekki síst jafnhliða náminu. Ég var í Tónlistar- skóla Reykjavíkur frá 1947 - 1953 í tónlistarkennaradeild og kem aftur til Eyja og byrja tónlistarkennslu og spila með hljómsveit í Samkomuhúsinu. Hér er ég svo til 1960 og flyt lög- heimili mitt héðan. Segðu Vest- mannaeying hvernig eða hvað það er að vera Vestmannaeyingur. Maður fer aldrei allur í burtu. Eg hef búið á ýmsum stöðum á landinu síðan. Ef ég er spurður hvaðan ég sé, þá vefst það ekkert fyrir mér að segja frá Vest- mannaeyjum. Þetta verður svo ríkt í manni að það er með ólíkindum." Þykirmjöguæntumfólk Hvað er það sem að seiðir menn að þessu? „Það er umhverfið og samfélagið eins og það var. Það er sjálfsagt breytt í dag. Vestmannaeyingum finnst þeg- ar þeir hittast á fömum vegi að þeir hafi verið ein fjölskylda. Þetta er einhver tilfinning sem er innra með manni. Það er samt sterk einstakl- ingshyggja héma og ég er alinn upp við hana. Mér þykir hins vegar mjög vænt um fólk sem er í kringum mig og það nær alveg út fyrir Eyjamar. Þar sem ég hef kynnst fólki hef ég hvergi kynnst nema góðu fólki. Kannski er það vegna þess að maður vill frekar sjá góðu hliðamar en aðrar, hitt gleymist. Þessi árgangur sem ég er af hefur verið mjög duglegur við að halda sambandi við Vestmannaeyjar. Við byrjuðum á þessum árganga- mótum sem haldin hafa verið. Hann er mjög fjölmennur þessi árgangur hér og það er stundum haft á orði að þetta sé afleiðing af atvinnuleysi áranna á undan. Fólk hafði nægan tíma fyrir hvert annað. Samfélagið héma fyrir mér var eins og ein íjölskylda þegar ég lít til baka og ég sé ekki að það hafi breyst. Svo má ekki gleyma tveimur mönnum og góðum vinum sem ég var mikið með. Þetta voru Guðni Hermansen, sem er sá maður sem við minnumst með, Dögum lita og tóna og hinn var Sverrir Haraldsson myndlistarmaður. Þessa menn um- gekkst ég mjög mikið. Guðni var ári eldri en ég og Sverrir ári yngri. Frá því ég man eftir skáru þessir menn sig mjög mikið úr og kannski sérstaklega vegna áhuga þeirra á fögrum listum. Guðni bæði á myndlist og tónlist. Sverrir var svo lengi sem ég man eftir alltaf teiknandi og málandi og varð síðar einn af okkar þekktustu mynd- listarmönnum.“ ÞegarGuðnifékk4,5 „Mér fannst alltaf að við værum eins og eineggja þríburar, þrátt fyrir að við værum á sitt hvorum aldrinum. Þegar ég lít til baka er félagsskapurinn við þessa menn hámark vináttunnar. Þeir vom reyndar meira í myndlistinni. Ég hef hins vegar aldrei getað neitt á sviði myndlistarinnar nema sem áhorfandi og njótandi. Þar hefur mér liðið vel. Ég hef stundum sagt það að ef ég hef átt að draga beina línu þá hefur hún orðið bogin og svo öfugt. I sambandi við það get ég sagt eina skemmtilega sögu. Það var þannig að í Bama- skólanum í fimmta eða sjötta bekk áttum við að skila teikningum til prófs. Ég fékk lánaða mynd hjá Guðna og skilaði henni. Kennarinn sá þetta að sjálfsögðu strax. Ég fékk hins vegar 4,5 og var stundum að ota því að Guðna þegar hann fékk 4,5 í teikn- ingu. Við vomm miklir vinir og ég man aldrei eftir því að kastaðist í kekki í þessari þrenningu. Vináttan entist alla tfð, en nú em þessir vinir mínir gengn-ir og mikill söknuður og sjónarsviptir af.“ Dagar lita og tóna Guðjón segir að hátíðin, Dagar lita og tóna sé upphaflega stofnuð til minn- ingar um Guðna Hermansen. Hann segir að sér finnist að nafn hans hafi gleymst dálítið á undanfömum ámm í tengslum við þessa hátíð. „I mínum huga er þetta alltaf hátíð til minningar um Guðna og þess vegna er mynd- listin og sérstaklegajassmúsíkin, sem var líf og yndi Guðna. Hann var mjög góður jassleikari og þess vegna vona ég að nafni hans verði haldið á lofti í tengslum við þessa hátíð. Þama er nefnilega það sem ég hef viljað kalla heimavamarliðið hér í Eyjum sem hefur haldið utan um þessa hátíð og er mjög af hinu góða. Það átti einungis að halda þessa hátíð í eitt skipti en þetta er trúlega í áttunda sinn sem hún verður haldin næstu hvítasunnuhelgi. Líkkistusmiðurá Oddstöðum Móðir Guðjóns er Vestmannaeyingur og fædd á Oddstöðum, en faðir hans Páll Eyjólfsson var Islendingur úr Höfnum á Reykjanesi, eins og hann orðar það sposkur á svip en hann hafi alist að hluta til upp sem unglingur austur í hreppum. Faðir hans vann í fiski upphaflega, en verður svo skrif- stofumaður og seinna framkvæmda- stjóri Sjúkrasamlagsins og Almanna- trygginga í Vestmannaeyjum. For- eldrar mínir studdu mig hins vegar til að fara þessa leið og vom mjög jákvæðir. Þetta var kannski óvenju- legt, því það vom ekki margir sem fóm þessa leið. Ég held ég hefði aldrei lagt þetta fyrir mig í andstöðu við þau. Faðir minn hefur líklega þótt strangur maður og maður tók tillit til þess sem hann sagði. Faðir minn studdi mig líka til þess að kaupa píanó á meðan ég var í námi. Við vomm fjórir bræður og tvær systur og aðeins einn bróðir minn varð sjómaður. Móðurafi minn smíðaði hins vegar líkkistur. “ Hvemig var að eiga afa sem smíðaði líkkistur. Verður þú eitthvað nákomnari dauðanum fyrir vikið? „Ég man eftir því sem krakki að

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.