Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 14. maí 1998 Almennum hreinsunardegi lauk meö grillveislu þar sem boðið var upp á pylsur og drykkjarföng. Hreinsunardagurinn var skipulagður af bænum en þatt tóku einstaklingar og félagasamtök sem fóru vítt og breitt um Heimaey og tíndu upp drasl. Þótti mörgum tími kominn til. X-Bæjarstjórnarkosningamar Drífa Kristjánsdóttir á D-lista skrifar: Stöndum vörð um málefni fjölskyldunnar Þegarég varbeðin að taka 9. sæli á lista Sjálfstæðis- flokksins, féllust mér hendur, en eftir góðan um- hugsunarfrest á- kvað ég að slá til. Eg vildi gefa meira af mér því ég og fjölskylda mín erum ákveðin í að búa hér áfram. Þar af leiðandi er ég ákveðin í að gera mitt til að gera góðan bæ að betri bæ. Fjölskyldumál em mér mjög kær, þannig að ég hef ákveðið að beina kröftum mínum sérstaklega að þeirn málum. Vestmannaeyjar paradís foreldra og barna Vestmannaeyjar em paradís foreldra til að ala upp böm, því öll þjónusta hér á þessu sviði er rnjög góð. Það þarf að byggja upp markvissa íjölskyldu- stefnu sem taki tillit til mismunandi þarfa hverrar kynslóðar. Útivistarað- staða foreldra og bama verði bætt með skipulögðu útivistarsvæði fyrir fjöl- skylduna, þar sem athafnaþrá bam- anna fái útrás og verði á slysalausu svæði. Einnig þarf að korna upp íjölskyldugarði fyrir samvem foreldra og bama á Stakkagerðistúni eða í Herjólfsdal. Virk skólastefna Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólagöngu bamsins og áfram þarf að tryggja öllum börnum leikskólapláss sem náð hafa tilskildum aldri. Nýsamþykkt skólastefna tengir saman leikskóla, gmnnskóla og síðan framhaldsskóla. I samvinnu við heimilin í bænum er skólanum ætlað að taka virkan þátt í að byggja upp samfélag er tekur tillit til mismunandi sjónarmiða hins daglega lffs í Vest- mannaeyjum. Það er meginstefna skóla- og bæjaryfirvalda að skólamir staifi sem fræðslu- og menningarsetur, hver á sínu sviði með áherslum til að þjóna hagsmunum nemanda. Félags- og tómstundir ungmenna Aðstöðu til félags- og tómstundastarfa ungmenna þarf að ella og finna þeim samvemstað til að mæta þörfum þeirra og til að virkja þátttöku þeirra í samfélaginu. Stefnumörkun verði gerð í forvömum varðandi áfengis- og vímuefnaneyslu til að vama neyslu og dreifmgu vímuefna. Stuðla þarf að góðu fjölskyldulífi í Vestmannaeyjum svo spoma megi við fólksflutningum frá Vestmannaeyjum, vemm jákvæð, stöndunr saman og tryggjum okkur betra mannlíf í Vest- mannaeyjum. Þeim atriðum sem ég hef Ijallað um munu frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins fylgja eftir, fái þeir umboð kjósenda til þess í komandi kosn- ingum. Kjósum X - D 23. maí Höfundur skipar 9. sœti á D-lista. <-s\'7 í1- . f Hlutaveltukrakkar Fyrir skömmu héldu þær Hafdís Guðnadóttir og Ása Guðrún Guðmundsdóttir hlutaveltu. Ágóðann, 1480 krónur, gáfu þær til Sjúkrahússins. X-Bæjarstjórnarkosningarnar -Guðmundur þ.B. Olafsson á Vestmannaeyjalista skrifar: „Fjármálastjórn" skilar bæjarfé- laginu í tveggja milljarða skuld -og ofgreiðslu skatta uppá 100 milljónir án þess að tekið væri eftir Ársreikningar bæ- jarsjóðs og stofn- ana hans vom Ioksins lagðir fram í seinustu viku. Margan var farið að lengja eftir reikningunum, sérstaklega þar sem kosningar eru í nánd, enda skylt gagnvart kjósendum, að leggja fram staðreyndir um svokallaða „fjármála- stjórn” sjálfstæðismanna, sem þeir hafa sjálfír svo gumað af, áður en bæjarbúar ganga að kjörborðinu. Staðreyndirnar liggja fyrir. Fjár- málasnilli er ekki orð sem manni dettur í hug við lesturinn. heldur þvert á móti. Nú er svo komið, að bærinn okkar skuldar níma 2 milljarða króna. Skuldir bæjarins hafa hækkað um 200 milljón krónur á einu ári. Skuldir bæjarsjóðs hækkuðu úr 584 millj- ónum í tæpar 731 milljón króna, á seinasta ári, eða um 146, 8 milljón krónur. Heildarskuldir bæjarins hækkuðu um 16,6 milljón krónur hvern mánuð á seinasta ári, eða um 3,8 milljón krónur á viku, eða 548 þúsund krónur hvern dag allt árið í fyrra. Ljósið í myrkrinu er hjá Bæjarveitum en þar lækkuðu skuldir um 38,7 milljón krónur, þrátt fyrir töluverða skuldaaukningu Sorpu. Skuldir bæjarins nema því, að hver fjögurra manna fjölskylda skuldi rúmar 1,7 milljón krónur. Reikningar sem máttu ekki sjást fyrir kosningar, enda jukust skuldirnar um 200 milljónir á scinasta ári Reikningarnir gefa ekki bjartar upp- lýsingar um fjármálastöðu bæjarins, en skuldirnar jukust um 200 milljónir á seinasta ári sem fyrr er getið. Töluverður dráttur hefur verið á að reikningamir væru lagðir fram og þegar að er gáð fer maður að skilja ástæðuna. Reyndar setti meirihlutinn upp nrikinn snúð, þegar spurl var um reikningana og innt var eftir því hvort það ætti ekki leggja þá fram fyrir kosningar. Reynt var að snúa útúr og sagt að verið væri að gera lítið úr embættismönnum bæjarins. Þetta er gömul rulla hjá íhaldinu og kipptu menn sér svo sem ekkert sérstaklega Hjá bæjarsjóði hækka skuldir mest, eða um 146,8 milljón krónur og fóru úr 123 þúsund í 158 þúsund krónur á hvern íbúa. Heildarskuldir bæjarins hækkuðu um 200 milljón krónur á seinasta ári og hækkuðu sem nemur um 16,6 milljón krónur hvern mánuð, eða um 3,8 milljón krónur á viku, eða 548 þúsund krónur hvern dag allt árið í fyrra. Skuldir bæjarins nema því, að hver fjögurra manna fjölskylda skuldi rúmar 1,7 milljón krónur. Samtals skuldar bærinn rúma 2 milljarða. upp við það. Málið er nefnilega það, að þegar einhver gerir góða hluti, eignar íhaldið sér það, en þegar slæmu málin koma upp á yfírborðið, er þeini umsvifalaust vísað á embættis- mennina eða einhverja aðra. Þetta hefur aldrei opinberast jafnvel og und- anfarið og í reynd er skellihlegið að tilburðunum í Fylki um „verkin tala”. Hjá bæjarsjóði hækka skuldir mest, eða um 146,8 milljón krónur og fóru úr 123 þúsund í 158 þúsund krónur á hvem íbúa. Heildarskuldir bæjarins hækkuðu um 200 milljón krónur á seinasta ári og hækkuðu sem nemur um 16,6 milljón krónur hvem mánuð, eða um 3,8 milljón krónur á viku, eða 548 þúsund krónur hvem dag allt árið í fyrra. Skuldir bæjarins nema því, að hver tjögurra manna fjölskylda skuldi rúmar 1.7 milljón krónur. Samtals skuldar bærinn rúma 2 milljarða. Til upplýsinga má geta þess að að fyrir kosningamar 1990 voru reikning- amir lagðir fram 22. mars og fyrir kosningamar 1994 voru reikningamir lagðir fram 21. mars. Sú töf sem orðin er á framlagningu reikninganna tak- markar möguleika á því að gera bæjarbúum nægilega grein fyrir fjárhagsstöðunni, fyrir kosningar, sem hefur farið hríðversnandi í tíð sjálf- stæðismanna, en sá var kannski til- gangurinn. Reikningamir vom lagðir fram 16 dögum fyrir þessar kosningar. 100 milljónirnar sem komu og fóru Margir hafa spurt sig að því, hvemig geti staðið á því bærinn hafi fengið heilar 100 milljón krónur í ofgreiðslu án þess að fjármálasnillingar, eins og sjálfstæðismenn hafa gefið sig út fyrir að vera, hafi orðið þess varir. Er nema von að spurt sé. íhaldið hefur látið í veðri vaka að aðrir eins snillingar á fjármálasviðinu hafí bara ekki verið við völd hér í Eyjum svo vitað sé. Þarf nokkuð að eyða mörgum orðum í „getuna”? Gerir dæmið sig ekki sjálft upp. 100 milljón krónur kornu og fóru. skuldir bæjarins jukust á einu ári um 200 milljónir og skuldimar em komnar yfir 2 milljarða. Er ekki kom- inn tími til að gefa þessum „snillingum” frí. Bæjarbúar hafa það í hendi sér hvemig framtíð byggðar- lagsins verður. Eigum við ekki að snúa vöm í sókn með bjartsýni og vilja að vopni? Bjartar vonir vakna með Vestmannaeyjalistanum, það er ekki spuming. Höfundur skipar 11. sœti á Vestmannaeyjalisfánum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.