Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 18
18 Fréttir Föstudagur 14. maí 1998 Síðasti bæjarstjórnarfundur fyrir kosningar: Dráttur á flestum málum og bæjarsjáður í stárum mínus Síðasti almenni fundur bæjar- stjórnar Vestmannaeyja fyrir kosningar 23. maí næstkomandi var haldinn fnnmtudaginn 7. maí síðastliðinn. Fundurinn fór friðsamlega fram, eins og spökum mönnum er eðlislægt. Þetta mun hafa verið 1252. fundur bæjarstjórnar þar sem fimm mál voru tekin til umræðu og samþykktar eftir atvikum með tilheyrandi undirmálum og greinum. Þetta voru fundar- gerðir skipulagsnefndar, hafnar- stjórnar sem runnu greiða leið gegnum höfuðin og í hendumar. Þrjár fundargerðir bæjamáðs runnu ekki eins greiða leið og varð umræða um nokkur mál sem bæjarráð hafði samþykkt á sínum fundum. Þegar fundar- gerðum bæjarráðs hafði verið gerð skil var fjórða mál tekið fyrir, eða fyrri umræða um ársreikninga bæjarsjóðs. Hins vegar var bætt fimmta máli á dagskrá sem var staðfesting kjörskrár vegna bæjarstjómar- kosninganna í vor. Dráttur en samskiptaleysi Töluverð umræða varð um 10. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 28. apríl, þar sem Ragnar Oskarsson hafði óskað eftir að skýrsla um Verkmenntasetur sjávarútvegs í Vestmannaeyjum yrði send bæjarfulltrúm. Guðjón Hjörleifsson upplýsti að téð skýrsla færi í ljósritun daginn eftir. En benti hins vegar á að skýrslan hefði verið öllum bæjarfulltrúum aðgengi- leg, ef þeir hefðu haft áhuga á að kynna sér hana. Skýrslan hafi farið gegnum bæjarkerfið á eðlilegan hátt, en áréttaði óvissu um framtíð fisk- vinnsluskólans, sem stafaði aðallega af áhugaleysi fólks á því að setjast þar á skólabekk. Hann sagði einnig að skýrslan hefði verið í skoðun hjá Lúðvík Bergvinssyni sem hefði viljað kynna sér efni hennar og fylgja henni eftir á öðrum vettvangi. Amar Sigurmundsson sagði skýrsluna eitt ágætt upplýsingarit, enda sagðist hann hafa séð skýrsluna og lesið að stómm hluta. Ástæða þess að hann las skýrsl- una var hins vegar sú að hann hafi haft náskrifstofubýli við þann er hafði tekið saman skýrsluna. Guðmundur Þ.B.Ólafsson sagði málið allt hið furðulegasta og væri dæmi um það hvemig mál döguðu uppi hjá meirihlutanum og lýsti vanþóknun sinni á því að skýrslan skyldi hvergi hafa verið tekin fyrir á fundum nefnda eða stjóma bæjarins. Skýrslan hafi verið tilbúin 1. mars 1996, en ekkert gert til þess að koma henni til annarra bæjarfulltrúa. Amar kvað skýrsluna ekkert leyniplagg og allir bæjarfulltrúar getað borið sig eftir henni og lesið ef þeir vildu og hvatti ntenn lil að halda vöku sinni. Ragnar Óskarsson sagði málið hluta af upplýsingaskyldu bæjarstjóra og dæmi um samskiptaleysi meirihlutans við aðra í bæjarstjóm Og annar dráttur en erfitt að námönnumsaman Annað mál sem fékk umræðu var frá fundi bæjarráðs 6. maí. Þar lá fyrir bréf frá Gunnari Árnasyni þar sem hann óskar eftir því að bæjarstjóm staðfesti úthlutun á landsspildum til hans sem bæjarstjóm frestaði 28. nóvember 1996. Georg Þór Kristjánsson kvaddi sér hljóðs og sagði dráttinn í málinu með ólíkindum og sagðist hafa haft ákveðnar væntingar um það að málinu yrði lokið á meðan hann sæti í bæjarstjórn. Sagði hann málið hafa valdi bæði sárindum og leiðindum. Guðjón sagðist sammála Georg Þór, hins vegar hefði verið meiri vinna við málið en gert var ráð fyrir í upp- hafi og illa hafi gengið að ná mönnum saman í landnytjanefnd til þess að ljúka málinu, sérstaklega hefði verið erfitt að ná í sýslumann vegna þessa máls. Ragnar Óskarsson sagði málið hafa dregist úr hömlu og krafðist þess að málinu yrði lokið ekki seinna en strax. Guðmundur Þ.B. sagði það mikla furðu að bæjarstjóri bæri fyrir sig tímaleysi nefndarmanna og var ósáttur við dráttinn og krafðist þess að núverandi bæjarstjóm kláraði málið áður en hún færi frá að afloknum kosningum í vor. Ákveðið var að boða til fundar í nefndinni laugardaginn 9. maí og ljúka málinu. Georg Þór andaði léttar og sá fyrir ágætis sögulok í bili. Enginndrátturímoldinni Nú var tekin til umræðu fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 28. apríl síðastliðnum þar sem menn fóm stómm í malar- og þó aðallega moldartekju, sem spillti ásjónu landsins og skildi eftir stór sár, sem moldartekjumönnum láðist að ganga frá víðsvegar um eyjuna. I fundargerð nefndarinnar, sem bæjarráð samþykkti, segir að Vest- mannaeyjabær sæki um leyfi til moldartekju við fiskhjalla á Hamr- inum. Gert væri ráð fyrir því að mold. inni verði mokað í haug og einungis verði leyft að taka skipulega úr haugnum og að lokinni moldartekju á svæðinu yrði svæðið jafnað og sáð vandlega í sárið. Guðmundur Þ.B. sagði að enda- lausar samþykktir vegna þessara mála með fyrirvömm um að menn gangi frá eftir sig væm óþolandi, því aldrei væri staðið við fyrirvarana og spjöll ekki bætt. Enn fremur varpaði hann fram þeirri spumingu hvers vegna verið væri að fara í moldartekju á téðum stað. Taldi Guðmundur Þ.B. sig ekki geta samþykkt þetta og skaðinn skeður, og greiddi atkvæði á móti til- lögunni. Ragnar Óskarsson sagði að menn væm að taka efni hér og þar um eyjuna án nokkurs skipulags og kvað umgengni við náttúmna til vansa og lítt til sóma. Hann sagði enn fremur að móta þyrfti heildarstefnu í umhverfismálum og að hugmyndir manna væru ekki í samræmi við raunvemleikann. Hann sagðist hafa greitt atkvæði með þessu í bæjarráði með fyrirvara um að gengið yrði frá sárinu að loknum framkvæmdum, hins vegar að vel ígmnduðu máli hefði hann ákveðið að greiða ekki atkvæði með framkvæmdinni í bæjarstjóm og fylgdi þar bókun nteð um að mörkuð yrði stefna í umhverfismálum og minnti á að kappið væri meira en forsjáin. Tók Guðmundur Þ.B undir mál Ragnars og sagði það með öllu óþolandi að menn væm byrjaðir á verkinu án þess að hafa samþykki bæjarstjómai' til verksins. Amar bað um orðið og flutti stutt sögulegt yfirlit um jarðvegstekju á eyjunni og var það ekki allt fögur lýsing og bar fram tillögu um frestun á afgreiðslu svo menn gætu íhugað sinn gang og fengið einhverjar tryggingar um að moldartekjumenn gengju frá eftir sig. Guðjón bæjarstóri sagði að í sjálfu sér breytti frestun engu, en sagðist þó geta sætt sig við frestun ef ná mætti lendingu í málinu. Ólafur Lámsson forseti bæjarstjóm- X-Bæjarstjórnarkosningarnar -Kristjana M. Harðardóttir á V-lista skrifar: Sjálfstæðismenn hunsa byggingalög og reglugerðir um aðgengi fatlaðra Nú er aðeins rúm vika þar til Vest- mannaeyingar ganga að kjör- borðinu og gera upp við sig hverjir fara með völdin næstu fjögur árin. Spurningin er hvort þið viljið sömu klíkuna við völd áfram eða þá hvort þið viljið láta nýja og ferska vinda blása í bæjarstjórninni með Vest- mannaeyjalistanum. Ástæðumar fyrir því að ég gef kost á mér í framboð fyrir Vestmanna- eyjalistann em fyrst og fremst þær að ég tel að ungt fólk þurfi að fá að koma að ákvörðunartökum um þau mál sem varða bæjarfélagið og bæjarbúa. Eg treysti því að verðandi bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans rnuni stjórna bænurn með lýðræðislegum hætti og auka áhrif ungs fólks eins og þau hafa lofað. Til þess að bæjarfélagið okkar geti blómstrað þurfum við að hafa næg at- vinnutækifæri fyrir ungt menntað fólk og alla bæjarbúa. Einnig þarf að vera til staðar afþreying af öllum toga, t.d. alhliða skemmtistaður sem hýst getur skemmtanir stórar sem smáar. Sér- staklega verður að koma upp einhvers konar húsnæði fyrir aldurshópinn 15- 18 ára en eini staðurinn sem hann getur verið á em götur bæjarins. Það vantar félagsmiðstöð þar sem þeir geta hist á hveijum degi og stundað áhuga- málin sín. Fundarsköp bæjarstjórnar brotin Af ástæðum sem flestum ættu að vera kunnar hef ég mikinn áhuga á mál- efnum fatlaðra. Eins og allir vita hefur Vestmannaeyjabær yfirtekið þann málaflokk. Sjálfstæðismenn hafa í skrifum sínum látið sem allt sé í lagi í þeint málum en það er öðm nær. Mér er það óskiljanlegt nteð öllu hvernig þeir hafa getað hunsað byggingarlög og reglugerðir um aðgengi fatlaðra sem þeir eiga að fylgja við byggingar opinberra stofnana og þjónustu- stofnana. Dæmi um þessar stofnanir em: Rannsóknasetrið, Bamaskólinn, Lista- skólinn, Hafnarskrifstofurnar og At- hafnaverið. I lögum um ferilmál fatlaðra segir orðrétt: „Sveitastjómir skulu sinna ferilmálum fatlaðra með skipulögðum hætti m.a. með gerð á- ætlana um endurbætur á aðgengi opinberra bygginga og þjónustu- stofnana í samræmi við ákvæði byggingarlaga og byggingarreglu- gerðar.“ Nú langar mig að spyrja núverandi meirihluta bæjarstjómar: Ef svo ólíklega vildi til að þið haldið meiri- hlutanum að loknum kosningum, ætlið þið að halda áfram að brjóta 20. gr. samþykkt um stjóm Vestmanna- eyja og fundarsköp bæjarstjómar þar sem segir: „Bæjarstjómarfundur skal haldinn í húsnæði sem fullnægir ákvæðum byggingarlaga og bygg- ingareglugerðar um aðgang fatlaðs fólks.“ Að endingu vil ég skora á bæjarbúa að hugsa til bjartari tíma og hafa kjark til að breyta þann 23. maí nk. Bjartar vonir vakna með Vest- mannaeyjalistanum. Kristjana Margrét Harðardóttir Höfundur skipar 7. sœti Vestmannaeyjalistans

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.