Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 14.05.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 14. maí 1998 í síöustu viku bauð Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum upp á námskeið í matreiðslu grænmetisrétta. Þetta var tveggja daga námskeið og stóð í þrjá tíma hvorn dag. Það eru Unnur Halldórsdóttir sem býr á Selfossi og Ester Jónsdóttir í Vest- mannaeyjum sem sáu um nám- skeiðið og voru þær ánægðar með þátttökuna. Það er glaðvær hópur og matar- ilmurinn sem fyllir safnaðarheimilið og Unnur útlistar fyrir konunum sem hafa skráð sig á námskeiðið hvernig best sé að hantera bollur sem búnar eru til úr mjöli. Brosir svo yfir salinn og spyr hvort ekki séu neinar spurningar. Það er dulítil þögn þangað til ein segir: „Jú örugglega þegar við förum að prófa okkur áfram heima í eldhúsi," og salurinn skelli- hlær. Unnur segir að þátttakendum sé skipt í sex hópa þar sem hver hópur fær að spreyta_ sig á að búa til ákveðinn rétt. „Ég var með námskeið á Selfossi og þau hafa notið það mikilla vinsælda að við ákváðum að prófa héma í Eyjum líka. Við skiptum þessu niður á tvo daga, þar sem annan daginn förum við í rétti sem byggjast Glútenmjölsbúðingur I bolli glútenhveiti, 1/2 bolli val- hnetur, 1/2 bolli olía, I tsk. salt, llaukur, 1 bolli kalt vatn, 1 stórt egg (eða tvö lítil), 1 tsk. marmite, 2 bollar sjóðandi vatn, 3 lárviðarlauf. Blandið í rafmagnsblandara: Köldu vatni, olíu, salti, valhnetum, lauk og eggjum. Blandið vel og bætið glútenhveitinu smátt og smátt út í. Hellið í smurt mót með loki. Stingið lárviðarlaufunum ofan í blönduna. Leysið upp marmite eða tartex (grænmetiskraft) í tveimur bollum af sjóðandi vatn og hellið yfir. Lokið og bakið í 60 - 70 mín. við 2000 C. Verði ykkur að góðu. upp á ýmiss konar mjöli og korni, en hinn daginn matreiðum við bauna- rétti.“ Hún segist vera mjög ánægð með þátttökuna, en það komi sér á óvart að engir karlar skuli hafa skráð sig. „Þeir haf verið duglegir að mæta á nám- skeiðin á Selfossi, en kannski láta þeir sjá sig ef framhald verður á þessu hjá okkur.“ Þegar allir hafa lokið eldamennsk- unni er afraksturinn settur á hlaðborð og allir taka hraustlega til matarins. Mikill sælkerakliður fer um salinn og það er ljóst að eldamennskan hefur tekist vel. Blaðamanni er boðið að snæða með dömunum og hann ljómar að sjálfsögðu allur eins og hann á vanda til í föngulegum hópi kvenna, snæðandi góðan og blessunarríkan mat. Til að koma Eyjamönnum á sporið er ekki annaö tekið í mál en að birta eina uppskrift. Konur voru allsráðandi á námskeiðinu en það kom aðstandendum á óvart að enginn karl lét sjá sig. Húsgagna- og gjafavöruverslunin Exit opnar: Björn Ásbjörnsson verslunarstjóri í versluninni Exii Islenskt íöndvegi Síðastliðinn laugardag var ný verslun opnuð í Vestmannaeyjum. Verslunin heitir Exit og mun hafa húsgögn og ýmsa gjafavöru á boðstólum. Eigendur Exit eru, Björn Eyberg Ásbjörnsson, Valgerður Sveins- dóttir, Tómas Jóhannesson og Fanney Ásbjörnsdóttir. Bjöm Eyberg Ásbjömsson verslunarstjóri Exit segir að hann hafi verið í verslunarrekstri áður og hafi rekið matvöruverslunina Eyjakaup á sínum tíma, en alls hafi hann komið að verslunarrekstri í tíu ár. Björn segir að hann muni bjóða upp á sófasett, borð og stóla frá Exo í Reykjavík og amerísk rúm, sængurverasett og rúmteppi frá Marco. „Húsgögnin em frá Spáni, en við erum mjög stolt af því að bjóða upp á sófasett sem em hönnuð af Inga Þór Jakobssyni innanhússarkitekt, en liann er annar eigenda Exo. Við bjóðum einnig upp á gjafavöm eftir íslenska hönnuði og vil ég nefna þar leirmuni eftir Ingibjörgu Þ. Klemensdóttur og kertastjaka úr járni eftir Ingibjörgu og Svein í IESS gallerí í Kópavogi. En við stefnum að því að hafa gjafa- og skrautvöru eftir íslenska hönnuði í meira úrvali í framtíðinni." Björn segir að þau hafi ákveðið að fara út í þennan rekstur vegna þess að þau hafi fundið að bölsýnisumræðan undanfarið væri á undanhaldi. „Það er ákveðin bjartsýni í Ioftinu og við emm það líka. Fólk vill fá verslunina heim í hérað og sérstaklega ef hægt er að bjóða upp á sama verð og á Stórreykjavíkursvæðinu, en það er nákvæmlega það sem við munum gera. Sú stefna var mörkuð í upphafi að geta boðið sama vömverð og í Reykjavík, enda er það ein algengasta spuming sem viðskiptavinir spyrja um." Björn segir að það hafi mjög margir komið á opnunardaginn til að kynna sér hvað verslunin byði upp á. „Það er reyndar mjög árstíðarbundin sala í húsgögnum. Við höfum hins vegar fundið fyrir mikilli jakvæðni Vestmannaeyinga og þeir virðast ánægðir með framtakið. Við ætlum að bjóða upp á skjóta og góða þjónustu. Þessi húsgögn sem við bjóðum eru dálítið öðmvísi en gengur og gerist. Áklæðið, microvin/teflon sem þolir nánast allt, en í því er blanda af polyester og baðmull og tefloni þi-ykkt inn í tauið um leið og ofið er.“ Bjöm er bjartsýnn á framhaldið og vonast til að byggð eigi eftir að blómgast í Eyjum eins og hingað til. „Fólk er tilbúið að versla í heimabyggð ef það býðst og ekki síst ef við erum samkeppnishæf í verði og gæðum,“ segir Björn að lokum. Hagnaður lilá KÁ í stað taprekstrar á árinu 1998 Uin 18,5 niilljóna króna hagn- aður varð af rekstri Kaupfélags Arnesinga á síðasta ári í stað tæplega 97,0 milljóna króna taps árið áður. Mestu munar þar um að hagnaður án afskrifta og fjármagnskostnaðar varð nú 115,2 m. í stað 58,4 m., þá voru aðrar tekjur og gjöld á síðasta ári kr. 31,1 m. en á árinu áður var þessi liður neikvæður um 44,1 m.kr. Guðmundur Búason fulltníi ffamkvæmdastjóra segir að rekstr- artekjur KÁ hafi verið rúmlega 3,8 milljarðar á árinu sem er um 11 % aukning milli ára. „Tap varð af reglulegri starfsemi 12,6 m. á móti 52,7 m. kr. tapi árið áður. Veltufé frá rekstri varð kr. 42,5 m. en á árinu 1996 tók reksturinn 16,9 m. til sín. Eigið fé KÁ var í árslok 350,0 m. og eiginfjárhlutfallið 18,7%. Laun og launatengd gjöld voru 486,1 m. á árinu eða 12,7% af veltu, en vom tæp 15,0% á árinu áður." Guðmundur segir að nokkrar breytingar hafi orðið á rekstri félagsins á árinu 1997 og voru þær helstar að í lok ársins 1996 voru stofnuð hlutafélög um rekstur Vélsmiðju KÁ og Húsgagna og innréttinga en fram að þeim tíma höfðu þær verið reknar sem deildir í kaupfélaginu. „Velta þessara hluta- félaga var u.þ.b. 190,0 m. á síðasta ári. Þá keypti félagið í lok ársins 1996 tvær verslanir af Höfn-Þrí- hymingi hf. þ.e. Kjarvals- versl- animar á Hellu og á Selfossi. Verslunin á Selfossi er rekin áfram undir Kjarvalsnafninu en verslun- inni á Hellu var strax breytt í hefðbundna KÁ-verslun. Þá var rekstur Inghóls leigður út frá I. maí 1997. Að öðru leyti var reksturinn að mestu leyti í föstum skorðum og er það mikil breyting frá þeirri miklu uppstokkun sem átti sér stað á árunum 1995 og 1996. Endur- speglast þetta einmitt í afkomu félagsins. Áætlanir gera ráð fyrir enn frekari bata á árinu 1998, fyrst og fremst með því að styrkja reksturinn enn frekar á þeim sviðum sem félagið nú starfar á.“ I upphafi þessa árs var gengið frá samningi um endurtjármögnun á staifsemi félagsins að verulegu leyti. Var þetta gert í samvinnu við Islandsbanka hf. og norskan banka, Union Bank of Norway Intemational S.A. Guðmundur segir að meðalvextir samningsins auk álags séu innan við 6%. „Samningurinn mun spara vemlegar fjárhæðir í rekstri félagsins, auk þess að létta greiðslubyrði langtímalána. Þetta hefur einnig í för með sér að veltufjárhlutfall gjör-breytist til batnaðar og er u.þ.b. 1,2 eftir þessar aðgerðir." Nokkrar breytingar hafa orðið á rekstrinum það sem af er þessu ári. Þar má helst nefna að félagið er orðið meirihlutaeigandi í ísrann ehf. en það hlutafélag hefur rekið apótekin í Hveragerði og Þorlákshöfn. Frá sama tíma hættir KÁ rekstri Selfossapóteks, sem er nú rekið af áðumefndu hlutafélagi. ásamt hinum apótekunum. Þá hefur félagið eignast u.þ.b. 37% hlut í í Kjötvinnslunni Höfn hf. og um leið hætt rekstri kjötvinnslu sinnar sem sameinast frá sama tíma Kjötvinnslunni Höfn hf. Þá hefur félagið tekið rekstur Hótel Selfoss á leigu, en vegna mikilla rekstrareifiðleika fyrri rekstraraðila var leilað til félagsins um að taka þennan rekstur að sér. Guðmundur segir að á síðustu ámm hafa dóttur- og hlutdeildaifélög orðið veigamikill þattur í staifsemi KÁ og að á þessu ári sé áætluð heildarvelta þessara félaga u.þ.b. 2,1 milljarðar. Barcelona - Benidorm - Costa del Sol - Heimsferðir, umboð í Eyjum - Straumur s. 481-1119

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.