Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Qupperneq 8
8 Fréttir Fimmtudagur 18. júní 1998 Frá Maðamannafundinum á Hótel Sögu. F.v. Páll Marvín, Jeff Forster, Hallur Hallsson, Guðjón Hjörleifsson og Þorsteinn Ingi Sígfússon. Nú er ljóst að Keikó kemur til Eyja. Free Willy Keiko samtökin hafa tilkynnt íslenskum stjórnvöldum og bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyj- um að hvalurinn Keikó verði fluttur til landsins og komið fyrir í sjókví í Klettsvík við Vestmannaeyjar í september næstkomandi eða í síð- asta lagi næsta vor. Eflir að sendinefnd á vegum sam- takanna fékk leyfi ríkistjómarinnar um að flytja Keikó á „heimaslóðir" voru aðstæður skoðaðar í Vestmannaeyjum og Eskiftrði ásamt fleiri stöðum á landinu. Varð lendingin sú að mati nefndarinnar að velja Vestmannaeyjar sem heimili Keikós. A fréttamannafundi sem haldinn var síðstliðinn þriðjudag lýstu að- standendur Keikós í Bandaríkjunum yfir þakklæti fyrir þann velvilja sem Islendingar hafa sýnt Free Willy samtökunum og lýstu lofsorði á þann stuðning við málefnið sem kom fram jafnt hjá Eskfirðingum og Vestmanna- eyingum. Að vel athuguðu máli komst stjóm Keikó Foundatiom að þeirri niður- stöðu að Vestmannaeyjar væm ákjós- anlegur staður fyrir Keikó. Til grandvallar niðurstöðu sinni leggur stofnunin fram þau rök að aðstæður við Vestmannaeyjar séu mjög ákjós- anlegar. Hallur Hallsson, fulltrúi Free Williy Keiko samtakanna, segir að sjókvíin sem Keikó mun dvelja í sé vel varin fyrir veðri og sjó og að náttúrafegurð sé óviðjafnanleg. „Bæjaryftrvöld hafa sýnt okkur ómetanlegan stuðning og ekki síst í ljósi Rannsóknaseturs Vestmannaeyja og þess vísindstarfs sem þar fer fram voru Vestmanna- eyjar valdar og er þá ekki á nokkum hallað varðandi staðarvalið. Það er ekki nokkur vafi á því að það sem réði úrslitum um staðarvalið er sú vís- indastarfsemi sem fram fer í Rann- sóknasetrinu. Framundan eru um- fangsmiklar rannsóknir með þáttöku vísindamanna alls staðar að úr heiminum," segir Hallur. Hvert verður framhald málsins? „Sjókvíin sem hönnuð hefur verið verður flutt til Islands og er væntanleg á til Vestmannaeyja næstkomandi laugardag með Hetjólfi og sem dæmi um umfang þessa flutninga , þá er kvíin flutt á fjórtán fjöratíu feta flutningavögnum. En hvað um frekara umfang þessara flutninga og áhrif? „Böm um víða veröld hafa staðið í þeirri trú að Keikó verði sleppt lausum -sbr. kvikmyndina - en það er fjarri sannleikannum. Nú er stefnt að því að því að flytja Keikó á heimaslóðir þar sem hann geur synt í söltum sjó og jafnvel átt samskipti við aðara háhym- inga og vonandi rennur upp sa dagur að Keikó syndi frjáls við Islands- strendur.“ Free Willy Keiko samtökin hafa notið stuðnings Time Wamer, Craig McCaw Foundation, The Human Society of the US, Matel, auk stuðnings hvaðanæva úr heiminium, svo sem dýra- og náttúruvemdar- samtaka. Formaður Free Willy Keiko samtakanna er Craig McCaw. Rannsóknasetrið réði úrslitum Veigamesti þátturinn í því að Vestmannaeyjar urðu fyrir valinu sem framtíðarheimili Keikós er sú starfsemi sem Rannsóknasetur Vestmannaeyja hefur unnið undan- farin ár. Hlutverk Rannsóknaset- ursins er að sinna rannsóknum og þróun á breiðu sviði sjávarútvegs í samvinnu við Háskóla Islands, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Hafrannsóknastofnun, Þróunarfé- lag Vestmannaeyja og atvinnulífið í Eyjum. Einnig er því ætlað að taka á móti sérfræðingum og nemendum frá hinum ýmsu háskólum sem vinna að verkefnum er tengjast Eyjum. Páll Marvin Jónsson forstöðumaður setursins segir að koma Keikós til landsins muni efla þá starfsemi sem unnin er í Rannsóknasetrinu og verða mikil lyftistöng fyrir Eyjar. Hann seg- ist og ekki sjá neina annmarka á því að Keikó komi til Eyja. „Um að Keikó geti borið með sér einhverja sjúkdóma sem áhrif gætu haft á vistkerfið hér tel ég ekki vera fyrir hendi. Hins vegar er rennt blint í sjóinn með það hvemig hann mun taka vistinni." Páll Marvin segir að þetta sé gífur- legt tækifæri til rannsókna á Keikó og náttúrunni og komi til með að vekja áhuga og athygli. „Það starfa 15 háskólamenntaðir menn við setrið og þetta mun verða mikil lyftistöng fyrir það. „Rannsóknir verða aðallega at- ferlisrannsóknir og erfðafræðilegar rannsóknir hvala og háhyminga.“ Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri segir að niðurstaða Free Willy Keiko samtakanna sé mjög ánægjuleg. „Við geram ráð fyrir því að ferðamönnum muni fjölga og störfum, sem muni skila auknum tekjum í bæinn og að rannsóknastarf muni eflast til muna. Auk þess fylgja Keikó tíu manns sem sjá munu um hann, svo það fjölgar strax í bænum. Það sem er næsta verkefni bæjarins í þessu máli er að sjá um að dýpka í Klettsvíkinni svo að hægt veði að koma kvínni fyrir sem Keikó mun dvelja í. Einnig þarf að gera yfirborðsmælingar á flugvell- inum vegna flugvélarinnar sem koma mun með Keikó, en hugsanlega er þyngd vélar og hvals of mikil fyrir völlinn. Það er hins vegar mál sem auðvelt er að kippa í liðinn." Guðjón segir að erfitt geti verið að átta sig á öllum áhrifum sem fylgja komu Keikó til Eyja, hins vegar sé það ljóst að ákveðin uppbygging muni fylgja í kjölfarið. „Þetta er ekki mikil fjárfesting og ágóðinn er vel umfram þá fjárfestingu." Guðjón leggur áherslu á fagleg vinnubrögð nefndarinnar sem mat aðstæður á hinum ýmsu stöðum á landinu. „Vetmannaeyjar buðu ekkert umfram aðra, þegar aðrir vora komnir af stað. Þetta var metið og kostir og gallar skoðaðir sem síðan gefa ákvðna niðurstöðu og ég get ekki verið annað en ánægður með hana. Umbjóðendur Keikós í Bandaríkjunum komu til okkar eftir að við buðum Vest- mannaeyjar sem hugsanlegan valkost og höfðum betur í málinu. Þetta var heiðarleg samkeppni. Það fylgir hins vegar vandi vegsemd hverri og mikil vinna framundan, en augu manna munu mjög beinast að Vestmanna- eyjum þegar Keikó verður kominn og við munum leggja okkur alla fram um að gera dvöl Keikós hér sem ánægju- legasta.“ Hefði verið óhugs- andifyrirtíuáram -segir Þorsteinn Ingi Sigfússon Þorsteinn Ingi Sigfússon hefur átt einn stærstan þátt í hugmynda- vinnunni að baki því að fá hvalinn Keikó hingað til Vestmannaeyja. Hann segir að Keikó hefði ekki verið hugsanlegur fyrir tíu áram og menn verið taldir snarvitlausir að velta hugmyndinni fyrir sér. „Menn hefðu þá haft þessa hvalfangara- aðkomu að málinu. Hins vegar tel ég að vel geti farið_ saman að nýta sjávarspendýr við Island og halda Keikó. Ég held að íslendingar haft sannað það að geta unnið þetta í sjálfbærri þróun. Ég er hlynntur sjálfbærri þróun sjávarspendýra um leið og ég er hlynntur því að við notum okkur, þann mátt sem felst í kennslu og fræðslu varðandi Keikóævintýrið. Þetta getur allt farið saman. Varðandi aðkomu mína að Keikómálinu held ég að við höfum verið að gera rétta hluti með því að setja Rannsóknarsetrið og það starf sem þar hefur verið unnið í öndvegi. Ég held að okkur haft tekis mjög vel að koma þessari sýn okkar til skila og einn meginþátturinn í því er sterk tengsl við samfélagið." Þorsteinn segir að hugmyndin um komu Keikó dl Vestmannaeyja falli vel að því starfi sem unnið hafi verið undanfarin fimm ár í Rannsókna- setri Vestmannaeyja og hann bætir við að stefnumörkun stjómar sam- starfsnefndar Háskólans og Vest- mannaeyja hafi orðið til að styrkja enn frekar þetta starf. „Rannsókna- setrið í Eyjum hefur einbeitt sér að þjálfun ungs fólks í nánum tengslum við náttúrana. Þessi vinna hefur leitt til alþjóðlegra verðlauna fyrir rann- sóknir skólafólks á líffræði loðnunn- ar árið 1996. Auk þess vann hópur Þorsteinnlngi. skólafólks frá Eyjum til verðlauna í Hugvísi veturinn 1998 og mun kynna verkefni sitt í Berlín í haust." Þorsteinn hefur einnig lagt fram hugmynd sem hann tengir hinni fomu grísku sögu um véfréttina í Delff, en hún var augu og eyra þeirra sem vildu og jafnvel sáu inn í framtíðina." Með hugmyndinni um Delfí í Vestmannaeyjum er unnið áfram með þetta hugtak. Upp- lýsingatækni er notuð til þess að tengja ungt fólk náttúrunni, rann- sóknum á henni og vöktun um- hverfisins. Þetta er ekki ósvipað því og gert var í bandaríska JASON verkefninu sem sent var út frá Eyjum til skólafólks í Norður Ameríku í fyrravetur. Nú þegar ákveðið hefur verið að Keikó kemur til Eyja verður þetta starf kórónað og fær nýjar víddir." Rannsóknaaðstaða og hítastig vðgu hungt Hullur Hallsson er talsmaður Free Willy Keiko samtakanna á íslandi og hefur séð um samskipti við fjöl- miðla og útréttingar á málum sem þarf að annast varðandi komu Keikós til Islands. „Þetta hefur verið mikið starf undanfarna mánuði og verður enn þá meira á næstu mánuðum og miss- eram,“ segir Hallur. Kemur þú til með að flytja til Eyja? „Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör. Ég sé það að minnsta kosti fyrir mér að ég muni koma til með að vera mikið í Eyjum eftir að Keikó kemur. Mínum afskiptum af málinu er hvergi nærri lokið. Þetta er mál sem á eftir að þróast, en með hvaða hætti það verður leiðir tíminn í ljós. Fulltrúar Free Willy Keikó samtakanna, sem komið hafa hingað til lands og kannað að- stæður, hafa verið feikilega ánægðir með allar móttöku og hvemig forsætisráðherra hefur tekið á málinu og ekki síst Vestmannaeyingar. Þeir era mjög ánægðir með aðstöðuna sem er í Vestmannaeyjum og ekki síst þátt Rannsóknasetursins og aðkomu þess að málinu.“ Hallur segir að rök nefndarinnar hafi verið að sú rannsóknaraðstaða sem fyrir hendi sé í Eyjum hafi vegið einna þyngst. „Annað sem nefndin lagði til grandvallar er aðstaðan í Klettsvíkinni. Þar er skjólgott og hitastig sjávar hæst af þeim stöðum sem skoðaðir vora. Það væra háhym- ingar um hverfis Vestmannaeyjar og nú væri unnið að veigamiklum rannsóknum á háhymingum við Island. Auk þess sem náttúrafegurð við Eyjar hafi haft mikið að segja og er þá ekki verið að kasta rýrð á náttúrafegurð annars staðar á landinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.