Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Side 9

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Side 9
Fimmtudagur 18. júnf 1998 Fréttir 9 Ibúðir aldraðra íbúðin að Eyjahrauni 4 er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 481 1092. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Ráðhússins, kjallara og skilað á sama stað fyrir 1. júlí nk. Vegna komu starfsmanna Keikósjóðsins óskar Þróunaifélagið að taka á leigu húsnæði fyrir 12 manns. Lysthafendur hafi samband við Þróunaifélagið sem fyrst, sími481 1111 Vegna komu Keikós óskum við eftir a.m.k. tólf verkamönnum sem hefðu áhuga á vinnu við samsetningu kvíar fyrir Keikó. Upplýsingai' í síma 481 1111 Hljómsveit Peabody tónlistarskólans heldurtónleika í Eyjum Tónlistanriðburður Á morgun 19. júní mun hljómsveit Peabody tónlistar- skólans í Bandaríkjunum halda tónleika í Hvítasunnukirkjunni. Hljómsveitin samanstendur af 48 úrvalsnemendum Peabodyskól- ans. Á tónleikunum mun hljóm- sveitin leika þrjú verk, Ófullgerðu sinfóníuna eftir Schubert, Sjöttu sinfóníu Bethovens sem oft er kölluð pastorale og Víólukonsert eftir Bob Sirota skólastjóra Peabodytónlisarskólans Pea- body tónlistarskólinn er mjög virtur skóli og hefur hann staðið fyrir tón- leikaferðum víðsvegar um lönd undanfarin ár. Rétt er að hvetja Vestmannaeyinga til þess að mæta á tónleikana, því það er ekki á hverjum degi sem sinfóníu- hljómsveit leikur í Eyjum. í för með hljómsveitinni er Ijósmyndari frá bandarísku blaði. Hljómsveitin mun halda til Reykjavíkur að lokinni veru sinni í Eyjum, en þaðan fer hljómsveitin til Skotlands. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og rétt að vekja athygli á því að aðgangur er ókeypis. Sem fyrr mun Björgunarfélag Vestmannaeyja sjá um kennsluna í „Sprangi" og verður kennt daglega, inni við Spröngu, frá klukkan 14 til klukkan 18, mánudaga til föstudaga. Kennslan mun standa yfir í þrjár vikur og er ókeypis. Tómstunda- og íþróttafulltrúi v aÍ ÉÍT**— . Jj U' Þátttakendur í Golfævintyri hafa haft í nógu að snúast á hverjum degi. Hér eru nokkrir áhugasamir að æfa sveifluna Aðalsteinn sigurvegari á Net og Hampiðjumótinu Góð þátttaka var í Net og Hampiðju- mótinu, sem haldið var laugardaginn fyrir sjómannadag, eða 36 manns. I keppni án forgjafar urðu þrír efstu: 1. Aðalsteinn Ingvarsson 71 högg 2. Gunnar G Gústafsson 74 högg 3. Júlíus Hallgrímsson 75 högg Með forgjöf urðu þessir efstir: 1. Brynjar S Unnarsson 63 högg 2. Karl Haraldsson 65 högg 3. Garðar H Eyjólfsson 65 högg Öll verðlaun voru gefin af Net og Hampiðjunni, ýmiss konar vamingur til golfiðkunar og voru þau hin glæsi- legustu eins og venjulega. Jónsmessumótið um helgina Það verður nóg að gerast um helgina í golfinu. Sveinsstaðaættin verður með lokað mót á föstudag og laugardag. En á laugardag kl. 14 verður blásið til Jónsmessumótsins sem er einhver skemmtilegasta keppni ársins. Þetta er snærisleikur í léttum dúr og fá þátttakendur forgjöfina sína í formi snærisspotta sem þeir svo geta skorið af og lagað hjá sér stöðuna eftir hentugleikum. Þetta hefur ávallt verið ein fjölsóttasta keppni ársins og eru keppendur beðnir að skrá sig sem fyrst. Lokaskráning er kl. 20 á föstu- dag og er þýðingarmikið að fólk skrái sig fyrir þann tíma vegna þess að talsverður undirbúningur er fyrir þessa keppni, spottanna vegna. Kvennamótið blásið af Um síðustu helgi stóð til að halda svonefnda Kvennaparadís í golfi hjá GV. I fyrra var aðsókn mjög þokka- leg en nú brá svo við að aðsókn var það lítil að aflýsa varð mótinu. Þá var æfingasvæði golfklúbbsins. og hætt við Hatta- og kjólakeppnina en hún verður haldin síðar í sumar. GV sigraði á Nesinu Síðasta laugardag var farið í heimsókn til Nesklúbbsins á Seltjamamesi en klúbbamir skiptast á heimsóknum árlega. Mjög góð þátttaka var í mótinu að þessu sinni af hálfu Eyja- manna eða alls 32 keppendur og annað eins frá Nesklúbbnum. Vegna þessa mikla íjölda þátttakenda og eins þess að Nesvöllurinn er aðeins níu holur, var bmgðið á það ráð að spila með „Texas Scramble" fyrirkomulagi en þá em þrír saman í liði frá hvomm klúbbi og alltaf valinn besti bolti. Þetta gefur í nær öllum tilvikum miklu betra skor en í venjulegum höggleik. Aftur á móti hefur þettta í för með sér að ekki er hægt að tíunda árangur hvers keppenda. En GV sigraði í keppninni og mun það í fyrsta sinn sem aðkomuliðið ber sigur úr býtum í þessari keppni. Golfævintýri lýkur á morgun Golfævintýri GV hófst á mánudag og því lýkur á morgun þegar þátttakendur fara héðan en viðurkenningar og verðlaunaafhendingar fara fram í kvöld. Þetta er mót fyrir unglinga að 16 ára aldri. Að jtessu sinni em þátttakendur 90 úr 12 klúbbum. Er það nokkur fækkun frá síðasta ári. Höfuðástæða þess mun vera sú að vinnuskólar á landsbyggðinni starfa í júnímánuði og því tíma ekki þessir ungu kylfmgar að missa af þeim tekjum. Stjóm GV mun því alvarlega íhuga að færa þetta mót fram í júlí á næsta ári til að fá betri þátttöku. Stíf dagskrá hefur verið alla dagana frá kl. átta að morgni til kl. tíu að kvöldi. Að mestu byggist Golfævin- týrið upp á golfi, bæði æftngum, golf- kennslu og keppni en að auki er margt annað á dagskrá, svo sem skoðunar- ferðir, bíóferðir, sund, grillferðir og fleira. Auk heimamanna er valinn hópur landsþekktra kylfinga sem sér um kennslu og æfingar. Þar má nefna Suðumesjamanninn Örn Ævar Hjart- arson, sem nýlega sló vallarmetið á St. Andrews; Ólöfu Maríu Jónsdóttur frá Hafnarfirði, íslandsmeistara kvenna; Jón Karlsson. unglingaleiðbeinanda GSÍ og Ingólf Pálsson frá Nesklúbbn- um en allt er þetta golffólk í fremstu röð. Eins og áður segir lýkur Golfævin- týrinu á morgun og munum við greina nánar frá því í næsta blaði. Ofurkonan í Golfklúbbnum Svo er hér ein lítil saga frá Golfævintýrinu sem við getum ekki stillt okkur um að láta íylgja með. Ásamt aðkomufólki hafa félagar úr GV séð um aðstoð og leiðbeiningar. Ein aðkomukonan í hópnum gat ekki orða bundist þegar bömin sögðu henni að þama væri að störfum ofurkona úr Vestmannaeyjum. Hún kenndi þeim almenna kennslu á vetuma, á sumrin kenndi hún sund á morgnana og golf eftir hádegið og svo ætti hún og ræki leikfangabúð. Konan trúði því tæplega að slík ofurkvendi fyrirfyndust en fór út á völl og sannfærðist um að allt var þetta rétt. Þessi ofurkona heitir Katrín Magnúsdóttir, kennari, sundkennari, golfkennari og kaupmaður í Oddinum og auk alls þessa sér hún um heimilið íyrir Sigurgeir, okkar mann á Fréttum. Tæplega margar frístundir sem gefast hjá henni. Pentium tölva til sölu 40 mb vinnsluminni, 17 tommu skjár, módem o.fl. Forrit og leikir að verðmæti ca. 150 þús. fylgir með. Upplýsingar hjá Þorsteini í síma 481 2433 Verslunarhúsnæði að Skólavegi 4 til sölu. Upplýsingar hjá Lögmönnum í Vestmannaeyjum eðaísíma481 1779 Húsnæði Þriggja herbergja íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 481 201 I. BMW BMW 1991, ekinn 111 þúsund km. til sölu. Bíllinn er 4 dyra, vínrauður, sjálfskiptur og með honum fýlgja bæði sumar og vetrardekk.. Útvarp, segulband, rafmagnsrúður, rafmagnsspeglar, vökvastýri, samlæsingar, þjófavörn og litað gler. Álfelgur geta fylgt. Upplýsingar í síma 896 3555 Lundaveiáimenn og úteyjaíélagar Munið eftir veiðiskýrslum og endumýjun veiðikorta fyrir lundaveiðitímann 1998. NátturuHtofa Suðurlands og veiðistjóri Nánari upplýsingar í síma 481 1111

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.