Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Qupperneq 17

Fréttir - Eyjafréttir - 18.06.1998, Qupperneq 17
Fimmtudagur 18. júnf 1998 Fréttir 17 Auður og Gunnar Ingi í Smart hafa gert föt að sínu fagi. Gunnar Ingi og Auður í Smart: Til er fólk sem gerir sér ekki grein fyrir því hvað gott er að búa í Eyjum -segja þau í viðtali við Fréttir þar sem þau rekja í stórum dráttum verslunarsögu sína Verslun á landsbyggðinni er sögð standa höllum fæti, ekki síst er það sagt eiga við sérverslanir. Sam- keppni í verslun fer vaxandi, versl- unum fækkar og verslunarkeðjur ná stöðugt stærri hluta markað- arins. Um leið hafa bættar sam- göngur orðið til þess að landið er orðinn einn samfelldur markaður. Þetta hefur geftð verslunum á Reykjavíkursvæðinu forskot því þar er markaðurinn stærstur. En til eru þeir sem gefa öllurn kenn- ingum um dauðadæmda lands- byggðarverslun langt nef, koma á fót myndarlegum sérverslunum og komast upp með það. Dæmi um þetta eru Gunnar Ingi Gíslason og Auður Asgeirsdóttir sem reka tískuverslunina Smart í Vest- mannaeyjum. Urðu að læra af reynslunní Gunnar Ingi og Auður eru ung að árum, hann fæddur 1. nóvember 1968 og hún 19. nóvember 1974. Saman opnuðu þau Snrart 1. september 1995. Hvomgt hafði reynslu af rekstri, hann kom af sjónum með viðkomu á veitingastað og hún var rétt að komast út á vinnumarkaðinn. Reynsluleysið hefur að sumu leyti orðið þeim dýrkeypt en með hjálp ættingja, vina, viðskiptavina og fólks sem þau hafa verslað við hefur dæmið gengið upp og Smart er í dag ein besta verslun landsins í sínum flokki. Þegar Gunnur Ingi er spurður að því hvers vegna hann haft farið af stað með Snrart segir hann að það hafi ekki verið spurning hvort heldur hvenær hann hellti sér út í kaupmennskuna. „Maður getur sagt eftir á að þetta hafi verið bölvuð vitleysa en ég var búinn að vera með þetta í maganum í mörg ár. Meira að segja var ég búinn að fá húsnæði tveimur árum fyrr en það stóðst ekki þegar á reyndi. Þegar mér svo bauðst húsnæði í Drífanda sló ég tU,“ segir Gunnar Ingi. Ævintýramennska Auður og Gunnar Ingi vom á þessum tíma farin að mgla saman reytum og kom aldrei annað til greina en að þau færu saman í slaginn. „Auðvitað var þetta ævintýramennska en Gunnar vildi þetta. Það kom heldur aldrei annað til greina en að gera þetta með stæl," segir Auður og það hafa þau staðið við. Þau tóku strax ákvörðun um að reyna að þjóna sem flestum enda markaðurinn í Vestmannaeyjum ekki stór. „Við emm með tískufatnað á allan aldur, sérhæfum okkur ekki í einum einum aldurshópi nema við emm ekki með bamaföt. En unglingamir, foreldrar þeirra og afi og amma eiga öll að geta fundið eitthvað hjá okkur, allt frá femringarfötum og upp úr. Það em nokkur dæmi um að þrír ættliðir úr sömu ljölskyldunni skipti við okkur," segir Auður. Þau eru sammála um að viðtökur haft strax verið frábærar enda lögðu þau upp með að vera með fyrsta flokks vöm og þau auglýstu grimmt. „Það má líka segja að við höfurn komið inn á mjög góðum tíma. „Tímasetningin var frábær því á sama tíma fer af stað uppsveifla í bæjarlífinu. Hún er enn til staðar og á sinn þátt í því að Smart er dæmi sem gengið hefur upp," segir Gunnar Ingi. Frá því verslunin opnaði hafa þau verið að þróa verslunina og sjá út hvað hentar best markaðnum. „Nú emm við með góða blöndu af tískuvöru, íþróttafatnaði og geisladiskum. Þessir vöruflokkar virðast eiga mjög vel saman. Við gemm líka eitt sem ekki hefur tíðkast í Vestmannaeyjum, tvisvar á ári er allur lagerinn settur á útsölu til að rýma fyrir nýjum vömm. Viðskiptavinir okkar hafa sýnt að þeir kunna að meta þennan verslunarmáta og það ánægjulegasta við reksturinn er að við erum að eignast vini meðal viðskiptafólks sem sýnir að fólk treystir okkur," segir Gunnar. Þegar komið er inn á stöðu verslana í Vestmannaeyjum segir Gunnar of mikið gert úr því að verslunin sé að fara úr bænum. „Auðvitað verslar fólk uppi á landi og í útlöndum en okkar reynsla er sú að aðkomufólk sem hingað kemur er tilbúið að versla lítist því á verð og gæði. Ég tók þetta saman eftir fyrsta árið og kom í ljós að fimmtungur veltunnar var sala til fólks sem hér var í fríi. Þetta hlutfall hefur eitthvað lækkað en samt afgerandi í rekstri Smart.“ Stöndumuelaðvígi Gunnar segir að þetta eigi ekki að koma á óvart því þau bjóði upp á rjómann af sambærilegri vöru í Reykjavík. „Þetta á ekki bara við Smart, aðrar verslanir í Vestnranna- eyjum standa sig mjög vel hvað vöruúrval varðar. Við erum í inn- kaupasamstarfi við verslanimar Kókó og Kjallarann sem eru stór nöfn í tískuheiminum í Reykjavík, em með verslanir á Laugaveginum og í Kringl- unni. Það er í mínum verkahring að Nú þegar sumarfríin eru að byrja, er gott að kynna sér hvað er til boða hér á landi. Ég veit að Vestmannaeyingar vilja njóta sumarfrísins sem best og vil því kynna ykkur hvað við höfum upp á að bjóða hér á Seyðisfirði. Hér er löng hefð fyrir hvers konar músík og mcnningaruppákomum. „A Seyði“ stendur fyrir listasumri ár hvert. Menningarmálafulltrúar í ár em þær Aðalheiður Borgþórsdóttir og Gréta Garðarsdóttir. Opnun sýning- anna „A Seyði“ verður laugardaginn 20. júní kl. 17.00 við menningar- nriðstöðina Skaftafell. Sýningin verður vítt og breitt urn bæinn og alls kaupa allan herrafatnað fyrir þessar búðir um leið og ég kaupi inn fyrir Smart. Mér er engin launung á því að samstarfið hefur hjálpað okkur mikið. Við skipuleggjum sameiginlegar innkaupaferðir til útlanda og svo sjá þeir um að leysa út vöruna og senda okkur. Þetta fyrirkomulag hefur náð að auka framlegð verslunarinnar umtalsvert.“ Eins og áður hefur komið fram höfðu Auður og Gunnar litla sem enga reynslu af verslunarrekstri þegar þau opnuðu Smart. „Hvað við höfum lært á þessum tíma?" segir Gunnar þegar þessi spuming er lögð fyrir þau. „Við höfum orðið að læra allt en við höfum h'ka verið heppin að því leyti að allir sem við höfum skipt við hafa hjálpað okkur mikið. Við höfunr aðeins tapað á einum aðila sem við höfum verslað við.“ Hafagertsínmistök Hefur þetta ekki kostað það að þið hafið gert margar vitleysur? ,Jú. Guð minn almáttugur," segir Gunnar og heldur áfram. „Fólki finnst kannski mikið að gera hjá okkur en ein vitlaus innkaup geta orðið til þess að við verðum launalaus heilt sumar. Það getur verið vitlaus jakkafatasending, vitlaus litur eða eitthvað sem larið er úr tísku og gróðinn hverfur út um gluggann.“ ViljumbúaíEyjum Þau leggja þó áherslu á að þau vilja ekki láta vorkenna sér og þegar upp er staðið sé fólk ánægt með framtak þeirra. „Þetta getur verið nrjög gefandi þegar fólk kemur til manns og hrósar okkur fyrir gott vöruúrval og góða konar uppákomur verða í allt sumar. Ég vil hvetja ferðafólk, hvort senr þið eru á leið um landið eða farið með Nörrænu út, komið og sjáið hvað við höfum upp á að bjóða. Og hver gleymir austfirsku veðri þegar sólin skín og húsin og fjöllin glampa í spegilsléttum firðinum. En ef það skyldi koma skúr þá er ekki síðra að njóta þess sem hér er að gerast. Meðal helstu atriða eru minn- ingarsýning um Dieter Rot í Skafta- felli sem verður opnuð 20. júní. Sama dag verður opnuð sölusýning með verkum Stefáns V.J. Stórvals frá Möðrudal og unr leið opna nokkrir þjónustu. Þegar við förum út að skemmta okkur erum við að rekast á ánægt fólk í fötum frá okkur og þá verður maður svolítið stoltur. En svo er það nú einu sinni þannig að þú getur verið með 99 ánægða viðskiptavini en einn óánægðan og þá langar þig mest til að fara að gráta," segir Auður og hlær. Það hefur ekki farið hjá því að Auður og Gunnar hafa orðið mjög áberandi í bæjarlífinu eftir að þau opnuðu Smart. Þau hafa farið eigin leiðir í að koma sér á framfæri og besta dæmið um það er þegar þau tóku flugstöðina á leigu undir tískusýningu. Það hitti í mark og þau fylltu llugstöðina. Þegar þau eru spurð að því hvorl þessu fylgi mikið umtai segja þau erfitt að neita því. „Maður hafði oft heyrt að fólk sem er áberandi, sérstaklega í smærri bæjarfélögunr lendi auðveldlega á milli tannanna á fólki. Auðvitað heyrir rnaður síðastur hvað sagt er um mann en ég hefði aldrei trúað því hvað fólk getur lagst lágt og þar höfum við fengið okkar skammt,“ segir Gunnar. „Ég vil leggja áherslu á við höfum í langflestum tilfellum mætt skilningi og Smart hefði aldrei orðið að veruleika nema vegna vina, ættingja og viðskiptavinanna sem eiga í versluninni eins og við. Okkur líður lfka vel í Vestmannaeyjum og erum nýlega flutt í hús sem við erum að gera upp. Hér erum við tilbúin til að eyða ævinni. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað gott er að búa hérna. Ég vitna oft f góðan vin minn sem sagði: -Ef þú átt góða vini hérna er hvergi betra að búa en í Vestmannaeyjum," sagði Gunnar Ingi Gíslason að lokurn. listamenn sýningu í Barnaskólanum. Þann 21. júní verður Menningardagur bama. I kirkjunni verða tónleikar öll miðvikudagskvöld í sumar. Víkinga- hátíð sem Hótel Snæfell stendur hefst I. júlí og stendur til 5. júlí. Dagana 3. Og 4. Júlí verður Hljómastefna '98 sem er tónlistarmót á Seyðisfirði. Þá verður boðið upp á götuleikhús og þann 15. ágúst verður Landsmót hagyrðinga á Seyðisfirði undir stjórn Hákonar Aðalsteinssonar. Verið velkomin, Karólína Þorsteinsdóttir. LESENDABREF - Karólína Þorsteinsdóttir skrifar: ÍE1! Menningardagar á Seyðisflrði

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.