Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 1
Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f.
RÉTTINGAR OG SPRAUTUN:
Flötum 20 - Sími 481 1535
VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ:
Græðisbraut 1 - sími 481
Bikarmeistarar ÍBV stilla sér upp framan uið stuðningsmennina í suðurhluta stúkunnar á
Laugardalsuelli, með Coca Cola bikarinn og eignarbikar sem beir hlutu fyrir sigur í
bíkarkeppninni.
Á myndinni til hliðar eru beir bræður Steingrímur og Hjalti Jóhannessynir, sem skoruðu
mörkin tuö sem tryggðu ÍBV sigur í úrslitaleiknum, með bikarinn og gullpeninga sína.
Lið ÍBV tryggði sér bikarmeistara-
titilinn á sunnudaginn er það sigraði
Leiftur frá Ólafsfirði 2 - 2 í úrslitaleik
keppninnar á Laugardalsvelli. Fögn-
uður Eyjamanna, bæði á leikvellinum
og í stúkunni, var mikill í leikslok og
margir stundu: Loksins, loksins.
ÍBV lék nú til úrslita þriðja árið í
röð en tvö síðustu árin hafa Eyjamenn
orðið að sætta sig við tap. Það var því
mikil gleði sem ríkti þegar flautað var
til leiksloka, fólk féllst í faðma,
hrópaði, klappaði og söng og mátti sjá
tár blika á hvarmi hjá mörgum.
Stuðningsmenn IBV byrjuðu upp-
hitun fyrir leikinn á laugardagskvöld
með stórdansleik á Broadway en
síðan var haldið áfram að morgni
sunnudags í Framheimilinu. Stemmn-
ingin á leiknum var frábær og náði
hámarki í leikslok þegar Hlynur
fyrirliði hóf bikarinn á loft, enda
ætlaði fagnaðarlátunum á Laugardals-
velli aldrei að ljúka.
ÍBV liðið sigldi til Eyja með
Herjólfi eftir leikinn, með bikarinn í
farteskinu, og var tekið á móti liðinu á
glæsilegann hátt er það kom til hafnar
í Eyjum.
Þegar fánum prýddur Herjólfur
sigldi inn á höfnina með leikmennina
og bikarinn á brúarvængnum, var
flugeldasýning á hafnargarðinum og í
Friðarhöfn og lúðrar voru þeyttir.
Mikill mannfjöldi var á Básaskers-
bryggjunni, bryggjan nánast full af
fólki og bílum, og gífurleg gleði
ríkjandi.
Forseti bæjarstjómar óskaði liðinu
til hamingju og leikmenn, þjálfarar og
stjóm knattspymudeildar fengu afhent
blóm frá bæjarstjórn og stjóm IBV
um leið og manngjöldinn hyllti þá
ákaft.
Eftir móttökuna á Básaskers-
bryggju var boðið til fagnaðarhátíðar í
veitingatjaldinu í Heijólfsdal þar sem
fagnað var fram eftir nóttu.
i EE4m^igiBP3íiiBi;aMiart
Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Mán-Lau Kl. 08:15 Kl. 1 2:00 Sunnudaga Kl. 14,00 Kl. 18.00 aukaferðir föstudaga Kl. 15.30 Kl. 19,00
‘7/ • 'ii> /rníaw /n/id •tteri0l$ur Sími 481 2800 Fax 481 2991