Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. september 1998
Fréttir
9
Það var mögnuð stemmning í
stúkunni á leik ÍBV og Leifturs.
Klukkan hálf tvö, einum og hálfum
tíma fyrir leik. var gamla stúkan orðin
þétt setin þrátt fyrir helli rigningu og
klukkutíma fyrir leik var gamla stúkan
full. Eyjamenn voru í suðurhelmingi
stúkunnar en stuðningsmenn Leifturs
voru í norðurhlutanum
Eftir að gamla stúkan fylltist
streynrdi fólk í nýju stúkuna og
greinilegt var að stuðningmenn ÍBV
voru mun fjölmennari en Ólafsfirð-
ingar því hvíti liturinn var allsráðandi
í nýju stúkunni en gulur litur
Leifursmanna sást hvergi nema í
norðurhluta gömlu stúkunnar.
Það var hátt spennustig hjá stuðn-
ingsmönnum og þeir komu vel heitir á
leikinn. Um leið og leikmenn ÍBV
fóru að tínast úr búningsklefunum og
inn á leikvanginn til að hita upp
sprakk stúkan og hverjum og einum
leikmanni var fagnað gífurlega. Brátt
hljómaði ÍBV lagið, Komum fagn-
andi, í hátalarakerfi Laugardalsvallar
og þá gaus stúkan. Fólkið stóð upp og
söng með af krafti.
Mögnuðspenna
Spennan magnaðist svo með hverri
mínútunni sem leið og stuðningmenn
virtust ákveðnir í að skemmta sér vel.
Stalla húh kom sér fyrir með hljóðfæri
sín og byrjaði að þeyta lúðra og berja
trumbur og var vel tekið undir.
Ahorfendur komu greinilega
ákveðnir til leiks og sjá mátti á
leikmönnum ÍBV liðsins að þeir fundu
góða strauma frá stúkunni því þeir létu
áhorfendur vita með látbragði,
klöppum og steyttum hnefum að þeir
væru ánægðir með stemmninguna.
Eftir að liðin höfðu verið kynnt og
heiðursgesturinn Davíð Oddsson, for-
sætisráðherra, hafði heilsað upp á
leikmenn var þjóðsöngurinn leikinn
og var gaman að heyra hve margir
áhorfendur sungu með.
Raddböndinpanin
Kristinn Jakobsson, dómari, flautaði
síðan til leiks og þar með var baráttan
hafin inni á vellinum. Ahorfendur sem
þanið höfðu raddböndin á annan
klukkutíma í stúkunni gáfu ekkert eftir
og bættu við snúningi þegar leikurinn
hófst.
Það fór þungur kliður um stúkuna
þegar Leiftursmenn komust í opið færi
strax á fyrstu mínútunum en Gunnar
markvörður bjargaði glæsilega og þá
létu Eyjamenn vel í sér heyra. Áfram
ÍBV glumdi úr stúkunni.
Leiftursmenn virkuðu ákveðnari á
fyrstu mínútunum og það mátti greina
óróleika hjá mörgum áhorfendum en
ekkert var geftð eftir í hvatningunni.
Eyjamenn náðu fljótlega tökum á
leiknum og fóru að leika við hvum
sinn ftngur. Leikurinn var opinn,
hraður og skemmtilegur og áhorf-
endur kunnu vel að meta það. Sóknir
ÍBV þyngdust smá saman og hættuleg
færi sköpuðust svo oft var risið á fætur
í stúkunni og á víxl heyrðust fegins-
stunur. þegar eitthvað gekk upp, eða
vein yfir því þegar Eyjamenn kláruðu
ekki færin sem fengust og á milli var
kallað: í - í - ÍBV, Afram ÍBV eða þá
að ÍBV lagið var sungið.
1 - 0 og allt brjálað í stúkunni
Þegar Leiftursmaðurinn Páll Guð-
mundsson varði boltann með höndum
á marklínu og Kristinn dómari dæmdi
vítaspymu á Leiftur og gaft Páli rauða
spjaldið var mikið fagnað í stúkunni.
Steingrímur Jóhannesson gekk kaldur
og rólegur að boltanum og stillti upp á
vftapunktinn. Grafarþögn ríkti í stúk-
unni og margir hugsuðu eflaust til
vítaspymunnar sem fór forgörðum á
móti Keflavík í fyrra. Sumir földu
andlitið í höndum sér og þorðu vart að
horfa á spyrnuna og spenna var í
hverju andliti. Taugamar vom þandar.
Steingrímur var öryggið uppmálað og
renndi knettinum örugglega í netið,
1 - 0 fyrir ÍBV, og það brjálaðist allt í
stúkunni. Það var klappað, dansað,
sungið faðmað og kysst. Steingrímur
hljóp að stúkunni og steytti hnefa
framan í áhorfendur til merkis um að
nú yrði kné látið fylgja kviði.
“Bikarinn til Eyja, bikarinn til Eyja,”
sungu stuðningmenn ÍBV og
greinilegt var að mikil spenna losnaði
við markið.
Spekingslegar umræður við
skálarnar í hálfleík
Þegar flautað var til leikhlés og
leikmenn ÍBV gengu til búningsklefa
stóðu áhorfendur í stúkunni upp og
fögnuðu þeini vel. Fólk streymdi úr
stúkunni til að létta á sér eða ná í
kaffisopann.
Við „skálarnir" voru spekingslegar
umræður um fyrri hálfleikinn og menn
skiptust á skoðunum. Það var létt yfir
Eyjamönnum og þeir famir að eygja
von um að nú hefðist þetta ef til vill
loksins.
Hjalti tekur af skaríð
Seinni hálfleikur var ekki síðri en sá
fyrri og ÍBV stjómaði leiknum. Strák-
amir léku eins og þeir sem valdið hafa
og sköpuðu sér hvert færið á fætur
öðru en inn vildi tuðran ekki. Það var
þvf oft staðið upp og stunið í stúkunni.
Það var ekki fyrr en Hjalti Jóhannes-
son tók af skarið, renndi sér í gegnum
vöm Leifturs og lagði boltann í netið,
með hægri fæti, að tuðran lá loks í
marki Leiftursmanna. Það hreinlega
truflaðist allt í stúkunni og leikmenn-
imir á vellinum fögnuðu ofsalega.
Gunnar markvörður óð franr á miðju
og veltist þar um í faðmlögum en aðrir
leikntenn hrúguðust á Hjalta úti við
hliðarlínu.
“Bikarinn til Eyja, bikarinn til
Eyja,” glumdi nú í stúkunni milli þess
sem ÍBV lagið var sungið. Stemmn-
ingin var ótrúleg.
Jérerég,GunniSig.“
Mínútumar tifuðu og Leiftursmenn
fengu nokkur tækifæri en Gunnar
Sigurðsson í markinu hirti þá bolta
sem á rammann komu, oft með
glæsibrag. Eftir eina frábæra mark-
vörslu snéri Gunnar sér til stúkunnar
og lét vita með látbragði sínu að hann
væri þarna til að halda hreinu. „Hér er
ég, Gunni Sig,“ gaf hann til kynna og
sjálfstraustið geislaði af honum.
Loksins, loksins, var 17 ára
biðáenda
Eftir því sem leiktíminn styttist
efldust áhorfendur í stúkunni og þegar
bikarinn var komjpn á hliðarlínuna
nokkrum mínútum fyrir leikslok var
fjörið orðið ólýsanlegt. Þegar Kristinn
dómari flautaði til leiksloka ætlaði allt
um koll að keyra. Leikmenn, þjálfarar,
knattspymudeildarmenn og áhorfend-
ur fögnuðu ofsalega. Loksins, loksins
var 17 ára bið á enda.
Eftir að búið var að fagna vel og
lengi voru verðlaun afhent.
Leiftursmenn fengu silfrið og tóku
stuðningsmenn ÍBV í stúkunni þá
undir með stuðningsmönnum Leifturs
og hvöttu þá um leið og þeim var
þakkaðfyrirleikinn.
Liðsmenn ÍBV stigu síðan á pallinn
og fengu gullpeninga sína en síðan
afhenti Davíð Oddsson Hlyni fyrirliða
bikarinn góða og það var mögnuð
stund þegar hann hóf bikarinn á loft.
Mark-miðinu var náð og fögnuðurinn
og ánægjan voru ómæld enda féllu
örugglega gleðitár hjá mörgum á
þessarri stund.
Fagnaðarlátum ætlaði síðan aldrei
að linna enda engin ástæða til annars
en að njóta stundarinnar í botn. Það
vom glaðir og sælir stuðningsmenn og
leikmenn ÍBV sem gengu léttir í spori
af velli eftir að liafa fagnað vel og
lengi.
Eftir að hafa fagnað skamma stund á
Glaumbar héldu leikmenn ÍBV og
stuðningsmennimir, sem komu frá
Eyjum, til Þorlákshafnar þar sem
Herjólfur beið þess að flytja þá heim
með bikarinn. Bikarinn var loksins á
leið til Eyja.
Bjarni, þjálfarí. og Hlynur, fyrírliöi. með bikarana góðu um borð í Herjólfi á
leiðinni til Eyja. Birkir, sonur Hlyns sem er á milli beirra, er ekki síður
ánægður með bikarinn en beir f élagar.
Gleði í Herjólfl
á lelðlnni til Eyja
Sigurgleði ríkti í Herjólft er skipið
sigldi til Eyja á sunnudagskvöld með
bikanneistarana innanborðs.
Þrátt fyrir austan kalda og
hreyfingu á skipinu var slegið upp
veislu um borð. Leikmönnum var
boðið til kvöldverðar og þeir vom
léttirog kátirog öll sjóveiki hjá þeim
gleymdist í sigurvfmunni.
Það var spilað og sungið á Ieiðinni
og eftir\'ænting eftir að konia heim til
Eyja með bikarinn.
Fjölmenni var með Herjólfi á
leiðinni til Eyja og var mikil
stemmning ríkjandi þratt fyrir að einn
og einn þyrfti að slá af í sigurgleðinni
vegna hreyfingar skipsins. Það
gleymdist þó fljótt þegar
móttökuathöfnin hófst í Eyjum og
það verður öllum sem vom með
Heijólfi ógleymanleg stund þegar
loksins var komið siglandi með
bikarinn til Eyja.
Fagnað á Glaumbar eftir leik. Baggi Sjonna fékk að sjálfsögðu að klappa
bikarnum enda er hann fyrirliði stuðningsmanna ÍBV á vellinum.