Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 3. september 1998 Mögnuð stemmningríktiá Laugardalsuelliá sunnudaginnliegar ÍBVtryggðisér bíkarmeistaratitilinn íknattspyrnu. Stemmninginvar svoenguminni þegarliðiðkom með Herjólfi tíl Eyjaásunnu- dagskvöldmeð bikarinnífar- teskinu og var hyllt af Vestmannaeyingum. FRÉTTIR óska ÍBVtil hamingju með glæsileganárangur. Eyjamenn fagna bikarmeistaratitlinunum á Laugardalsuelli. Bikarinn loksins á leið til Eyja. Það var nóg að gera hjá stuðningsmannaf élaginu í Reykjauík í sölu á ÍBV munum sem runnu út enda góðir sölumenn á ferð. Frábær umgjörð Undtrbúningur stuðningsmanna- félaga ÍBV í Eyjum og Reykjavík var að vanda mikill og skapaði griðarlega skemmtilega umgjörð urn leikinn. Segja má að upphitun fyrir leikinn hafi byrjað í Eyjum á fimmtudagkvöld þegar stuðnings- mannafélagið efndi til Bikarkvölds á Fjörunni þar sem stuðningsmenn komu sainan ásamt þjálfara og fyrirliða ÍBV. Sátu þeir fyrir svörum og farið var ytir sumarið og leikinn framundan. Stuðningsmannafélagið í Reykja- vík var með sölubás í Kringlunni á föstudag og laugardag þar sem ýmiss IBV vamingur var seldur. Búningar, húfur, treflar og jafnvel nærföt með ÍBV merki á runnu út og það var greinilegur hugur í stuðningsmönnum ÍBV. Á laugardagskvöld var ÍBV kvöld á Broadway þar sem fyrsta alvöru upphitunin fyrir bikarleikinn fór fram. Að loknum kvöldverði var sungið og trallað við undirleik Eymannafélagsins. Dregnir voru upp ýmsir baráttusöngvar til ÍBV og þeir æfðir þar til hljómsveitin Skítamórall tók við og leiddi stuðið fram á nótt. Talið er að á þriðja þúsund manns hafi komið á ÍBV kvöldið á Brodway og það glumdi vel í þegar Ragnar Sigurjónsson, stjómandi ÍBV kórsins í Reykjavík, steig á svið og lét gesti á Broadway æfa nýjasta stuðningshrópið: f - í - ÍBV. Síðasta upphitun fyrir leik hófst í Framheimilinu við Safamýri fyrir hádegi á sunnudag. Þar komu stuðningsmenn ÍBV saman og fínstilltu strengina fyrir leikinn. í Framheimilinu var boðið upp á reyktan lunda, öl og fleira góðgæti og stuðningslagið; Komum fagn- andi, glumdi í hljóðkerfinu. Hljómsveitin Skítamórall flutti siðan nokkur lög áður en gengið var í skrúðgöngu við undirleik Lúðra- sveitar Vestmannaeyja frá Framheimilinu á Laugardalsvöll. Ragnar Sigurjónsson stjómaði æfingum á hrópum og köllum fyrir leik klæddur fagurbleikum blúndukjól og stemmningin magn- aðist eftir því sem nær leik leið. Umgjörð um leikinn og undirbúning hans var frábær og þeim sem að stóðu til mikils sóma. Undirbúningur þessi er enn ein rós í hnappagat stuðningsmannafélags ÍBV sem hefur í undirbúningi úrslitaleikja undanfarinna tveggja ára alltaf náð að skapa frábæra stemmningu og enn tókst þeim að toppa það sem áður var gert. Til hamingju stuðningsmenn ÍBV. Glæsilegar móttöKur við komuna dl Eyja Vestmannaeyingar fögnuðu Bikar- meisturum IBV á glæsilegan hátt er þeir komu með bikarinn til Eyja með Herjólfi á sunnudagskvöld. ÍBV liðið stóð með bikarinn á brúarvængnum þegar fánum prýddur Herjólfur sigldi til hafnar. Blys voru tendruð á hraunkantinum við innsiglinguna og á hafnargarðinum var flugeldasýning. Þokulúður Herjólfs var þeyttur og bílstjórar á hraunkantinum og bryggjunum fögnuðu heimkomu strákanna með því að þeyta bflflautumar. Þegar Herjólfur lagðist að Básaskers- bryggjunni sem var nánast full af fólki var skotið upp flugeldum og mann- fjöldinn fagnaði ákaft en á brúarvængnum var bikamum veifað um leið og leikmennimir sungu IBV lagið við undirleik Leifs Geirs Hafsteinssonar. Stórkostleg og ógleymanleg heimkoma. Eftir að allir farþegar Herjólfs voru komnir frá borði gengu leikmenn ÍB V í land með bikarinn við undirleik lúðrasveitar. Flatvagni hafði verið komið fyrir utan við Herjólfshúsið og var hann notaður sem pallur fyrir móttökuathöfnina. Eftir að leikmenn ÍBV og aðstandendur liðsins höfðu stigið á pall og verið fagnað af bæjarbúum ávarpaði Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjómar Vestmannaeyja, þá og færði þeim hamingjuóskir fyrir hönd bæjarstjóm- ar og bæjarbúa allra. Þeir fengu síðan afhent blóm frá bæjarstjóm og ÍBV og var fagnað vel og lengi. Að lokinni móttökunni á bryggjunni var öllum boðið til fagnaðarhátíðar í veitingatjaldinu í Herjólfsdal. Rútur gengu frá bryggjunni í Dalinn og fór fjöldi fólks þangað. Ljósum prýddu IBV merki úr þjóðhátíðarskreytingu hafði verið komið fyrir í Dalnum og í tjaldinu lék Eymannafélgið undir fjöldasöng. Þrátt fyrir rok og rigningu létu stuðningsmenn ÍBV sig ekki vanta í Dalinn og leikmönnum ÍBV var vel fagnað þegar þeir komu í tjaldið með bikarinn eftirsótta. „Bikarinn er kominn, bikarinn er kominn. Kominn til að vera, kominn til að vera“, kyrjuðu stuðningsmenn- irnir í sigurvímu. Hlynur, fyrirlíðí, og hans menn mæta með bikarinn í bíkarveisluna í ueitingatjaldinu í Herjólfsdal. Stigið á land í Eyjum með bikarinn. Ásmundur Friðriksson, formaður ÍBV ávarpaði leikmenn og stuðningsmenn og óskaði öllum til hamingju með daginn og Bjami þjálfari þakkaði móttökumar og stuðning stuðningsmanna liðsins. en síðan tóku Leifur Geir og Ivar Bjarklind ÍBV lagið með dyggri aðstoð allra viðstaddra. Gleði var í tjaldinu til klukkan þrjú aðfaramótt mánudags en þá lauk þessari opinberu móttökuhátíð bikar- meistaranna. Stór hluti bæjarbúa tók þátt í hátíðarhöldunum á einn eða annan hátt og fólk lét leiðinlegt veður á engan hátt aftra sér í því. Það sannaðist vel í þessari móttökuathöfn að Eyjamenn em engum líkir. Hverjum öðmm hefði dottið í hug að halda móttökuathöfn í tjaldi í þvflíku slagveðri sem var aðfaramótt mánudagsins og hverjir aðrir en Vestmannaeyingar hefðu látið sig hafa það að mæta í slíkt partí til að fagna bikarmeistaratitli í knattspymu?

x

Fréttir - Eyjafréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-4061
Tungumál:
Árgangar:
50
Fjöldi tölublaða/hefta:
2604
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1974-í dag
Myndað til:
21.12.2023
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Héraðsfréttablað Vestmannaeyja.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 35. tölublað (03.09.1998)
https://timarit.is/issue/375344

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. tölublað (03.09.1998)

Aðgerðir: