Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 27. ágúst 1998 Erillogtvær líkamsárásir Færslur í dagbók lögreglu síðast liðna viku voru 158 sem er svipaður fjöldi og í vikunni þar á undan. Hins vegar var nokkkur erill hjá lögreglu. Tvær líkanrsárásir voru kærðar til lögreglu eftir helgina og áttu þær sér stað í heimahúsi. Ekki mun liafa verið um alvarlega áverka að ræða í öðm tilvikinu, en í hinu mun árásarþoli hafa nefbrotnað. Lög- regla varð fyrir aðkasti þegar verið var að handtaka annan árásar- manninn. Var gerð tilraun til að slá til lögreglu. en vegfarandi senr þama var stöðvaði nranninn. Hins vegar náði maðurinn að rífa í jakka lögreglumannsins og hindra hann þannig við að sinna skyldustörfum. Mál þessa manns verður tekið fyrir og má hann búast við sekt vegna framkomu sinnar. Myndavél stolíð Enn eru að koma tilkynningar um þjófnað síðan á Þjóðhátíð. I síðast liðinni viku var tilkynnt um þjófnað úr heinrahúsi þar sem stolið var myndbandsupptökuvél og mynda- vél. Eígnarspjöll Ein tilkynning kom til lögreglu varðandi eignarspjöll en þann 26. ágúst var bifreið rispuð fyrir utan íþróttamiðstöðina. Mun þetta hafa gerst um kl 17:00 og óskar lögreglan eftir upplýsingum frá þeim senr hugsanlega hafa séð hver þama var að verki. Flúði af vettuangi Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu nreð stuttu millibil þann 31. ágúst, en um nrinniháttar óhöpp var að ræða og engin slys á fólki. í öðm tilvikinu var ekið á bifreið við verslunina Vöruval um kl 18:00 til 18:30 og ók sá senr olli tjóninu af vettvangi á þess að tilkynna það. Óskar lögreglan eftir hugsanlegum vitnum að árekstrinum. Bikarheimkomavel heppnuð Allt fór vel fram þegar Herjólfur kom til Eyja með ný krýnda bikarmeistar ÍBV en mikill mannfjöldi safnaðist saman á Bása- skersbryggju. Einnig safnaðist fólk saman í veitingatjaldinu í Herjólfs- dal og fór allt sanran vel fram. enda fólk í hátíðarskapi. Breytinyar á útivistarreglum barna Lögreglan vill koma því á framfæri að breyting varð á útivistartíma barna frá og með 1. september. Böm 12 ára og yngri rnega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nerna í fylgd nreð fullorðn- um. Böm sem em á aldrinunr 13 til 16 ára skulu að sania skapi ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Sigurgeir Scheving segir sig úr umhverfis- og heilbrigðisnefnd: „VII ekki leika hlutverk Don Kíkóta" Bæjarráði hefur borist bréf frá Sigurgeir Scheving dagsett 31. ágúst þar sem hann segir sig úr umhverfis- og heilbrigðisnefnd. Bæjarráð samþykkti að nýr aðili yrði tilnefndur í nefndina á næsta fundi bæjarstjórnar. Sigurgeir segir ástæðuna fyrir úrsögn sinni úr nefndinni þá, að þegar hann hafi gefið kost á sér í nefndina hafi hann talið að verksvið hennar væri að vinna að því af fremsta megni að vemda umhverfi og ósnortna náttúru Eyjanna, en ekki að sam- þykkja tillögur sem ganga í berhögg við aukinn áhuga alls almennings í bænum og um allt land um vemdun landsins. Sigurgeir segir að málið sem fyllti mælinn hafi verið málsmeðferð sú er umsókn Tals hf. fékk hjá nefndinni um að setja upp loftnet á Hánni. „Ég tel að kanna eigi hvað fær „sanna“ Eyjamenn til að samþykkja slíka sjónmengun og á hvaða hátt pólitískir hagsmunir peningamanna á höfuð- borgarsvæðinu og ef til vill víðar spili inn í málið. Ég tel að Tal hf. geti ekki sett okkur Eyjamönnum úrslitakosti, þó svo þeir hafi verið komnir í vandræði vegna samninga sinna við Keikósamtökin. Vandræði sem leysa á með stórkostlegu lýti á Hánni, einni af perlunum í festi okkar Eyjamanna.“ Sigurgeir segist ekki taka þátt í svona skrípaleik. „Mér finnst þessi nefnd ekki standa undir nafni né þeir sem í henni starfa. Menn þar segjast ekki hlusta á tilfinningavæl, en eins og allir vita snúast umhverfismál um tilfinningamál. Ég sá mér ekki fært að vera þama innanborðs f hlutverki Don Kíkóta og berjast við vindmyllur. Hins vegar er þetta ekki bara mál íbúa Vestmannaeyja, heldur og ekki síður Eyjamanna sem búa á fastalandinu og fyndist mér að þeir ættu að láta í sér heyra varðandi þetta mál.“ Stuðningsmannafélag ÍBV á Reykjavíkursvæðinu: Fyrsta stórverkef ni Ella Bjössa Á laugardagskvöldið fyrir bikar- úrslitaleikinn á sunnudaginn stóð Stuðningsmannaklúbbur IBV og Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu (ÁTVR) fyrir dansleik á Brodway. Rúmlega 2000 manns komu á Broadway þetta kvöld og tókst frábærlega að sögn þeirra sem ennþá lifa í ljúfum minningum frá þessu kvöldi. Elías Björn Ángantýsson, betur þekktur sem Elli Bjössj, er formaður Suðningsmannafélags IBV á Reykja- víkursvæðinu og hefur gengt því embætti í eitt ár er hann tók við af Einari Gylfa í fyrra haust. Elli Bjössi segist þó hafa verið meira og minna, vakinn og sofinn starfandi í félaginu síðast liðin fimm ár. „Þetta er fyrsta stórverkefnið sem ég tek að mér sem formaður og er í skýjunum yfir því hversu vel tókst til og ekki síður að við skyldum vinna leikinn.“ Elli Bjössi segir að unnið hafí verið að þessu í síðast liðið ár. „Það hlaut að koma að því að við myndum hafa þetta, svo það var ákveðið að fara að vinna í þessu í tíma. Þess vegna ákvað ég líka að fresta sumarfríinu mínu til þess að geta lagt eitthvað af mörkum vegna leiksins og að efla andann meðal stuðningsmanna. Svo talaði ég við Guðlaug Sigurðsson, sem sér um auglýsingar fyrir Óla Laufdal, en hann hefur verið mjög velviljaður Vestmannaeyingum alla tíð, um að verða með ball. Þetta var fyrir hádegi á þriðjudegi, í vikunni fyrir leik, og eftir hádegi var búið að negla þetta.“ Elli Bjössi segir að stuðningshópur- inn sé ekki formlegur félagsskapur, hins vegar sé hann vel skipulagður og Hiikdr í tlaldl Á þriðjudaginn gerði töluvert suðaustan slagveður í Eyjum með tilheyrandi vindstrengjum í Her- jólfsdal. Svo mikið var rokið að þak eldhústjaldsins á hinu nýja veitingatjaldi í Herjólfsdal varð undan að láta. Reyndar var tjaldað yfir eldhúsið með bráðabirgðadúk, svo að þetta kom ekki svo á óvart. Hins vegar má ljóst vera að töluvert tjón varð og hrikti veru- lega í tjaldinu í mestu kviðunum svo ákveðið var að staga niður tjaldið og styrkja það fyrir hugsanlegum áföllum. að haldnir séu reglulegir fundir. „Þetta er 10 - 15 manna hópur sem er hvað virkastur, en þegar rnikið stendur til eru allir boðnir og búnir að rétta hjálparhönd. Stuðningshópurinn hefur auk þess hist reglulega á ólaunr- bar fyrir útileiki ÍBV til þess að hita upp, spjalla, og spá í spilin, auk þess að sjá um rútuferðir með stuðnings- menn upp á Skaga og til Keflavíkur.“ Elli Bjössi er ekki í nokkmm vafa um það að þessi síðasta uppákoma í kringum ÍBV og bikarleikinn komi til með að efla starf stuðningsmanna- félagsins og ÁTVR. „Við vomm með upphitun í Framheimilinu og þar var líka hægt að skrá sig í ÁTVR, það gaf góða raun og tjöldinn allur af nýjum félögum skráði sig í félagið, en fram að því hafa verið um 300 félagar í ÁTVR.“ Elli Bjössi segir að skemmtunin á Broadway hafi verið ævintýri út af fyrir sig og muni seint líða úr minni. „Það var alveg frábært að fá svona margt fólk á einn stað til þess að samtilla hugana fyrir leikinn. Við æfðum baráttusöngva til hvatningar liðinu, en það er eitt af því sem mér finnst skorta á leikjum héma að menn syngi á vellinum. Málið er að gefa sem jákvæðasta mynd og umgjörð og reyna að brydda upp á einhveiju nýju. Ég er ekki ennþá korninn niður á jörðina og er efst í huga þakklæti til fólks sem lagði allt sitt af mörkum til þess að vel mætti takast. Allur ágóði af þessu rennur óskiptur til ÍBV, og eru þeir vel að honum komnir." Elli Bjössi segir að félagið sé með ýmislegt á pijónunum. „Við ætlum að reyna að gera eitthvað fyrir utan þetta hefðbundna og virkja fólkið með okkur. Ef margir vinna saman þá gengurþetta vel. En málið er að reyna að búa til peninga fyrir liðið. Nú er bara að stefna að því að fá hina dolluna,'1 segir Elli Bjössi og lætur ekki deigann síga. ,Áfram ÍBV!!!!!!!!!“ Börnin skölinn og umferðin Lögreglan vill að gefnu tilefni benda ökumönnum á að fara var- lega í umferðinni og þá sérstaklega með það í huga að rnikið af börnum verður á ferðinni í kringum skólana. Stútar Fimm ökumenn voru kærðir vegna brota á umferðarlögum. Af þeinr voni tveir grunaðir unr ölvun við akstur. I hinum tilvikunum var um minniháttar brot að ræða. Sameiginleg orkukaup Fundur var haldinn í stjórn Bæjar- veitna fimmtudaginn 20. águst. Meðal mála sem þai' konru til umræðu var að veitustjóri kynnti hugnryndir um sameiginleg inn- kaup raforku hjá nokknrm orkuveitum beint frá Landsvirkjun. Stjórnin fól veitustjóra að vinna að franrgangi málsins í samvinnu við nokkrar orkuveitur. Ueitustjóri til Newcastle Stjóm Bæjarveitna samþykkti og að veitustjóri kynnti sér þær breyt- ingar sem orðið hafa á enska raforkumarkaðinum og taki þátt í ferð veitustjóra til Newcasle 1. til 4. september nk. Viðræðurumvandaí kjölfar lélegs vatnsbúskapar Vegna skerðingar afgangsorku vegna erfiðs vatnsbúskapar Landsvirkjunar næsta vetur sam- þykkti stjóm Bæjarveitna að fela formanni og veimstjóra að taka upp viðræður við viðkonrandi stjóm- völd um þann vanda senr hækkun afgangsorku hefur á rekstur hitaveitunnar. Lundinnopnaráný Jón Ingi Guðjónsson hinn nýji eigandi og rekstraraðili Lundans mun opna staðinn að nýju á föstudagskvöld. Jón Ingi segist vera hættur til sjós og muni einbeita sér að rekstri staðarins hér eftir. „Ég nrun fá markaðsfróða menn nrér til fulltingis til þess að meta hvað nröguleikar em með breyttan rekstrtu'gmndvöll staðarins, en til að byrja með mun staðurinn verða rekinn nreð hefðbundnu sniði.“ Jón Ingi segir að hann hafi meðal annars íilruga á því að hafa staðinn opinn að deginum til, en þau plön senr eru á borðinu miðist við gjörbreytt rekstaiform með vorinu. „Hljómsveitin Dans á rósunr mun leika uni helgina, en mér finnst vel við hæfi að starta með Vestmannaeyjahljómsveit," segir Jón Ingi að lokurn. FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn,_Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugyallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-4061
Tungumál:
Árgangar:
50
Fjöldi tölublaða/hefta:
2604
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1974-í dag
Myndað til:
21.12.2023
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Héraðsfréttablað Vestmannaeyja.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 35. tölublað (03.09.1998)
https://timarit.is/issue/375344

Tengja á þessa síðu: 2
https://timarit.is/page/6105764

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. tölublað (03.09.1998)

Aðgerðir: