Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 3. september 1998 Er á leiðinni til Spánar í iðnhönnun -segir Bíbí Pálsdóttir ein þeirra sem stóðu að hönnun vistvæns bfls, sem verðlaunaður var í Stokkhólmi á dögunum Bohemia á sænskri grund í allri sinni dýrð. Eins og sagt var frá í síðustu Fréttum var Bíbí Pálsdóttir, dóttir Páls Zó- phóníassonar í hópnum sem stóð að hönnun hins umhverfísvæna bfls sem verðlaunaður var í hönn- unarsamkeppni sem Stokkhólmsborg stóð fyrir í síðustu viku. Bíbí er 29 ára og var ein sex nemenda úr Myndlista- og handíða- skólanum sem stóð að hönnun bflsins, en sjálf var hún í keramikdeild. Einn nemandi kom úr grafískri íönnun, einn úr grafík og )rír úr skúlptúrdeild. Bíbí íefur fengið Erasmusstyrk sem er skólaskiptastyrk á vegum EES og mun stunda nám í iðnhönnun á Spáni í vetur. Fréttir náðu tali af henni þar sem hún var stödd hjá systur sinni í Danmörku. Bíbí segir að mikil vinna liggi að baki gerð þessa bfls og ekki laust við að þreytu væri farið að gæta eftir þessa miklu töm. „Við sem stóðum að þessu höfum eiginlega verið í skólan- um í allt sumar og ég verð komin til Spánar þegar þessi orð koma á prent.“ En hver var hugmyndin sem lagt var upp með varðandi þetta verkefni? „Hugmyndin eða „conceptið“ var umhverfisvænn bfll. Við byrjuðum að afla okkur upplýsinga og fórurn í hugmydavinnu strax í janúar og síðan hefur þetta þróast og reyndar er ennþá ýmislegt sem hægt er að útfæra frekar og þróa.“ iJíbí segir að þar sem Stokk- hólmur verði ein af menningarborgum Evrópu árið 2000 hafi verið ákveðið að efna til þessarar samkeppni meðal nemenda í listaskólum á norður- löndum, en það voru í allt 12 skólar frá Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og íslandi sem þátt tóku í keppninni. „Það voru veitt tvenn verðlaun. Önnur verðlaunin voru fyrir notagildið og hin fyrir frumleika. Við fengum svo fyrstu verðlaun fyrir notagildið og tæknilega útfærslu." Bíbí segir að fjármögnun verkefnisins hati verið í formi styrkja frá Stokkhólmi og ráðuneytum hér á landi. Einnig fengum við styrki frá fyrirtækjum og umboðum sem töldu Bíbí Páls í Bohemía sér hag í því að auglýsa þau efni sem við notuðum í bílinn. Hjálmar Ámason alþingismaður var nokkurs konar tengiliður okkar við þessi styrktarfyrirtæki og á stórann þátt í því að þetta varð að veruleika. Hann hefur líka verið mikill áhugamaður um að nýta vetni til eldsneytis- framleiðslu og bíllinn er knúinn áfram með vetni.“ Hvemig varð svo útfærslan á bflnum? „Bíllinn heitir Bohemia. Hann gengur fyrir vetni og rafmagni og er skipt í þrjú rými. Það er stjómrými, sem er tölvuvætt og meðal annars götukort þar sem fá má t.d. hvemig best er að fara styðstu leið frá A til B. Þá er miðrými, sem er hugsað sem athafnasvæði. Þar er hægt að elda og matast, fara í bað og á klósett. Þriðja rýmið er svo svefnrými, en það er sá hluti sem hægt er að opna og upp og leggja niður. Ef hægt er að tala um líkingu þá höfðum við skordýr í huga í sambandi við lögun lit og efni. Við keyptum Subaro elcat skutbíl frá Finn- landi og tókum hann í sundur þannig að eftir stóðu bara vélin og hjólin. Síðan hófumst við svo handa með að forma hugmyndimar. Þannig er boddíið hugsað sem vemdarskel sem fellur inn í umhverfið. Einnig á liturinn sem er grænljólublár og lakkið að grípa umhverfið. Að innan á bfllinn að gefa tilfinningu fyrir mýkt og jafnvel gefa tilfinningu fýrir vemd í móðurkviði. Á þann hátt viljum við gefa tilfinningu fyrir því að maður og bíll séu eitt, þannig mótar t.d. stóllinn í bflnum form líkamans. Aftan á bflnum er myndavél þar sem hægt er að fylgjast með umferð, þannig að það er ekkert utan á bflnum svo sem speglar eða slíkt sem skemmir heildarformið. Einnig var miðað við að bfllinn ætti að geta fullnægt öllum kröfum án þess að þurfa að sækja neitt út fyrir bflinn. Bíllinn er því ekki hugsaður fyrir ákveðna manngerð heldur frekar sem almenningsbíll" JZ) íbí segir að þau hafi ferðast um með bflinn á sýningunni og hann hafi vakið mjög mikla athygli. „Viðbrögð fólks voru öll mjög jákvæð, en að vísu var skoðanir fólks mikið bundnar við það hvar áhugi fólks lá. Við fórum t.d. með hann niður í bæ þar sem meira var um að almenningur sæi bflinn. Viðbrögð almennings voru rnikið á þá lund að spyrja um verð og hvar bfllinn væri til sölu. Á meðan hönnuðir og ýmsir fagmenn veltu meira fyrir sér heildarlausnum og hugmyndinni að baki bflsins.“ Nú eruð þið í öll í Myndlista- og handíðaskólanum og komið úr ýms- um deildum, hins vegar er engin iðnhönnunardeild við skólann. Var ekki erfitt að taka þátt í þessu í því ljósi? „Listgreinar eru alltaf að renna meira og meira saman. Þetta var áður annað hvort hönnun eða list, fyrir mér er þetta spuming um að blanda þessu saman að einhverju leyti. Hins vegar er hönnun meira tengd einhverju sem fer í fjöldaframleiðslu. en listaverkið frekar einstakt. En þetta tengist mjög mikið og verður alltaf erfiðara að sjá skörpskilþamaámilli. Þetta verkefni reyndi hins vegar mjög mikið á mann bæði hugmyndalega og lfka að vinna svon náið saman í hópi. Yfirleitt er meira um einstaklingsvinnu í skólanum." B íbí segir ágætt að vera í MHÍ. Hins vegar sé þetta alltaf spuming um peninga. „Skólinn er rekinn á tveimur stöðum í bænum, þ.e. í Skipholtinu og Laugamesinu. Þetta háir skólanum að vissu leyti og það hefur áhrif að allir geta ekki verið undir sama þaki." Bíbí segist vera full bjartsýni á að þetta verkefni dagi ekki uppi. en á hvers vegum frmahaldið verður hefur ekki verið rætt. „Hvort það verður á vegum skólans eða okkar sem þátt tókum, eða beggja aðila kemur í ljós. Hins vegar er ég með allan hugann við Spán núna og hlakka til að geta byrjað í skólanum þar,“ sagði Bíbí að lokum.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-4061
Tungumál:
Árgangar:
50
Fjöldi tölublaða/hefta:
2604
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1974-í dag
Myndað til:
21.12.2023
Útgáfustaðir:
Lýsing:
Héraðsfréttablað Vestmannaeyja.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað: 35. tölublað (03.09.1998)
https://timarit.is/issue/375344

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. tölublað (03.09.1998)

Aðgerðir: