Fréttir - Eyjafréttir - 03.09.1998, Blaðsíða 14
14
Landa-
KIRKJA
Sunnudagur 6. september kl
11:00 f.h.
Prófasturinn í Kjalarnesprófasts-
dænii. dr. Gunnar Kristjánsson
setur sr. Kristján Bjömsson
sóknarprest og sr. Báru Friðriks-
dóttur prest inn í embætti. Séra
Kristján Bjömsson predikar.
Altarisganga. Kór Landakirkju
syngur. organisti og kórstjóri
Guðmundur Guðjónsson.
Eftir athöfnina býður sóknarnefnd
til samveru í safnaðarheimilinu.
Hvíta-
SUNNU-
KIRKJAN
Fimmtudagur
Kl. 20:30 Biblíulestur
Laugardagur
Kl. 20:30 Bænasamkoma
Sunnudagur
Kl. 15:00 -ath. breyttan tíma.
Vakningarsamkoma með tjöl-
breyttu ívafí. Samskottil
Kristniboðsins
Allir hjarlanlega veikomnir á
samkomurnar
Aðventkirkjan
Laugardagur 5. september
Kl. 10:00 Biblíurannsókn.
Kl. 11:00 Guðsþjónusta
Gestur helgarinnar: Frode Jakobsen
Allir velkomnir.
Bahái' sam-
FÉLAGIÐ
Opið hús að Kirkjuvegi 72B
fyrsttt föstudag hvers mánaðar kl.
20.30. Allir velkomnir.
Heitt á könnunni.
Biblían
talar
Sími
481-1585
Hljómftutningstæki
Hljómflutningstaeki og vídeótæki í
góðu standi til sölu. Verð samkomu-
lag. Upplýsingar í síma 481 -2418.
Þarftu að flytja upp á land um
næstu helgi? Hef tómann sendibíl,
Bens 310, sunnudaginn 6. September.
Upplýsingar í síma: 861-5966
Tölva
Til sölu 75 MHZ Pentíun Dae Woo
tölva með 40 MB vinnsluminni,
geisladrifi, modemi og hljóðkorti.
Officepakkinn fylgir með. Upplögð til
ritvinnslu. Á sama stað er einnig til
sölu 24" fjallahjól, ungbarnastóll og
flotvinnugalli.
Upplýsingar í síma: 481 -2447.
Fréttir
Fimmtudagur 3. september 1998
Ómetanleg gögn
Radaimælingum á eldstöðvakerfum
Suðurlands lokið
Flugvél af gerðinni Gulfstream G 3 eins og notuð uar við radarmælingarnar
Radarmælingamar sem framkvæmdar
voru á eldstöðvakerfum Suðurlands í
sumar að frumkvæði Náttúrustofu
Suðurlands og í samvinnu við Fjar-
könnunnarstofnun Danmerkur er lokið
og segir Ármann Höskuldsson
forstöðumaður Náttúmstofu að verkið
hafi gengið mjög vel. Við mælingam-
ar var notuð flugvél af gerðinni
Gulfstream G3 í eigu konunglega
danska flughersins. Fiugvélin er
tveggja hreyfla og hefur 6000km
flugþol. Radarinn er settur upp í nefi
vélarinnar og undir miðjum skrokk
hennar.
Ármann segir að Náttúrustofa hafi
fengið Fjarkönnunarstofnun Dan-
merkur til þess að taka radarmyndir af
eldstöðvarkerfinu. „Verkið var unnið
þannig að flugvélin kom til íslands
þann 9. ágúst síðastliðinn og flaug yfir
eldstöðvabeltið þann 10. 13. og 16.
ágúst. Vestmannaeyjar em að
sjálfsögðu inni í þessum radar-
mælingum þar sem þær eru hluti af
þessu eldgosabelti og þau gögn sem
aflað var munu nýtast á margháttaða
vegu. Vélin flýgur í 7 km hæð á
meðan á mælingunum stendur, en
heildar svæðið sem var mælt er um
10.500 km2. Það er flogið eftir sex
fluglínum sem eru 10 km að breidd,
vélin er búin mjög nákvæmum
siglingartækjum og staðsetning hennar
því mjög vel þekkt. Hægt er að túlka
upplýsingamar mjög nákvæmlega og
myndrænt vegna þessarar nákvæmni.
Nákvæmnin getur verið það mikil að
hægt er að túlka yfirborðið og sjá
hvers kyns hreyfingar og menn á ferð
ef því er að skipta.“
Ármann segir að þetta verkefni
tengist verkefni finnska vísinda-
mannsins Matti Rossi sem var í
Eyjum í vor og Fréttir fjölluðu um, en
hann var við svipaðar mælingar á
norðurgosbelti landsins. „Þær mæl-
ingar sem gerðar voru í sambandi við
rannsóknir Matta höfðu hins vegar
upplausn upp á 5 metra, sem sam-
svarar því að allt sem er 2 metrar eða
stærra verður sýnilegt. Rannsóknir
okkar á suðursvæðinu höfðu hins
vegar upplausn upp á 5 cm, sem þýðir
að allt sem er 2 cm eða stærra verður
sýnilegt. Þannig að rannsóknir okkar
skila meiri nákvæmni, en að sama
skapi tekur lengri tíma að vinna úr
gögnunum.“
Þau gögn sem til verða er hægt að
nýta til grunnkortagerðar, eða
hæðarkorta. Jafnframt er hægt að
kortleggja gróðursamfélög og jarð-
fræði svæðisins. „Svo er hægt að
endurfljúga svæðið og fá saman-
burðarkort til þess að sjá breytingar á
yfirborði landsins. Annar kostur við
þessar mælingar er sá að þær er hægt
að gera óháð skýjafari. Hins vegar
endurkastar yfirborðið radargeislanum
misjafnlega eftir því hvort það er
blautt eða þurrt, en hæðarupplýsingar
á landi eru staðlaðar með stöðu-
vötnum sem eru í þekktri hæð.“
Kostnaður við þessar rannsóknir er
greiddur af Fjarkönnunarstofnun Dan-
merkur og danska hemum sem á
flugvélina,“ segir Ármann. „Einnig er
verkefnið styrkt af NorFa sem er
norrænn styrktarsjóður sem styrkir
ýmsar grunnrannsóknir og heimsóknir
vísindamanna á Norðulöndum. Nátt-
úrustofa Suðurlands vinnur þetta
verkefni einnig í samvinnu við ýmsar
rannsóknarstofnanir á fslandi eins og
Náttúrufræðistofnun Islands."
Ármann segir að Náttúrustofa
Suðurlands muni beita sér fyrir
úrvinnslu gagna sem verði að fara
fram í Danmörku, vegna þess að hér á
landi er ekki til tölva sem getur unnið
úr gögnunum. „Þau gögn sem safnast
eru gífurlega mikil að umfangi og sem
Ramminn sýnir suæðíð sem flogið uar yfir og rannsakað en bað nær yfir 10.500
ferkílómetra, frá Surtsey í suðri að Dyngjuhálsi í norðri
dæmi má nefna að þau gögn sem
safnast á hverja fluglínu er upp á 150 -
200 gigabæt og tíminn sem áætlaður
er að fari í úrvinnsluna geti tekið þrjú
til íjögur ár, en þessi gögn eru unnin á
svo kallaða ''Crey-tölvu".“
Ármann segir að nú þegar sé byijað
að vinna úr gögnum er varða
Vestmannaeyjar og gert ráð fyrir að
því verði lokið síðla næsta árs.
„Svæðið sem rannsakað var náði frá
Surtsey í suðri að Dyngjuhálsi í norðri.
Með þessu öðlumst við vitneskju um
hæðarmismun, jarðfræði og gróður-
samfélög, sprungur og misgengi, auk
þess sem hægt er t.d. að greina aldur
hrauna og jarðlaga þar sem þau
skarast. Auk þess munu gögn nýtast
við ýmis konar samanburðar rann-
sóknir á yfirborði svæðisins. Einnig
má nefna að radarinn sem notaður er
og sú túlkun sem hann býður upp á
hefur hemaðarlega þýðingu (þó ekki á
íslandi) og svo má bæta við að niður-
stöður okkar rannsókna munu nýtast
við sambærilegar rannsóknir er gerðar
eru úti í geymnum við rannsóknir á
jörðinni og á öðmm plánetum sem em
skoðaðar."
Þannig nýtist sú þekking er fæst við
túlkun á íslensku gögnunum til þess
að túlka fjarkönnunargögn frá Mars
og Venus, en þangað er nýbúið að
senda gervihnetti með sambærilegan
radar um borð. Vestmannaeyjar eru
því ekki bara miðdepill jarðarinnar
heldur og miðdepill sólkerfisins.
Á þriðjudaginn afhenti útibústjóri íslandsbanka í
Vestmannaeyjum, Börkur Grímsson, ÍBV - íþróttafélagi fjárstyrk.
ísiandsbanki hefur verið einn af stærstu stuðningsaðilum ÍBV í
gegnum árin þó bankinn hafi kannski ekki verið mjög sýnilegur á
mótum og leikjum IBV. Börkur Grímsson útibústjóri sagði við
þetta tækifæri að það væri vilji íslandsbanka að styðja við
íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum og þetta væri einn liður í
þeirri viðleitni. „Það er hins vegar vilji okkar að tala frekar um
samstarf Islandsbanka og IBV - íþróttafélags og vildum gjarnan sjá
það eflast í framtíðinni. Við höfum á undanförnum árum afhent
svona styrki tvisvar á ári og viljum gjarnan styðja sem mest við
íþróttalíf í Vestmannaeyjum.“
Á myndinni sem tekin var við þetta tækifæri eru f.v. Eyþór
Harðarson f.h. handknattleiksdeildar, Þorsteinn Gunnarsson f.h.
knattspyrnudeildar, Aðaisteinn Sigurjónsson f.h. IBV -
íþróttafélags, Börkur Grímsson útibústjóri í og Sigurður
Friðriksson þjónustustjóri Islandsbanka.